Morgunblaðið - 13.04.1969, Page 8
8
MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1069
Kvenstndeatofélog íslnnds
Arshátíð Kvenstúdentafélags Tslands verður hatdin í Þjóðleik-
húskjailaranum þriðjudaginn 15. apríl og hefst með borðhaldi
kl. 19 30 Árgangur M.R. 1944 sér um skemmtiatriði.
STJÓRNIN.
mura VINYL-VEGGFÓÐUR
ÞOLIR ALLAN ÞVOTT
E
UTAVER Grensdsvegi 22-24
sími 30280-32262
Útgerðarmenn
fiskverkendur
Getum útvegað fjölbreytt úrval af fiskköss-
um — franska og norska plastkassa sem
rúma 50—60 kg. af fiski í báta, og stóra gal-
vaniseraða stálkassa, 500—600 kg., frá Vest-
ur-Þýzkalandi, til nota í fiskvinnslustöðvum.
Franskir (75 L.) plastfiskkassar, sem rúma 50 — 60 kg af fiski
hafa slegið í gegn í fiskíðnaði í Frakklandí og viðar sl. S árin.
Norskir plastfiskkassar hafa víða náð miklum vinsældum.
500—600 kg. fiskkassar eru í mörgum fiskvinnslustöðvum
hérlendis. Nú þegar eru yfir 1000 kassar í notkun hér.
Vegna lítillar fyrirferðar og flutningskostn-
aðar er verð á frönsku plastkössunum mjög
hagstætt, eða undir kr. 600,000 kassinn.
PÉTVR 0. NIKULÁSSON
Vesturgötu 30, símar 2 01 10 og 2 26 50.
Tryggvi Marteinsson
SÍÐASTLIÐINN föstudag var
Tryggvi Marteinsson frá Ólafs-
firði lagður til hinztu hvíldar
í Fossvogskirkjugarði.
Tryggvi var fæddur 17. nóv.
1889 og því á áttugasta jtldurs
ári er hann lézt hinn 5. þ.m.
Foreldrar hans voru Mar-
teinn Sigurðsson að Bursta-
brekku í Ólafsfirði og kona
hans Elín Jóhannsdóttir.
Tryggvi ólst upp í foreldra-
húsum. Voru systkinin alls sex.
Af þeim lifa enn tvær systur,
Sigríður, háöldruð ekkja í Ól-
afsfirði, og Helga veitingakona
í Reykjavík.
Þegar Tryggvi var um ferm
ingu, fluttist fjölskyldan niður
í Ólafsfjarðarkauptún, er þá
var að byrja að vaxa. Mar-
teinn faðir hans stundaði þaðan
sjóróðra, meðal annars hákarla-
veiðar, jafnframt smávegis bú
skap.
Unglingar þeirra ára á fá-
Beitusíld til
Uppl. í síma
tæku alþýðuheimili áttu sjaldn
ast margra kosta völ um fram
venjulegan fermingarundirbún-
ing, hvað sem greind og áhuga
málum leið. Dugur og karl-
mennska beindi hugum æsku-
manna yfirleitt á hafið, þar sem
helzt var nokkurs fengs og
frama von. Svo varð og um
Tryggva. Haran hóf sjómeransku
jafnskjótt sem aldur og þrek
leyfðu, um og jafnvel innan
við fermingu. Róið var á ára-
bátum og oft fast sótt.
Snemma þótti Tryggvi af-
bragðssjómaður, glöggur og gæt
inn, ágæt sela- og hnísuskytta
og öruggur við hákarl.
Um tvítugt varð hann for-
maður á bát, og þann sess
skipaði hann að jafnaði fram
til 1946. Hafði hann þá um 30
ára skeið oftast stýrt eigin far
kosti, þilfarsbátum eða trillum,
sem hann átti að hluta eða öllu
leyti.
Tryggvi var einkar feng-
sölu
50165
sæll formaður. þótti stundum
með ólíkindum, hve mikiran
afla hann fékk þegar aðrir
komu með lítinn feng. Sagt var,
að hann þekkti botnlag og fiski
mið Ólafsfirðinga eins og stofu
gólfið heima hjá sér, og mun
það hafa ráðið úrslitum.
Hann var varfærinn sjómað-
ur, skyggn á veður og sjólag.
Þótt einatt væri fast sótt og
stundum lent í svaðilförum,
henti hann aldrei slys eða
menn hans. En hafnleysi þeirra
ára í ÓLafsfirði lék nokkra báta
haras hart á legunni og olli til-
finnanlegu fjárhagstjóni.
Eftir að Tryggvi seldi síð-
asta bát sinn 1946, stundaði
hann sjó á stærri bátum, tog-
veiðar og síldveiðar, en milli
vertíða vann hann að fiskmati,
en það starf hafði hann jafn-
an stundað öðru hvoru allt frá
1918, er hann varð löggiltur
fiskmatsmaður.
Tryggvi kvæntist 1915 eft-
irlifandi konu sinni, Rósu Frið
finnsdóttur. Þau eignuðust eigið
hús og fallegt heimili, sem
konan prýddi af næthleik og
smekkvisi, eftir því sem efni
leyfðu.
Börn þeirra tvö, er upp kom
ust eru Baldvin cánd. juris
forstjóri Almenna bókafélags-
ins, og Dýrleif Jónína húsfreyja
í Reykjavík.
Á starfsáru-m Tryggva í Ól-
afsfirði var þar allblómliegt fé
lagslíf, einkum á sviði söngs
iOg leiklistar. Urðu þau hjón
þar brátt framarlega í flokki.
Tryggvi hafði um tvítugt laert
að leika á orgel hjá Magnúsi
Einarssyni á Akureyri. Var
hann siðan um skeið organ-
isti í Ólafsfjarðarkirkju og þau
hjón bæði í kirkjukór Ólafs-
fjarðarkirkju í fjölda ára. Einn
ig var hann sóknarnefndarmað
ur og lét sér annt um málefni
kirkju sinnar.
Mesta ánægju hafði Tryggvi
þó af að fást við leiklist. Léku
þau hjón og þó einkum
Tryggvi í mörgum leikritum
■er sýnd voru í Óliafsfirði á
þeim árum. Minnisstæðastur er
hann þeim, er sáu, fyrir með-
ferð á hlutverki Kranz í Ævin
týri á gönguför og Ketils í
Skuggasveini.
Árið 1952 fluttust þau
Tryggvi og Rósa til Reykja-
víkur, þar sem hann vann fyrst
að fiskmati, en réðst 1955 hús-
vörður að Gagnfræðaskóla Aust
urbæjar. Því starfi gegndi hann
til 1963 er hann varð að hætta
isökum aldurs og heilsubresbs.
Á þeim árum var Tryggvi ná-
inn samstarfsmaður miran og
hollvinur. Tel ég það hafa ver-
ið stofnuninni happ að njóta
starfskrafta hans. Verk sín öll
rækti hann af frábærri árvekni,
lipurð og samvizkusemi. Hann
var maður greindur og glað-
vær að eðlisfari, stakur geð-
prýðismaður, en þó einbeittur
og fylginn sér. Hann ávann sér
hlýhug og traust allra, er áttu
saman við hann að sælda, jafnt
eldri sem yngri.
Síðustu árin dvaldist Tryggvi
ásamt konu sinni að Hrafnistu,
farinn af líkamskröftum, en
hress í anda og sívökull um
málefni líðandi stundar. Sjúk-
leik sinn bar hann af srtakri
karlmenrasku og æðruleysi.
Langri starfsævi er lokið Far
sæll maður og góður drengur
horfinn af leiksviði lífsins.
Sveinbj. Sigurjónsson
Húseign
2ja íbúða timburhús á eignarlóð við Miðborgina til sölu.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL.
Laufásvegi 2 — Sími 19960.
McCalls
9626
McCalls
9623
Smávaran á kjólinr.
fæst einnig hjé okkur
ásamt tízkuhnöppum og hinum
vinsælu McCallsniðum.
Sparið og saumið sjálfar.
*¥2J<&ue
Skólavörðustíg 12.