Morgunblaðið - 04.06.1969, Side 10

Morgunblaðið - 04.06.1969, Side 10
I 10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1969 Prófessor Ásmundur Guðmundsson fyrrum biskup íslands Kveðja frá Guðfræðideild og samkennara. Þegar Jón Helgaaon tók við biskupsembætti og lét af pró- fessorsstörfum við Guðfræði- deild Háskóla fslands árið 1917, sóttu þrír ungir guðfræðingar um dósentsembætti við deildina, sem þá varð laust. Allir voru þeir frábærir gáfumenn og glæsi menni, Ásmundur Guðmundsson, Magnús Jónsson og Tryggvi Þór hallsson Sá, sem hreppti embætt ið að því sinni var Magnús Jóns son, en þó fór svo, að Ásmund- ur Guðmundsson átti eftir að verða eftirmaður Jóns Helga- sonar í báðum þeim embættum, er hann hafði þjónað. Við frá- fall Haralds prófessors Níels- sonar árið 1928 hlaut Ásmundur embætti hans, fyrst sem dósent, eins og þá tíðkaðist um nýja kennara við deildina, og síðan sem prófessor frá 1934. Því em- bætti hélt hann, unz hann tók við biskupsembætti 1954 eftir andlát Sigurgeirs Sigurðssonar, er við hafði tekið af Jóni Helga syni. Ég, sem þessar límur rita, naut ekki kennslu Ásmundar prófessors í Guðfræðideild, því að ég var einn í hópi þeirra síðustu, er luku námi í tíð Har- aldar Níelssonar. En eftir að Sig- urðu Sívertsen lét af störfum 1936, starfaði ég um hríð við deildina, ásamt þeim Magnúsi Jónssyni og Ásmundi Guðmunds syni, og síðar, eða haustið 1945, endurnýjaðist það samstarf, og hélzt nær 10 vetur, unz Ásmund ur var skipaður biskup. Er ljúft að minnast þeirra samveru- stunda, því að í engu varð um það samstarf á betra kosið. Kennslugreinar Ásmundar prófessors voru Gamlatestament isfræði og Nýjatestamentisfræði og í þeirri grein einkum skýr- ing samstofna guðspjallanna. Hann hóf þegar rannsóknir og ritstörf I þeim greinum, og birt- ust fyrst á prenti rit hans um Inngangsfræði Gamlatestamentis ins 1933 og Samstofna guðspjöll im, sem fylgirit Árbókar Háskól ans 1933—34. Síðar komu frá hendi hans margar bækur um þessar fræðigreinar, og eru þeirra mestar Skýringar Mark- úsarguðspjalls, er komu út í tveim útgáfum, og Ævi Jesú, en að þeirri bók hafði hann unnið árum saman. Hér verður ekki fleira talið af bókum hans, en vísað um það efni til Skrár um rit háskólakennara, sem fylgt hefur Árbókum Háskólans. Það er margs góðs að minnast frá samstarfi við Ásmund pró- fessor, og erfitt að velja um, hvað helzt skuli haft á orði í þessum fátæklegu kveðjuorðum. Áhugi hans og einlægni í öllum störfum hans fyrir deildina og Háskólann í heild verða seint að fullu þökkuð, sannleiksást hans og vísindaleg nákvæmni í störfum hans verða vart ofmet- in. En það sem mér er nú einna fastast i huga er áhugi hans og fórnfýsi í sambandi við starfið í sunnudagaskóla Guðfræðideild- ar. Þegar Háskólinn fluttist í hið nýja hús sitt 1940 og að- staða fékkst með kapellunni, stofnuðu deildarkennararniir brátt til sunnudagaskólahaids þar til æfingar fyrir stúdenta deildarinnar, og veittu þeir skól anum forstöðu til skiptis, og hélzt sú skipan alla tíð Ásmund ar upp frá því. Þetta starf veitti honum óblandna ánægiu. því að frá upphafi prestskapar síns var honum sérstaklega lagið að ræða við börnin og leiða þau til Krists. Að lokum vil ég fyrir hönd Guðfræðideildar bera fram þakk ir fyrir öll störf Ásmundar pró- fessors Guðmundssonar fyrir deildina, fyrir rit hans og rann- sóknir í guðfræði, fyrir frábært leiðtogastarf og uppalanda hinna ungu, verðandi þjóna ís- lenzkrar kristni. f eigin nafni, konu minnar og fjölskyldu vil ég þakka honum óbrigðula vin- áttu og aðstoð fyrr og síðar, og biðja Guð að gefa honum nú laun hins trúa þjóns, þau laun, er hann mundi helzt kjósa sér: að halda áfram að þjóna og fræða á þeim æðri sviðum lífs- ins, sem hann er nú genginn inn til. Guð blessi ástvinum hans góðar minningar og mýki harminn við þeirra mikla missi. Björn Magnússon. Kveðja frá Vestur íslendingum Með Ásmundi Guðmundssyni dr. theol. fyrrv. biskupi fslands eigum við íslendingar vestan hafs á bak að sjá tryggðarvini og velunnara, er skildi sögu okkar og aðstæður flestum bet- ur, og þá um leið menningarlega viðleitni okkar og þjóðræknis- baráttu. Hann var prestur ís- lenzkra safnaða í Wynyard, Sas- katchewan í Canada árin 1912— 1914, og kynntist þá frumbyggja lífi íslendinga vestan hafs, en fslendingabyggðin á þeim slóð- um hafði myndazt stuttu áður. Naut hann í prestsstarfi sínu þar mikilla vinsælda, og veit ég þess mörg dæmi, hve ' djúp og varanleg itök hann á enn í hug- um manna þar í byggð, eða þeirra er þar áttu heima á prestskaparárum hans. Hann kom síðar tvisvar í heim sókn til landa sinna vestan hafs, og var þeim mikill aufúsugest- ur. Árið 1945 var hann fulltrúi íslenzku Þjóðkirkjunnar á 60 ára afmæli Hins evangeliska- lútherska kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi, en samtímis var minnst aldarafmælis dr. JSns Bjarnasonar, hins mikla leiðtoga íslenzkra lútherskra manna vest an hafs. Séra Ásmundur var þá formaður Prestafélags íslands, og því einnig fulltrúi þess í um- ræddri vesturför sinni. í þeirri ferð heimsótti hann byggðir ís- lendinga í Manitoba, Norður- Dakota, Saskatehewan, og vest- ur á Kyrrahafsströnd. Árið 1957 sótti Ásmundur bisk up allsherjar kirkjuþing lúth erskra manna í Minneapolis, Minnesota, og heimsótti 'já byggðir íslendinga í Norður-Da kota og Manitoba. Á ferðum sín um meðal fslendinga vestan hafs prédikaði hann, að sjálfsögðu í mörgum kirkjum þeirra og flutti ræður á samkomum víðs vegar, við mikla aðsókn og sambærileg ar undirtektir. Það var hið góða hlutskipti mitt að hlýða á hann og njóta samvistanna við hann á ýmsum samkomum, og get ég því um það borið, hve hjartan- lega landar hans fögnuðu hon- um, og hvernig hjartahlýr boð- skapur hans féll í frjóa jörð hjá áheyrendum hans. En persónuleg kynni okkar Ásmundar biskups áttu sér lang an aldur. Þau hófust á mennta- skólaárum mínum, þegar hann var skólastjóri austur á Eiðum, og héldust jafnan síðan, mér til uppörvunar og andlegs gróða, bæði með tíðum bréfaskriftum og samfundum beggja megin hafsins. Aðrir rita vitanlega um hina löngu og gagnmerku starfsævi hans á mörgum sviðum, meðal annars um umfangsmikil og merkileg ritstörf hans. En sjálf ur á ég honum mikla skuld að gjalda fyrir þau, og þá um annað fram fyrir prédikanasöfn hans og hið mikla og merka rit hanis Ævi Jesú. Og gott er til þess að vita, að þetta efnismikla rit og eggjandi til umhugsunar og frjósamra verka, er fyrir nokkru komið út á ensku í þýð- ingu séra Kristins K. Ólafsson- ar, er var í hópi fremstu leið- toga íslenzkra lútherskra manna vestan hafs, í 20 ár forseti Hins evangeliska-lútherska kirkjufé- lags íslendinga í Vesturheimi. Má því segja, að þessir tveir á- gætu kirkjuhöfðingjar hafi, með þýðingu umrædds merkisrits dr. Ásmundar, trúarlega talað, tekið höndum saman yfir hið breiða haf. í vesturferð sinni 1957 flutti Ásmundur biskup, meðal ann- ars, prédikun í Víkurkirkju að Mountain í N-Dakota, elztu kirkju íslendiniga vestan hafs. í kveðju þeirri, sem ég flutti honum við það tækifæri af hálfu Þjóðræknisfélagsins, hafði ég að ræðutexta eftirfar- andi ljóðlínu úr kvæði eftir séra Matthías Jochumsson: „Og frændsemin skal brúa saman löndin.“ Þau orð lýsa ágætlega hugarfari Ásmundar biskups til okkar landa hans vestan i.afs- ins. Hann lagði mikinn skerf og góðan _ til brúarbyggingariininar milli íslendinga, framhaldandi ættartengsla þeirra og menning- arlegra samskipta jrfir hafið. Sem nokkurn þakkarvott fyrir það ógæta og heilhuga starf hans, kaus Þjóðræknisfélag ís- lendinga í Vesturheimi hann heiðursfélaga sinn fyrir mörgum árum, en það er sá eini heiður, sem félagið á yfir að ráða. Vil ég nú, í nafni forseta fé- lagsins séra Philips M. Péturs- sonar, stjórnarnefndar þess og félagsfólks alls, og í nafni ann arra vina og velunnara Ásmund ar biskups vestan hafs, votta frú Steinunni Magnúsdóttur, ekkju hans, og öðrum ástvinum hans innilega samúð I tilefni af fráfalli hans. Biskupinum yf- ir fslandi og hinni íslenzku Þjóð kirkju flyt ég einnig samúðar- kveðjur Þjóðræknisfélagsins og fslendinga vestan hafs við frá- fall hins mikilhæfa kirkjuleið- toga. Richard Beck. Kveðja frá Eiðum Margt áhyggjuefnið steðjaði að íslenzkum stjórnvöldum árið 1918. Heimsstyrjöldin að fjaraút hafís fyrir landi, verðbólga, jrf- irvofandi matarskortur og fyrir dyrum stóð endanlegt uppgjör við Dani. Ofan á allar þessar áhyggjur bættist svo það, að finna þurfti forstöðumann að nýrri menntastofnun, sem enga átti sér hliðstæðu hér á landi. Á þingi árið áður höfðu ver- ið samþykkt lög þess efnis, að stofna skyldi á Eiðum, eða öðr- um hentugum stað á Austurlandi vel útbúinn æðri alþýðuskóla, er samsvaraði kröfum tímans. Skóla þennan skyldi að öllu leyti reka á kostnað landssjóðs eins og í lögum stendur, enda skyldi landsstjórnin hafa öll hans ráð. Múlasýslur höfðu allt frá ár- inu 1883 rekið búnaðarskóla á Eiðum og ótt í sívaxandi erfið- leikum með rekstur hans, ekki sízt vegna nemendafæðar. Sýsl- urnar sóttu fast að landsstjórn og Alþingi að þessir aðilar tækju að sér rekstur skólans eins. og hinna búnaðarskólanna og buð- ust til að lóta í „heimanmund" allar eignir skólans, lausar og fastar, 5 jarðir og allstórt skóla bú. Alþingi gekk að tilboðinu en kaus heldur að setja á stofn alþýðuskóla, hinn fyrsta sinnar tegundar en halda áfram með rekstur búnaðarskóla. Snemma árs 1919 barst aust- ur á land sú frétt að búið væri að velja hinum nýja Eiðaskóla hinn fyrsta forstöðumann. Hinn 11. jan. var séra Ásmundur Guð- mundsson í Stykkishólmi, sókn- arprestur í Helgafellsprestakalli skipaður til að vera skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum, eins og hinn nýji skóli var kallaður að lögum, og heitir enn. Fátt vissu menn á Austur- landi um þennan nýja tilvon- andi skólastjóra á Eiðum, ann- að en það að hann var bróður sonur hins mikla skólamanns, sr. Magnúsar Helgasonar, kennara- skólastjóra og að kona hans, frú Steinunn var dóttir hins þjóð- kunna klerks og þingskörungs, séra Magnúsar Andréssonar frá Gilsbakka. Ein óbein tengsl höfðu þó Héraðsbúar við hann. Séra ÁSmundur hafði orðið eftir maður séra Sigurðar Gunn- arssonar í Helgafellsprestakalli, en séra Sigurður hafði sótt þang að frá Valþjófsstað. Hann þekktu allir, enda austfirzkur í báðar ættir. Mönnum gekk erfiðlega að átta sig á því í fyrstu hvað því gæti valdið, að mikilsvirtur prest ur tæki sig upp frá ágætu brauði og miklum vinsældum, — til að takast á hendur starf, óþekkt með öllu, í afskekktum vega- og símalausum landshluta, starf, sem óh.iákvæmilega hlyti að verða erfitt brautryðjendastarf. Að móta nýjan skóla, án fordæmis hérlendis, forstaða stórs ríkis- bús við erfiðar aðstæður og von lítil barátta við skilningslítið rík isvald fyrir nauðsynlegri upp- byggingu á skólastaðum. Ein- hvern veginn lagðist það í menn að harðdrægt yrði um fjármuni landssjóðs þrátt fyrir fögur fyr irheit í lögum. Þeir sem bezt þekktu til voru ekki meira en svo trúaðir á þá fullyrðingu á- gæts þingmanns, austfirzks, að skólinn ætti svo miklar eignir að landssjóður myndi ekki þurfa við að bæta nema svo sem 2—3 þús. krónum á ári til þess að hægt yrði, að halda úti sómasam legum skóla. Einn kom hinn umgi skóla- stjóri austur á land vorið 1919 en þá um haustið átti skólastarf að hefjast. Fjölskyldu sina hafði hann orðið að skilja eftir. Frú Steinunn kom ekki austur fyrr en að ári liðnu með þrjú ung böm þeirra hjóna, það yngsta hafði fæðzt í ágúst árið áður. Vafalaust var hinum væntan- lega skólastjóra vel tekið, þótt óreyndur væri. Á mannamóti á Eiðum þá um sumarið á aldrað- ur bóndi úr Útmannasveit, þekkt uir að teprulausu tungutaki, að hafa beðið menn um að sýna sér nýja skólastjórann og er svo var gert á bóndi að hafa sagt stundarhátt, með spurnarhreim 1 röddinni, „Þessi strákur?" Ein hvem veginn hafði honum mis- sýnzt um hið milda og bams- lega bros, sem tíðum lék um and lit séra Ásmundar eða honum hafa verið of minnisstæðir líkams- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.