Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 13
MOKGUNBiLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1969 13 Á KVÖLDIN gveima svartir thaukar yfir Níl. Ekkert breyt ist í Kaíró, ekkert breytist í Egyptalandi. Markaðirnir í Khan Khallil anga af steiktu kjöti, kúmeni og safran. Söngv ari syngur grátklökkri röddu. Úr sér gengnir straetisvagnar skrölta eftir götunum troðfullir af fólki. Pálmatré teygja sig með fram fljótsbakkanum. Á samkomustöðum er talað um Nasser. f göturn elzta hluta Kaíróborgar sjást menn um næt ur sitjandi á mottum undir steinþökum gamalla rústa. Þar fara frarn viðskipti, sem ekki þola dagsljósið. Hvernig er þessu varið? Hafa menn gleyrnt stríðinu, ósigrinum, hinum miklu áföllum? Nei, þetta geym ist allt í tímanum, í tóminu. Menn bíða, vita ekiki hvað skal, vona reyna að vera kænir. Hættuleg bið, segja þeir,sem þekkja Egyptana, því bak við háðsbros Egyptans' býr nag- andi beiskja og undir rólegu yfirbragði hans svíður sárs- aukafull reiðin. Því sársauka- fyllri er sú reiði, sem Egypt- anum tekst betur að leyna henni. Vel upp alinn Egypti ber ekki utan á sér ógæfu sína. Hann þegir yfir niðurlægingu sinni og gerir að gamni sínu þegar honum er allt annað í hug. En hann gleymir aldrei skömm sinni. Egyptaland er nú 1 dag sterkt og veikt í senn, eins og stytturnar úr sandi, sem orðnar eru að steingerf- ingum. Egyptaland getur stað- ið í stað lengi enn, en það get- ur alveg eins 'hrunið í rúst á einni nóttu með dunum og dynkjum. Það væri mikill skaði. Furðulegt er að Egyptar myndu kannske finna till sjúklegrar ánægju yfir því sjálfir. HÆFÐIR í HJARTAB í augum Egypta er aðstaða Nassers tvísýn og hættuleg en samt að vissu leyti sterk. Nú eru liðnir 20 mánuðir síðan Egyptar biði hinn hraklega ósig ur og ísraelsmenn náðu á sitt vald fjórða hluta egypsks landsvæðis. fsraelsmenn hafa herlið við Suezskurð og gera vel heppnaðar árásir, eins og árásina á Dag Hammadi. Samt er Nasser ekki valtur í sessi. Hvernig ætli standi á því? Vegna þess að enginn eypsk- ur stjórnmálamaður, hvorki í flokki íhægri manna né vinstri hefur minnstu lönigum til að taka á sig þær þungu byrðar, sem hvíla nú á herðum Nass- ers. Egyptar segja „sem betur fer eru völdin enn í höndum hans, enginn ágirnist þau“. Og bæði hægri- og vinstrimenn segja: „Hann hefur leitt okkur í þessar ógöngur og hann verð ur að koma okkur úr þeim aft- ur. Stjórnmálalega séð má helzt líkja Nasser við egg, sem sett er á vatn. Flýtur á meðan ekki sekkur. Aðgerðir hans undan- farið og synjanir við samninga- umleitunum bera óttanum vitni í Egyptalandi bíða allir eftir árásinni, sem hlýtur að binda enda á þetta ástand. Sex stað- ir eru taldir líklegir sem skot- mörk fsraelsmanna. 1. Kaíró 2. Alexandría 3. Mahalla el Koubra sambygg ingarnar í árósunum. 4. Stáliðjuverin í Helouan 5. Raforkuverin fyrir norðan Assouan 6. Sjálfar Assouan stíflurnar Sovétríkin ábyrgjast öryggi Assounstíflanna og í Kaíró vita menn, að leiðtogarnir í Kreml hafa varað fsraelsmenn við, að árás á stíflurnar sé sama og árás á Sovétríkin. Kaíró ogAl- exandría hafa radarnet sér til varnar og auk þess flugflotá tiltækan til gagnárása með 5 mínútna fyrirvara. Þá eru eftir 3 staðir, milkilvægir frá hern- aðarlegu sjónarmiði. Stáliðju- verin í Helouan, raforkuverin og Mahallsel Koufora verk- smiðjurnar. Tekjurnar af spuna verksmiðjunum eru 80 milljón sterlingspund á ári. Tekj.ur ríkisins og framtíð þess er að miklu leyti komin undir þess- um verksmiðjum. Bustarnir, sem slétta baðmullina og hinar þungu spólur eru svo dýrir hlutir að eyðilegging þeirra yrði reiðar slag fyrir Egypta. Vel heppn- að hefndarvertk eða árás úr lofti á þessar verksmiðjur myndi fella Nasser. Heykal, aðalrit- stjóri stærsta dagblaðsins í Kaíró og opinber talsmaður sjálfs Nassers, sagði þetta ný- lega í ritstjórnargrein, sem virð ist skrifuð með það fyrir aug- um að reyna að afstýra voðan- um áður en það yrði um sein- an. Þessu mætti líkja við, ef læknir gæfi manni lyf til að reyna að koma í veg fyrir sjúk dóm. f ritstjórnargreininni seg- ir: „Yrðu loftárásir hafnar á ný, myndu þær 'hæfa okkur í hjartað. Þótt við veittum við- nám og hæfum kröftugar gagn árásir væri hrun óhjákvæmi- legt.“ Egypskur stjómmálamaður segir: „Þegar öll kurl koma til grafar leysa stjórnarskipti eng Nasser og Arafat „Ég hef meiri áhyggjur af því, sem vinir mínir, Gyðingar í ísraei kunna að hafa í hyggju en ég hef af fjarlægum draumum Arabanna, bræðra minna“, segir Plestinumaður í Kaíró í við- tali í „Observateur". an vanda. Engin stjórn, hver svo sem hún er getur leyft sér að gefast upp. Ef til vill er Nasser sá eini, sem gæti femg- ið menn til að sætta sig við samninga. Þó er óvíst að það tækist, jafnvel ekki eftir hálft ár.“ SEX MÁNAÐA SPÁIN Löngunin til að fresta ákvörð un um stefnuna verður sterk- ari eftir því sem dagarnir líða. „Við stöndum á hættulegum krossgötum og vitum ekki hvað gera skal. Draumar okkar og tálvonir orðnar að engu. Ekki höfum við þó látið örvænting- una heltaka okkur né breytt stjórnarstefnunni til hins verra. Á þessari örlagastundu er enn hægt að gjalda skuldina. Áður var það of snemmt. Síðar verð- ur það of seint. Eftir 1-2 ár verður sú stefna,sem mörkuð var 22. nóvember s.l. áreiðan- lega bæði ónothæf og úrelt.“ Þannig tala ábyrgir Egyptar. Doctor Zayyat, sem er talsmað- ur nýrrar stefnu í utanríkis- málum telur einnig næsta hálfa árið muni ráða úrslitum. Hann segir: „Ef tilraunir stórveld- anna við að koma á samning- um milli deiluaðila hafa ekki borið árangur eftir 1-2 ár mun ég segja af mér störfum. Þá mun Egyptaland ekki þurfa samningamenn næstu 20 árin, heldur góða herforingja.“ Þetta er ekki blekking held ur nakinn raunveruleikinn. Menn skiptast í tvær fylking- ar. Þeir sem vilja friðsamlega lausn og hinir sem vilja berj- ast áfram. Báðir aðilar leggja á það mikið kapp að ákvörðun verði tekin um hvorn kostinn skuli tala. Egyptaland undir stjórn Nassers hefur í samráði við Sovétríkin og flest araba- ríkin talið samningaleiðina heppilegri heldur án áframhald andi vopnaviðskipti. Nasser verð ur þó ekki lengi stætt á þess- ari hálfgerðu uppgjöf, sem brátt verður að skoðast sem alger uppgjöf. Bjartsýnin er strax farin að minnka. Egyptar eru farnir að afsaka sig. „Eins og þér vitið er engin skömm að því að velja friðinn“ segir dr. Zayyat og andvarpar, síðan bæt ir hann við: „Hádegisverður- inn er ekki óætur þó hann sé ekki etinn fyrr en klukkan 3, en hann er orðinn kaldur.“ Vlð GETUM EKKI Sá kalldi réttur, sem borinn er á borð fyrir Egypta er vafa laust áminning Sovétríkjanna um að halda fast við stefniuna frá 22. nóvember. í janúar sagði starfsmaður kínversbu utanrík isþjónustunnar í Peking við egypska sendifulltrúann: „Hver er eiginlega munurinn á stefnu ísrael og þeirri stefnu, sem So- vétríkin vilja að þið fylgið? Okkur hér finnst þetta muni vera sama stefnan.“ En í austurlöndum nær eiu ekki lengi að skipast veður í lofti. í Egyptalandi eru að verki sterk öfl, sem grafa undan frið samlegri lausn deilunnar. Fyrst ber að nefna „A1 Fatha“ sam- tökin, sem er sterkur félags- skapur Palestínumanna, þá er það herinn og loks almenning- ur í landinu. Herinn er ekki nægilega sterkur til að taka völdin í sínar hendur, en hann þyrstir í að rétta við álit sitt eftir hrakfarirnar og afla sér vinsælda meðal almenninigs, þó efcki væri nema með „smá“ sigri í síðasta mánuði beindust augu alheims snögglega að „A1 Fatha“ samtökunum í Kaíró. Ungur maður með gleraugu, læknir, sem auk þess hefur stundað nám í hagfræði í Banda ríkjunum, stuðningsmaður og fulltrúi arabaríkjanna tekur til máls í fyrsta sinn í þinginu. f viðurvist hálfvandræðalegra egypskra þingmanna deilir hann hart á sameinuðu þjóðirnar vegna afstöðu þeirra í þessu máli, og skeytir því ekki þó hann styggi Sovétmenn. „Spá- kaupmennska sameinuðu þjóð- anna varðandi Palestínumálið er reginhneyksli", segir hann. HálfUr þingheimur klappar ræðu manni ákaft lof í lófa, hinir taka ebki aflstöðu. Egyptar eru strax orðnir bjartsýnni. „Þarna er aröbuin rétt lýst“, segir eg- ypskur sendiráðsmaður frammi á göngunum. En ef Arabar eru klofnir í afstöðu sinni verður Nasser að íhuga afstöðu sína á ný, hvað sem líður friðarvilja hans. Á næstu dögum kemiur stjórn málasigur „A1 Fatha“ skýrar í ljós. Þing stéttarfélaga araba sendir frá sér yfirlýsingu þess efnis að tillaga Sameinuðu þjóð anna um lausn deilunnar 22. nóvember sé í sjálfu sér „upp- gjöf“ og lýsi þingið yfir stuðn- ingi við vopnaða baráttu Pal- estínumanna. Þetta er í fyrsta sinn í Kaíró sem nokkur hefur leyft sér að ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu Nassers, stefnuna um friðsamlega lausn. Nasser skilur strax hvernig allt er í pottinn búið. Hann tekur þann kost að halda fast við stefnu sína, en leika þó tveim skjöldum. Það kemur honum vel að „Newsweek“ hef ur við hann blaðaviðtal. Þar gerir hann grein fyrir því, hve langt Egyptar geti gengið í til slökunumvið ísrael, skýrir fyrir Palestínumönnum álit sitt á þessu máli. Hann segir: „Kjarni þessa máls, er að við samþykkj um lausnina sem ákveðin var 22. nóvember.Hún gerir okkur kleift að leysa vandamál okk- ar og koma á skipulagi á mál okkar eftir 6 daga stríðið. Við getum þó ekki tekið afstöðu nema vegna ökkar sjálfra. Pal- estíumenn verða sjálfir að ráða sínum málum. Ef þeir vilja halda áfram að veita viðnám þeim, sem hafa hertekið land þeirra, hvað getum við þá gert til að koma í veg fyrir það? Þó við værum allir af vilja gerðir gætum við það ekki. Þetta er ekki að tala tveim tungum, en þetta er vissulega undanláts- semi. Nasser viðurkennir sjálf- ur vanmátt sinn. Metnaður hans hefur beðið hnekki. Hinn mikli „Rais“, spámaðurinn og leiðtog- inn sem boðar samvinnu Araba ríkjanna, allra araba er nú að- eins egypskur stjórnmálamaður Það sem hann getur boðið ísra elsmönnum í skiptum gegn af- hendingu allra egypskra lands svæða, sem þeir hafa náð á sitt vald í stríðinu, er aðeins loforð Egypta um að ráðast ekki gegn ísrael á ný. Völd hans eru ekki meiri en þetta. Um flóttamanna- vandamálið sem er tengt viður kenningu á Ísraelsríki verður að semja við „A1 Fatha“ sam- tökin en ekki við Nasser. Viður kenning aðalandstæðingsins á tilveru fsraelsírkis hlýtur að vera sú eina viðurkenning, sem er ísraelsmönmum nokkurs virði. Og nú er þessi aðalandstæðing ur kominn fram á sjónarsviðið. ÁHEBREZKU í síðustu viiku, þegar háð var í Kaíró landsþing félagssam- taka sem berjast fyrir frels- un Palestínu kom það í ljós, eins og búist hafði verið við, að „A1 Fatha“ samtökin höfðu þar öll tögl og hagldir. Tvö félög reyndu að koma í veg fyrir gjörræði „A1 Fatha“ en höfðu það eitt í staðinn, að þeim var skipað að aflhenda strax alla sjóði, sem þau hefðu í fórum sínum og arabalöndin hefðu greitt í. Slík rök eru þung á metum til að jafna hug- sjónalega misklíð. Nú verður því að líta svo á, að Yacer Arafat gamall talsmaður „A1 Fatha“ og núverandi yfirmaður Skipulagningar Palestínuhers sé tvímælalaust sá maður, sem hefja verður samningaumleitan ir við. Nasser þekkir Arafat vel. Ara fat, sem er fæddur á Gazasvæð- inu og fékk hernaðarþjálfun í egypska hernum studdi málstað Egypta í Palestínudeilunni. Þetta er samt engin trygging þess, að hann sé hlynntur Egyptum, síð ur en svo. Þetta veit Nasser. Ólík viðhorf „A1 Fatha“sam- takanna og hans sjálfs, eru hon um auðvitaðljós. Barátta hans fyrir samvinnu arabaríkjanna brýtur í bága við þjóðernis- stefnu „A1 Fatha“ samtakanna, hina brennandi löngun til að þurrka út ísrael, láta sem það sé ekki til, stangast á við for- vitni Palestínumanna, sem vilja vita hvað er að gerast, hinu meginvið landamærin". „Það sem æskuvinir mínir, gyðingar, sem nú búa í Isra- el hugsa,hinu megin við landa mærin, skiptir mig líklega meiru máli, þegar öllu er á botninn hvolft, heldur en tilfinningar fjarlægra araba,bræðra minna“ segir Abou Hayed, meðlimur miðstjórnar „A1 Fatha“ í Kaíró. Eitt atriði í daglegu lífi gæti ver ið orsök þessara hugleiðinga. „Rödd Palestínu“, sem Egyptar útvarpa á máli Araba er greini lega ætluð hlustendum í Eg- yptalandi. Útsendingar Palestínu manna í Jórdaníu „Rödd A1 Fatha“ eru á hebrezku og ætl- aðar Israelsmönnum. Það verður erfitt fyrir „A1 Fatha“ að taka ákvörðun um, hvernig marka skuli stefnuna gagnvart ísrael. Eins og við- horfin eru nú, eru Nasser oig Arafat báðir í sama bát, þar sem annars vegar er lögð til grundvallar stefna ábyrgra Eg ypta, sem bera hag landsins fyr ir brjósti og líta því á samn- ingaleiðina sem hina einu færu. Stefna Palestínumanna er hins vegar sú, að fá eins langan gálgafrest og unnt, er, reyna af öllum mætti að koma í veg fyr ir að þeir verði þurrkaðir út. Nýlega voru Nasser og Arafat saman við liðskönnun á her- deilum Palestínumanna og Eg- ypta við Suezskurð. Báðir voru hylltir. Hvorn þeirra ætli lands menn líti á í hjarta sínu sem hinn eina leiðtoga? Josette Alia. Fiskvegir í fjórar ár FISKRÆKT hefur verið með svipuðum hætti í ár og undan- farin ár. Sl. sumar var alls sleppt rúmlega 1.85 milljón seiðum af ýmsum stærðum, af lax, urriða og bleikju, en langmestur hluti þeirra voru laxaseiði. Hefur laxa seiðunum verið sleppt í um 50 ár víðsvegar um landið. 50 þús. bleikjum var sleppt í ár og vötn þar á me'ðal Þingvallavatn. Að fiskvegagerð hefur verið unnið á fjórum stöðum í sumar. Lokið var við fisbveg í Sveðju- fossi í Langá á Mýrum og við annan í Selárfossi í Selá í Vopna firði. Sprengt var fyrir fiskvegi í Þverárfossum í Reykjakvísl í Suður Þingeyjasýslu og spreng- ingar hafnar í Stekkjarfossi í Flókadalsá í Borgarfirði. Undir- búningi er langt komið við fisk- vegagerð í Einarsfossi í Laugar- dalsá vi'ð ísafjarðardjúp og áætl- un hefur verið gerð um fiskveg í Vatnsleysufoss í Tungufljóti í Ámessýslu. Þá hefur undirbún- ingi verið haldið áfram við gerð vatnsmiðlunarstíflu í Langá við Langavatn, en með miðlun á vatni úr Langavatni má búast við jafnara rennsli í Laná og Gljúfurá, sem mun leiða til bættra lífis- og gönguskilyrða fyrir lax í þessum ám, segir veiði málastjóri í skýrslu sinni. Jafnan eru eitt eða fleiri vefði mannahús í smíðum. í sumar var hafin vinna við að reisa stórt og myndarlegt veiðimannahús við Laxá í Aðaldal að Laxamýri, og var húsið komið undir þak í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.