Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1969 15 SÍÐASTI „Örninn flýgur fugla hæst í forsal vinda. Hinir sér það láta lynda, að leika, kvaka, fljúga og synda“. í snilldarlegu kvæði um ref- inn segir Örn Arnar: „Hann er meðbiðill manna til ! matarins það er nóg. Og svo er hann ekki ætur, sem útyfir tekur þó.“ íslendingar eru að verða fyr- irmyndar þjóð í meðferð á svo- kölluðum mállleysingjum. — Þeir eru að ég he'ld hættir að drekkja hvolpum og kettlingum og lög- boðið mun vera, að bana stór- gripum og fé með skoti eða hel- grímu. Bannað mun og að veiða fugl á fleka. Um refinn gildir annað. Nú um tíma hefur verið bannað að eitra fyrir refi, en ýmsir vilja nú taka það upp aft- ur. Að drepa dýr á eitri er villi- mennska. Ég hefi stundað sauðfjárbúskap í full 30 ár, refur hefur bitið hjá mér fé og stundum ekki með fallegum aðförum. En ég hefi líka fundið dauðar tófur langt frá þeim stað, sem þær tóku eitr ið á og séð sma'lahunda kvelj- ast af eitri og meir en nóg er að sjá það einu sinni enn. Ef refir væru yfirleitt „bítir“ kæmu ekki margar sauðkindur af fjalli ár hvert. Svo slæmt er það nú ekki. Flestir refir eru hrædýr sem janfframt lifa á fugl um. Þau dýr ganga að hræjum. Eitrun er því kjörin til að fækka þeim dýrum. >ví dýrbýtur vill heitt blóð. Theódór Gunnlaugs- son frá Hafursstöðum í öxar- ÖRNINN firði er einn af mestu náttúru- skoðurum þessa lands og sá maður sem hefur hvað mesta reynslu og þekkingu á háttum refa. Hann telur að bítir gangi teepast að hræjum og eitrun gagnslit'la við þá. Ég hefi sömu sögu að segja. Vel má vera að refum hafi eitthvað fjölgað síðan hætt var að eitra fyrir þá. En hér kemur fleira tU. Heil byggðalög hafa lagzt í eyði á síðari árum og trúlega eru það góðir uppeldis- staðir fyrir ref og mink, því hætt er við að ábótavant verði þar um framkvæmd refa og minka eyðingar. Við drápum „síðasta geirfugl- inn“. Þá vissum við ekki hvað við vorum að gera. En nú — Nú eigum við að vita hvað við erum að gera. Ef eitrun fyrir refi verður leyfð aftur. Þá fellur „Síðasti örninn“ fyrr en varir. Og þeir einstaklingar og fé- lagssamtök, sem eiga sök- ina bíða síns dóms. Auðvitað eig um við að útrýma, mink, ref og svartbaki með öllum tiltækum mannsæmandi ráðum. Tveir þeirra síðarnefndu áttu hér þegnrétt þegar byggð festist í landinu. Uppúr þeim er nú lít- ið að hafa. Þeir gera ekki í blóð- ið. Minkurinn hefur hér sér- stöðu, hann virðist vera „pen- ingur.“ Með honum er líkt á komið og brennivíninu. Hvort- tveggja eru innfluttir vágestir og sjálfskaparvíti, sem tortíma langtum meiru, en því sem kann að aflast þeirra vegna af hinum gyllta leir. Ríkið lætur nú af hendi rakna vissan hundraðshluta af brenni- Prófarkalestur Morgunblaðið óskar eftir prófarkalesara. Um hálfs dags starf getur verið að ræða. Skriflegar umsóknir, þar sem getið er menntunar og fyrri starfa, sendist blaðinu merktar: „Mbl—Prófarkalestur — 6513“. STANLEY gluggastangir Júdódeild Ármonns ARMULA 14. Nýtt 3ja mánaðanámskeið í líkamsrækt byrjar um n.k. mánaða- mót fyrir dömur, morguntímar og síðdegistímar. Einnig eru nokkur pláss laus í hinum vinsælu hádegistímum okkar fyrir herra, Innritun fer fram daglega eftir kl. 13 í síma 83295 eða í húsa- kynnum okkar að Ármúla 14. víns gróðanum til að hylja mestu gróðureyðinguna í mannlífinu. Nú eru minkaeldisfrumvörp orð in árlegar afturgöngur á hátt- virtu alþingi íslendinga. Sjálf- sagt er mörgum þingmanninum svona öðru hvoru orðið þröngt fyrir brjósti innan vítahrings stjórnmálaflokkanna. Einkum þó óbandvönum nýliðum. Því hefur sá háttur verið hafður á, að leyfa sjálfstæða skoðun í ein- hverju máli. Lengi vel var rjúp- an og friðun hennar útmetið í þessu skyni. Nú hefur ölið og minkurinn leyst hann af hólmi. Ölið læt ég liggja á milli hluta hér, íslendingar hafa drukkið mysu og sýru gegnum aldir og orðið gott af. En hvað um mink- inn? Skaðinn er skeður og hann er orðinn landlægur. Fávizka er að halda að honum verði út- rýmt. Hvernig getum við þá hald ið honum sem og öðrum vargi í skefjum? Ef minkarækt er eins álitlegur gróðavegur og margir ætla, ættum við að. leyfa hana, en auðvitað undir ströngu eftir liti. En „notabene": Mætti ekki hafa svipaðan hátt á og með brennivínið? Því ekki að leyfa minkaræktina með því skilyrði að viss hundraðshluti af hrein- um ágóða, eða t.d. nefskattur á hvert dýr rynni til útrýming- ar á minknum. Við þurfum að snúa vörn í sókn. Þórarinn frá Steintúni. FELAGSLÍF Farfuglar — ferðafólk. Farfuglar ráðgera hringfe.ð um Snæfellsnes á páskunum. Farið verður meðal annars ; Breiðafjarðareyjar ef aðstæður lefa. Farmiðar seldir á skrifstof- unni að Laufásvegi 41, milli kl. 8,30—10 á kvöldin, sími 24950. FATAPRESSA Til sölu fatapressa í góðu lagi. Upplýsingar í síma 31380. 4ra herb. íbúð í Austurbænum til leigu. — Upplýsingar í síma 35810 kl. 2—5 í dag. Kaupið úrin hjá ÚRSMIÐ ROAMER-úrin eru svissnesk og í fremstu röð ★ Vinsal fermingargjöf FRANCH MICHELSEN úra- og skartgripaverzlun Laugavegi 39. SPILAkVÖLD Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfiröi verður fimmtud. 27. marz kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Góð verðlaun. — Kaffiveitingar. NEFNDIN. NÝTT-NÝTT- NÝTT-NÝTT OPAL MINI sokka- buxur hafa frábæran teygjueiginleika. OPAL MINI sokka- buxur eru mjög sterkar. OPAL MINI sokka- buxur fara mjög vel á fæti. OPAL MINI sokka- buxur kosta aðeins kr. 101,00 í smásölu. Notið ávallt það bezta, OPAL sokka og sokkabuxur. Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzhin Grettisgötu 6, símar 24730—24478. Opal míois Skátaskemmtunin miðvikudag í Sigtúni. — Miðasala á miðvikudag í Sigtúni kl. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.