Morgunblaðið - 27.06.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 196-9 21 ,EF VID SLITUM LOGIN SLÍTUM VID OC FRIÐINN' Hugleiðingar Gríms Jónssonar frá Súðavik á aðalfundi LOFTLEIÐA UAÐ ER af sérstökum ástæðum, að ég leyfi mér að ávarpa þe-ssa samikcxmu með noklkrum orðum. Þótt ég. sé nú á fimmta árinu yfir áttrætt, treysti ég, að mér auðn- ist að koma því slkýrt á fram- færi, sem mig langar að ræða um við yður. í fyrsta lagi vil ég taka undir með framkvæmdastjóra Loft- leiða, er hann í útvarpsviðtali, útskýrði starfsimannadeiluna, að ég harma innilega, að nokkur á- greiningur skuli geta átt sér stað milli hinna þýðingarmestu máttarstoða hjá jafnágætu fé- lagi sem þessu, út af fremur þýð inigarlitlum málefnum og að mínu áliti á ýmsan hátt á röng- um fors-endum. Að því er ég bezt veit, hefur ríkt fyrirmyndarsamvinna milli allra í þessu félagi, þar til nú að smámál veldur íriðslitum. Á Alþingi til forna segir sagan, að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi mælt fram þes-si orð við kristni- töku: „Ef við slítum lögin, þá slítum við og friðinn". Ég vil segja við Loftleiðamenn og við Okkur alla, sem erum í þessu félagi, að ef friðurinn er rofinn, er hætt við, að hamingj- an hætti að brosa svo mildilega við félagi voru, sam hún hefir gert til þessa tíma. Mætti Guð gefa, að það yrði aldrei. í öðru lagi vil ég benda á, að Loftleiðir er aðeins unglingur að aldri, miðað við mörg önnur eldri og voldugri samtök úti í hinum stóra heimi með miklu meira fjánmagn að baki sér, auk annarra aðstæðna, Keppnisað- stæður Loftleiða hafa verið mjög erfiðar við þessa voldugu keppi- nauta um loftferðirnar og önnur viðslkipti. Dugnaður félagsins og gengi hefur vakið heimsathygli, og er það að verðleikum. Að þetta srnáa flugfélag gkuli hafa haldið velli með slíkum glæsi- brag til þessa dags, má segja, að það gangi kraftaverki næst. Hér hafa miklar dáðir verið drýgðar og hafa því verið úrvals starfskraftar í hverju rúmi. Það má með sanni segja, að það sem hér hefur áunnizt hjá félaginu líkist meira ævintýri úr gkáldsögu en raunveruleika. Á íslenzkan mælikvarða er það undravert, að aðeins 25 ára gam alt fyrirtæki er orðið einn stærsti skattgreiðandi íslenzka rikisins í augum aldamótadrengjanna hefði það verið álitið miklu meira virði, að hafa verið virkur þátttakandi í ævintýri þessu, en geta innheimt smátekjur með kröfugerð. Sú er sikoðun mín, að þeir kröfugerendur, sem hér um ræðir, hafi ekki áttað sig á því um sinn, hve þáttur hvers ein- stakis og allra í heild hefur haft miikla alþjóða-r þýðingu. Ég vil eklki trúa því að þessir menn hefðu viljað stofna til vinnu- stöðvunar út af svo lítilfjörlegum málefnum, að vel athuguðu máli. Ánægja yfir vel unnum störfum veitir meiri fullnægju en ágóði dauðrar fjárhyggju. Geri ég og ráð fyrir því, að allir starfs- menn fái sómasamlega greitt fyr ir sín störf, og sannarlega efast ég ekíki um, að Loftleiðir vilja hag starfsmanna sinna sem mest- an og beztan og gera við þá sam kvæ-mt því, sem þeir telja sér fært samkvæmt öllum aðstæð- um. Við vitum vel, að allir aðil- ar verða að minnast þess, að þetta unga félag er í örum vexti og til þess að það geti rækt hlut ver'k sitt í tækni og framförum og nái svo langt í uppbyggingu nýrra far-kosta, sem nauðsynlegt er, til að félagið sé samkeppnis- hæft, er slkilningur og samábyrgð arhugur allra hagur, já allra hag ur. En allt þarf sinn tíma. Frarna ferill unglingsins hefur verið svo glæsilegur til þessa, að enginn þarf að efast um góðan árangur, ef allir aðilar eru sameinðair í eining-u og góðvild. Óska ég af heilhug, að svo megi verða. f nokkirum pennadráttum hef ég leyft mér, að draga fram að- aldráttinn í sögu flugfélags vors, sem er rétt rúmlega 25 ára um þessar mundir. Aldurstímamót þessi eru þess verð, að þeirra sé minnzt, vegna fyrstu fruimherj- anna, sem báru í brjósti eldmóð flugfélagshugmyndarinnar og báru hana til sigu-rts. Þeim var vel ljóst, að þeirra eigin sjóðir voru of simáir til að mögulegt væri að ráðast í svo fjárfrekt fyrirtæki. Varð því að leita ann ar-ra úrræða. Viljastyrkurinn, sem, reiðubúinn er til að takast á við alla erfiðleika, var hér fyrir hendi, ásamt Guðs hand leiðslu og góðra manna hjálp. Þá var framarlega í flokki Kristján Jóhann Kristjánsson, fyrsti for maður félagsins á bernskuárum þess. í margra augum hafa byrj- unarörðugleikamir þótt ærnir þótt ekki bættist ofan á sú þol- raun er þessir ungu menn máttu reyna, þegar aðalflugvél þeirra strandaði á Vatnajökli, en þar var gæfan með, að öll áhöfn og farmur bjargaðist. Við þetta tæki færi sýndu margir ágætir menn mikinn dugnað og hjálpfýsi og auk þess flugherinn á Keflavík- urflugvelli. Var drengsikapur hans mikill við þennan atburð, þótt ekki kæmi að tilætluðu gagni. Við björgunartilraunirnar muna menn eflaust, að hann missti flugvél sína og varð hún til á jöklinum. Þótt ógerlegt væri talið að bjarga vélinni af jöklin um og koma henni til byggða, réðust þessir ungu menn í það áhættufyrirtæki að bjarga vél- inni og koma henni í fullkomið ástand. Segja má, að þarna hafi gæfudísin brosað við þes-sum framsæknu mönnum og svo hef ur verið til þessa dags. Veit ég, að allir félagsmenn eru einhuga um, að jafnglæstur árangur geti náðst í framtíðinni sem hingað til, og helzt enn betri. Úr því að ég hef gerzt svo fjöl orður um frægðarferil Loftleiða manna, þykir mér skylt að geta þess, að frumherjarnir sem báru hugsjónaeldinn í brjóstum sin- um voru ekki fæddir á rósaihæg- indum eða til hóglífis, heldur til harðra átaka, sem varð þrotlaust erfiði, ef árangur átti að nást, en árangurinn náðist líka með Guðs hjálp. Hér get ég ekki nefnt nöfn þessara vösiku manna, en veit að- eins, að nokkrir þeirra eru nú stjórnarmenn þessa félags. Persónulega hef ég aðeins kynnzt einum þessara frumherja, og var það fyrir tilstilli vinar míns Aðalsteins Pálssonar skip- stjóra. Þessi maður var Ólafur Bjarnason. Eftir kynningu mína við hann, get ég með vissu sagt, að hann var sannur dáðadrengur og mikill samningamaður og mætti hans hafa notið við nú, en hann er liðinn fyrir mörgum árum. Því miður, var það ekki svo mikið sem ég hefði viljað, sem ég gat lagt á vogarskálina til hagsbóta fyrir þetta félag á sín- um tíma, en þó má ég segja, að á þeim aðalfundi Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna, þegar til um ræðu var 100.000,00 króna hluta- fjárframlag til Loftleiða, þá lagði ég þar fram minn stuðning við samþykkt þessa máls. Þótt gamall sé orðinn, geri ég mér vel grein fyrir, að nútíma- maðurinn lifir að mörgu leyti eftir gjörbreyttum lifnaðarhátt- um, miðað við þá, er ég þekkti sem ungur maður. Kröfur til lífs ins eru margfalt meiri á öllum eða flestum sviðum. Flest mat bæði á hug- og hlutlægum svið um er breytt og má því segja, að hér sé um tímana tvenna að ræða. Á einu sviði hefur mér dottið í hug sikyldleikinn milli Egils Skallagrímissonar og nútíma- mannsins. Báðir geta þeir verið framúrgkarandi dugmiklir og kröfuharðir. Egill átti gull og silfur, — nútímamaðurinn á al- hliða kröfugerð á ýrnisis konar þægindi og munað. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja, ef sá sem fullnægja Skal kröf- unum, hefur einihverja mögu- leika á að mæta þeim, án tjóns fyrir hann og þjóðarhaginn. Þjóðarhagurinn, hann má aldrei gleymast íslenzku þjóðinni. Um gull og silfur-ágirnd Egils er þetta sagt, löngu eftir að hann lézt: Skulum ei gull girnast gráti veldur úr máta, öllu í eilífð spillir. Of dátt látið at velli. og svo þetta: Fár veit hversu féit fári veldur ok sárum, geld ek glapra kaldra get ek ei vist með Kristi. Að mínu viti veldur það mestu á hvern hátt hlutirnir eru fram- kvæmdir og hvort að baki liggur heil hvöt. í Njálssögu segir, að Hallur á Síðu hafi viljað láta son sinn liggja bótalausan friðarins vegna. Þetta vildi sá maður á sig leggja hans vegna og var tillag hans :vo trj'cils metið, að menn vildu fúslega greiða vigabæturnar fyr ir son hans og urðu þær hinar mestu, sem nokkur maður hafði verið bættur. Göfugur hugsunar háttur nær þannig beztum ár- angri að lokum. Hér lýk ég máli mínu með ágætum heillaóskum um gæfu- ríka framtíð Loftleiða. Friður sé með yður öllum. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIDSLA*SKRIFSTOFA 5ÍMI 10*100 Hafnarfjörður — Hafnarfjörður PERMANENT litanir, lagningar, lokkalýsingar, klippingar og öll önnur þjón- usta sem hárgreðslustofa getur veitt. Hárgreiðslustofan Lokkur Suðurgötu 21, simi 51388. K a u p u m hreinar og stórar léreftsfuskur prentsmiðjan_______ HUSNÆÐISMALASTOFNUN RÍKISINS Húsnæðismálastofnunin verður lokuð í dag föstudag 27. júní vegna skemmtiferðar starfsfólks. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453 Uppþvottavélar Hinar vinsælu kanadisku uppþvottavélar frá BLANCHARD fást nú aftur. Ganga fyrir heitu vatni. Fást með góðum greiðsluskilmálum. NÝBORG Hverfisgötu 76 — Sími 12817. S F Gistihúsið VARMÁ í Mosfellssveit Tökum á móti dvalargestum til lengri og skemmri dvalar, sundlaug og gufubað er á staðnum. Hestaleiga tekin til starfa. — Simar 66156 og 66195. GISTIHÚSIÐ VARMA. Verið velkomin í BJARKARLUND Hótel Bjarkarlundur, Reykhólasveit býður yður gistingu í 1, 2ja, 3ja eða 4ra manna herbergjum. Morgunverður frá kl. 8—10 f.h. Heitur matur frá hádegi til kl. 10 að kvöldi. Kaffi. smurt brauð og kökur ailan daginn. Verið velkomin í Bjarkarlund. HÓTEL BJARKARLUNDUR. Karlmannaskór frá þýzka fyrirtœkinu Manz eru skór hinna vandláfu Höfum fengið óvenju gott úrval í F, G, H, J og K breiddum. Fætur yðar eiga skilið skó sem hæfa þeim. Skóverzlunin í Domus Sími 18519.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.