Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 1
24 SIÐUR 71. tbl. 56. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ayub Khan sagöi af sér í gær — Yaya Khan, hershöfðingi tók v/ð stjórn — Herlög í gildi um allt landið Karachi, 25. marz. ■Jc Ayub Khan forseti Pakist an, baðst í dag lausnar og fól Yaya Khan, hershöfðingja, sem hefur verið yfirmaður herafla landsins sl. 2 ár, öll völd. Ayub sagði í ávarpi, að hann hefði reynt af öilum mætti að halda uppi lögum og reglu í landinu og lægja ágreiningsöldur og ýfingar. Því miður hefði það ekki tek- izt, stjórn landsins væri löm- uð og múgurinn væri allsráð- andi. Yaya Khan talaði skömmu síðar og sagði að stjórnar- skrá landsins hefði verið numin úr gildi, þjóðþing og fylkisþing leyst upp og her- lög hefðu tekið gildi. Sér- stakir herdómstólar hefðu verið settir á stofn. Yaya Khan sagði, að herinn stæði einhuga bak við sig og hann í kveðjuræSu sinni hvatti Ay- ub menn til að gæta stillingar og hafa samvinnu við herfor- ingjastjórnina. Hann bað menn að sýna skynsemi, svo að öng- þveitið og ólgan í landinu yrði ekki að óslökkvandi báli. Skömmu áður en Ayub lýsti yf- ir því að hann bæðist lausnar, hafði hann sent út orðsendingu þess efnis, að herlög væru sett í landinu og Yaya yrði yfirmað- ur landsins. Skömmu sfðar kom fréttin um afsögn Ayubs og ítrek un um herlög.og hernaðarástand. Útvarpið í Karachi sagði í dag, að forsetinn fyrrverandi færi nú í þriggja mánaða leyfi, en ekki Framhald á bls. 23 Herstöðva- somningur frnmlengdur Washington, 25. marz NTB VIÐRÆÐUR fulltrúa Spánverja og Bandaríkjamanna um her- stöðvarleyfi Bandaríkjaimanna á Spáni, munu sennilega bera þann árangur að núverandi samningur verður framlengdur óbreyttur til næstu fimm ára. Þetta höfðu áreiðanlegar heimildir í Wash- ington fyrir satt í kvöld. Spánski utanríkisráðherrann Castiella Y Maiz hefur verið í Wasíhington og rætt við banda- ríska ráðherrann William Rog- ers, og héldu embættismenn frá báðum löndunum áfram fundum um málið. Núverandi samningur um herstöðvarrétt Bandaríkja- manna á Spáni rennur út eftir sex mánuði. Ayub Khan hefði skipað yfirmenn flug- hers, flota og foringja her- ráðsins sér til ráðuneytis. Jokubovsky í Búlgaríu Sofíu, Búlgaríu, 25. marz. AP. YFIRMAÐUR herafla Varsjár- bandalagsins, I. Ja'touibovsky, kom í óvænta heiamsófkn til Sofíu í Búlgariu og hefur siðan setið á tali við Todor Zhiikov, flokks- leiðtoga búlgaskra. Bkkert hef- ur verið iátið uppi um viðræður þeirra, aninað en þær séu sér' lega eldkulegar. Anthony Lee, umboðsmaður Breta á eyjunni Anguilla, sést hér á tali við aðstoðarmann sinn, og standa þeir við bifreið Lees, sem varð fyrir skemmdum í mótmæ laaðgerðum, sem 300 eyjar- skeggjar efndu til fyrir fáeinum dögum. — Eyjarskeggjum lenti saman við lögregluna, þegar þeir settust niður við lögreglustöð eyjarinnar og hindruðu brezkan embættismann i að komast þar inn i þrjá stundarfjórðunga. Thieu, forseti Suður-Vietnam: Vill einkaviöræður viö kommúnista Telur ekki rétt að hefja á ný loftárásir á Norður-Vietnam Saigon, París og Washington, 25. marz — AP • Nguyen Van Thieu, forseti Suður-Vietnam, lýsti því yfir á fundi með fréttamönum í Saigon í dag, að stjóm hans væri reiðu- búin til að ræða einslega við fulltrúa „þjóðfrelsisfylkingarinn- ar“ svonefndu. Sagði forsetinn, að stjórn Suður-Vietnam setti engin skilyrði fyrir þvi að við- ræðumar gætu hafizt, og kvaðst sannfærður um að „fylkingin“, sem er stjómmálaarmur Viet Mdtmælaaðgerðir í rúminu — John Lennon og Yoko Ono sýna í — verki andúð á ofbeldi í heiminum Cong skæruliða, hefði enga ástæðu til að neita viðræðum. • Fulltrúar „fylkingarinnar“ við friðarumræðumar í París viðurkenndu í dag, að þeim hafi borizt tilboð Thieus forseta, en talsmaður þeirra sagði að þeir gætu ekkert um málið sagt að svo stöddu. Talsmenn Banda- ríkjastjómar hafa hins vegar fagnað yfirlýsingu Thieus. Benda þeir á, að allt frá því Richard Nixon tók við forsetaemhætti í janúar hafi hann unnið að því að koma á einkaviðræðum aðila að friðarumræðunum í París. Á fundinum með fréttamönn- um í dag sagði Thieu forseti, að einkaviðræður fulltrúa Suður- Vietnam við fulltrúa „fylkingar- innar“ gætu farið fram í París, enda væru fulltrúar beggja að- iia þar saman komnir. Taldi hann einnig æskilegt að víðtæk- ari einkaviðræður færu þar fram milli allra aðila að friðarumræð- unum, en auk fulltrúa frá Suður- Vietnam og „þjóðfrelsisfylking- unnd“ taka þátt í þeim fulltrúar frá Bandaríkjunum og Norður- Vietnam. Thieu sagði, að í einkaviðræð- um fulltrúa Suður-Vietnam og Viet Cong mættu taka þátt tveir, þrír eða fleiri frá hvorum aðila, og tók það fram, að í einkavið- ræðum gæti hver sem væri bor- ið fram spurningar um hvað sem væri. „Möguleikarnir eru marg- ir“, sagði forsetinn, „við getum einnig rætt við fulltrúa Hanoi- stjórnarinnar. Við getum rætt við tvo fulltrúa eða fleiri". Sagði hann, að sendinefnd „þjóðfrelsis- fylkingarinnaT“ hafi verið sent tilboð stjórnar Suður-Vietnam, en neitað að taka fram hvenær. Ekki hefur fylkingin svarað til- boðinu, en forsetinn kvaðst bú- ast við jákvæðu svari fljótlega. Á fundinum voru lagðar spurn- ingar fyrir fonsetann, og kom þar meðal annars fram eftirfar- andi: — Hann var vongóður um Framhald á hls. 23 Drottningin í reynsluiör Southampton, 25. marz. AP BREZKA hafskipið „Elizaibeth 11“ lét úr höfn í Southampton í daig og fyrir höndum er þriggja daga reynsluferð um Ermarsund. Allt virðisf ganga að óúkium, en svo sem kunnugt er, komu í ljós fjölmargir alvarlegir gallair og missmiíði á, Skipinu, þegar átti að afhenda það Cunard-skipafé- laginu rétt fyrir síðustu áramót. Hefur verið unnið að viðgerðum síðan. Amsterdam, 26. marz — AP BITHjLINN John Lennon og brúður hans, Yoko Ono, hafa afráðið að hreyfa sig ekki úr rúminu í íhótellherbergi alnu í Amsterdam næstu sjö daga og sjö nætur til að mótmæla ofbeldinu í heiminum. Þau hafa búið um sig í breiðri sæng og hengt friðarspjöld upp í herberginu. Þau ræddu við blaðamenn í dag og sagði bítillinn þá, að með þessu ætl- uðu þau að mótmæla hvers konar ofbeldi, jafnt stríðinu í Vietnam sem götuóeirðum í borgum og öilu þar á milli. Þegar bítillinn var að því spurður, hvers vegna þau hefðu ekki valið Dallas eða Saigon, svaraði hann: „í Dall- as hefði ég verið með lífið í lúkunum allan tímann og í Saigon hefði ég kannski ver- ið skotinn". Um áform þeirra hjónakorn anna sagði Lennon léttur í máli: „Það getur ekki orðið verra en að fólk hlæji að okk- ur fyrir vikið, og í bezta falli gæti þetta kannski orðið til að einhverju þokaði í friðar- átt“. Bítillinn sagði í ósporðum fréttum að heit ósk þeirra Yoiko væri að eignasf bam, og gæfan mesta væri það, ef hon um tækist að gera konu sinni barn, með&n mótmælavikan stendur yfir. Vilja vopnabann á hafsbotni — en algjör friðun óhugsandi Genf, 25 marz (AP) GERARD C. Smith, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á alþjóða afvopn- unarráðstefnunni í Genf, lýsti því yfir í dag, að tillögur Sovét- ríkjanna um algjört bann við hervæðingu á sjávarbotni væru „óframkvæmanlegar og senni- lega skaðlegar.“ Tók Smith það skýrt fram að Bandaríkin hefðu mikinn áhuga á að banna stað- setningu kjarnorkuvopna og ým- issa annarra vopna á sjávarbotni, en sagði, að algjör friðun hafs- botnsins, sem einnig fæli í sér bann við hemaðarmannvirkjum á botninum er einnig væru notuð í friðsamlegum tilgangi, væri úti lokuð að áliti Bandarikjamanna. Yfirlýsing Smiths er svar við tillögum, sem fulltrúar Sovétríkj anna lögðu fram á ráðstefnunni í fyrri viku. Alexei A. Roshchin, einn af fulltrúum Sovétríkjanna á ráðstefnunni, ræddi við frétta- menn eftir yfirlýsingu Smiths í dag, og sagði þar, að tillögurnar sovézku væru lagðar fram sem umræðugrundvöllur, og um end- aniegt orðalag þeirra mætti semja. „Við ætlum ekki að þröngva þeim upp á neinn", sagði hann. „Tilgangur ráðstefn- unnar er að semja“. Á fupdinum í dag benti Smith á, að fjarskipta- og siglingatæki, sem staðsett væru á sjávarbotni væru vissulega ekki síður til af- nota fyrir kaupskip en 'herskip. Auk þes; krefðist tilvera kaf- bátaflota ríkjanna þess, að kom- ið væri fyrir aðvörunarkerfi á sjávarbotninum út af ströndum viðkomandi ríkis. Þá sagði Smith að margvíslegar visindarannsókn ir væru gerðar á sjávarbotni á vegum heKtjórna rikjanna. Að Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.