Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 22
22 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 196® Góö þátttaka í meistaramðti frjálsíþrðttamanna innanhúss Þórður Guðmundsson setti met í 600 metra hlaupi — Agœtur árangur í mörgum greinum MEISTARAMÓT ÍSLANDS í tfrjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni sl. laugardag. Mjög góð þátttaka tvar í mótinu og sérstaka athygli •vakti hve vel utanhæjarmenn mættu til mótsins. Voru t. d. keppendur úr Þingeyjarsýslu, Vqstmannaeyjum og Keflavík, auk íþróttafólks frá Héraðssam- bandinu Skarphéðni, en þátt taka þess í frjálsiþróttum er jafnan til mikillar fyrirmyndar. Allgóður árangur náðist í nokkrum grinum á mótinu, og 'bendir margt til þess að frjáls- •íþróttamennirnir búi sig nú vel undir átökin í sumar, en fram undan er m. a. landskeppni við Hér hvílast keppcndur milli greina. Á myndinni má m. a. sjá Þórð Guðmundsson er setti met í 600 metra hlaupi, Valbjöm Þorláksson og Karl Stefánsson. „Kunni ekki við að káfa á knettinum" segir íslandsmeistarinn í marki KR fyrir 50 árum í gamansömu bréfi ÍSLANDSMEISTARAR KR í knattspyrnu 1919 — eða fyrir 50 árum — voru sérstaklega heiðraðir í afmælishófi KR á föstudaginn. Aðeins fjór- ir eru eftir lifandi þeir Gunnar Schram, Kristján L. Gestsson, Björn Jónsson og Haraldur Á. Sigurðsson. Þrír þeir fyrsttöldu voru mættir í hófinu og voru sæmdir gull- nælu KR í þakklætis- og virð- ingarskyni. Hinn fjórði, Har. Á. Sigurðsson gat ekki mætt en sendi eftirfarandi bréf til hófsins. Herra formaður, kæru KR- ingar Um leið og ég afsaka fjar- veru mína, þakka ég þann mikla heiður sem KR hefur sýnt mér í dag. Ég sendi kær- ar kveðjur til samherja minna, sem enn eru á manntalsskýrsl- um, og þakka þeim að þeir skyldu standa við hlið mér í marki, þann dásamlega dag sem við unnum íslandsmótið fyrir 50 árum, ásamt hinum sjö, sem nú eru horfnir á braut. í dag þyrfti lítið að reyna að koma 10 mönnum við hlið mína í marki. Þar væri ekkert pláss vegna þess, hve likami minn hefur fært út kví arnar, hin síðari ár. Ég hugsa með hlýjum hug til hinna sjö, sem ég nefndi áðan, en sem farnir eru yfir hina miklu móðu. Ef nokkur knattspyrna er iðkuð hinu megin, þá veit ég að þeir leika þar fyrir KR. Annað kæmi ekki til greina. Er ég lít til baka um 50 ár er mér ljóst að knattspyrnunni hefur farið mikið fram þessa sl. hálfa öld. Mestar held ég að framfarirnar séu hjá mark- mönnunum. f gamla daga var það t.d. alveg sérstakt, ef markmaður kastaði sér eftir knettinum. Þó kom þetta einu' sinni fyrir mig, en það var vegna þess, að mér skrikaði fótur. Danskur sjóliðsforingi, sem sá hér knattspyrnuleik, sem ég lék í, spurði Axel Tul eníus, hvort markmaðurinn vissi ekki, að hann mætti taka knöttinn með höndunum. En svona drenglundaður var mað ur þá. Maður kunni ekki við að vera að káfa á knettinum, fyrst hinir leikmennirnir máttu ekki snerta hann. Það er þetta, sem kallað er: „fair Play". Mér er enn í minni dagur- inn, þegar við unnum bikar- inn. Ég held að við höfum þá verið montnari en nokkrir KR-ingar hafa nokkurn tím- ann verið, fyrr eða síðar og er þá mikið sagt. Um kvöldið gerðum við okkur glaðan dag. Við vorum allir kátir og á- nægðir, og þó skömm sé frá að segja, þá vorum við dálít- ið við skál — allir nema Benni Waage og Kristján Gestsson, þeir smökkuðu það ekki. Á leið okkar heim hittum við Þórð Geirsson næturvörð. Hann skrifaði Benna og Krist- ján upp vegna ölvunar á al- mannafæri. Hann hélt að þeir væru drukknir, vegna þess að þeir voru allt öðru vísi en við hinir. Næsta morgun hitti ég Jón á gullskónum og hann sagði við mig: „Halli. Ég gæti vel hugsað mér að vinna fs- landsbikarinn um hve-rja helgi“. En Jón var nú alltaf dálítið bjartsýnn. Það var einn galli á KR í gamla daga, og hann var sá að þá var engin kvennadeild og urðu menn að leita út fyrir vébönd félagsins í þeim efn- um. Nú er mér sagt að búið sé að ráða bót á þessu og að nú séu allar fegurstu stúlkur Reykjavíkur í KR, og eru það mikil og góð tíðindi. Ég get ekki lokið þessu fá- tæklega bréfi án þess að nefna föður afmælisbarnsins, Erlend Ó. Pétursson. Sjálfur lék hann aldrei knattspyrnu, en hann lék Skugga-Svein bet ur en nokkur annar. Megi hans mikla og óeigingjarna starf í þágu KR verða félag- inu leiðarljós um ókomna tíma. Betri óskir get ég ekki fært mínu gamla félagi. Megi svo KR vinna marga og drengi- lega sigra á komandi árum. Har. Á. Sigurðsson. P.S. Ég er Frökkum þakk- látur fyrir það að þeir skuli hafa hækkað verðið á gulli. (Þessa athugasemd lætur Haraldur fylgja eftir að vita að hann var sæmdur gullnælu Ath.semd veizlustjóra). Guðmundur Hermannsson sigraði í kúluvarpi á nýju meistara- mótsmeti, en Jón Pétursson varð annar og náði ágætum árangri, 16,25 metrum. Dani. Eink.um vekur athygli hve góðum árangri hinir ungu íþróttamenn ná. Jón Þ. Ólafsson sigiraði í þrem ur greinum á mótinu, hástökki með og án atrennu og í lang- stökki án atrennu. í þrístökki án atrennu varð Jón hins vegar að láta í minni pokann fyrir 'bráðefnilegum félaga sínum úr 'ÍR, Elías Sveinssyni. Elías er mjög áhugasamur og æfir vel og áranguri'nn lætur ekki á sér standa. Auk meistaratitilsins í þrístökkinu varð hann annar í hástökki með og án atrennu og sta'ngar.stökki og þriðji í lang- istökki án atrennu. í hástökki náði ungur Ár- menningur, Stefán Jóhannsso'n, einnig ágætum árangri, stökk 1,80 metra, sem mun vera hans bezti ára'ngur í greininni. Úrslit i stangarstökkinu komu nokkuð á óvænt. Flestir hafa vafalaust reiknað með sigri Val- björns Þorlákssonar, en hann var óöruggur og felldi byrjum- arhæð sína. Guðmundur Jó- hannesson virðist vera að ná tökum á fiber stönginni og átti hann góðar tilrau.nir við 4 m. Þórður Guðmundsscn setti ís- landsmet í 600 metra hlaupinu, og sigraði einnig í 1000 metra hlaupin.u. Ungur KR-ingur Hauk ur Sveinsson veitti honum harða keppni, sérstaklega í 600 metra hlaupinu. þar sem aðeins sek- úndubrot skildi þá að. Bjarni Stefánsson KR sigraði örugglega í 40 metra hlaupi, en hlaupið var þrisvar sinnum. í einu hlaupinu náði Bjarni tím- anum 4,9 sek., sem er bezti árangur sem náðsf hefur í Laug- ardalshöllinni og verður að telj- ast ágætur timi. Athygli í hlaupagreinunum vakti ungur Húnvetningur, Lárus Guðm.unds son. Hann mun nýbyrjaður að æfa frjálsar iþróttir og má mik- ils af honum vænta. Guðmundur Hermannsson sigraði örug.glega í kúluvarpinu á nýju meis'taramótsmeti, en Jón Pétursisom náði einnig ágæt- um árangri 16,25 m. Má mikið vera ef Jón nær ekki 17 metra markinu í sumar. Erlendúr Valdimarsson tók ekkf þátt í kúluvarpinu, en hann mun hafa kastað tæpa 16 metra fyrir nokkr.um dögum. — stjl ÚRSLIT Langistökk án atrennu 1. Jón Þ. ólafsson, ÍR 3,21 m 2. Trausti Sveinbjönnsson, UMSK 3,19 — 3. Elías Sveinsson, ÍR 3,14 — 4. Guðm. Jónss., HSK 3,12 — Hástökk án atrennu 1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1,70 m 2. Elías Sveinsson, ÍR 1,58 — 3. Pálmi Sigfús., HSK 1,55 — 4. Bergþ. Halld.son HSK 1,50 — 40 meira hlaup (3 hlaup) 1. Bjarni Stefánss., KR 15,0 sek 2. Sigurður Jónss., HSK 15,5 — 3. Lárus Gúðmundsson, USAH 15,5 — 4. Trausti Sveinibjörnsson, UMSK 15,8 — 40 m hlaup kvenna (2 hlaup) 1. Guðrún Jónsd., KR 11,8 sek 2. Björk Kristjánsdó'ttir, UMSK 12,1 — 3. Birgitta Jónsd., ÍBK 12,2 — 4. Lára Sveinsdóttir Á 12,3 — 40 m grindalhl. kvenna (2 hlaup) 1. Sigurlaug Sumarliðad., HSK 14,7 sek 2. Þuríður Jómsd., HSK 15,2 — 3. Ragnhildur Jónsd., ÍR 16,9 — Hástökk kvenna 1. Ing.unn Vilhjáknsd. ÍR 1,46 m 2. Sigrún Sæmundsd, HSÞ 1,46 — 3. Rannveig Guðjónsd., HSK 1,43 — 4. Björk Ingimundard., UMSB 1,43 — 40 m grindahlaup (3 hlaup) 1. Þorvaldur Benediktsson, ÍBV 18,4 sek 2. Sigurður Lárusson, Á 18,4 — 3. Hróðmar Helgason, Á 16,6 — 4. Páll Dagbjartmarsson, HSÞ 18,6 — Háistökk 1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,01 m 2. Elías Sveinsson, ÍR 1,80 — 3. Stefán Jóhamnss,, Á 1,80 — 4. Jónas Bergsteinss., ÍBV 1,75 — Stanganstökk 1. Guðmundur Jóhannesson, HSH 3,75 m 2. Elías Sveinsson, ÍR 3,00 — 600 metra tilaup 1. Þórður Guðmundsson, UMSK 1:27,2 mín 2. Haukur Sveinss. KR 1:27,3 — 3. Lártfg Guðmundss., USAH 1:28,1 — 4. Sigurður Jómsson, HSK 1:28,2 — Kúluvarp 1. Guðmundur Hermannsson, KR 17,18 m 2. Jóm Pétursson, HSH 16,25 — 3. Lárus Lárusson, UMSK 13,66 — 4. Páll Dagbjartsson HSÞ 13,06 — Þrístökk án atrennu 1. Elías Sveinss., ÍR 9,45 m 2. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 9,3® — 3. Karl Stefánss., UMSK 9,31 — 4. Þorvaldur Benediktssom ÍBV 9,15 — 1000 metra hlaup 1. Þórður Guðmundsson, UMSK 2:51,7 mín 2. Haukur Sveinss. KR 2:54,7 — 3. Þorvaldur Sigurbjörnsson, IBK 2:56,4 ■— 4. Helgi Sigurjónsson, UMSK 2:58,4 — Langstökk án atrennu 1. Björk Ingimumdardóttir, UMSB 2,64 m 2. Birgitta Jónsd., ÍR 2,55 — 3. Sigiríður Jónsdóttir, HSK 2,47 — 4. Sólrún Erlingsdóttir, ÍBK 2,37 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.