Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 20
20 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 196® Ég svaraði engu, heldur stóð upp af stólnum og rauk út úr skrifstofunni og húsinu, með kaf rjóðar kinnar og bar höfuðið hátt. Það var kannski óhemju- skapur að kal'la John það sem ég kallaði hann, en hann átti það ekki nema skilið. Ég fyrir- leit hann fyrir að ætla að nota aðstöðu sína gagnvart mér á þennan hátt. Heldur vildi ég deyja en giftast honum. Ég steig upp í litla bílinn minn og ók heim á ofsahraða. Ég dró þó úr ferðinni, þegar ég kom að beygjunni á brautinni og sá bæinn minn beint fram- undan mér. Hvað hann gat ver- ið friðsæll. Hamingjusamt heim- ili, þar sem hamingjusöm fjöl- skylda átti heima. Að minnsta kosti höfðum við verið það eftir að hafa jafnað okkur eftir for- e'ldramissinn. En nú vorum við það ekki lengur. Okkur Nick leið hræði- lega. Aðeins Lucy og Mark voru enn ósnert af þessum árásuim örlaganna. Hálfur mánuður. John hafði gefið mér hálfan mánuð til um- hugsunar. Það var fullnaumur tími til þess að útvega þessa fjár upphæð, sem ég þarfnaðist svo sárlega. Og ég sá ekkert ráð til þess að útvega hana. Hafði ekki nokkra von, að því er virt- ist. En ég varð eitthvað að gera. Eitthvað. Hefði ég bara einhvern sem ég gæti leitað til, en það var bara enginn. Blessunin hann Bob myndi hiklaust lána mér þessa peninga, ef hann ætti þá, en ég vissi, að hann hafði ekk- ert að lifa á annað en kaupið, sem hann fékk hjá okkur. Og eftix það, sem okkur hafði farið á milli um morguninn, og jafnvel þótt hann gæti hjálpað mér, þá gat ég alls ekki leitað til hans. Eg vildi ekki einu sinni segja honum, að Nick hefði stol ið frá John. Ég varð ennþá niðurdregnari þegar ég minntist þess, sem okk ur hafði farið á milli í eldíhús- inu. Hvernig hann hafði kysst mig og þrýst mér að sér, en svo hafði öll blíðan allt í einu breytzt í kulda. Ég gekk, svo að lítið bar á, inn í húsið og upp í herberg- ið mitt. Úr eldhúsinu barst sæt- ur ilmur af ketkássunni, sem ég hafði undirbúið fyrr um morg- uninn. Ég bjóst við að Lucy hefði, af veikum mætti, lokið við matargerðina, og vafalaust hafði svo að lítið bar á. 2. KAFLI Ég býst ekki við, að neitt okkar hafi skemmt sér neitt verulega á hátíðinni þetta ár. Sölupallarnir voru troðnir snemma kvöldsins, og frú Law- son, sem hafði stjórnað tjaldinu, sagði mér, að þær hefðu selt betur en árið á undan. 9 Dansinn, sem var síðasta at- riðið á dagskránni, var nú í fullum gangi. Kay var glæsi- leg útlits, enda þótt bleiki kjóll inn hennar væri ekki annað en útsöíugóss frá Marks og Sparks. En annars var hún með hálf- gerðan fýlusvip, jafnvel þegar hún brosti. Og ég vissi vel ástæðuna. Emma, systir Dons var þarna með vinstúlku sína úr skólan- um í París, sem hafði komið gestur þá um daginn. Ólundar- leg og holdug ítölsk stúlka.Fran cesca Maggi, í kjól, sem hafði sýnilega kostað drjúgan skilding virtist hafa tekið Don alveg að sér. Eða var það? Var hann bara að vera kurteis við gest systur sinnar? Að minnsta kosti vanrækti hann alveg Kay þetta kvöld og gaf sig eingöngu að Francescu. Þegar ég stóð við hliðina á hjólastólnum, sem Rauði Kross- inn hafði léð Lucy, og horfði á dansinn, gengu þau Don og Francesca rétt framhjá mér. Fran cesea horfði beint framan í Don og svipurinn á henni var sann- arlega ginnandi. Ég leit á Kay, sem stóð rétt við hliðina á mér, og sárkenndi í brjósti um hana. Fermingargjalir Speglar — burstasett Hver getur verið án spegils? Litið á úrvalið hjá okkur, áður en þér ákveðið fermingargjöfina. Verð og gerðir við allra hæfi. SPEGLABÚÐIN Sími: 1-96-35. r 1 LUDVIG STORR k ^^ á HÚSMÆÐUR PÁSKAÞVOTTUR ÓDÝRT Odýrasta húshjálpin STYKKJAÞVOTTUR: 30 stk slétt-blandaður þvottur, sem má sjóða saman. Aðeins á kr. 274.00 með söluskatti. BLAUTÞVOTTUR: Sendið ennfremur: minnst 8 kg. þvottur sem má sjóða saman. Aðeins á kr. 120.00 með söluskatti. Þurrkaður, hristur upp og tilbúinn til strauningar aðeins á kr. 160.00 með söluskatti . Hvert kg. sem fram yfir er á kr. 18.00 með sölu- skatti. Borðdúka: kosta kr. 23.00 pr. meter með söiuskatti. Skyrtur: fullkominn frágangur á kr. 25 00 með söluskatti. ÞVOUM EINNIG ALLAN ANNAN ÞVOTT FYRIR' EINSTAKLINGA OG AÐRA Sótt og sent um alla borgina á kr. 60.00 báðar ferðir. FÉLAG ÞVOTTAHÚSAEIGENDA í REYKJAVÍK Tryggið yður rétt verð, beztu og öruggustu þjónustuna Þvottahúsið A. Smith Bergstaðastræti 52. Sími 17140. Þvottahúsið Drífa Baldursgötu 7. Sími 12337. Þvottahiís Vesturbæjar Ægisgötu 10. Sími 15122. Þvottahúsíð Þvottahúsið Fannhvítt frá Skyrtur 09 sloppar (Lin) Armúla 20. Sími 34442. Grýta Laufásvegi 9. Sími 13397. (Þvottaþjónustan) Langholtsvegi 113. Sími 82220 — 82221. Samanborið við Francescu var hún ekki annað en það, ssm hún var: ó-veraldarvön sveitastúlka, fremur illa til fara, þreytt og leið. Og aftur heyrði ég John segja: ,,Ég held, að hana Kay langi til að læra að verða sýningarstúlka og hamingjan skal vita, að hún hefur fríðlei'k og vaxtarlag til þess“. Þetta var ekki nema satt. Ef Kay lærði þetta, mundi hún sennilega komast langt. Ég var nú ekki svo vitlaus að halda, að gott vaxtarlagnægði til þess að sýna kjóla og láta mynda sig en Kay hafði eitthvað meira til að bera. Kynþokka. Töfra. Já, hún var að vissu leyti töfrandi eða hvað maður á að kalla það. En þó ekki nema hún væri glöð Hún var sannarlega ekkert töfr- andi í kvöld. Einhver rödd hvíslaði að mér: „Hugsaðu þér bara, hvað þú gætir gert fyrir hana Kay, ef þú giftist honum John“. En svo kom önnur sterkari rödd, sem sagði: Hvað sem því líður, þá geturðu ékki gifzt honum. Það sem hann gæti gert fyrir þau hin, er ekkert í samanburði við afleiðingarnar, sem það mundi hafa fyrir þig.“ Ég hafði ekki séð Bob síðan um morguninn. Enda þótt hann vissi, að hann hafði ætlað sér að koma, þá hafði hann sent skilaboð með Mark, að hann gæti ekki losað sig. Hann átti svo annríkt. Þessu gat ég ekki trúað. Hann kom ekki, eingöngu vegna þess, að hann vildi ekki hitta mig. Og ég tók að velta því fyrir mér, hvort þessir kossar, sem höfðu verið slík sæla fyrir mig, ættu eftir að valda því, að vin átta okkar færi út um þúfur. Færi svo vissi ég ekki, hvernig ég ætti að afbera það. Nú, þegar ég átti hótanir Johns yfir höfði mér, þarfnaðist ég Bobs meir en nokkru sinni áður. Þó ekki væri nema það, að hann kæmi inn öðru hverju og ég gæti hjálpað honum með það, sem ég gat, þá var það nokkur lækn- ing, og hennar mundi ég sárlega þarfnast, næsta hálfa mánuðinn. En ef mér nú yrði það fyrir- munað . . .? — Dansaðu við mig Kay. Þetta var Don, sem stóð hjá Kay og brosti til hennar. — Nei. Ég er þreytt. Mig lang ar ekkert til að dansa, heyrði ég hana segja önuglega. — Hvað er að, Kay? spurði hann blíðlega. — Hversvegna ertu svona við mig? — Farðu og dansaðu við Fran ceseu hina fögru, sagði Kay. — Þú hefur hvort sem er, ekki gert annað í allt kvö'ld. — Vertu nú ekki með þessa vitleysu, elskan. — Farðu til fjandans! sagði Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Frekjan er fremur viðurkenning styrkleika. Vertu sveigjanlegur. á vanmætti og úrræðaleysi en Nautið, 20. apríl — 20. maí Betra er að kynna sér til fulls allar upplýsingar, og halda áætlun. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní Þú færð alvarlegar fréttir, en þér eru gefnar gætur, og þú ert dæmdur eftir viðbrögðum þínum. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Þú hefur meiri kraft núna, en ekki eins mikla möguleika á útrás. Settu þér takmark, og þú getur alveg haldið það. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Mikil er kröfuharka annarra. Reyndu að komast að hagkvæmari greiðsiuskilmálum. Rifrildi stoðar ekkert. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Hvað sem þú kannt að heyra, er rétt að minnast þess að fleiri hlið- ar kunna að vera á málinu. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Einhver nærri þér kemur ringulreið á hlutina. 1-át.tu elgin dóm- greind ráða. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Reyndu að blekkja þá sem eru að gefa þér góð ráð i fjármálum í dag, því óhentugur tími er til breytinga þess eðlis. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Það reynir á jafnvægi þitt og stillingu. Gættu fyllstu varúðar. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Einhver fjarlægur gerir athugascmdir. Þú berð ábyrgð, og þér hlotnast eitthvað. Gerðu ráðstafanir tii að vera við því búinn. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Of mikið er lagt á þig. Þú þarft að taka ákvörðun og eigin eðlis- ávísun leiðir þig á rétta braut. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz He/t er að reyna að halda jafnvægi i lagastappi, sem þú virðíst standa í þessa dagana. Það getur allt blesszt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.