Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 2
2 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1969 Styrkja islendinga til málmleitar Júgóslavneskur málmleitarsérfrœðingur kemur til íslands í apríl? SAMEINUÐU þjóðirnar hafa sam þykkt að veita fslendingnm styrk •ð upphæð 17.000 dollara tU frumathugana á málmleit á ts- landi. Jafnframt hefur verið bent á Júgóslava — sérfræðing einn í málmleit sem væntanleg- an ráðgjafa við þessar athuganir. Steingrímur Hermannsson, fram kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins sagði við Mbl. í gær- kvöldi að ef af þessu yrði myndi sérfræðingurinn koma til lands- ins í apríl. Ætlazt er til að íslendingar leggi í einhvern kostnað á móti þessum 17 þúsundum dollurum eða 1,5 milljón krónur. Athug- anir sem þessar eru fjárfrekar og ef fyrstu tilraunir gefa jákvæðan árangur og um eitthvert magn verður að ræða mun kostnaður margfaldast. I»að þarf að athuga málið gaumgæfilega áður en til atlögu er ráðizt. Svo sem áður hefur verið getið hefur kopar fundizt við Lón í svokölluðum Össurárdal, og líkur á að aðrir málmar leynist með koparnum eru þó nokkrar. HÚ SGAGN A VERKSMIÐ J AN Valbjörk h.f. á Akureyri hefur gert samning við Ásbjörn Ólafs- son, stórkaupmann í Reykjavík, um smásöludreifingu á fram- leiðsluvöru verksmiðjunnar. Mun Véla- og raftækjaverzlunin h.f., Borgartúni 33, Reykjavík annast alla sölu á Valbjarkarhús gögnum fyrir allt landið nema Steingrímur sagði, að svæðið, sem rannsaka þyrfti væri um 2000 ferkílómetrar allt frá Hornafirði og norður fyrir Lón. Á þessu svæði kemur hið gamla undirlag landsins upp úr. — jarðlögin eru miklu eldri en bazaltlag landsins, sem á þessum stað hefur máðst af við núning jökuls. Upp kemur gabbró.sem oft er auðugt af málm Akureyri. Fyrst um sinn verða opnar þrjár verzlanir í Reykja- vík, sem verzla með Valbjarkar- húsgögn, að Laugavegi 103, eins og verið hefur, að Borgartúni 33 og Lækjargötu 2. Hjá verksmiðjunni vinna 43 menn og greiðir hún kr 9.327.000 í vinnulaun. um. 9 millj. í vinnulaun Veiddi fyrst lax a' Islandi Karl Rolvaag, sendiherra Bandaríkj- anna, kveður eftir tveggja ára dvöl KARL Rolvaag, sendiherra Bandarikjanna á fslandi, lætur af embætti á morgnn og fer í orlof til Noregs ásamt konu sinni, Florence. Morgunblaðið átti í gær stutt viðtal við sendiherrann um störf hans hér á landi. Rol vaag sagði: — Söknuður er mér efst í huga, þegar ég nú kveð ísland eftir nær tveggja ára dvöl. Við h jónin höfum eignast hér marga góða vini og kunningja. En þegar störfum er lokið hef ur maður einnig áhuga á að fara. Annars hefði ég gjarnan viljað vera hér í sumar og renna fyrir lax. — Ég hef mjög gaman af veiðum, ekki sízt stangveiði. Hér á íslandi veiddi ég lax í fyrsta skipti og er spennandi að fást við hann. Ég hef veitt í mörgum ám hér, m.a. í Laxá í Leirársveit og Hítará. Einnig hef ég oft skroppið austur að Kirkjubæjarklaustri til að renna fyrir silung. — Ég hef ferðast víða um landið, m.a. fór ég inn í Herðu breiðarlindir til að vera með bandarísku geimförunum, sem hér voru til þjálfunar. Einn- ig hef ég farið um Mývatns- sveit, til Hornafjarðar og um Snæfellsnes, svo fleiri staðir séu nefndir. Um helgar hef ég iðulega farið í skemmri ferða- lög. — >að er margs að minnast frá fslandsdvölinni. Sérstak- lega vil ég nefna ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var í Reykjavík í lok júnímánaðar í fyrra. Fundur- inn var íslendingum til hins mesta sóma, enda tókst hann með miklum ágætum. Banda- ríkjamennirnir, sem sóttu fund inn, höfðu orð á því, hve vel hann hafi verið skipulagður. Þetta var ekkert kurteisishjal af þeirra hálfu. Nú síðast heyrði ég á þetta minnst í Washington í febrúarmánuði sl. — Það var í mörgu að snú- ast þessa júnídaga. Dean Rusk, utanríkisráðherra, var hjá okk ur hér í sendiráðinu og það var mjög ánægjulegt að hitta ráðherrana sem sátu fundinn, t.d. Michael Stewart, utanríkis ráðherra Breta, Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands, og Josef Luns, ut anríkisráðhérra Hollands. — Okkur hjónunuin hefur sannarlega liðið vel á íslandi. Við kimnum vel við fólkið og landið. Veðréttan hér er mild- ari en við eigum að venjast í Minnesota, þar sem við eigum heima. Þar gerir oft stórhríð þegar komið er fram í nóvem- ber. Hér hefur konan mín tínt blóm í garðinum í desember- mánuði. Ég fer oft í viku í sund í Sundlaug Vesturbæjar og ekki get ég sagt að kuldi hafi hamlað því. — Okkur hefur ekki fund- izt við vera í ókunnu landi, enda hafa íslendingar sýnt okkur vinsemd og hlýju. Ef til vill nýt ég þess að nokkru að vera af norsku bergi brotinn. — Ég kveð ekki aðeins fs- land nú, heldur einnig banda- rísku utanríkisþjónustuna. Ég sagði af mér embætti eftir stjórnarskiptin. — Við hjónin munum búa í St. Paul í Minnesota, en ekki er afráðið, hvað ég tek mér fyrir hendur þegar heim kem ur. Mér hafa boðizt ýmsar kenn arastöður, en ef til vill sný ég mér að viðskiptum. Þá kemur einnig til greina, að ég snúi mér að stjórnmálum á ný, en það er samt alveg óráðið. Ég hef verið að heiman í tvö ár og rétt er að kynna sér jarðveg- inn áður en ákvörðun er tek- in. — Við hjónin munum fara héðan á fimmtudag til Noregs, þar sem við verðum í orlofi í nokkurn tíma. Við förum einn ig til Brússel, þar sem við eig um stefnumót við vinafólk, og munum við ferðast um megin- land Evrópu um tíma. Við ger um ráð fyrir að vera komin til Washington í maíbyrjun. — Að lokum vil ég taka fram, að sambúð íslands og Bandaríkjanna er mjög góð og er mér það mikið ánægjuefni. f dag (miðvikudag) mun ég ganga á fund forseta íslands, forsætisráðherra og utanríkis ráðherra til að kveðja þá. — Ég bið fyrir kveðjur til íslendinga og óg vonast til að geta komið hingað síðar og heilsað upp á kunninsjana. Karl Rolvaag, senðiherra, í skrifstofu sinni. Ljósm.: Ól. K. M Kvennadeild SVFl á ísafiröi 35 ára Iðunn Eiríksdóttir kjörin formaður Í3afirði, 20. marz. K VENN ADEILD Slysavarnafé- lagsins á ísafirði minntist 35 ára atfmælis síns þriðjudaginn 25. febr. sl. með hófi í Sjálfstæðis- husinu. Um leið var frú Sigríður Jóns- dóttir, sem nú er að flytjast bú- ferlum úr bænum, kvödd, en hún hefur gegnt formanneatörfum um 30 ára skeið mieð miklum sómia. Forseti Slysavarnafélags ís- lands, Gunnar Friðriksson, og formaður Kvennadeildarinnar í Reykj^vi'k, frú Gróa Pétursdótt- ir, sóttu deildina heim af þessu tilefni og færðu frú Sigríði fork- unntarfagiurt horn á granítsstöpli með á'litruðum silfurskildi, sem þakkir fyrir störf hennar að slysavarnamálum. Þá tilkynnti Gunnar að Slysavarnafélag ís- lands hyggðist reisa ákipbrots- mannaskýli á Sléttu í Sléttu- hreppi, sem ætlunin vær að gefa kvennadeildinni hér með ósk uim, að það bæri nafn frú Sigríð- ar og yrði nefnldt Sigríðarbúð. Auik gestanna tóku til máls frúrnar Guðrún Jónsdóttir, vara- fortmaður, Þuríður Vigfúsdóttir, Ásta E. Fjeldsted og Guðm. Guð- mundsson, framkrvæmdastjóri, formaður karladeildarinnar. Að lokum talaði frú Sigríður og flutti kveðju- og þakkarorð. Deildinni bár-ust blóm og skeyti og höfðingleg peninga- gjöf að upphæð kr. 25 þúsund frá ættingjum feðganna Krist- jáns og Símons Olsens, sem drufcknuðu í ísafjarðardjúpi 25. sept. 1961. Fylgdu gjöfinni óskir um að upphæðin rynni til slysa- varna við Isafjarðardjúp. Fram voru bomar veitingar, sem Hótel Mámalkaffi sá um, en undir borðum var aknennur söngur við undirleifc frfc. Elisar- betar Kristjánsdóttur. Þá söng frú Kristjana Jónsdóttur ein- söng við undirleik sömu og fjór- ar konur úr Kvenfélaginu Hlíf sungu nokkur lög við gítarundir- leifc. Að lokum var sumgið kvæði Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds: í faðmi fjalla blárra. Húsið var þétitsetið. Hófinu stjórnaði frú Iðunn Eiriksdóttir. AHALFUNDUR K V ENN ADEILD ARINN AR Aðalfundur Kvennadeildar Slysavarnafélagsins á ísafirði var haldinn_ í Sjálfstæðishúsinu þann 13. marz sl. Dagskrá var samfcvæmt félags- lögum. Frú Sigríður Jónsdóttir, sem verið hafði formaður um 30 ára skeið, lét nú af störfum, en í hennar stað var frú Iðunn Eiríks- dóttir, sem verið hatfði gjaldkeri deildarinnar í 20 ár, kjörin for- maður. Hina nýkjörnu stjórn skipa: Frú Iðunn Eiríiksdóttir, tformað- ur; frú Kristín Gunnarsdóttir, ritari; frú Arndís Árnadóttir og frú Lára Eðvarðsdóttir með- stjórnendur, og frú Guðrún Jónsdóttir, varaformaður. Þá er frú Margrét Guðbjartardóttir varagjaldkeri (en gegnir störf- um gjaldkera) og frú Málfríður Finnsdóttir vararitari. Fundurinn var fjölsóttur að vanda og fnambomar rausnar- legar veitingar, sem félagskonur sá u urQ Fræðslunám- skeið í Valhöll FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ Verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins um atvinnu- og verkalýðsmál hefst I Valhöll við Suðurgötu í kvöld. Þá flytur Guðmundur H. Garð arsson, viðskiptafr., erindi um markaðsmál, en á eftir erindinu svarar Guðmundur fyrirspum- um og einnig verða frjálsar um- ræður um dagskrármálið. Á þessum fyrsta fundi verður gerð grein fyrir tilhögun nám- skeiðsins og dagskrá þess kynnt. Eru því þeir Sjálfstæðismenn, sem hugsa sér að taka þátt í nám skeiðinu hvattir til að mæta á fundinum. Valgerður Dan Þjóðleikhússins — Fer með aðalhlutverk í Fjaðrafoki Á FUNDI með fréttamönnum í gær gat Guðlaugur Rósin- kranz, þjóðleikhússtjóri, þcss, að tvö leikrit eru nú æfð hjá leikhúsinu: „Fjaðrafok" eftir Matthías Johannessen og „Betur má ef duga skal“ eftir Peter Ustinov í þýðingu Ævars Kvarans, leikara. Með eitt aðalhlutverkanna í „Fjaðrafoki" fer Valgerður Dan o(g er þetta fyrsta hlut- verk hennar á sviði Þjóðleik- hússins en hún fór með hlut- verk Dísu í Galdra-Lofti“, þegar Þjóðleikhúsið fór með það leikrit í leikför tll Norð- urlanda í fyrra. Benedikt Árnason leikstýr- ir „Fjaðrafoki" og meðal annarra Jeikara í því eru Valur Gíslason, Herd'ís Þor- valdsdóttir og Rúrik Har- aldsson. Leikstjóri „Betur má ef duga skal“ er Klemenz Jónsson og fara Guðbjör’g Þorbjarnardóttir og Ævar Kvaran þar með aðalhilut- verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.