Morgunblaðið - 27.06.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1'96>9 13 Þannig hélt brezki lieimsskautaleiðangurinn áfram í 476 daga, 60 þúsund kílómetra vegalengd. Hef kaupanda að EINBÝLISHÚSI á góðum stað í Reykjavík með sex svefnherbergjum og í góðu ástandi. — LEIÐANGUR Framhald af bls. 5 og tímann, því þeir voru orðnir á eftir áætlun. Ef svo héldi á- fram, mundu þeir aldrei ná mark ■miðinu. En loksins, um 89. breidd arg.ráðuna, brutust þeir yfir síð- asta 9bóra ísflirygigiLnin, og úr því lágu fram undan 100 km af sléttum ís, allt til Norðurpólsins. — Einkennilegt að vera allt í einu þar, segir Wally Herbert. Sama hvernig við sneruim okkur alltaf var horft í suðurátt. Það reyndist ákaflega flókið að staðsetja sig, svo öruggt væri. Og þó að þeir félagar mættu eng an tíma missa, eyddu þeir heilum degi í að fullvissa sig um að þeir væru á pólnum, því eins og leiðangursstjórinn sagði: — Úr því við vorum nú komnir svona langa leið, þá var eins gott að gera þetta aknennilega! Þetta var spennandi stund, og þrátt fyrir þreytu, kulda og lang varandi svefnleysi, vöktu þeir félagar langt fram á nótt við að senda kveðjur um loftsikeyla tækin. Öll ferðin frá Norðurpólnum geklk vel. Leiðangursmenn lögðu að baki eins langar dagleiðir og þeir frekast gátu — oft 20 km á dag. ísinn var svo sléttur, að hægt var að aka hundasleðunum eins og á malbikuðum vegi. — Reyndar hafði verið gert ráð fýrir að færðin mundi verða góð á þessum kafla. Einnig gat kana dísk herflugvél varpað niður nýj rwn matarbirgðum til leiðanigurs manna, sem hresstu þá mjög. Þegar komið var f.ram um miðj an maí, var leiðangurinn í fyrsta sikipti í allri ferðinni orð- inn á undan settri áætlun. Leið- angursmenn þeystu áfram og stefndu beint á Spitzbergen, fullir tilhlökkunar að stíga nú á fast land aftur. En jafnframt uge andi um.að uppslkrúfaðir íshrygg ir eðaauðar sjávarrennur, kynnu að hefta förina, þegar nær drægi. Þeir ferðuðust á nóttunni, en hvíldu sig um miðjan dag- inn, þegar hitinn komst upp und ir frostmark og linaði ísinn. — Þannig náðu þeir 23ja km hraða á dag. Þegar þeir hinn 23. maí komu, þar sem minna dýpi var undir eða minna en 100 faðmar, fór að bera á liflegu dýralífi. Og í sama mund komu þeir auga á bólstraský, sem hlutu að vera yfir landi. Og þegar þeir höfðu brotið sér leið upp á ísfhrygg, sem var blettaður blóði úr sel, er ísbjörn hafði drepið, þá lá framundan isbreiða. Hún sýnd ist ná alla leið að Phippseyju Nú héldu þeir félagar, að öllum erfiðleikum væri lokið og för þeirra væri að enda þarna á far sælan hátt, Allan og Ken óku sínum hundasleðum á undan, en Fritz Körner og Wally Herbert voru langt á eftir. Allt í einu snarbeygðu þeir fyrstu. Milli þeirra og eyjarinnar var ein- tómt krap. Það var augljóst mál, að þangað kæmust þeir ekki. Leiðanguramenn settust nú að á litlum ísjaka, sem rak framhjá eynni með miklum hraða. Næstu 10 klst. rak þá 8 km vegalengd, en þá varð ísinn þéttari. Þeir voru staddir hálfan km frá lít- illi klettaeyju, sem þeir síðar vissu að var Small Blaokboard Island. Eftir sólarhring tókst Ken Hedges og Allan Gill að komast í land í fjórðu tilraun, eftir íljót andi jökum. Wally Herbert var á leiðinni til þeirra, þegar Fritz aðvaraði þá um að ísinn væri að brotna sundur og gliðna og þeim tókst að komast til baka yfir ís- hroðið. En nú var markmiðinu náð. Tveir úr leiðangrinum höfðu kamizt í land, eins og Hillary og Tensing höfðu gert fyrir sinn leiðangur, er þeir komust á Ever est fjall. ísbrjóturinn Endurance beið ekiki mjög langt frá, Hann ætl- aði að flytja til vistir, sem nonsika heimsskautastofnunin hafði ætl- að að skilja eftir á fjórum stöð- um á norðausturströnd Spitz- bergen, en orðið að setja á land norðvestanmegin árið áður vegna ísa. Einnig ætlaði gkipið að fylgj ast með leiðangurgmönnuim, en það þurfti að vera komið til Eng lands fyrir 25. júní. Leiðangurs- menn höfðu vonazt til að geta ekið á hundasleðunum að skip- inu, en þar sem það tók marga daga að komast svo nærri því að þyrlan gæti náð til þeirra, og reiikna mátti með töfum við að koma hundunum í land í Nor- egi, auk þess sem rekís var mik- ill, þá var ákveðið að ljúka leið angrinum í þyrlu. Þyrlan selflutti nú leiðangur- inn af ísjakanum um borð, fyrst hundana bundna í sleðunum und ir þyrlunni, síðan taeki og menn og leiðangurastjórann Wally Her bert síðast. Miklu afreki var lok ið, fynstu ferð gangandi manna yfir ísbreiðuna frá norðoirströnd Ameríku til nyrztu eyja Evrópu yfir Norðurpólinn. Trjáplöntur og skrautninnar ribs og sólber — skozkar steinhæðaplöntur — ódýrt grasfræ. Ath.: Plönturnar eru á réttu stigi til útplöntunar. gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22822 og 19775. Mikil útborgun. Ingi R. Helgason, hrl. Laugavegi 31, Reykjavík Maíhefti tímaritsins 65° komið út Guðmundur Hagalín sagði um 65° að „árgangurinn sé ekki minna en 20 arka bók" og að lesendur „líka mundu ótvírætt hafa ánægju af lestrinum — og jafnvel flestir einhvern hag- nýtan fróðleik". H. K. Laxness segir — „Þetta tímarit inniheldur nokkrar framúrskarandi greinar um islenzk viðhorf sem ég hefi aldrei séð neitt ritað um áður". Kaupið það, ræðið það og gerizt áskrifendur. Fæst í öllum bókaverzlunum. The Reader's Quarterly on lcelandic Life and Thought. TJOLD, 5 MANNA með „himni". Verð kr. 4.700.oo Vindsœngur, svefnpokar, tjaldstólar, gassuðutœki. Laugavegi 104. GAMALT VERÐ Hversvegnaer húsmúðirin fjölskyldunnar eftir máltiðir? Vegna þess að heimilið vantar u ppþvottavél, en uppþvottavél gjör- breytir heimilisvenjum. Við matborðið kvíðir húsmóðirin ekki uppþvottinum. Eftir máltíð þíður fjölskyldan ekki húsmóðurinnar. Sameiginlega nýtur fjölskyldan Kitchen Aid uppþvottavélarinnar. í 20 ár hefur Kitchen Aid ætíð verið mest selda vélin hér á landi. Vegna verulegs verksmiðjuafsláttar er þessi ameríska úrvalsvél nú á mjög hagstæðu verði. Kynnið yður greiðslukjörin meðan birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.