Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 24
 JUIGIYSINGAR SÍMI SS*4*8Q MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1969 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 10*10Q í Kaupmannahöfn ' f'f * Fákk pelsapöntun fyrir 7 milljónir kr. Tók að sér 300 pe/so úr 500 pelsa pöntun, sem barst á kaupstefnuna STEINAR Júlíusson, feldskeri, hefur móttekið pöntun frá hol- lenzku fyrirtíeki á 500 gærupels- um fyrir um 7 milljónir króna. Steinar getur þó ekki annað svo stórri pöntun, en hefur ákveðið að selja 150 pelsa í stað þessa og hefur jafnframt áskilið sér rétt til þess að taka tilboði um 150 pelsa til viðbótar. Mbl. ræddi í gær við Steinar. Hann sagði að sýnisihorn af fraim leiðslu hans hefðu verið á sýn- ingunni í Kaiupimannahöfn, seim nú stendur ytfir (sjá grein um sýninguna á bls. 3). Heildsölu- verð pelsanna er frá 10.800 kr. í 14.000 krónur. Á pöntun þeirri sem að framan greinir er hálfs árs afgreiðslufrestur. Steinar sagði, að því miður hefði hann ekki bolmagn til þess að taka við svo stórri pöntun. Fyrirtækið væri fjárfreíkt og það að hann sendi utan sýnishom var meira til þess að kanna möguleika þessa iðnaðar en sækj ast eftir stórum pöntunum. Sviar hafa mjög selt gærupelsa, sagði Kennslutækni ÞRIÐJI Kennslutæknifundurinn um skólamál verður í kvöld í Hagaskóla og hetfst kl. 20.30. Frummælendur verða Andri ís- aksson, sálfræðingur, og Haukur Helgason, skólastjóri í Hafnar- firði. Fundarefni verður: „Skóla- rannsóknir". Steinar og hefur þeim verið tekið vel. Þessi framleiðsla mín er á engan hátt lík hinni sænsku, þótt sama grunnhráefni sé notað í báðum tilfetllum. Fleiri aðilar sýna á þessari kaupstefnu í Kaupmannahötfn. Mbl. reyndi að fá fleiri fréttir af sölum íslenzkra fyrirtækja á sýningunni, en ekkert hafði þá frétzt. Fyrirtækin sem sýna í Kaupmannahötfn eru: Álatfoss, Solidu-barnatfatagerðin, Model Magasin, Skjólfatagerðin, Dúkur, Prjónastofan Peysan, Prjóna- stofan Iðunn, Anna Þórðardótt- ir hf., Hekla á Akureýri og Mar- grét Árnadóttir. Myndin er frá Fatakaupstefn unni í Kaupmannahöfn. Nokkur íslenzk fyrirtæki sýna þar íram- leiðslu sína og hér eru gærur til sýnis — pelsar o. fl. Möguleiki á 20 þúsund tonna viðbótar- stækkun álverksmiðjunnar Yrði þá ársafköst hennar 86 þús. tonn — Virkjunarframkvœmdum við Búrfell verði hraðað INGÓLFUR JÓNSSON raforku- málaráðherra mælti í gaer fyrir stjórnarfrumvarpi um Lands- virkjun á fundi neðrideildar AI- þingis. Ákvæði frumvarpsing er það, að ríkisstjórninni skuli vera toeimilt að ábyrgjast sjálf- skuldar lán, er Landsvirkjun tekur til virkjunar við Búrfell allt að 3.128 millj. kr. í ræðu ráðtoerra kom fram, að allar horfur eru á að álverk- smiðjan við Straumsvík verði stækkuð til tfulls fyrir árði 1972, eða þremur árum fyrr en gert var ráð fyrir í upphafle|gum samningum. Einnig sagði ráð- herra að rætt toefði verið um að stækka verfesmiðjuna enn frek- ar, eða úr 66 þús. tonna ánsaf- köstum í 86 þúsund tonna árs- afköst. Sagði ráðherra að ef atf þeim samningum yrði mundi stækkuð verksmiðja sennilega taka til starfa 1974. Nauðsynlegt væri að hraða síðari áfanga Búrfellsvirkjunar, og því væri þetta frunvvarp flutt. Yrði um stækkun álverk- smiðjunnar að ræða mundi toún þurfa um 40 þús. kílóvatta við- bótarorku, auk þess sem marg- víslegur annar iðnaður kæmi til. Hefðj því ennfremur verið rætt um það að ráðast í Sigöldu- virkjun sem fyrst. Hér á etftir fer útdráttur úr ræðu raforkumálaráðtoerra: Með frumvarpi þessu er gerð tillaga um það að heimila ríkis- stjórninni að ábyrgjast m>eð sjálfskuldarábyrgð lán, er Lands virkjun tekur tii virkjunar við Búrfell að fjárhæð allt að 3128 millj. kr. eða 35,5 millj. dollara eða jatfnvirði þeirrar fjárhæðax í annarri erlendri mynt. Á- byrgðin skal vera með þeim kjörum og skilmálum, er ríkis- Mjolkurumbúðir af ýmsum gerðum: Hinar margnefndu femur eru lengst til hægri. Alit mjólkurumbúðanefndarinnar: Samkeppni á jafnráttisgrundvelli ekki náð þar sem einkasöluhömlur eru á framleiðslu þekktra umbúðagerða MJÓLKURUMBtJÐA- NEFND ráðuneytanna hef- ur nú skilað áliti sínu um umbúðamál Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík, sem miklar umræður hafa orð- ið um að undanförnu. Hef- ur nefndin borið saman tilboð Tetra-Pak, sem Mjólkursamsalan hefur og tilboð Kassagerðar Reykja víkur. Kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að báðir aðilar byggi tilboð sín á einkasöluaðferðum. Mjólk- ursamsaian hefur á hendi tilboð frá Tetra-Pak, þar sem boðin er leiga á áfyll- ingarvélum og fullbúnar umbúðir unnar erlendis. Kassagerðin býður áfyll- ingarvélar til kaups og um búðir unnar að hluta inn- aniands með einkaleyfis- skilyrðum. Nefndin telur tilboð Kassagerðarinnar heldur lægra, en muni binda Mjólkursamsöluna til iengri tíma. Framhald á bls. 23 stjórnin ákveður, o>g tekur hún jatfnt til greiðslu afborgana og vaxta og annars kostnaðar. 1 samningi ríkisstjórnar og Swiss Alumini-um frá 28. marz 1966 um álbræðslu í Straumsvík, er gert ráð fyrir því, að bræðslan verði reist í þremur áföngum, Iþannig að í 1. áfanga verði af- köst hennar 30 þús. tonn. Samn- ingurinn gerir ennfreimur ráð tfyrir því, að 1. áfanga sé lokið 1969, 2. ekki síðar en 1072 og tþeim 3. ekki síðar en 1075, nema laðilar verði ásáttir um annað. (Eftir samningsgerðina þótti fljótlega sýnt, að tveim síðustu áföngum bræðslunnar yrði flýtt, >og eru nú allar horfur á þvi, að Framhald á bls. 16 Hús nötrn ú flkranesi vegna sprenginga í Höfnum Akranesi, 25. marz — UM klukkan 3 í gær skóku fjar- lægar sprengingar hurðir og glugga hér á Akranesi. Fólk þaut út úr húsum sínum í nokkrum tilfellum og spurði hvert annað, hvað um væri að vera. Mönnum datt fyrst í ‘hug að um jarð- skjálfta væri að ræða eða her- æfingar á Faxaflóa. Mikill loft- þrýstingur gaf þó til kynna, að um endurteknar sprengingar var að ræða — líklega frá Keflavík- ursvæðinu. — HJÞ. Mbl. spurðist fyrir um, hvort sprengt hefði verið á Keflavíkur- svæðinu í fyrradag og hringdi því til Boga Þorsteinssonar, fréttaritara Mbl. þar. Bogi sagði, að um miðjan dag í gær hefði verið sprengt gamalt sprengi- efni Varnarliðsins í hrauninu fyr ir ofan Hafnir. Slíkt er ávallt gert, er sprengiefnið fer að verða of gamalt og varð ekki vart við nein óþægindi af þessum sökum á Suðurnesjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.