Morgunblaðið - 13.04.1969, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 19&9
13
arar nýju stefnu. Sennilega
eru þær líka margar. Nefna
mætti til dæmis atburðina í
Tékkóslóvakíu. Þeir hafa miklu
djúpstæðari rætur en eftirköst
in af innrásinni sjálfri gefa til
kynna. Sovétstjórnin hefur af-
sakað framferðið með því, að
verjast hefði þurft erlendum og
innlendum óvinum sósíalismans.
Ef Dubcek hefði tekizt að sýna
og sanna, að sósíalismi geti lif-
að og dafnað án kúgunar vald-
hafa, hvernig var þá hægt að
verja nauðsyn einræðisstjórnar?
Hvað hefði orðið um sjálfa ein
ræðisherrana?
„Æðsta baráttumál þeirra
sem sitja í Politburo er ákaf-
lega ljóst“, sagði sagnfræðing-
ur í Leningrad. „Það er að
halda völdum. Þess vegna
grípa þeir strax til sinna ráða.
Nauðsynlegt var að vinna á
vírusinum í Tékkóslóvakíu og
bólusetja okkur hin á ný. Því
kommúnistar óttast ekkert eins
mikið og lýðræðislegan sósíal-
iama.“
Ný-Stalinismi sá fyrst dags-
ins ljós alllöngu fyrir innrás-
ina í Tékkóslóvakíu. Sumir
(rússneskir menntamenn telja
hann líka eiga rætur að rekja
til vaxandi uppireisnarhneigða
ungs fólks á Vesturlöndum gagn
vart hvers konar yfirboðum. Og
það er ekki óeðlilegt að slík
alda vekji ugg meðal rússn-
eskra valdhafa, því öll slagorð
vestrænna stúdenta um meira
frelsi og sjálfsákvörðunarrétt
hlýtur að enduróma í Rúss-
landi með tíföldum styrk.
En loks er ástæðuna lífea að
finna í vaxandi óánægju Rússa
og mótmælanna við rithöfunda
réttarhöldin.
Enda þótt tala þeirra, sem
mótmæltu, væri lág og mótmæl
in varla annað en auðmjúk til-
mæli um að endurskoða afleið-
ingar réttarhaldanna, þá bend
ir allt til að sovézk yfirvöld
hafi fyrst orðið undrandi en síð
an fyllzt reiði yfir þessari
óheyrðu dirfsku. Nú skyldi
þagga niður allar óánægjuradd
ir, áður en slíkt kæmist upp í
vana.
Loks álíta sumir að nýja
kúgunarstefnan sé endurkast af
fyrstu dauðateygjum einræðis-
ins. Valdhafarnir geri sér ljóst,
að þeir séu að missa tökin. Og
lýðræðislegur sosíalismi hljóti
að sigra að lokum. Ég hef oft
heyrt á þá kenningu minnst
á Vesturlöndum, en aldrei í
Rússlandi, 'hvorki meðal þeirra
sem með völdin fara eða hinna
sem kúgaðir eru af valdinu.
Og litlar líkur eru til að ein-
ræðisstjórnir rnuni syngja sitt
síðasta á þessarri öld í Rúss-
landi. Menntamenn eru sendir
í útlegð, byltingarviðleitnir til
umbóta eru kæfðar í fæðingu,
allur hugsjónaeldur löngu
slokknaður — éinræðisöflin
ráða meiru hú í landinu en áð-
ur.
Sumir frjálshyggjumenn
hvíslást á um það, að ný-Stal-
inisminn geti orðið þeim bein
endurtekning á gamla Stalin-
ismanum. Aðrir álíta að ekki
sé ástæða til að óttast það, á
meðan áhrifa gætir frá fleirum
en einum aðila í Politburo. „En
nái einn maður alræðisvaldi aft
ur verður ekki við neitt ráðið.
Hann verður þá að útrýma
fyrri keppninautum sínum og
setja alla af, sem í kring um
þá voru.“
„En ef þessi eini maður reyn
ist vera frjálshyggjumaður“
spyr ég „Frjálshyggjumenn kom
ast ekki í æðstu stöður. Ekki
í Politburo. Hvergir hyllir und
ir sovézkan Dubcek og engar
horfur eru á því, að nokkur í
valdastóli mundi styðja slíkan
mann. Það er hörmuiegast. Tékk
ar ná sér aftur á strik, hvemig
sem Rússar reyna að kúga þá
til hlýðni. En rússneskir valda
menn verða samir við sig. . .
halda þjóðinni j heljargreipum,
milli þess sem þeir gripa til of
sókna, eins og þeirra, sem nú
eiga sér stað“.
skóii ANDREU
FJÖLBREYTT NAMSKEIÐ
• 6 VIKNA NÁMSKEIÐ
• SNYRTINÁMSKEIÐ
• NÁMSKEIÐ FYRIR
SÝNINGARSTÚLKUR
OG FYRIRSÆTUR
• MEGRU N
• KENNSLA HEFST ^4. Qpiíl
MIDSTRÆTl 7 SÍMI 1 9395
PIERPONT ÖR
MODIL1969
MARGAR NÝJAR
GERÐIR
AF DÖMU-
OG HERRAÚRUM.
GARÐARÓLAFSSON
LÆKJARTORGI SÍMI10081
D
0
0
0
8
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
8
0
0
0
0
0
0
0
0
0
Kaffi!
Ny tegund
Oss er það ánægja að geta sífellt aukið fjölbreytni
kaffitegunda á markaðinum.
Nú bjóðum véryður nýja tegund er nefnist
Santos blanda
Santos blandan er afbragðskaffi,
framleitt ur úrvalsbaunum
frá Santos í Brazilíu og Kolumbíu.
Santos kaffiblandan er ódýr úrvalsvara.
0. J0HNS0N & KAABER HF.
0
0
0
0
0
0
0
0
©0
c 0
g y
1 0
I 0
n
8
0
8
0
0
0
0
0
0
0
8
8
0
0
0
0
0
0
STABA BYGGiNGARIÐNADARINS
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR HELDUR ALMENNAN FUND
UM STÖÐU BYGGINGARIÐNAÐARINS
í SIGTUNI MIÐVIKUDAGINN 16. APRÍL KL. 20,30
RÆÐUMENN:
OTTÓ SCHOPKA,
framkvæmdastjóri
HILMAR GUÐLAUGSSON,
múrari
GISSUR SIGURÐSSON,
húsasmiðameistari
verkfræðingur
GUÐMUNDUR EÍNARSSON,
verkfræðingur
Á EFTIB
VERÐA
FRJÁLSAR
UMRÆÐUR
STJÓRNIN.