Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1989 5 Framleiðsla fiskikassa úr plasti undirbúin á Þingeyri Stutt samtal við Jónas Ólafsson, frkvstj. UNDANFARIÐ hefur verið unnið að undirbúningi plast- verksmiðju á Þingeyri. Er áformað að framleiða í henni fiskikassa úr plasti í fiski- skip, bæði til flutnings síld- ar af fjarlægum miðum og öðrum fiski. Það er Jónas Ólafsson, framkvæmdastjóri á Þingeyri, sem haft hefur forgöngu um þetta. En áform- að er að stofna hlutafélag á Þingeyri um þennan rekstur. Hugmynd Þingeyringa er að fá samtök fiskiðnaðarins til samvinnu um þetta fyrirtæki. Hefur þegar verið rætt við þá aðila og undirtektir þeirra verið jákvæðar, þótt endan- leg ákvörðun hafi ekki verið tekin. Morgunblaðið átti stutt samtal við Jónas Ólafsson um þetta mál í gær. Sagðist hon- um m.a. frá á þessa leið: A'ð undirbúningi þessa máls hefur verið unnið í samráði við IðnaðarmálaStofnunina, Lagði hún okkur til verkfræðing, sem annazt hefur tæknilegar athug- anir. Það sem fyrir okkur vakir er fyrst og fremst að framleidd- ir verði hér innanlands fiskikass- ar úr plasti, sem aðrar fiskveiði- þjóðir eru þegar teknar að nota í rikum mæli. Það er alveg aug- ljóst að íslendingar verða á allra næstu árum að taka upp slíkt kassakerfi, ef þeir eiga áð geta staðist samkeppni um vörugæði á erlendum mörkuðum. Það er einnig stórkostlegt hagsmuna- mál fyrir þjóðina að síld verði flutt að landi í kössum, svo að hún verði söltunarhæf og nothæf til vinnslu í niðurlagningar- verksmiðjum, eins og t.d. niður- lagningarverksmiðju Norður- stjörnunnar í Hafnarfir’ði. Enn- fremur má benda á, hversu þýð- ingarmikið þetta er fyrir fryst- ingu beitusíldar. EKKI MIKIL FJARFESTING Athuganir hafa leitt í ljós að auðvelt er að framleiða þessa kassa hér á landi með tiltölulega ltíilli fjárfestingu. Ef við hins vegar þyrftum að flytja þessa kassa inn frá útlöndum, þá mundi það kosta mikla gjald- eyriseyðslu, sennilega sem næmi hundruðum milljóna króna. Það virðist því tvímælalaust vera þjóðhagslega hyggilegt að hefja framlei'ðslu á slíkum fiskiköss- um hér á landi. — Hvað mundi t.d. hundrað tonna fiskiskip þurfa marga fiskikassa? Það er reiknað með að 250 tonna skip þurfi á að halda um 1500 kössum. 100 tonna skip mundi því þurfa um 800 kassa. — Hvað áætlið þið að hver kassi muni kosta? Jónas Ólafsiíon — Áætlað er að kassinn muni kosta tæpar 500 krónur. 8 MILLJ. KRÓNA STOFNKOSTNAÐUR — Hvað gerir þú ráð fyrir að nau'ðsynlegar vélar, ásamt hús- næði vegna verksmiðjunnar kosti? — Stofnkostnaður fyrirtækis- ins er áætlaður um 8 milljónir króna. 1 þeirri upphæð er fólg- inn kostnaður vegna vélakaupa cirka 2,5—3 millj. kr. Húsnæði er fyrir hendi á staðnum. — Hve margir er líklegt að fái atvinnu við fyrirtækið? — Ef reiknað er með 8 stunda dagvinnu er gert ráð fyrir að 4— 5 menn fái atvinnu við fyrirtæk- ið. Ef hins vegar væri unnið á vöktum allan sólarhringinn gætu 24—25 manns haft atvinnu við það. — Hvernig er áformað að afla fjár til fyrirtækisins? — í fyrsta lagi er áformað að safna hlutafé. Hins vegar hefur þegar fyrir nokkru verið sótt um lán til At- vinnumálanefndar ríkisins, At- vinnujöfnunarsjóðs, Iðnlánasjóðs og Fiskimálasjóðs um nauðsyn- leg lán til þess að hrinda fyrir- tækinu í framkvæmd. — Hafið þið Þingeyringar und irbúið stofnun þessa fyrirtækis lengi? — Já, segja má að við höfum unnið að undirbúningi þess allt frá miðju sl. ári. Þingeyringa skortir ný atvinnufyrirtæki. Hins vegar mega þau ekki vera mjög vinnuaflsfrek, þannig að ekki verði tekið vinnuafl frá fiskiðn- aðinum og öðrum atvinnurekstri á staðnum. Okkur datt þess vegna í hug að freista þess að koma á stofn slíkri verksmiðju, þar sem auðsýnt er að óhjá- kvæmilega verður að hefja fram- leiðslu á fiskikössum innanlands alveg á næstunni. Tilgangurinn með því er tvíþættur. í fyrsta lagi að spara erlendan gjaldeyri og í öðru lagi að tryggja betri meðferð á því hráefni, sem ís- lenzkir sjómenn afla og unnið er úr í fiskiðjufyrirtækjum okk- ar. 500 ÞÚSUND KASSAR *— Hver er heildarþörf fiski- skipaflotans fyrir þessa kassa? — Lágmarkið fyrstu 2—3 árin fyrir fiskiskipaflotann og hrað- frystihúsin er talið vera um 500 þúsund kassar. — Þetta nýja fyrirtæki mundi hafa verulega þýðingu fyrir af- komuna á Þingeyri? — Já, ég tel að það hafi mikia þýðingu. Þetta mundi bæði skapa nokkra atvinnu í byggðarlaginu og ennfremur mundi það renna nýjum stoðum undir hag sveitar- félagsins. En því meira sem ég hefi athugað þetta mál, því aug- Ijósari verður mér nauðsyn þess að framkvæmd þess verði vel skipulögð frá upphafi. Þess vegna leggjum við áherzlu á að hafa góða samvinnu við samtök sjávarútvegs og fiskiðnaðar, sem hér eiga mestra hagsmuna að gæta, segir Jónas Ólafsson að lokum. BRIDGE SVEIT AKEIPPNI Reykjavíkur- mótsins í bridge er nýlega lokið og bar sveit Stefáns J. Guðjohn- sen sigur úr býtum. Auk Stefáns eru í sveitinni Hallur Símonar- son, Simon Símonarson, Þorgeir Sigurðsson, Eggert Benónýsson og Þórir Sigurðsson. Þetta er í þriðja sinn sem sveit Stefáns hlýtur Reykjavíkurmeistaratitil- inn, en auk þess hefur sveitin oft orðið íslandsmeistari. í meistaraflokki kepptu 8 sveit ir og varð röð sveitanna þessi: 1. sveit Stefáns J. Guðjohnsens B.R. 116 stig. 2. sveit Benedikts Jóhannsson- ar, B.R., 100 stig. 3. sveit Hjalta Elíassonar, B.R., 95 stig. 4. sveit Dagbjartar Grímsison- ar B.R., 68 stig. 5. sveit Harðar Blöndal B.R., 62 stig. 6. sveit Zóphaníusar Benedikts sonar T.B.K., 37 stig. 7. sveit Halldórs Magnússonar B.D.B., 28 stig. 8. Sveit Jóns Stefánssonar B.R., 28 stig. 2 neðstu sveitirnar flytjast nið- ur í 1. flokk. Framhald á bls. 23 /.o.G.r. - St. Verðandi nr. 9, fundur í kvöld kl. 830. í Templarahöll- inni, Eiríksgötu 5. Dagskrá 1. Innsetning embættismanna. 2. Ólokin störf. 3. Hagnefnd. Kahi eftir fundinn. — Æ.t. Vélstjórafélag íslands heldur aðalfund þriðjudaginn 1. apríl kl. 8.30 í húsi Slysa- varnafélags Islands. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Bústaðasókn Aðalfundur Bústaðasóknar verður naldinn að lokinni guð- þjónustu í Réttarholtsskóla sunnudaginn 30. marz kl. 2 e.h. SÓKNARNEFNDIN. HÁRÞURRKAN FALLEGRI*FLJÓTARI # 700W hlfaelemenf, stlglaus hltastilllng 0—80°C og ,/turbo" loftdreifarinn veita þægilegri og fljótari þurrkun • Hljóftlát og truflar hvorki útvarp né sjónvarp • FyrirferÖarlftil I geymslu, því hjálminn má leggja saman • Mefi klemmu til festingar á herbergishuró, skáphurð e&a hillu • Einnig fóst borftstativ eða gólfstativ, sem leggja má saman • Vönduð og formfögur — og þér getift valift um tvær fallegar litasamstæfiur, bláleita (turkis) efia gulleita (beige). • Ábyrgft og traust þjónusta. FERMIItlGARGJÖF! FYRSTA FLOKKS FRÁ.... SlMI 24420 FÖNIX SUÐURG. 10 - RVÍK Mest setda píputóbak íAmeríku, framteitt af Camet verksmiðjunum Skátaskemmtunin miðvikudag í Sigtúni Miðasala á miðvikudag í Sigtúni kl. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.