Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 36. MARZ 1969 "Úitgieííandi H.f, Arvafcur, KeyfcjavSfc. Fnamfcvíemdastj óri Haraldur Sveinsson. ŒUtistjóraí Sigurður Bjamason fná Viguir. Malithias Johannessfen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Eitgtjómaifullltitti Þotbjöm Guðtaundsson. Fréttaisitjóri Björn Jótiannsson!. Auglýs ingastj óri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgrei&la ASalsfcræti 6. Sími 10-109. Auiglýsingar Aðals træti 6. Sími 22-4-80. Ásicriiftargjald fcr. 100.09 á mánuði innanlanda, 1 lausa&öliu fcr. 19.00 eintakið. A TVINNUÖR YGGI EÐA UPPLAUSN? VERSTA SÍLDARVERTÍÐ NOREGS1 Utvegsmenn biðja um 60 millj. n-króna 'IJ'eðan sjómannaverkfallið stóð í vetur, ríkti mikið atvinnuleysi víðsvegar um land. En fljótlega eftir að verkfallinu lauk og fiskiskipa flotinn komst á veiðar dró úr atvinnuleysinu og má raunar segja að það hyrfi í flestum byggðarlögum landsins. Hér í Reykjavík og á stöku stað öðrum er þó nokkurt atvinnu leysi ennþá. Ríkisstjórnin hefur gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til þess að útrýma at- vinnuleysinu. Hún hafði for- ystu um það í samráði við Alþýðusamband íslands og samtök atvinnurekenda að stofnaðar yrðu atvinnumála- nefndir um land allt og mikils fjármagns aflað til þess að stuðla að atvinnuaukningu. Jafnframt hefur útgerðinni og frystihúsunum verið veitt- ur verulegur stuðningur til þess að örva atvinnulífið. Allt hefur þetta leitt til þess, ásamt góðum aflabrögð- um um allt land, að mjög hefur birt yfir í atvinnumál- um landsmanna. Það er þess vegna óhætt að fullyrða að ef vinnufriður helzt mun framleiðsla þjóðar- innar stóraukast á þessu ári, atvinnuleysi verða útrýmt með öllu og atvinnuöryggi skapað á ný. Þetta er takmark ríkis- stjórnarinnar og þeirra, sem hana styðja. En kommúnistar og Fram- sóknarmenn hafa allt aðra af- stöðu. Þeir þykjast að vísu vilja útrýma atvinnuleysinu, en vinna gegn því eftir fremsta megni að það takist. Stjórnarandstæðingar leggja höfuðáherzlu á að setja dýr- tíðar- og verðbólguskrúfuna í fullan gang að nýju. En eng- um vitibornum manni dylst að það er vísasti vegurinn til þess að leiða að nýju atvinn- leysi og upplausn yfir almenn ing. íslenzka þjóðin hefur dýr keypta reynslu af kapphlaup- inu milli kaupgjalds og verð- lags. Fullar vísitöluuppbætur á laun hafa ekki tryggt af- komu og atvinnuöryggi al- mennings. Þvert á móti hafa þær átt sinn þátt í dýrtíðar- kapphlaupinu og endurtekn- um gengisfellingum. Þrátt fyrir þetta staglast Framsóknarmenn og komm- únistar á því að eina úrræðið til þess að tryggja afkomu launþega sé full vísitöluupp- bót. Hér í blaðinu hefur megin- áherzla verið lögð á það að vinnudeilunum, sem nú standa yfir verði lokið með einhverjum fyrirgreiðslum við hina lægstlaunuðu. Hitt væri glapræði að setja dýr- tíðarskrúfuna í gang með full um hraða. Þetta gerir allur almenn- ingur í landinu sér áreiðan- lega ljóst. En hvers vegna er þá haldið áfram að hóta þjóð félaginu og atvinnuvegunum allsherjarstöðvun með stór- felldum verkföllum? Hverra hag myndu slíkar aðgerðir bæta? Sannleikurinn er sá, að þjóðin á nú um tvo kosti að velja: Annars vegar eð efla framleiðslu sína sem mest hún má, og reyna að koma í veg fyrir nýja verðbólgu- skriðu, en hins vegar verk- föll og ófrið á vinnumarkaðn um með upplausn, atvinnu- leysi og nýjum og stórfelld- um erfiðleikum. Getur nokkur hugsandi maður verið í vafa um það, hvora leiðina beri að velja? BÚRFELL OG STRAUMSVÍK |>ík ástæða er til þess að fagna því að allar horfur eru nú á að álverksmiðjan í Straumsvík verði komin í fulla stærð með 60 þúsund tonna afköstum á árinu 1972. Jafnframt hefur verið ákveð- ið að framkvæmdum við Búr- fellsvirkjun verði hraðað þannig, að lokið verði við seinni áfanga virkjunarinnar á árinu 1972. Ríkisstjómin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp, þar sem gert er ráð fyrir að ríkis- stjórninni verði heimilað að ábyrgjast lántökur Lands- virkjunar vegna Búrfells- framkvæmdanna að upphæð allt að 35,5 milljónum dollara, eða samtals 3128 milljónum króna. En þetta mikla orku- ver á eins og kunnugt er að tryggja álverksmiðjunni orku. Áætlun um virkjun Búr- fells miðaðist upphaflega við það að ljúka fyrri áfanga virkjunarinnar á þessu ári, en hann er 105 mw. En aflþörf fyrsta áfanga álversins, sem tekin verður í notkun nú í ár er 60 mw. Síðari áfanga Búr- fellsvirkjunar átti að verða lokið um leið og álverið yrði komið í fulla stærð árið 1975. En fullgerð Búrfellsvirkjun 210 mw. og aflþörf 60 þúsund tonna álvers 120 mw. Eigi ál- Bergen, 19. marz. FYRIR tíu dögum tilkynnti fiskimálastjórinn norski, að vetrarsíldarvertíðinni skyldi lokið 12. marz að kvöldi. Síld in var orðin svo fitulítil, að ekki þótti forsvaranlegt að kalla hana vetrarsíld. Nú heit- ir hún vorsíld naestu vikurn- ar, en þó er þetta sama síld- in og heifir einu nafni stór- síld. En vorsíldin er fituminni en vetrarsíldin og þess vegna miklu lægra verð toorgað fyrir hana. í fyrra veiddust aðeins 155.000 hektólítrar af vetrar- síld, og var það lágmark í þess ari veiði, síðan 1880. f ár 'hef- ir þetta lágmet lækkað í rúm- lega 140.000 hl. — En fyrir áttatíu árum var allur tilkostn aður hverfandi, 'hjá því sem nú er. Með þeim skipakosti og veiðitækjum, sem núna hefur verið notað til veiðanna, gæti síldarflotinn hæglega veitt á einum degi eins mikið magn og veiðzt hefur á allri vertíðinni. Hér hefur íslenzka síldveiðisagan frá í fyrra end- urtekið sig. — Norðmenn hafa aldrei veitt jafn dýra síld og núna, sagði einn síldarkaup- andinn. — Ef við ættum að borga sannvirði fyrir hana þyrftum við líklega að borga fimmfalt rækjuverð. Þetta er dýrasta síldin sem nokkurn tíma 'hefur komið í land í Nor egi. Þessi ferlegi aflabrestur kemur ekki aðeins niður á út- vegs- og fiskimönriúm sjálf- um. Hann snertir líka alla þá, sem treyst hafa á atvinnu við vinnslu síldarinnar, allt frá söltunarstúlkum til forstjóra niðurlagningarfyrirtækj anna, sem breyta síldinni í dósa- mat — að ógleymdum síldar- bræðslunum. Þær hafa aðeins fengið 80 segi og skrifa átta- tíu — hektólítra af síld á'þess- ari vertíð. Sú tæpa vika, sem liðin er af vorsíldarvertíðinni, hefur ekki hækkað hag þeirra, sem „spila í síldarlotteríinu“. Gæft ir hafa verið stopular og síld- in svo dreifð — þar sem náðst hefur til hennar, að verið að vera komið í gang með fullum afköstum 1972, er nauðsynlegt að Ijúka síðari áfanga Búrfells á sama tíma, og hefur þegar verið stefnt að því með því að flytja framkvæmd seinni áfangans yfir á þann fyrri. Búrfellsvirkjun og álverk- smiðjan í Straumsvík eru stórbrotnustu fyrirtæki, sem ráðizt hefur verið í hér á landi. Við þau eru tengdar miklar vonir. Hér er um að ræða upphaf að stóriðju, sem mun eiga sinn þátt í því að gera atvinnulíf þjóðarinnar fjölbreyttara og afkomugrund völl hennar traustari. En brýna nauðsyn ber til þess að haldið verði áfram að hag- nýtav atnsorkuna til uppbygg ingar nýrra iðngreina víðs- vegar um land. ékki verður sagt að eitt ein- asta skip hafi haft uppgripa- veiði. Samkvæmt upplýsing- um Finns Devolds síldargöngu sérfræðings Norðmanna, hef- ur hin venjulega síldarganga að norðan meðfram Noregs- strönd, dreifzt svo mikið vest- ur á bóginn, að nú hefur vest- urjaðar hennar tekið stefnu á Færeyjar í stað þess að halda sig á grunnsævinu vest- ur af Álasundi um gottímann. Ýms norsk skip hafa haldið vestur í haf, alla leið norður af Færeyjum, til þess að freista gæfunnar þar. En ár- angurinn hefur ekki orðið eft- ir vonum, og ekkert skip 'hef- ur komizt í þétta torfu þar. Hinsvegar hafa mörg sikip orð ið fyrir barðinu á fárviðri, sem geisaði alla leið frá strönd SV-Noregs vestur fyrir Orkneyjar á föstudaginn og laugardaginn var. Þá urðu 15 norsk síldveiðiskip að leita hafnar á Hjaltlandseyjum, meira og minna löskuð, en 'höfðu þó ekki orðið fyrir manntjóni. Hinsvegar er eins norsks báts saknað af þessum slóðum; hefur hans verið leit- að í þrjá daga og er nú tal- inn af. Og annar mannskaði úr fárviðrinu er sá, að bátur, sem annast flutninga milli olíuborunarpalls vestur af Eigersund og til Tannanger (skammt frá Stavanger) fórst í veðrunum með 3 mönnum. Fjöldi annarra skipa varð fyrir hrakningum í þessu veðri og kom þá í Ijós, að björgunarþjónusta Dana reyndist gagnmeiri en Norð- manna. Þetta hefur orðið til þess, að strax í gær kom fram tillaga um að Norðmenn bættu sína þjónustu og hefðu björgunarskip við Hjaltlands- eyjar og kopta á flugvellinum í Kjevík (við Kristianssand) til þess að hjálpa skipum í neyð. Það kom á daginn í þessu ofviðri, að koptar dönsku björgunarstarfseminn- ar björguðu mörgum manns- lífum — og skipum líka. Hvernig líkur „síldar-lott- eríinu“? spyrja þeir hérna á vesturlandinu. Finn Devold BREZKUR kirkjukór mun koma til íslands í maí n.k. í boði bisk- ups, herra Sigurbjörns Einars- sonar. Kirkjukórinn mun syngja í Dómkirkjunni á Sjómannadag- inn og einnig er áætlað að kór- inn syngi í Hrafnistu og á Kefla víkurflugvelli. Þá mun kórinn einnig syngja í sjónvarpið. í kórnum, sem er frá enska bisk- upakirkjusöfnuðinum St. James’s Ohuroh í Grimsby samanstend- ur af 20 drengjum og 20 f’’1!- orðnum karlmönnum. Fararstjóri kórsins verður sóra Canon D.G. Hawker, en að und- anförnu hefur kórinn efnt til nokkurra hljómleika í Grimsby styrk eða lán ) hafði spáð tveggja milljón J hektólítra afla á stórsíldar- I vertíðinni í ár, en 'hér vestra i eru menn vantrúaðir á að það í rætist. Sumir þeir, sem fyrir ? tíu árum urðu ríkir á síld, berjast nú í bökkum og segja eins og Job: „Drottinn gaf, Drottinn tók . . . .“ — því að yfirleitt em þeir meiri trú- menn á vesturlandinu hér, en austanfjalls. Hvort trúin á síldina hefur bilað síðustu tvö hallærisárin skal ósagt látið, en víst er að hún hefur veikzt, og kannski bilað. „Det kommer an pá silla!“ sögðu þeir í gamla daga. En í dag er viðkvæðið: „Det komm er an pá staten" — ríkis- stj órnina! í gær barst Broten stjórnar forseta og Moxness fiskimála- ráðherra hans skeyti, þess efn is, að þeir yrðu að sjá síldar- útvegsmönnum fyrir 80 mill- jón norskra króna styrk — 1 eða sumpart lánum — til þess i að forða fjölda síldarútvegs- manna frá því að komast á sveitina og láta taka allt af sér. — Enginn vafi er á því, að stjórnin þykist nauðfaeygð til að hlaupa undir bagga, eins og hún er að reyna að gera hjá öðrum sjávarútvegi í Nor- egi. Tap þjóðarinnar á brestin- um í síldarútvegnum í ár er áætlað 150-200 millj. n-krón- ur, miðað við útflutningsverð mæti. Svo að áfallið er mikið , fyrir sjávarútveginn í heild. I — En þó ekki nema smáræði i fyrir þjóðina í heild, ef borið / er saman við ísland, þar sem 1 90% útflutningsverðmætisins t stafar frá fiskveiðunum. í í meðalári í Noregi kemur ekki ? nema tæpur tíundi hluti út- J flutningsins frá fiskveið<unum. t En Norðmenn skapa útflutn- t ingsverðmæti úr skógunum, 1 sem nema nær tvöföldu á við það sem fiskurinn gefur, og nota vatnsaflið til þess að framleiða alumínium, nikkel, kopar og stál, sem vegur meir en tvöfalt á við sjávar- afurðirnar á útflutningsskýrsl unum. ESSKÁ, til þess að safna fjár í flugfar- gjaldið. Látið ekki sambandiö við viðskiptavinina rofna — Auglýsiö — Bezta auglýsingablaðiö Brezkur kirkjukór í söngför til íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.