Morgunblaðið - 13.04.1969, Síða 4

Morgunblaðið - 13.04.1969, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1969 r BÍLALEIGAN FALUðH f car rental service © 22*0-22- RAUDARARSTÍG 31 ■>* 1-44-44 mfíifim Bverfisfötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR iKiPHom 21 s»mar21190 r lokurt'iimí 4038L ; LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðaotræti 13. Sími 14970 BÍLALEIGAN ' AKBRAUT Mjög hagstætt leigugjald. SÍMI 8-23-47 Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. ö Farimagsgade 42 Köbenhavn Ö. Ferðafélag Islands heldur kvöld"öku í Sigtúni þriðjudaginn 15. apríl kl. 20,30. Húsið opnað kl. 20. FUNDAREFNI: 1. Gömul íslandskvikmynd, tek- in fyrir stríð. 2. Hallgrímur Jónasson sýnir litmyndir úr ferðum félagsins. 3. Myndagetraun, verðlaun veitt. 4. Dans til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir f bóka- verzlunum Sigfúsar Eymunds- sonar og Isafoldar. Verð 100.00. 0 Flugfargjöld og legkrabbameins- rannsóknir ,,Gerður“ skrifar frá Akureyri: „Kæri Velvakandi! í tilefni af margendurteknum fréttum í blöðum og útvarpi nú undanfarið frá Flugfélagi íslands um afslátt á flugfari með vélurn félagsins til og frá Reykjavík á skíðavikur og mót úti á landi og leiksýningar í Reykjavík, langar mig til að varpa fram þeirri spurn ingu, hvort forráðamönnum þessa ágæta félags hafi aldrei dottið í hug að bjóða konum utan af landi verulegan afslátt á flugfari til Reykjavíkur, til þess að kom- ast í krabbameinsrannsókn, sem fjöldinn allur dregur alit of lengi sökum mikils kostnaðar. Mér dett ur í hug, að þar gætu þeir or- sakað varanlegri gleði á mörgum heimilum en með sportferðum, þó að ekki sé nema allt gott um þær að segja. Oft eru mörg auð sæti í flug- vélum á milli Akureyrar og Reykjavíkur, er mætti nýta á þennan hátt, báðum aðilum til haigsbóta. Virðingarfyllst Gerður." Velvakandi kemur fillögunni á- leiðis, en líklega myndi mikil skriffinnska fylgja framkvæmd hennar, vottorðaútgáfa o.s.frv. Annars á Velvakandi bágt með að trúa því, að kvenfólk setji kostnaðinn fyrir sig, þegar um þessa rannsókn er að ræða, því að með henni geta sumar konur hugsanlega lengt líf sitt um tugi ára. ' 0 „Sleggjudómur um gömlu húsin í Mið- bænum“ Skúli Ólafsson skrifar: „Afnám er e.t.v. réttnefni á skýrslu um rannsókn á gömlum byggingum í Miðbænum. Hroki nútímans kemur þar berlega í ljós, en er nokkur þörf á að hraða niðurrifi og afmá margar nothæf ar og gamalkunnar byggingar, þeg ar ekki hefur tekizt að gera marg an gler- og stei nkastalamn vatns- heldan? Þar að auki búum við í járðskjálftalandi, og hafa timbur- húsin staðist þá bezt. Fjárbagshliðin á þessu máli er ekki mikið atriði hjá þeim, sem eru að panta fyrir annarra fé. ,,Fu iLs.kapaður Miðbær" er einna líkastur kalkaðri gröf, og smekk- urinn er misjafn. Má þair nefna, að viraaþjóðir Rússa fengu svo- kallaðar stalinakar menningarhall ir að gjöf, en íbúarnir eru álíka hrifnir af gjöfunum og Pétur Benediktsson og Magnús Kjartans son af Hallgrímskirkju. Ekki er fegurðinni fyrir að fara í mörg- um steinkumböldum hins opin- bera í Miðbænum, t.d. norður- hluta Landssímahússins, sem nú blasir við í allri sinni tymd, etft- ir að Aðalstræti 9 var rifið. Myndarskap aldamótakynslóð- arinnar, svo sem Iðnsfcólanum, íbúð í Hlíðuniint Til sölu nýstandsett rúmgóð 4ra herb. kjallaraibúð í Hlíðun- um. 3 herbergjanna eru mjög stór. Upplýsingar í símum 24690 og eftir kl. 6 í síma 24493. Sumarbústaðaeigendur SVAMPDÝNUR MEÐ AFSLÆTTI. TILVAl.DAR I SUMARBÚSTAÐI OG VEIÐIHÚS. SNIÐNAR EFTIR MÁLI. VELJUM ÍSLENZKT-/t^lV Pétur Snæland hf. ISLENZKAN IÐNAÐ \|*4/ VESTURGÖTU 71. SlMI 24060. HOLLAND - ISLAND BLÓMAKAFFI í Súlnasal HÓTEL SÖGU kl. 3 í dag. Ringeiberg í Rósinni lætur blómin tala. Blómaskreytingar — Meðferð blóma. Hollenzkir þjóðdansar á tréklossum o. fl. Gamanþáttur — Ámi ísleifssonar við píanóið. Jónas Jónasson kynnir. — Allir velkomnir. Aðgangseyrir aðeins kr. 50.— og gildir sem happdrættismiði. Ókeypis fyrir börn í íylgd með fullorðnum. FÉLAGIÐ HOLLAND—ÍSLAND. Iðnó, Þórshamri, Thorshúsi, Mið- bæjarskólanum (setn fram að þessu hefur reynzt með beztu skólahúsum borgarinnar) á nú að fóma vegna hégómaskapar nokk- urra potintáta Mörg gömlu hús- in svoköiluðu (teldust nýleg hjá nágrannaþjóðum okkar) Ufga upp i grámygluhverfum, eins og hús Johnson & Kaaber gerir, og jafn- vel mætti Aðalstræti 16 standa enm um hríð, þó að það sé efst á af- tökulistanum. Húsgrunn þessa húss þarf að vísu að rannsaka vegna sögu fyrstu byggðar hér, en sú rannsókn gæti farið fram án þess að rífa þyrfti húsið. Skúli Ólafsson, Klapparstíg 10.“ -0 Hvað líður dreifingu sjónvarpsins Bjöm G. Jónsson á Laxamýri skrifar: „Ekki þurfum við lengi að fletta dagblöðunum okkar, svo að við ekki rekum augun í eirthver skrif um sjónvarpið og sjónvarpsdag- skrána. Þessi skrif eru auðvitað eðlileg, og sjálfsagt mörgum tU ánægju og fróðleiks. En ánægjan hlýtuir að vera blandin hjá því fólki, sem býr í þeim byggðar- lögum, er ekkert sjónvarp hafa enn. Þótt flestir vilji sýraa sæmi- lega biðlund, gerir fól'k sig ekki ánægt með reykinin af réttunum árum saman. Hvað okkur Suður Þingeyingum viðkemur í þessu máU, þá sáum við í dagblöðum þá áætlun frá þeim aðilum, er að dreifingair- kerfi sjónvarpsins standa, að flest ar byggðir sýslunnair mundu hljóta móttökuskilyrði sjónvarps- ins á árinu 1969. Nú, er þetta er ritað, hefur verið löng þögn frá öllum ábyrgum aðilum um fram- gang framkvæmda á téðri áætl- un um útbreiðslu sjónvairpsinis 1969. Þessi þögn þykir okkur illlit á vita, og ekki er það tU að bæta úr bjartsýni fólks hér, að það ganga sögur af þvi, að fjárhags- örðugleikar séu miklir hjá sjón- varpinu og engar líkur á því, að áætlanir um dreifingu sjónvarps- ins fái staðizt á næstunni. íslenzka sjónvarpið er mikið málefni, og hefur það miairgar hlið ar, óg ætla mér ekki þá dul að gera því mikil skil i þessum fáu Unum. Hitt er mér ljóst, að sjón varpið er óskabarn flestra, sem þess njóta, og áberandi meirilhluti þeima, telja að það hafi farið vel af stað, og er það vel. Þar sem ísland er mjög einarngrað land, samanborið við flest nágranna- lönd okkar, er eðUlegt, að við höfum hvað mesta þörf fyrir sjón vairp til þess að draga úr ein- angrun okkar og eklri sízt til að stytta okkur hinn langa og dimma vetur. ' 0 Hverir hafa mesta þörf fyrir sjónvarp? En þá vaknar sú spuming, hvort nokkum tímarm hafi það sjónar- mið verið rætt í sambandi við íslenzkt sjónvarp, hverjar af lands ins byggðum heifðu mesta þörf fyrir þá tilbreytni, er sjónvarpið býður. Eiins og vitað er, eru Þing eyjarsýslur eitt af harðbýlustu hér uðum landsims, og er hér vetrar- riki mikið. Er ekki óalgengt, að mánuðum saman sjáum við ekki annað en ósJitna fannbreiðu, og hvergi sjáist á dökkan dU, og þá oft harðviðri tíð. Eru þá varla taldar aðstæður til ferðalaga fyr- ir fólk að sækja sér tilbreytni eða skemmtanir. Og hjá flestum tU sveita þröngar aðstæður að fara frá búi og börnum. Ég þekki til margra þeirra húsmæðra hér um slóðir, sem ekká komast að heiman frá á vetrum svo að mán uðum skiptir, jafnvél varla allan veturinn. Og mér verður á að spyrja, hafa þær minni þörf fyrir þá tilbreytni, er sjórrvarpið býð- ur, en húsmæður í þéttbýUnu t.d. við Faxaflóa? ÖIS erum vtð börn sama lands, og við ræðum um nauðsyn á jafnvægi í byggð lands ins, og er það vel, að við sjáum þá þörf að halda byggð landsins við. Hinu megum við ekki gleyma, að allt tal um það er hjóm eitit, svo lengi sem það kann að henda okkur að fara með þéttbýlustu svæðá landsins, eins og eftirlætis böm. Þau fái þá hluti fyrst, sem eftirsóknarverðastir teljast hverju sinni, en láta sér svo hægar um hinar dreifðu byggðir. Ég álít, að það hafi verið alröng stefna að hafa sex daga sjónvarp í viiku, fyrr en sjórrvarpið var komið í flestar byggðir landsins. Það væri æskilegt að fleiri létu í ljós álit sitt á þessum málum. Og ekki sízt að við fengjum að heyra frá þeim, sem með þessi mál hafa að gera. Laxamýri, Björn G. Jónsson." Velvakandi getur fallizt á það að Þingeyingar hafi meiri þörf fyrir sjónvarp en SeltÍTningar. '0 Staðið við áætlun Þær sögur, sem bréfiritari segir ganga nyrðra um að „engiar lík- ur [séu] á þvi, að áætlanir um dreifingu sjónvarpsins fái sitaðizt á næstunni", eru venjulegar róg- og Gróusögur, og væri fróðlegt að vita, hverjir eru höfundar þeirra og hverjir slefla þeim út. Um þetta má t.d. lesa í Morg- unbiaðimu sl. fimmtudag, þar sem greint er frá svari menntamála- ráðhema við fyrirspurn frá nýj- uim Jónasi Jónssyni, en á svarinu sézt, að áætlanir eiga að stand- aist, og skv. þeim verður t.d. stöðv arkálfurinn á Fljótsheiði tekinn £ notkun á næsta ári. Húseignin Unnnrstígur 6 er til sölu. Húsið er einbýli með bílskúr og er staðsett á vestanverðri Landakotshæð. Eignarlóð með stórum trjágarði. Tilboð óskast send ! pósthólf 242, Reykjavík, fyrir 20. apríl n.k. Nánari uppiýsingar gefur Sigurður Þorgrímsson í slma 18246. Útibússtjóri Viljum ráða útibússtjóra að útibúi okkar á Eyrarbakka frá 1. júní nk. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist til kaupfélagsstjóra Odds Sigurbergssonar. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.