Morgunblaðið - 04.06.1969, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.06.1969, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1969 — íslenzk framtíð Framhald af bls. g lífsspeki er. En galli er á gjöf Njarðar, sá að ekki er hægt að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd að fólkið leitar þangað sem lífskjörin eru bezt. Hætt er við að sérstaklega unga mennta- fólkið, það fólk sem segja má að sé úrval þjóðarinnar og henni hvað mest nauðsyn að halda í, hverfi til starfa í öðrum löndum, ef lífskjörin sem því bjóðast á íslandi eru engan veginn sam- bærileg við þau, sem í öðrum löndum tíðkast. Slíkan fólks- straum, þangað sem lífskjörin eru bezt, er ekki hægt að stöðva nema annað hvort með valdboði, líkt og gert er í Austur-Evrópu löndum eða með því að hafa lífs kjör í hinum ýmsu iöndum sem likust. Væntanlega eru fáir Is- lendingar, sem aðhyllast bann við að fólk flytji úr landi, enda ekki framkvæmanlegt nema með þönnum til annarra landa. Því er það að okkur er í rauninni aðeins ein leið opin til að efla sjálfstæða íslenzka þjóð á ís- landi, það er að halda hér uppi sambærilegum lífskjörum og ger ist í nágrannalöndum. 5 En hvaða möguleika höfum við á því að búa ekki 200 held- ur 400 þúsunduim fslendinga góð lífskjör hér á landi eftir manns- aldur árið 2000? Nærri allir virð ast samdóma um að efla verði iðnaðinn, þar sem hann verði að taka við mestu fjölgundnni og enu þar raunar ýmsir hlutir álit- legir fólgnir. Aðrir atvinnuvegir munu þó vissrulega einnig eiga álitlega vaxtarmöguleika. Þessum mögu leikum er það hins vegar sam- eiginlegt, að það kostar geysi mikið fé að nýta þá og hvar á að taka það fé. Gera verður sér grein fyrir þvi að íslenzk fyrirtæki eru fjár vana og jafnvel allmikill hluti þeirra gjaldþrota í raun, eða ekki er hægt að skilja þær til- lögur, sem fram hafa komið á Alþingi bæði úr röðum stjórnar sinna og ekki síður stjómarand stöðu um skuldaskil og skulda- uppgjöf atvinnuveganna á ann- an hátt. Vegna mikils viðskiptahalla síðustu árin, hefur stöðugt þurft að greiða meira fé úr landi fyrir vörur, en inn hefur komið fyrir afurðir, en fjármagn er það blóð sem streymir um æðar þjóðanna og heldur atvinnulífinu gang- andi. Sumir láta svo, að nóg sé að hagræða málum hér innan- lands. Slíkt kanm að koma að einhverju haldi en hætt er þó við að í raun reynist það al- gjörlega ófullnægjandi. Ef litið er til hins mikla útstreymis fjár magns úr landinu undanfarin ár og jafnframt hinnar geysi miklu fjármagnsþarfar framtíðarinnar verður ljóst, að naumast er hægt að búast við því að slíkur hagn aður verði af atvinnurekstri í landinu að unnt verði að gera hvort tveggja, halda hér uppi sambærilegum lífskjörum við þau, sem tíðkast í nágrannalönd unum og kosta jafnframt þá miklu uppbyggingu sem nauð- syn ber til að framkvæma. Það er því augljóst að hér verður að koma til erlent fjármagn í ein- 'hverju formi. Slík fjápmögmin getur orðið með ýmsu móti, um getur verið að ræða fjárfestingum erlendis einkafjármagns og enu nærtæk dæmi um slíkt þar sem eru Álverksmiðjan í Straumsvík og Kísilgúrverksmiðjan við Mý- vatn. Með engu móti verður fall ist á þá skoðun, að þessar fram kvæmdir séu óæskilegar eða jafn vel hættulegar íslenzkri þjóð, þær eru þvert á móti æskilegar og nauðsynlegar, þar sem slíkar framkvæmdir létta á þeim vanda að sjá íslenzku vinnuafli fyrir arðsamri atvinnu. Er vissulega rétt að hafa vakandi auga á frek ari möguleikum á þessu sviði. En þó því sé haldið fram að óhætt sé að auka nokkuð þátt- töku erlends einkafjármagns í ís lenzku athafnalífi, þá má það þó vera hverjum manni ljóst að ekki er æskilegt að slík þátt- taka verði of mikil í íslenzku at vinnulífi. Um það er jafnan rætt í sambandi við stóriðju, að ís- lendingar þurfi að eiga orkuver in og er það vafalaust rétt, en einnig þurfa þeir að eiga stóran hlut í ýmsum þeim fyrirtækjum, sem þó eru byggð upp af er- lendu einkafjármagni og eiga mörg stór fyrirtæki sjálfir. Þessa steflnu getur eflaust meiri hluti íslendinga fallist á, en þá er eftir að leysa það mikla vandamál sem fólgið er í fjár- magnsþörf þeirra mörgu virkj- ana og fyrirtækja sem rísa þurfa á næstu áratugum. Um það mál virðast nokkuð skiptar skoðanir, en i stórum dráttum má segja að um þrjár leiðir sé að ræða: 1. Að reikna með að þau fyrir- tæki sem í landinu eru geti efnazt svo á eigin rekstri að þau geti lagt mikið fé til nýrrar upp- byggingar. 2. Að hægt sé með hlutafjár- útboði meðal almenmings að afla veruiegs fjármagns. 3. Að fá erlent fjármagn, annað hvort sem lánsfé til mjög langs tíma, eða beina efnahagsaðstoð. Þessar leiðir hafa allar verið farnar í einhverjum mæli á imd anförnum áratugum. Nefna má sem frægt dæmi um hlutafjárút- boð stofniun Eimskipafélagsins, en sem dæmi um efnahagsaðstoð byggingu Áburðarveriksmiðj- unnar. Það sem fyrst og fremst einkennir horfurnar framundan er nú það, hve mjög aukinn upp byggingarhraði þarf að nást næstu áratugi, ef halda á hér uppi sambærilegum lífskjörum við það, sem er og verður í ná- grannalöndunum. Hætt er því við að eigin sparnaður fyrir- tækja og hlutafjárútboð geti ekki leyst nema lítinn hluta þarf ar landsins í framtíðinni. Þriðja leiðin lánsútvegun og efnahags aðstoð er hins vegar engin leið að- sjá fyrir hvaða möguleika getur gefið. í þeim efnum er þess mest að gæta að þau lán sem tekin verða verði til sem lengst tíma og með sem lægst- um vöxtum. Um efnahagsaðstoð er þess einkum að gæta að henmi fylgi ekki óaðgengileg skilyrði gagnvart sjálfstæði landsins. Með engu móti verður sagt að efn ahagsaðstoð þeirri sem Is- lendingar hafa notið hafi fylgt óaðgengileg skilyrði. Menn skyldu því sízt láta sér sjást yfir möguleika sem í slíkri aðstoð geta falizt fyrir ís- lenzka þjóð í framtíðinni. Það er staðreynd að meiri hluti þjóða heims hafa hlotið efnahagsaðstoð sér til hims mesta framdráttar. Hvaða form er á slíkri aðstoð er alltaf mats atriði, en árangurinn getur vissu lega skipt sköpum um lífs- kjör smáþjóða og jafnvel stund um þeirra sem stórar eru kall- aðar. Framtíðaruppbygging hins ía- lenzka þjóðfélags mun því að- eins vel takast, að forustumenn og þjóðin ÖH geri sér raunhæfa grein fyrir möguleikum og þörf um sem fyrir hendi eru og verða næsta mannsaldur, og nýti síðan alla heppilega mögu- leika, sem fyrir hendi verða á hverjum tíma, til að tryggja framgang hinnar miklu upp- byggingar, sem við stefnum að. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams FORGIVE MY LESS-THAN- REGAL ENTRANCE, MR, RAVEN / • •. X... (PU F F)... WANTED TO TALK TO VOU...ALONE/ — Jæja, bezt að sjá hver ber svo hljóð- látlega að dyrum. — Allar götur frá því að við Troy kom- um til bessa skrípaiands, hefur mér boð- ið grun í að hér boðnir velkomnir Nú, ég ... ? — Yðar hátign! í Carnita væru menn á einkennilegan hátt. — Ég bið yður að afsaka þessa fremur ókonunglegu komu mína, hr. Raven, en ég vildi ræða við yður einslega. Halldór Pétursson heldur sýningu á teikningum (27). Leikfélagið Gríma sýnir „Sælu- ríkið“, eftir Guðmund Steinsson (27). SLYSFARIR OG SKAÐAR. íbúðarhúsið að öxnalæk í ölfusi brennur (4). íbúðarhúsið í Gröf í Laxárdal brennur (5). Tveir menn farast í bílslysi í Bisk- upstungum, Einar G. E. Sæmundsen, skógarvörður og Tryggvi Guðmunds- son, verzlunarmaður (18). Árni Tómasson, 26 ára, frá Selfossi bíður bana við Búrfell (18). Vélbáturinn Víkingur II stórskemm lst í eldi (18). ÍÞRÓTTIR. Sviar unnu íslendinga í handknatt- leik með 16:15 (8). Akureyri sigraði Reykjavík 1 ís- knattleik með 10:6 (11). Danir unnu íslendinga í landsleik í handknattleik með 17:13 (11). Kaupmannahöfn vann Reykjavík í handknattleik með 24:22 (12). Handknattleiksliðið MK-31 í heim- sókn (26). AFMÆLI. Slysavarnardeildin Vörn á Þingeyri 40 ára (1). Brunavarðafélag Reykjavíkur 25 ára (13). Stýrimannafélag íslands 50 ára (19). Kvenfélagið Hrönn 20 ára (19). 50 ár liðin frá því fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja var haldinn (27). MAKNALÁT. Jón Sigurðsson, bóndi og rithöfund- ur að Yztafelli (11). Einar G. E. Sæmundsen, skógar- vörður (18). ÝMISLEGT Vöruskiptajöfnuðurinn 1968 var óhagstæður um 3.143 millj. kr. (2). Eigendur sambýlishúss mótmæla •uglýsingu um nauðungaruppboð (4). íslandskynning, SAGA-SAS, haldin í Osló (4). Náttúruvernd í Bretlandi á sýningu hér ((6, 14). Hugsanlegt að Kópavogsbær kaupi fjölbýlishús vegna vegaframkvæmda («). Hraðbraut í Bandaríkjunum skírð eftir Leifi Eiríkssyni (7, 18). Innheimtu stóreignaskatts frestað (7). Þýzkur togari kemur hingað með 4 skipverja, sem uppsteit gerðu um borð (7). Forsætisráðherra lýsir yfir stór- auknum lánum til íbúðabygginga, út- gerðar og iðnaðar (6). Rússneskt hafrannsóknarskip í heimsókn (8). Allar DC-6 flugvélar Loftleiða í Bi- afra-flugi (8). íslendingar voru 201.975 1. des. 1968 (9). Loftleiðir fluttu 179.375 farþega 8.1. ár (12). Nýjar viðræður um byggingu olíu- hreinsunaitetöðvar (13). 4 bændur liggja við með 600 fjár í Loðmundarfirði (13). Ákveðið að koma á fót einni út- gerðarstjóm allra rikisskipa (14). Fræi sáð á Landeyjarsandi á miðjum þorra (16). Um 1900 manns gefur blóð á vegum RKÍ (16). Póst- og símamálastjórnin sýknuð af skaðabótakröfum dansks frímerkja kaupmanns (18). Ms. Grjótey fer með 470 lestir af skreið til Nigeríu (19). Manni, sem lá úti f hríð í fjórar nætur á Snæfellsnesi, bjargað á síð- ustu stundu (19). Sýning í Þjóðminjasafninu á is- lenzkum kvenbúningum (22). Danskir samvinnumenn kaupa af SÍS (22). Gærur seldar til útlanda fyrir 204 millj. kr. sl. ár (23). Hafrannsóknarskipið Árni Friðriks- son tapar tækjum fyrir mörg hundr- uð þús. kr. (25). Erninum hefur fjölgað síðan hætt var að eitra fyrir refi (26). Flugfélag íslands flutti 179.877 far- þega sl. ár (27). Egypzk vika að Hótel Loftleiðum (27). Einkaneyzla næst mest á íslandi 1967 (27). 7 trésmiðir á Selfossi og Hveragerði mynda samsteypu til að leita fyrir sér um verkefni á erlendum mörkuðum (27). Osta- og smjörsalan hefur selt mjólkurafurðir fyrir 2362 millj. kr. á tíu árum (28). Thomas Holten selur mikið af gær- um og prjónavörum til Bandaríkj- anna (28). GREINAR. Ingvi Hrafn Jónsson skrifar frá USA (1,19, 23. 25). Hvað er B.K.S.? eftir sr. Árelfus Nielsson (1). „Upp skal á kjöl klífa", eftir Barða I Friðriksson (2). Af innlendum vettvangi: Atvinnu- málin í brennidepli (2). Úr ræðu Jóhanns Hafstein á At- vinnumálaráðstefnu verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins (4). Um öryggismálin á Keflavíkurflug- velli, eftir Marinó Jóhannsson (4). Fjölbreytt atvinnulíf, víðsýn utan- ríkisstefna, ekki bölmóður kommún- ista, eftir Einar ö. Bjömsson (4). Um lýsisgjöf og fleira, eftir Jón Konráðsson (4). Miðilsstörf Guðrúnar frá Berjanesi og Páll Kolka, eftir Leif Sveinsson (4) . Rætt við Hróbjart Einarsson, lekt- or (5). Upphaf skútualdar og tilkoma vél- skipanna, eftir Jón Pál Haildórsson (5) . Rætt við 4 fulltrúa á kennaranám- skeiði SVFÍ í slysahjálp (5). Orkuvinnslan getur 2-3 faldað þjóð- arframleiðsluna, eftir dr. Vilhjálm Lúðvíksson (5). Rætt við John A. Owen, plöntufræð ing og skniðgarðaarkitekt (6). Ræða Eyjólfs K. Jónssonar á at- vinnumálaráðstefnu Sjálfstæðisflokks ins (6). Yfirlýsing frá stjórn F.H.K. um BSRB og samningsréttinn (7). Deilurnar um uppruna Leifs heppna (8). Opið bréf um skólamál í Hafnar- firði, eftir Ólaf Proppé (8). Samtal við Þorstein Jónsson um ástandið í Biafra (8). Lokaorð um Keflavíkurflugvöll, eft- ir Jóhannes Snorrason (8). Hugleiðingar um flugmál, eftir Sig- urð Jónsson (8). Af innlendum vettvangi: Vígstaða ríkisstjómarinnar (9). Fiskimjöl til manneldis, frá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins (9). Spjallað við bandaríska háskóla- stúdenta (9). Rætt við útgefendur nútímaljóðlist- ar (9). Nú eru jólasveinar seint á ferð, eftir Ásgeir Jakobsson (9). Kjarnorkuvopn í geimnum, eftir Óla Tynes (9). Rætt við William McDougall, full- trúa skozkra þjóðernissinna (9). Ársskýrsla OECD um ísland (11). Samtal við Guðm. G. Hagalín um starf bókafulltrúa ríkisins (12). Greinargerð frá Bókavarðafélagi islands vegna veitingar embættis bókafulltrúa (12). Vindhögg Leifs Sveinsson, eftir P. V. G. Kolka (12). Samtal við Hilmar Guðlaugsson, for mann Múrarafélags Reykjavíkur (12). Iðnaður og athafnamenn: Feðgarnir Ámi og Sigurður Jón Guðmundsson í Belgjagerðinni (13). Hagnýting fiskveiðilandhelginnar, eftir Eðvarð Júlíusson (13). Lokunartímamálið, athugasemd frá Félagi söluturnaeigenda (13). Kjararáð BSRB svarar Félagi há- skólamenntaðra kennara (13). Athugasemd menntamálaráðherra um veitingu bókafulltrúastarfs (13). Samtal við Sigurð Skúlason, leik- ara (14). Um skólamálin í Hafnarfirði, eftir Árna Grétar Finnsson (14). Frásögn Ingva Hrafns Jónssonar af óeirðunum í Wisconsin (15). Hæstiréttur og Kolkuréttur, eftir Leif Sveinsson (15). Samtal við Sigfús Þorleifsson á Dal- vík (15). Heljarslóð, eftir Eggert Ásgeirsson (15) . Hefðbundnar missagnir um afskipti Jóns Eiríkssonar af verzlunarfrelsi (16) . Samtal við Guðrúnu Holt um sjálf- boðavinnu í spítölum (16). Litið inn á endurhæfingardeild Landspítalans (18). Svar Bókavarðafélags íslands við bréfi menntamálaráðherra (18). Mjólkursölumálin, eftir Vigni Guð- mundsson (18). Flugvallamál á íslandi, eftir Markús örn Antonsson (20). íslenzkur kvenfatnaður kynntur er- lendis (20). Þankar um menningarviðburð aust- anfjalls, eftir Steingrím Sigurðsson (20). Samtal við Ottó Schopka um skipu- lagsmál byggingariðnaðarins (20). Sauna, eftir Úlf Ragnarsson, lækni (21). Iðnaður og athafnamenn: Bjarni Björnsson, forstj. Dúks (21). Þankar um Bretlandsferð, eftir Jón Guðmundsson, bónda á Fjalli (21). Rætt við Vestur-íslendinginn Rík- harð Hördal (21). Enn í New York, eftir Valtý Péturs- son (21). Steingrímur Kristinsson segir frá siglingu til austantjaldslanda (21). Björn Bjarnason skrifar frá Briissel (21). Rætt við Valdimar Bjöm Valdi- marsson, fræðimann (21). Afkoma og framkvæmdir í Reyk- hólasveit, eftir Svein Guðmundsson (21). Yfirlýsing F.H.K. um grundvallar- sjónarmið í skólamálum (22). Þegar kommúnistar senda kveðjur gustar um þeirra eigin hreysi, eftir Einar ö. Bjömsson, Mýnesi (22). Bæjarútgerðin, eftir Birgir ísl. Gunnarsson (22). Enn um skólamálin í Hafnarfirði, eftir Ólaf Proppé (22). Á aftur að sneiða af Lífeyirssjóði togaramanna? eftir Gísla Hjartarson (22). Ein fyrir Árna.........eftir Ásgeir Jakobsson (22). Verk Ólafar Pálsdóttur vöktu mesta athygli (23). Bæjarútgerðin, eftir Geir Halígríms son (23). Samtal við Búnaðarþingsfulltrúa (25). BSRB og nýgerðir kjarasamningar, eftir Gísla Guðmundsson (25). Stóraukin framlög til skólamála í Hafnarfirði, eftir Árna Grétar Finns- son (26). Rætt við Þórhall Halldórsson um kynni af heilbrigðismálum í Vestur- Þýzkalandi (26). Athugasemd í sambandi við stofnun Áfengismálafélags íslands, eftir Jak- ob Jónasson, lækni (26). Nixon f Evrópu, eftir Björn Bjama son (27). Á Eldvatnsbökkum, eftir sr. Gísla Brynjólfsson (27). Sagan um Svalbarð, eftir Áma G. Eylands (27). ERLENDAR GREINAR. Væntanleg sigling Thors Heyer- dahl (1). Sagan bakvið sjálfsmorð Jan Pal- achs (1). Ástæðurnar fyrir áframhaldandi þátttöku Noregs í NATO, eftir Gutt- orm Hansen (1). Tékkóslóvakía: í skugga Sovétveld- isins (2). Flak „Scorpions" (5). Helena Zahradnikova segir frá Jan Palach (9). Samanburður á tunglferðinni og ferð geimskips Jule Vemes (11). Austur-Þýzkaland stærsta fangelsi heims (12). Annar Jóhann Huss í Tékkóslóvak- íu? (12). Viðtal við Strauss, fjármálaráð- herra Vestur-Þýzkalands (14). Fékk bréf frá unnustanum eftir 33 ár (16). Bréf Ezra Pounds til James Joyce (21). örvænting menntamanna í Sovét- ríkjunum (23).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.