Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1969, Blaðsíða 23
MORGUNÐtLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1960 23 - AYUB KHAN Framhald af bls. 1. var tekið fram, hvort hann yrði um kyrrt í landinu. Ayub Khan er 61 árs að aldri. Hann komst til valda í Pakistan 27. okt. 1956, eftir að herinn hafði hrifsað til sín völdin. Hann hafði þá áður gegnt ýmsum ábyrgðar- stöðum, verið yfirmáður herafla landsins og gegnt embætti land- varnarráðherra. Hann var síðan tvívegis endurkjörinn forseti landsins. Á fyrstu stjórnarárum sínum lagði hann fram áætlun- ina um lýðræðislega undirstöðu og ákvað þá sikipun mála að kjör menn, 120 að tölu, kysu forseta og þing. Um langt skeið má telja, að hann hafi í raun og veru ver- ið einvaldur í Pakistan, en smám saman fór andstaðan gegn hon- um og stjórnarstefnu hans vax- andi. Undanfama mánuði hefur ástandið versnað stórlega, óeirð- ir, verkföll og hvers kyns hryðju verk verið þar daglegur við- burður, einkum í Austur-Pakist- MÁLVBRKASÝNING Páls And- rés;onar hefir nú staðið yfir í 10 daga í sýningarsalnum Hlið- skjálf að Laugavegi 31. Sýningunni hefir verið mjög vel tekið og hefir Páll þegar selt 10 myndir, en henni mun ljúka næstkomandi fimmtudag.;kvöld kl. 10. Eru því síðustu forvöð að sjá þessa fyrstu sýningu hins unga málara, sem selur myndir sínar við mjög vægu verði. an. Þann 21. febrúar sl. tilkjrnnti Ayub að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram við forsetakosn- ingamar, sem verða seint á þessu ári. Hann reyndi að koma á viðræðum við foringja stjóm- arandstöðunnar til að binda endi á stjórnleysi'ð og ringulreiðina í landinu, en hafði þar ekki erindi sem erfiðL AP fréttastofan sagði í kvöld, að allt virtist með kyrrum kjör- um í Karachi, höfuðborg Vest- ur Pakistan. Viðbrögð almenn- ings virtust á eina lund; afsögn forsetans var yfirleitt fagnað, einkum meðal verkamanna. Eng- ar fréttir höfðu borizt frá Austur Pakistan um það, hvernig þar hefði verið brugðið við. Yaya Khan mun flytja útvarps ræöu til þjóðar sinnar á morg- un, miðvikudag, og gerir þá væntanlega grein fyrir stefnu sinni í innan- og utanríkis- málum. - EINKAVIÐRÆÐUR Framhald af bls. 1 árangur í viðræðunum í París, og gaf í skyn ,að draga mundi úr „þrjózku" kommúnista á þessu árL — Hann sagðL . að ekki væri tímabært að tala um fækkun í liði Bandaríkjanna í Suður-Viet- nam, en þar eru nú 540.500 bandarískir hermenn. — Hann sagði, að stjórn sín teldi ekki að nýjar loftárásir Bandaríkjamanna á Norður-Viet nam væru rétta svarið við hryðjuverkaárásum kommúnista í Suður-Vietnam undanfarnar vikur, að minnsta kosti ekki eins og er. Thieu taldi, að árásir komm- únista áð undanförnu væru senni lega undanfari allsherjar sókn- ar af þeirra hálfu, er miðaði að því að hafa áhrif á gang samn- ingaviðræðnanna í París. En for- setinn sagði, að gangur barátt- unnar í Suður-Vietnam væri kommúnistum óhagstæður, og að því hlyti að koma að þeir yrðu neyddir til að sýna meiri alvöru í Parísarviðræðunum. „Tíminn er á móti kommúnistum“, sagði Thieu, og „ég trúi því ekki að þeir bíði með að hefja alvarleg- ar friðarumræður þar til aðstaða þeirra veikist enn frá því sem nú er. Hún er sífellt að veikjast". Aðspurður um álit á ummæl- um Nixons forseta á blaðamanna fundi fyrir nokkru, þegar Nixon varaði við því, að Bandaríkin yrðu að grípa til gagnráðstafana ef kommúnistar héldu áfram hryðjuverkasókn sinni í Suður- Vietnam, svaraði Thieu, að hann væri sammála Nixon. Hins vegar væri ekki ástæða til að hefja að nýju loftárásir á Norður-Viet- nam. „Ef kommúnistar vilja hindra árangur í viðræðunum í París með auknum hernaðarað- gerðum í Suður-Vietnam“, sagði forsetinn, „verðum við að leysa þann vanda á skynsamlegri hátt en með því að taka upp sams — Skemmtilegast Framhald af bls. 10. lagið eftir Mozart og mér fannst líka mjög skemmtilegt „Það er leikur að læra“. Líka fannst mér fiðlurnar skemmti legar. Og svona endar bréfið. Bless. Stærri börnin skrifa ítar- legri bréf. Berglind Bjarna- dóttir, Ölduslóð 21 í Hafnar- firði, skrifar: Ég heiti Berglind og verð 12 ára á páskrmum. Magnús, 7 ára, teiknar þessa mynd af Þorkeli hljómsveit- arstjóra. Gaman að berja trommur og spila á alla þessa lúðra, segir hann. Ég er að læra á píanó og er þetta annar veturinn minn. Er ég í Öldutúnsskóla Egils Frið leifssonar. Fórum við kórinn í ógleymanlegt ferðalag í fyrra vor, og var ég sóló í þeirri ferð. Var ferðinni heitið til Finnlands. Jæja nú er nóg kom ið af svo góðu og ætla ég að snúa mér að efninu. Það sem mér fannst minnisstæðast á síðustu tónleikum þann 25. fe- brúar var, þegar þið spiluðuð lagið í tilbrigðunum. Þið ferð uðust með lagið til Austur- landa, Texas, svörfcu Afríku og jafnvel út í geiminn. Einnig fannst mér skemmtilegast, þeg ar þið spiluðuð hermanninn, sem alls ekki var til. Svo fannst mér líka gaman þegar trompetleikarinn spilaði ein- leikinn með hijómsveitinni. Og þegar klukkan sló 12, og kölski fór að dansa í lið með draug- unum. Ég er búin að vera á mörgum tónleikum og finnst mér alltaf jafn skemmtilegt. Ég óska Sinfóníuhljómsveit ís lands alls hins bezta í fram- tíðinni. Edda Jóhannesdóttir, Grænu hlíð 18, sem er 12 ára, lýsir ferðalaginu í rútubílnum frá Álftamýrarskóla að Háakóla- bíói og segir svo: Víkjum nú að tónleikunum sjádfum. Ég get alveg sagt það strax að þeir voru prýðilegir í alla staði. Þó fannst mér trompet- leikurinn bezfcur. Það var gott að það var ekki einleikur á fiðlu. Það hefði látið í eyrum eins og mjálm í ketti, sem er hengdur upp á rófunni. En í hljómsveit eru fiðlurnar alveg ómissandi. Og ég vona að við staddir reiðist mér ekki fyrir þetta með fiðluna. Það er ekki il'la meint. Brúðkaup ímyndaða drengsins, sem her- mennirnir bjuggu til, var sér staklega skemmtilegt. Ég vona að þið vitið hvað ég á við. Og svo var reglulega gaman að heyra okkar alþjóðlega lag „ Það er leikur að læra“ í svo mörgum útgáfum. En þó ég hafi hlaupið yfir tónverk, þá er það ekki vegna þess að mér hafi þótt þau leiðin- leg, heldur vegna þess að ég nugla þeim saman. Ég þori ekki að skýra frá einhverju sérstöku tónverkL ef það er svo bara eitthvert rugl úr mér. En nú er kornið að Þorkeli Sigurbjörnssyni. Ég hefi alltaf verið hrifin af honum, og það er langt frá að það álit hafi breytzt. Hæf ari mann í barnatónleika er ekki hægt að finna. En nú er ég búin að skýra frá því helzta og ég þakka ykkur öllum innilega fyrir klukku- tíma skemmtun í Háskóla- bíói. Laufey Kristinsdóttir, 7 ára, skrifar líka um draug- ana: Mér fannst sérstaklega skemmtilegt þegar draugarn- ir komu upp úr gryfjunni. Þá var ég bara svolítið hrædd. Ég hlakka til að koma á næstu skólatónleika og hlusta á ykkur aftur. Mér finnst gaman að syngja. Það var líka gaman þegar þið fór- uð upp í tunglið. En fínasta bréfið að ytra frágangi var frá ögmundi SkarphéðinssynL sem bjó til heila bók með forsíðu. Hún er óbreytt mynd og teikning- ar á hverri síðu, allt mjög snyrtilegt og fallega gert. Aftast eru nokkur orð um tónskáldin, sem leikið var eftir, þar sem ögmundur kveðst styðjast við ritaðar heimildir. „Þið í hljómsiveit- inni vitið þetta allt, en ég geri það fyrir sjálfan mig“ segir hann til skýringar. Hrund Sigurbjörnsdóttir 8 ára fékk að stjórna hljómsveitinni. konar loftárásir og gerðar voru á Norður-Vietnam fram að 31. október sl. þegar þeim var hætt“. Vegna árása kommúnista að undanförnu á þorp, borgir og herstöðvar í Suður-Vietnam, taldi Thieu ekki ráðlegt að fækka í herliði Bandaríkjanna á næstunni. Taldi hann, að með árásum sínum væru kommúnist- ar meðal annars að vinna að styrjaldarmótmælum í Banda- ríkjunum, en afstaða bandarísku þjóðarinnar hefði breytzt með stjórnaarskipfcunum þar i janúar. Þjóðin vissi að Nixon forseta væri annt um að -binda enda á styrjöldina, og að þrjózka full- trúa kommúnista við viðræðurn- ar í París réði því hve árangur væri lítill. - VOPNABANN Framhald af bls. 1 þessum rannsóknum ynnu vís- indamenn, sem skráðir væru í her viðkomandi ríkis, og væru þeir búnir tækjum frá herstjórn- unum, þótt ekki væri þar um vopn að ræða. Með því að banna öll afskipti herstjórnanna af sjáv arbotninum gætu því allar rann- ■sóknir þar dregizt mjög á lang- inn. Auk alls þessa sagði Smifch, að engin leið væri til þess að fylgj- ast með því hvort banni við her- væðingu á sjávarbotni væri fylgt. Auðveldara væri að fylgj- ast með því hvort eyðileggingar- vopnum væri komið fyrir á botn inum, og vildi Smifch að samið yrði um algert bann við staðsetn- ingu þess konar vopna á botn- inum, hvort sem þar væri um að ræða kjarnorku- eða geislavirk vopn, eða hver önnur greyðing- arvopn. Með vopnabanni á hafs- botni væri fengin trygging fyrir því að 70% af yfirborði jarðar væri undanþegið vígbúnaðar- kapphlaupinu. - SAMKEPPNI Framhald af bls. 24 í skýrslu nefndarinnar eru engar tölulegar skýr- ingar á tilboðum þeim, sem um er rætt, en efnislegur samanburður gerður í átta liðum. í niðurlagi skýrslu nefndarinnar segir orðrétt: „Fulltrúar ráðuneytanna, sem hér eiga í hlut gera sér ljóst, að verúlegur hluti af þeim vanda, sem hér er við að fást í viðskiptum Mjólbur- samsölunnar í Reykjavik og Kassagerðar Reykjavíkur staf ar af því, að gagnkvæmt traust forráðamanna þessara fyrir- tækja hefur ekki skapazt í þessum viðskiptum. Fulltrú- arnir telja í skoðun málsins, komið fram í skoðun málsins, sem geri opinberum aðilum kleift að hafa á viðskiptaleg- um grundvelli afskipti af, hvernig Mjólkursamsalan í Reykjavík leysir þetta tilteikna mál og við hvaða fyrirtæki hún skiptir í því sambandi. Það er Ijóst af viðtölum við aðila að málinu, að framleiðsla þess ara vara í landinu sjálfu verð ur aldrei tryggð nema til komi gagnkvæmt traust forráða- manna Mjólkursamsölunnar og innlends umbúðaframleiðanda og vissa um, að sú fraimleiðsla verði tæknilega séð flutt inn í landið með viðhlítandi ör- yggi- Fulltrúar ráðuneytanna, sem hér eiga í falut, eru sammála um, að aðgerðir stjórnvalda í málinu hljóti að miða að eft- irtöldum markmiðum: 1. Að íslenzkum iðnaði sé gert mögulegt að keppa á jafnréttisgrundvelli um framleiðslu umbúa, sem notaðar eru hér á landi um mjólk, miðað við tolla mismun á hráefni og full unninni vöru, sem sé hóf légur t.d. 15% á hráefni og 20 %á fuilunninni vöru við núverandi aðstæður. 2. Að hagsmuna framleið- enda og neytenda sé gætt til hins ýtrasta að því ér varðar kostnað við pökk- un og öryggi í dreifingu á mjólk. Til að þessum markmiðum verði náð verður að telja nauð synlegt að hverjar þær ráð- stafanir, sem gerðar verða af hálfu Mjólkursamsölunnar 1 Reykjavík eða stjórnvalda miði að því, að Mjólkursamsalan I Reykjavík geti á hverjum tíma keypt umbúðir, þar sem þær bjóðast með lægstu verði mið að við hæfileg gæði innanlanda eða utan. Nú er það upplýst í málinu, að þeir þrír vélaframleiðend- ur, sem Mjólkursamsalan og Kassagerð Reykjavíkur hafa haft samband við, beita allir einkasöluaðferðum gagnvart þeim vélum og umbúðum, sem þeir framleiða og selja, eða veita framleiðsluleyfi fyrir. Þótt ekki sé unnt að fullyrða í þessu efni, bendir þessi stað reynd til, að frjáls viðskipti með umbúðir eins og þau, sem fulltrúar ráðuneytanna töldu æskilegust hér að ofan, séu ekki til, a.m.k. ekki, þegar í hlut eiga þekktar umbúðagerð ir. Úr því að þessi viðskipti eru þannig hvarvetna, sem til þekkist bundin einkasöluhöml um er einsýnt, að því höfuð- markmiði, sem sett var fram hér að ofan um samkeppni á jafnréttisgrundvelli, verður ekki náð. Úrlausn þessa máls snýst þannig ekki aðallega um umdeilanlegan verðmun á um búðum, heldur hvort Mjólk- ursamsölunni er hagkvæmara að bindast einkasöluböndum við erlenda framleiðanda véla og umbúa eða innlendan fram leiðanda umbúða, sem ynni undir einkasölusldlyrðum er- lends vélaframleiðanda. Við þær aðstæður telja full trúar ráðuneytanna forsendur brostnar fyrir afskiptum stjórn valda á sviði tolla eða inn- flutningsmála af þessu málL Forráðamenn Mjólkursam- sölunnar hafa lýst sig fúsa til að láta kanna til fullnustu þá tæknilegu aðstöðu til að fram leiða mjólkurumbúðir hér á landi og allar leiðir, sem kunna að vera færar til að umbúða- framleiðslan geti flutzt inn í landið. Haldbær tök til afskipta af þeim ákvörðunum, sem Mjólk ursamsalan tekur á grundvel'li slíkra afchugana, hafa fulltrú- ar raðuneytanna ekki fundið. Með skírskotun til framan- ritaðs leggja fulltrúarnir til, að innflutningsleyfi fyrir mjólkurumbúðum verði veitt án takmarkana og tollur af fernum verði ákveðinn 20% til samræmis við mjólkurflösk- ur“. í nefndinni áttu sæti fulltrú ar fjármálaráðherra, landbún- aðarráðherra, viðskiptamála- ráðherra og iðnaðarmálaráð- herra, þeir Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, og fulltrúarn ir Björn Hermannsson, Ólaf- ur Steinar Valdimarsson, Val- geir Ársælsson og Þorvarður K. Þorsteinsson. - BRIDGE Framhald af bls. 5 f I. flokki kepptu 8 sveitir og þar varð röð sveitanna þessi: 1. sveit Guðlaugs R. Jóhanns- sonar 129 •stig. 2. sveit Sigtryggs Sigurðsson- ar 89 stig. 3. sveit Jakobs R. Möllers 84 stig. 4. sveit Rósmundar Guðmunda sonar 63 stig. 5. sveit Helga Einarssonar 55 stig. 6. sveit Sigurbjörn-s Ármanns- sonar 50 stig. 7. sveit Ingu Bernburg 45 stig. 8. sveit Rafns Kristjánssonar 23 stig. 2 efstu sveitirnar flytjast upp í meistaraflokk. Tvímenningskeppni Reykjavík urmótsins verður haldin fyrri hluta maímánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.