Morgunblaðið - 27.06.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1999
BRUTUST FYRSTIR MANNA FÓTGANGANDI
YFIR HEIMSKAUTSÍSINN OG N-PÓLINN -
Brezki leiðangurinn kominn í mark
>ANN 12. júní var heimsakauta-
leiðangurinn brezlki, sem hatfði
farið gangandi með hundasleða
frá Alas/ka yfir Norðurpólinn og
til lítillar klettaeyju norður af
Spitzbergen á 465 dögum, telkinn
um borð í breZka ísbrjótinn Endu
rance með þyrlu. Voru leiðang-
ursimennirnir fjórir þá á reki á
litlum ísjaka með 36 sleðaihunda
sína, en ísbrjóturinn hafði beðið
átekta til að sækja þá áður en
ísinn bráðnaði. í>á voru reyndar
tveir leiðangursmanna búnir að
stíga á land á eynni og þar með
ljúika fyrirhugaðri ferð frá landi
til lands yfir pólinn, fyrstir allra
manna.
Þeir félagar lögðu af stað í
febrúarmánuði 1968 frá Point
Barrow í Alaska og luiku ferð-
inni í júnímánuði 1969. Þann 23.
febrúar í vetur þegar fyrstu geisl
ar sólar tóku að bjarma við sjón
deildarhring, lögðu heimsskauta-
fararnir upp frá vetrarbúðum
sínum á ísnum norður í höfum.
Þar höfðu þeir komið sér fyrir
í litlum kofa og unnið að' því
að koma lagi á vísindastörf sín.
Leiðangursstjórinn Wally Her-
bert hafði gert nýja ferðaáætlun,
því þrátt fyrir allt baslið og erf-
iðið héldu ferðalangarnir efcki
áætlun fyrri hluta leiðarinnar.
Óhagstæður ís hafði í upphafi
seinkað brottförinni frá Alaska
um 3 vikur og fyrstu mánuðina
höfðu þeir brotizt áfram gegn-
um ójafnan ís og sprungur fram
í júlí. Hagkvæmt ísirefc haifði bor
ið þá nokkuð í rétta átt í fyrra-
vor, en þegar þeir voru að herða
sig til að koimast á réttan stað
með tiíliti til ísreksins hafði einn
þeirra, Allan Gill, orðið fyrir því
að meiða sig í baki, en það tafði
þá. Og 1. nóvember tók fyrir rek
ið í rétta stefnu og ísinn fór
skyndilega að refca í austurátt, I
með þeim afleiðingum að á 100
dögum áttu þeir fyrir höndum
að vinna upp jafnlanga vega-
lengd og gengin hafði verið á
heilu ári, þegar ísinn var verst-
ur.
Leiðangursmenn brutust af
stað yfir mjög erfiðan ís, er
álkrúfazt hafði upp í hryggi, sem
þurfti að höggva sér leið yfir.
Frostið fór niður í 45 stig á C
og gerði tilveruna ömurlega. —
Þessum dögum vildurn við helzt
gleyma, én þeim gleymum við
aldrei, segir Wally Herbert, leið
angursstjórinn. Áður en vika var
liðin, voru allar fjórar ísaxirnar
úr máimi brotnar og þeir félag-
ar urðu að taka fram litlar hand
axir og ráðast á íshryggina með
þeim. Við það urðu hendurnar
dofnar af kulda og það tók lang-
an tírna að ná af sér stíffrosnum
vettlingunum, sem voru eins og
boxhanzkar me'ð beinfirosnu
millilagi, til að fá líf í hendurn-
ar aftur. Og ef stanzað var
skyndilega, fraus svitinn við lík
amann. En fegurðin á íisauðninni
og birtan af sólargeislunum, sem
voru eklki enn farnir að koma
upp fyrir sjóndeildarhringinn,
voru næg borgun fyrir allt þetta
erfiði, að því er Wally Herbert
fannst. Stundum miðaði aðeins
fáa kílómetra á dag og á
kvöldin þurfti að handfjatla
sendi- og siuðutaeki. Þeir félagar
voru alltaf svangir og kaldir, því
bæði þurfti að spara mat og elds
neyti. Og etoki höfðu menn kjark
til að fara úr fötunuim í þessum
kulda, skiptu eklki um fyrr en
fatagarmarnir voru að rifna ut-
an af þeim.
Þannig héldu leiðangursmenn
áfram og börðust við erfiða færð
Framliald á bls. 13
Þyrla flytur leiðangursmennina fjóra, hundana þeirra og farang
ur af síðasta jakanum yfir í ísörjótinn Endurance.
Heklu prjónavörur úr
dralon fást hjá:
Árbæjarbúðin, Rofabæ 7.
Asgeir Gunnlaugsson, Stórholti 1.
Austurborg, Búðargerði 10.
Bambi, Háaleitisbraut 58—60.
Bára, verzl. v/Hafnargötu Grindavík.
Bella, verzl. Barónsstíg 29.
Verzl. Bergþóru IMýborg, Hafnarfirði.
Dagný, verzl. Laugavegi 28.
Dalur, verzl. Framnesvegi 2.
Einar Þorgilsson, verzl. Hafnarfirði.
Fífa, verzl. Laugavegi 99.
Gefjun, Austurstræti.
Verzl. Guðrúnar Bergmann,
Norðurbrún 2.
Hannyrðaverzl. Akraness, Kirkju-
braut 6, Akranesi.
Hlín, verzl. Skólavörðustíg 18.
Merravörur, verzl. Suðurgötu 65,
Akranesi.
Hornið, verzl. Kárnesbraut 84,
Kópavogi.
Huld, verzl. Kirkjubraut 2,
Akranesi.
Höfn, verzl. Vesturgötu 12.
Karnabær, tízkuverzl. Týsgötu 1.
Verzl. Katarína, Suðurveri,
Stigahlíð 45—47.
Lóubúð. Starmýri 2.
Verzl. Nonni, Vesturgötu 12.
Nonni & Bubbi, Sandgerði.
Verzl. Óli Laxdal, Laugavegi 71.
Verzl. Ólafs Jóhannessonar
Grundarstíg 2.
Verzl. Ólafs Jóhannessonar
Njálsgötu 23.
Verzl. Ólafs Jóhannessonar
Hólmgarði 34
Verzl. Ólafs Jóhannessonar
Blönduhlíð 35.
Verzl. Ólafs Jóhannessonar
Vesturgötu 3.
Siggabúð, Skólavörðustíg 20.
Silkiborg, Dalbraut 1.
Style Center, Keflavíkurflugvelli.
Teddybúðin, Laugavegi 30.
Verzl. Víðimel 35, Víðimel 35.
Verzl. Tótý, Ásgarði 22.
Verzl. Snæfell, Hellissandi.
Anægður
með Dralon
Heklupeysa úr dralon.
dralon
Nú getið þér keypt íslenzkar
prjónavörur úr dralon.
Fallegar og alltaf sem nýjar.
Munið í næsta skipti a biðja sér-
staklega um prjónavörur úr dralon.
Eiginleikana þekkið þér!
dralon
BAYER
Úrvals trefjaefni