Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2«. MARZ 196® 11 Stjórnartrumvarp á Alþingi: Stóraukin aðild stúdenta í stjórnun Háskólans — Tveir fullfrúar stúdenta fá sœti í háskólaráði — Tveir stúdentar í stjórn hverrar deildar — Kennsluskylda háskólarektors lögð rannsókrúr að aðalstarfi. Gert er ráð fyrir, að dósentar verði þeir einir skipaðir, sem hafi ieyst af henni. Þessir kennarar hafa að undanförnu verið neifndir lekt- orar eða dósentar, og hafa hinir fyrrnefndu 4 kennslustunda skyldu, en hinir síðarnefndu 6 stunda. Samkv. framansögðu er giert ráð fyrir, að dósentar og lektorar séu fastráðnir menn i fullu kennarastarfi við Háskól- ann og þeir einir, og sú er einnig tilhögun við norræna háskóla. 1 ákvæðinu er sú tiliaga gerð, að nýtt starfsheiti sé tekið upp um þá kennara, sem ráðnir verða til tveggja ára hið skemmsta, og séu þeir nefndir aðjúnktar. Það heiti á háskólaikennurum er t .d. tíðlk- að í Danmörku. niður og háskólaritari verður framkvœmdastjóri Háskólans í GÆR var lagt fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um Háskóla íslands. Er höfuðbreytingin sem frumvarpið gerir ráð fyrir að gerð verði frá gildandi lögum sú, að háskóla- stúdentar fái eftirleiðis stór- aukna aðild að stjórn háskólans og rektorskjöri. Þá er gert ráð fyrir að kennsiuskylda háskóia- rektors verði lögð niður og að verksvið háskólaritara verði fært út, þannig að hann verði einskonar framkvæmdastjóri skólans. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi munu stúdentar fá að tilnefna tvo fulltrúa í stjórn hverrar deildar og stúdentar fá einnig tvo fulltrúa með full rétt- indi í háskólaráð. Þá eiga 10 fulltrúar stúdenta rétt á því að taka þátt í rektorskjöri. í framsöguræðu er Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, flutti tneð frumvarpinu í gær, sagði hann, að yrði þessi skipan tekin upp mundu íslenzkir stúd- entar fá meira ákvörðunarvald um stjórn háskóla síns, en gerð- ist nokkurs staðar annars stað- ar. Hefðu stúdentar víða um heim sett fram kröfur sínar und anfarin ár um aukna aðild að stiórn skólanna, og hefði sums staðar komið til mikilla átaka. Hérlendis hefði hins vegar verið farin sú leið að ná samkomulagi án þess að til óróa kæmi og slíku hæri að fagna og virða. í greinargerð með frumvarp- inu kemur m. a. fram, að stúd- entar fengu, með háskólalögun- um frá 1957 rétt ti'l að eiga einn fulltrúa á fundium háskólaráðs með atkvæðisrétrti, og með sömu lögum fenigu þeir rétt til að eiga fulltrúa, einn eða fleiri, á fund- um háskóladeilda, með málfrelsi. Þróun þessara mála hefur orðið sú, að í reyndinni á fulltrúi stúd enta sæti á fundum hásikólaráðs í öllum málurn, sem þar koma til úrlausnar, og hið sama á við að meginstefnu til um deildar- fundi, þegar frá eru skildar til- lögur um embættisveitingar og úrlausn um doktorsritgerðir. Þá ei* þess að geta, að í ýmsum nefndum, sem háskólaráð til- neifriir, er fulltrúi frá stúdent- um, og fyrir rösku ári var sam- þykkt, að Stúdentaráð Háskól- ans tilnefndi meirilhluta stjórn- armanna í þá stofnu'n, Félags- stofnun stúdenta, sem ætlað er að fjalla um stofnanir í þágu stúdenta, félagslegs eðlis. Þá hefur hluttaka stúdenta í út- hlutun lána farið vaxandi á síð- ustu árum. Stúdentaráð Hásikólans óskaði þess í tillögum, er bárust há- skólaráði hinn 5. des. sl. að full- trúatala yrði auikin í háakólaráði og á deildarfundum, og var efnia lega um það rætt, að tveir full- trúar yrðu í háskólaráði og tveir á deildarfundum, en talan átti þó að vera óbundin í lagatext- anum. Háskóli íslands var meðal fyrstu háskóla á Norðurlönum, þar sem heimiiuð var seta full- trúa stúdenta í háskólaráði og á deildarfundum, og enn eru það tiltölulega fáir af hinum nor- rænu háskólum, sem hafa þá stjórnartilhöguin. Eftir þvi, sem bezt er vitað, er stúdentum að- eins við tvo norræna báskóla heimiluð þátttaka í kosningu rektors, þ. e. við háskólana í Björgvin og Osló. Við báða þessa skóla er þessi þátttaka þó, frek- ar táknræn en að líklegt sé, að hún skipti miklu máli fyrir úr- slit kosninga. Er atkvæðamagn stúdentanna langt innan við 10% á báðum stöðunum. Reynslan af þátttöku stúdenta í stjórnu Háskólans, þ. á m. á fundum háskólaráðs og háskóla- deilda hefur verið mjög góð. Mikilvægt hefur verið að heyra sjónarmið stúdenta, þeir hafa fl-utt mál sín af fullri ábyrgðar- kend og lagt sig fram um að kynna sér málefni, sem ti'l af- greiðslu hafa komið. Þessi þátt- talka hefur vafalaust stuðlað að því að treysta tengslin milli kenn ara og stúdenta. Það er þessi góða reynsla, sem veldur því, að talið er rétt að verða við til- mælum stúdenta um aukna tölu fulltrúa á háskólaráðsfundum og á deildarfunduim, og það er eklci sízt sú reynsla, sem einnig veldur því, að réttmætt þykir, að leggja til, að þeir fái rétt til þátttöku í reflctorskjöri. Nokkuð greindi á milli stúd- enta og háskólaráðs hvernig þátttöku stúdenta í kjöri rektors skyldi hagað. Taldi háskólaráð sig ekki að öllu leyti geta sam- þykkt óskir stúdenta um þær. Fylgir greinargerð stúdentaráðs með frumvarpinu sem fylgiskjal og kemur þar fram að stúdentar harma að ekki tókst samkomu- laig um þétta atriði, en gera þó ekiki ágreining, þar sem þeir segja áð markmið tillagna stúd- entaráðs um aukna þátttöku stúdenta í stjórn hádkólans var samvinna, en ekki sundrung. Nái frumvarpið fram að ganga eiga atkvæðisrétt við rektors- kjör: prófessorar, sem nú erú 45, aðrir kennarar, sem fastráðnir eru til kennslustarfa, þ. e. 6 lekrorar og 1 dósent og loks full- trúar stúdenta, tveir, sem setu eiga í háskólaráði, einn fulltrúi stúdenta a fundum hverrar'deild ar um sig, alls sex, einn fulltrúi frá félagi tannlæknanema og for maður Stúdentaráðs, eða alls 10 fulltrúar. HÁSKÓLAREKTOR UNDAN- ÞEGINN KENNSLUSKYLDU í greinargerð frumvarpsins segir, að á síðustu árum hafi farið fram gagnger endurskoðun á stjómun háskóla víða um lönd. Skilningur manna hefur vaxið mjög á því, að nútíma há- skólar þarfnast öflugrar stjórn- unar við úrlausn dagjegra mál- efna og við mörkun á framtíðar- stefnu í ýmsum efnum og áætl- unargerð um starfssvið háskóla, rannsóknarstofnanir og aðrar há- skólastofnanir, eflingu þeirra greina, sem fyrir eru í háskóla og upptöku nýrra. Þjónusta við starfsmenn háskóla er mifki'lvæg- ur þáttur í starfsemi háskóla, svo og þjónusta við nemendur. Slíkri þjónustu verður efcki kom- ið við, nema vel sé búið að skrif- stofum háskóla og stjórnsýslu allri. Hér á Norðurlöndum eru það eintoum Norðmenn og Svíar, sem hafa tekið þessi mál til ræki legrar athugunar. Hefur niður- staðan orðið sú, að nauðsynlegt sé að létta til muna á fram- kvæmdastörfum háskólarektora og haifa við hlið þeirra fram- kvæmdastjóra, sem sinni undir yfirstjórn rektors fyrst og fremst fjármálefnum háskóla og öðrum framfcvæmdamálefnum. Veitir sú tilhögun rektorum þá svigrúm til að fjalla einkum um málefni, sem varða mótun heildarstefnu, áætlunargerð og kennslu- og rannsóknarstörf háskóla. Lagt er því til í frumvarpinu að kennstuskylda háskólarektors sé lögð niður og rýmkað verði starfssvið háskólaritara, þannig að hann verði raunverulega fraimikvæmdastjóri Hásfcólans, að því er tekur til fjármálefna, bygg ingamálefna og um daglegt etftir- lit og fleira. BREYTINGAR Á HÁSKÓLADEILDUM Frumvarpið gerir ráð fyrir breytingum á háskóladeildum. í fyrsta lagi er lagt ti'l, samkvæmt óSk verkfræðideildar, að heiti hennar sé breytt í verkfræði- og raunvísindadeild. Er það í sam- ræmi við rýmikað starfssvið deildarinnar, því að nú fer fram kennsla í deildinni til BA-prófa í raungreinum, eðlisfrœði, etfná- fræði, stærðfræði og náttúru- fræði. f öðru lagi er lagt til, að stofnuð sé sérstök tannlækria- deild, þegar þrír prófessorar hatfa verið skipaðir í tannlækn- ingum. Þrjú prófies9orsemlbætti eru við dei'ldina, en aðeins hef- ur verið skipað í eitt þeirra. LAUSRÁÐNIR KENNARAR NEFNIST AÐJÚNKTAR Þá er í frumvarpinu fjallað um kennara og aðra starfsmenn Háskólans, er vinna að kennslu og rannsóknum. Gerir frumvarp ið ráð fyrir nokkrum breyting- um og segir svo um þær í grein- argerð: Lagt er hér til, að þeir stanfs- menn Háskólans, sem hafi kennslu og rannsófcnir að aðal- startfi, greinist í þrjá floklka, pró- fóssora, dósenta og lefctora, og verði því dósentar og lektorar, sém eftirleiðis verða skipaðir, þeir einir, sem séu fastráðnir við Háskólann og hafi kennslu og SÖNGMENN vantar í Kirkjukór Ásprestakalls, bæði tenor og bassa. Upplýsingar veita Kristján Sigtryggsson, sími 42558 og Þor- steinn Gunnarsson, sími 36427, eftir kl. 18.00. hendi vísindalegt rannsóknar- starf,. og fjalli dómnefnd ávallt um hæfni þeirra, sbr. 9. gr. frv. Um kennsluslkyldu þeirra fari sem segir í 18. gr. háskólalaga, og er byggt á því, að hún verði að öðru jöfnu mun meiri en pró- fessora, en þó svo að þeim gefist gott tækifæri til að heiga sig rannsóknum. Á síðustu fjórum árum hafa verið skipaðir nokkr- ir lektorar, sem eru fastráðnir til kennslustarfa með tiltölulega mikilli kennsluskyldu, og taka þeir nú laun samikv. 23. launa- floklki. Hefur tilkoma þessara starfsmanna leyst mikinn vanda, og tilhögun þessi gefist mjög vel. Lektorac samikv. þessu á- kvæði yrðu menn með svipaða kennsluskyldu og lektorar hafa haft að undanförnu og með eigi lafcari launakjörum en þei-r njóta nú. Til þeirra yrðu ekki gerðar jafnmiklar hæfniskröfur sem dósenta, enda er gert ráð fyrir, að dósentar nytu hærri launa en lektorar. Hástoólaráð telur, að stefna beri að því, að sem flestir kennarar verði fast- ráðnir til nannsókna og kennslu. Allt að einu verða al'lmargir kennarar stundakennarar á næstu árum. Heppilegt er að hafa sérstafct starfsheiti fyrir suma þeirra, sem t. d. kenna veigamikla grein og prófa í | NÝIR BlLAR: m Vauxhall Viva '69. Verð um kr. 243.000.00. NOTAÐIR BlLAR: Vauxhall Victor Statfon '62. Ppel Rekord '66—'68. Dodge Coronet '66—'68. Renault R 8 '63. Ford Bronco ’66. International Scout '67. Sendibílar með og án stöðvarleyfa. Höfum kaupendur að ýmsum gerðum bifreiða. Mjög góð sýningaraðst. Ilðfc H |VAUXHALL opa | UI mrnm ssm ubhb bsbss wsssbbi Víkingar, knattspyrnudeild. Meistarafl. og 1. flokkur, áríðandi æfing í kvöld kl. 7,30 í Breiðag. úti. Aðrar æfingar í þessari viku eru fimmtudag kl. 7 og sunnudag kl. 10,30 f. h. Mætið stundvíslega á allar æfingar, fjölmennið. Þjálfari. FÉLAGSLÍF Armenningar! Skíðafólk, dvalarkort fyrir páskahelgina verða seld í Ant- íkabólstrun, Laugavegi 62, fimmtudag- og föstudagskvöld kl. 8—10. Uppl. í síma 10825. Dönsk úrvalsvara J. Þorláksson & Norðmann hf. Búðarpláss Gott búðarpláss til leigu við Laugaveginn (um 50 fermetrar) frá 14. maí n.k. Geymslupláss getur fylgt. Tilboð merkt: „Búðarpláss — 2732" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. Maiur vanur vélabókhaldi óskast Þarf að geta unnið sjálfstætt. Góð kjör í boði. Tilboð merkt: „2731' sendist Mbl. fyrir 29. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.