Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1969
3
— á fatakaupstefnunni í Kaupmannahöfn — Fjölmargar
pantanir hafa barizt frá erlendum kaup zndum
Kaupmanna'höfn.
Einkaskeyti til Mbl.
ÍSLENZK fyrirtæki taka nú í
fyrsta skipti þátt í fatakaup-
stefnunni „Scandinavian
Fasihion Week“, sem hófst í
Rellacentret sl. sunnudag.
Þar sýna tíu íslenak fyrir-
tæki og 153 fataframleiðendur
fiá Danmörku, Noregi og Sví
þjóð.
íflenzku fyrirtækin eru öíj
í einni sýningarstúku og vek-
ur hún verðskuldaða athygli,
því að hún er mjög frábrugð-
in öllum hinum í útliti. Líkist
hún einna helzt helli og um-
hverfis innganginn er hún
klædd hvítum gærum. Gólf
sýningarstúkunnar er þakið
svörtum gærum. Að innan
eru veggirnir klæddir rauðu
efni, en í það er ofið gamai-
dags mynstur. Úlfur Sigur-
mundsion, sem veitir forstöðu
útflutningsskrifstofu Félags
íslenzkra iðnrekenda, á heiður
inn að útliti íslenzku sýningar
stúkunnar.
En það er ekki aðeins að
útlit íslenzku íýningarstúk-
unnar veki athygli, það sem
þar er sýnt hefur dregið að
sér áhugasama innkaupa-
stjóra frá Ameríku, Norður-
löndum, Efnahagsbandalags-
löndunum og Bretlandi, og
hafa borizt margar pantanir.
í Ijósi hugsanlegrar aðildar
íslands að EFTA lofar sýn-
ingin góðu, segir Úlfur. En
vegna 20% tolls, sem er á
flestum vörunum, sem þarna
eru sýndar er aðild að EFTA
svo að segja skilyrði fyrir því
að ' Norðurlandasöluherferð
sem þessi hafi nokkra þýð
ingu.
Þessi kaupstefna er mjög
mikilvægur þáttur í sölu og
dreifingu á vörum fataframleið
enda á Norðurlöndum og
fyrstu tvo dagana komu 2500
innkaupastjórar á kaupstefn-
una.
íslenzku fyrirtækin, sem
taka þátt í kaupstefnunni eru:
Álafoss h.f., Sheepa, Solido,
Modelmagasin, Skjólfatagerð-
in h.f., Dúkur h.f., Hekla,
Prjónastofan Pevsan s.f.,
Prjónastofan Iðunn • h.f. og
Anna Þórðardóttir h.f.
— Rytgaard.
Frá sýningunni í Kaupmanna hiifn — íslenzkir pelsar til sýnis.
Islenzka sýningarstúkan vekur mikla athygli
I
Alþjóðaleikhúsdagurinn á morgun:
„Býð 2000
velkomna"
nýja leikhúsgesti
segir þjóðleikhússtjóri
Alþjóðaleikhúsdagurinn er á
morgun og að venju hefur Al-
þjóðaleikhúsmálastofnunin sent
frá sér ávarp í tilefni dagsins
en það samdi að þessu sinni
enski leikstjórinn Peter Brook.
— Venja hefur verið, að leik-
húsin bjóði einhverjum ákveðn-
um hópi á sýningu þennan dag
tál kynningar á starfi- leikhúss-
ins og býður Þjóðleikhúsið fé-
lagsmönnum „Heyrnarhjálpar“
og þeim öðrum, sem ekki geta
notið leikhúsferða að fullu nema
með hjálp heyrnartækja, að
koma í Þjóðleikhúsið annað
kvöld og sjá „Candidu“ eftir
Bernard Shaw.
Guðlaugur Rósinkranz, þjóð-
leikhússtjóri, sagði á fundi með
íréttamönnum í gær, að ástæð-
an til þess, að þessi hópur varð
íyrir valinu nú, er, að „Heyrn-
anhjálp", sem er samtök heyrn-
ardaufra á íslandi, hefur gefið
Þjóðleikhúsinu rafsegulmagnara
kerfi, sem gerir þeim, er heyrn-
artæki nota, kleift að fylgjast
með því, sem fram fer á svið-
inu.
Nú munu um 2000 manns nota
heyrnartæki hér á landi og sagði
þjóðleikhússtjóri sér það mikla
ánægju að bjóða þetta fólk vel-
komið í hóp leikhúsgesta. Þeir,
sem vilja þiggja boð Þjóðleik-
hússips annað kvöld, skulu
sækja miða sina milli klukkan
14 og 20 í dag og á morgun. Sýn-
ingin annað kvöld er 15. sýning-
in á „Candidu.“
Þjóðieikhússtjóri sagði, að Al-
þjóðaleikhúsmálastofnunin hefði
verið stofnuð fyrir 25 árum í
Prag og eru samtök leikhúsa í
rúmlega 40 löndum aðilar að
henni. Ávarp Alþjóðaleikhúss-
dagsins 1969 verður lesið upp á
undan sýningunni annað kvöld
en það er svohljóðandi:
„Þeir sem iðka leiklist hafa
sitt sérstaka eðli og einkenni.
Þeir eru ákafiega hrifnæmir. Af
því leiðir að þeir fljótir að
skipta skapi, til a'ð mynda fljót-
ir að reiðast.
Þegar umbrot og byltingar
verða víða um heim, eru leik-
húsmenn oft einna fyrstir til að
æpa upp, til að láta raust sína
gjalla í mótmælaskyni. En í logn
værð friðarins að loknum um-
brotum eru þessir sömu leik-
húsmenn oft einna fyrstir til að
hverfa aftur í faðm fortíðarinn-
ar. Hvað veldur þessu?
í leikhúsinu erum við öll
fjötruð af venjum lífsins og
starfsins sem færir okkur dag-
legt brauð, og þessar venjur eru
— fremur en nokkrar a'ðrar sið-
venjur í þjóðfélagi okkar —
mótaðar af fyrri tímum. bæði á
ytra borði og í innsta eðli sínu.
Við störfum í byggingum sem
afmynda %lla starfsemi okkar, af
því að þessar byggingar voru
reistar á liðnum tímum og það
er hvorki hagkvæmt né ábata-
samt að breyta þeim. Við störf-
um fyrir áhrorfendaskara sem
sjaldan breytist, af því að um-
hverfið sem knýr þessa áhorf-
endur til okkar er fastmótað og
tekur treglega við nokkrum
breytingum.
Sá vandi hvílir okkur á herð-
um að skapa leikhús sem hlýða
megi kalli síns tíma, en hvernig
sem við snúumst að þessu við-
fangsefni, ber allt að sama
brunni: Fyrst verðum við að
íhuga og endurskoða, brjóta
niður, og umfram allt byggja aft-
ur upp allar þær venjur sem nú
stjórna lífi okkar.
Hvar getum við byrjað?
Ef til vill ættum við að byrja
á því að herða hugann og horf-
ast í augu við mjög ískyggilega
staðreynd — þá staðreynd að
sjálfan Heimsleikhúsdaginn eig-
um við naumast nokkurt heims-
leikhús til að gleðjast í.“
Elzta sjúkrasamiag
— í sveit, er Sjúkrasamlag Holtahrepps
ELZTA sjúkrasamlag í sveit er
Sjúkrasamlag Holtahrepps, sem
stofnað var 7. janúar 1927 og lög
fest af Tryggva Þórhallssyni 7.
október sama ár. Fyrstu árgjöld
voru 8 krónur.
Sjúkrasamlag Holtahrepps er
þó ekki merkilegt fyrir þetta eitt.
Stjórn þess, sem kosin var á
stofnfundi situr enn óbreytt. Hún
er hér á myndinni, í miðjunni er
formaðurinn Haraldur Halldórs-
son, Efri-Rauðalæk, en sitt hvoru
megin Óskar Pétursson frá
Skammbeinsstöðum (t. h.) og
Benedikt Guðjónsson frá Nefs-
holti (t.v.).
Þeir þremenningar eru stoltir
af samlaginu sínu, sem þeir segja
að hafi staðið við skuldbinding-
ar sínar frá upphafi.
AU6LYSINGAR
SIMI SS>4*SQ
STAKSTEINAR
Þeir vita betur
Skrif Framsóknarblaðsins um
afstöðu Kópavogskaupstaðar til
greiðslu aukinna verðlagsupp-
bóta á laun leiða glögglega í
Ijós, að það blað munar ekki
um að birta rangar fréttir, sem
eiga sér enga stoð í veruleik-
anum, jafnvel þótt blaðamenn
þess viti betur. Sl. föstudag var
fundur í bæjarstjórn Kópavogs.
Dagana áður hafði Framsóknar-
blaðið birt forsíðufréttir með
heimsstyrjaldarfyrirsögnum
þess efnis, að á þessum bæjar-
stjórnarfundi yrði tekin ákvörð-
un um greiðslu aukinnar verð-
lagsuppbótar á laun. Blaðamað-
ur Framsóknarblaðsins kom á
vettvang ásamt ljósmyndara til
þess að vera viðstaddur þessa
hátíðlegu athöfn. Þetta mál kom
hins vegar ekki á dagskrá.
Ástæðan var einfaldlega þessi.
Bæjarráði Kópavogs hafði bor-
izt bréf frá Starfsmannafélaginu
varðandi greiðslu aukinnar verð
lagsuppbótar á laun. Ákvörð-
un í því máli hefur enn ekki
verið tekin í bæjarráði og þess
vegna kom málið ekki fyrir bæj
arstjórn. Hvorki Framsóknarblað
ið né aðrir geta nokkuð um það
sagt hver endanleg ákvörðun
Kópavogskaupstaðar verður.
Kjarni málsins er sá að engin
ákvörðun hefur verið tekin um
greiðslu aukinnar verðlagsbótar
á laun hjá Kópavogskaupstað.
Það er staðreynd, sem ósann-
indaskrif Framsóknarblaðsins fá
ekki breytt.
Óvenjuleg ósvífni
En þrátt fyrir það, að þess-
ar staðreyndir liggi fyrir skrif-
tveir af blaðamönnum Framsókn
arblaðsins í gær á þann veg að
Kópavogskaupstaður muni greiða
þessar verðlagsbætur. Á forsíðu
blaðsins birtist skætingur í garð
Axels Jónssonar bæjarráðs-
manns Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi og þar er því haldið
fram að þessar greiðslur verðl
inntar af hendi. Jafnframt birt -
ist önnur grein eftir annan
blaðamann við Framsóknarblað
ið þar sem því sama er haldið
fram. Það hlýtur að vera eftir-
tektarvert fyrir bæjarfulltrúa í
Kópavogi, að svo virðist, sem
Framsóknarblaðið hyggist taka
að sér ákvarðanir í málefnum
bæjarfélagsins. Það er einnig af
ar fróðlegt að tveir af blaða-
mönnum þessa blaðs sjá sóma
sinn í því að setja einkennis-
stafi sína við greinar, sem bafa
inni að halda beinar og vísvit-
andi rangfærslur og ósannindi.
Þessir tveir menn vita betur.
Þóttur Andiésar
Þessi ósannindajþvæla Fram-
sóknarblaðsins er þeim mun at-
hyglisverðari, sem einn af rit 4
stjórum blaðsins er jafnframt
varafulltrúi fyrir Framsóknar-
flokkinn í bæjarstjórn Kópavogs.
Andrési Kristjánssyni hlýtur að
vera kunnugt um hver gangur
þessa máls hefur verið og hon-
um hlýtur að vera kunnugt um
að engin ákvörðun hefur verið
tekin um þetta mál i bæjarstjórn
Kópavogs. Samt sem áður lætur
hann tveimur undirmönnum sín
um haldast uppi að birta frétt-
ir sem ritstjórinn veit sjálfur að
eru ekki sannar. Hvers konar
viðhorf er eiginlega rikjandi til
fréttaflutnings á ritstjórnarskrif
stofum Framsóknarblaðsins?
MYNDAMOT hf.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI
SlMI17152