Morgunblaðið - 27.06.1969, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.1969, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÖIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1969 7 Vegaþjónusta FÍB hefur þegar sannað ágæti sitt „Vegaþjónusta FÍB byrjaði smátt, en i dag spannar hún oftast allt vegakerfi landsins, og hefur fyrir löngu sannað á- gæti sitt", sagði Magnús Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Fé lags islenzkra hifreiðaeigenda, þegar við komum að máli við hann i vikunni tii að frétta nánar af þessu stórmerka atriði i starfi félagsins, sem einmitt er nýbyrjað nú. „Hún er orðin 20 ára gömul, byrjaði með tveim bilum, en nú eru þeir 30 talsins, þegar all ir eru að störfum, eins og t.d. á aðalumferðarhelgum eins og Verzlunarmannahelginni. Eigin lega má segja, að hún spanni þá allt þjóðvegakerfið frá Reykjavík, norður og vestur um allt til Hornafjarðar, og einnig i austursýsiunum út frá Reykjavlk. Má eiginlega segja, að vegakerfið sé girt af FÍB- viðgerðarbílum." ★ „Hvemig á fólk svo að ná sam bandi við þcssa bíla? „Þegar fólk þarf á aðstoð að halda, þegar óhappið gerist, er bezt fyrir það að stöðva næsta talstöðvarbíl, leigubíl eða ann- an, þeir eru jafnan fúsir til að liðsinna, og kalla þá upp næsta FÍB-bíl. Annars er líka hægt að gaoga að næsta sveitabæ, og fá að hringja 1 Gufunesradíó, sem hefur símann 22384, og það kem ur svo boðunum áfram til næsta FÍB-bíIs. ★ Annars viljum við leggjá á- herzlu á það, að bifreiðastjór- ar hafi jafnan varahjólbarða í Magnus Valdimarsson fram kvæmdasjóri á skrifsofu sinni. (Myndina tók Sveinn Þormóðs- son). lagi, þegar leggja skal upp í langferð, og eina slöngu heila meðferðis, ekki sízt á nýju bíl unum með slöngulausu dekkj- unum. Ekki er síður nauðáyn- legt, að fólk hafi með sér t.d. í kveikjuna hamar, kveikju- lok, platínur, þétti og 1-2 kerti. Viftureimin er líka bráðnauð- synleg. Þær geta verið af svo mörgum gerðum. Nú og ef bíl- arnir eru að einhverju leyti af brigðilegir' þá að hafa vatns- hosur og háspennukefli með- ferðis. Allt þetta flýtir alveg ótrúlega fyrir viðgerð og er til sparnaðar og léttis." ★ „Er þessi vegaþjónusta starf- andi alltaf"? „Nei, og það er rétt að það komi fram, að vegaþjónustu- menn okkar eru aðeins að starfi laugardaga og sunnudaga, þvl að þá er þörfin brýnust. Auðvitað líka á mánudeginum eftir Verzlunarmannahelgi. Vaktþjónustutíminn þessa daga er frá kl. 1 til kl. 12 á mið- nætti. Þurfi ökumaður á hjálp að halda á öðrum tímum, er það undir vilja viðgerðar- mannsins komið að sinna kall inu, FÍB óviðkomandi, og bæ, en þar er alla jafna betri starfsaðstaða, en úti á vegum, auk þess sem langur tími kann að líða, áður en vegaþjónustu bíll er kominn á vettvang. Mjög nauðsynlegt er að láta ekki börn vera að leik á þjóð- veginum, meðan viðgerð fer fram. Og þá kemur sú áminn- ing til ökumanna, að þeir hægi Vegaþjónustumaður FÍB að störfum á vegum úti. greiðslan rennur beint til við- gerðarmanna. En auðvitað ljúka viðgerðarmennirnir drætti á bíl, þar til í höfn er komið, þótt klukkan verði 12." Hvernig og hvenær fer greiðslan fyrir þessa þjónustu frarn?" „Hér þarf að skilja á milli félagsmanna og utanfélags- manna. Félagsmaður fær viðgerðar- þjónustuna ókeypis í einn klukkutíma. Verði viðgerð- in lengri, greiðir hann eftir taxta. Þá er hitt til, ef við- gerðarmaður getur ekki lokið þessu á klukkutíma, tekur FÍB- maðurinn bílinn í tog, og dreg- . ur hann áleiðis að næsta við- gerðarverkstæði, og 30 km. af þeim akstri fær félagsmaður ó keypis, en verður að greiða það, sem lengra er. Annars er óþarfi að fara með ónýt vara dekk af stað, því að mörg gúmmíverkstæði í Reykjavík eru opin á sunnudögum og öll- um nóttum. Innan bæjar- og borgartakmarkanna skiptum við okkur yfirleitt ekki af bíl um, vegaþjónustan er eiginlega bundin þjóðvegunum". „Hvað með kranaþjónustu FÍB?“ „Við erum með kranaþjón- ustu nú orðið, einungis um helg ar. Þurfi að lyfta bíl með krana bíl, greiðist sú þjónusta sérstak lega en félagmenn FÍB fá af- slátt af þeirri þjónustu". „Hvað svo með utanfélags- fólk, Magnús?" „Við veitum öllum bifreiða- eigendum aðstoð, hvort sem þeir eru félagsmenn okkar eða ekki. Varðandi greiðslu getur fólk valið um það að gerast félagsmenn eða greiða eftir taxta. Bifreiðaeigandinn getur gerzt félagl hjá vegaþjónustu mönnum FÍB á staðnum, og nýtur þá um leið allra fríðinda félagsmanna. Geri hann það ekki, má við því búast, að komi kall frá félagsmanni, hætti við gerðarmaðurinn verkinu og fari að sinna félagsmannskallinu, því að félagsmenn hafa for- gangsrétt. Gerist hann félagi á staðnum heldur viðgerðin á- fram, þrátt fyrir hitt kallið. Rétt er líka að taka það fram, að verði bílveltur eða slys, má FÍB ekki koma þar nærri fyrr en lögregla hefur verið kvödd á vettvang. Verði óhappið nærri byggð, er ráðlegast, að biðja fyrsta bíl sem að kemur að draga bilaða bilin heim að einhverjum sveita á sér, þegar þeir sjá vegaþjón ustubifreiðina að störfum. Oft fljúga grjóthnullungar yfir bif reið og viðgerðarmann, vegur inn skelfur, og nauðsynlegt er að snöggbeygja ekki, því að til eru dæmi um að brotin hafi ver ið framrúða þess bíls, sem verið var að gera við, af völdum slíkra ökufanta. Meðfram þjóðvegunum eru mörg bifreiðaverkstæði, og mun FÍB vekja athygli á þeim síðar. Þá hefur FÍB fjölmarga umboðsmenn víðsvegar um landið, sem boðnir eru og bún- ir að veita aðstoð. Fólk þarf einungis að leita þá uppi. Skrá yfir þá verður birt í blöðum mjög bráðlega. Fólki er ráð- legt að klippa þessar skrár út og geyma í bifreiðum sínum. Enginn veit hvað fyrir kann að koma. „Hefur svo Vegaþjónusta FÍB komið að notum, Magnús?" „Já, um það blandast engum hugur, svo margar þakkir höf- um við fengið fyrir þessa þjón ustu. Að sjálfsögðu kemur það í Ijós, að félagsmenn fá í henni bæði forgang og afslátt á greiðslum, jafnvel ókeypis, og þess vegna er það mikið hags- munamál að sem flestir bif- reiðaeigendur fylki liði í FÍB, og með sameinuðu átaki á að vera hægt að veita bifreiðaeig- endum ennþá meiri þjónustu, og það er raunar kjörorð FÍB, að svo skuli gert af fremsta megni," sagði Magnús Valdi- marsson, framkvæmdastjóri FÍB, sem um mörg ár hefur staðið í eldlínunni um þessa þjónustu, og hefur unnið frá- bært starf þeim til eflingar, sém bifreið eiga. Að svo mæltu gengum við út frá vistlegri skrifstofu FÍB við Eiríksgötu, sannfærðir um, að þar er verið að vinna þjóðþrifaverk. — Fr. S. IIUNO M\M * ' ^úroMO*vvt ZEPMYR S«< '55 tril söto. Uppl. ! s!ma 41826. BIFREIÐAEIGENRUR SætaáVlæði i allar tegundir bíla, verð frá 1950 kr. Bílaáklæði, Borgartún 25. KEFLAVÍK . Gamatl ísskápur til sölu. Upp!. Háholti 22 ! dag. TIL LEIGU söt'uskáli í fulíuim gangi, aust- an fjalls, semja ber við eig- anda. Hildiþór Loftsson, sími 1287, Selfossi. VÖRUBÍLL 1966 TH sölu lítið ekinn 8 tonna vörubíB, Ford D 800. Sími 81585. STÚLKA útskrifuð úr Kennaraskólan- um óskar eftir vinnu við af- leysingar. Vön verzlunar- ög skrifstofustörfum. Uppl. í síma 35853. ÞRIGGJA HERBERGJA ÍBUD óskast. Þrennt fullorðið í heimil'i. Uppl. ! s!ma 41684 og 36407. IÐNAÐARHÚSIMÆÐI ÓSKAST um 55—60 fermetra. Upp- lýsingar ! síma 14990. KEFLAVÍK Ti'l sölu 3ja herb. íbúð við Suðurgötu í Keflavík, laus nú þegar, útb. 100 þús. Fasteignasalan Hafnargötu 27 Keflav., sími 1420 og 1477. 27 — 6 —* '69 Góð 3ja herb. íbúð til leigu í Safamýri, góð umgengni áskilin. Uppl. ! s!ma 10920. TRAKTOR —■ LOFTPRESSA Sem nýr traktor, Ford-5000, með ámokstursskóflu og Hydor traktors-loftpressa 145 cuf. með hömrum selst á hagkv. verði, sími 81585. RÚSSAJEPPI — FJALLABÍLL Til sölu rússajeppi, árg. 1966 með stóru vel byggðu húsi, klæddur að innan, Perkins dísilvél. Sími 81550. Höfum fyrirliqqjandi: HESSIAN fiskumbiiðastriga, bindigarn ng saumgam Ólafur Glslason & Co. h.f. Ingólfsstræti 1 A - Sími 18370. ALLT MEÐ EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til fslands, sem hér segir: ANTVERPEN: Reykjafoss 30. júnf Skógafoss 9. júlí * Reykjafoss 19. júlí Skógafoss 30. júlí ROTTERDAM: Reykjafoss 2. júlí Skógafoss 11. júlí * Reykjafoss 22. júl'! Skógafoss 2. ágúst HAMBORG: Skógafoss 27. jún! Reykjafoss 4. júlí Skógafoss 14. júlí * Reykjafoss 24. júlí . Skógafoss 4. ágúst LONDON / FELIXSTOWE: Askja 1. júlí Mánafoss 10. júl'í * Askja 21. júl'í HULL: Askja 30. júní Mánafoss 12. júlí * Askja 22. júli LEITH: Gullfoss 27. júní Gullfoss 11. júlí Gullfoss 25. júli GAÚTABORG: Rannö 27. jún! Tungufoss 15. júli * KAUPMANNAHÖFN: Kronprins Frederik 30. jún! Gullfoss 9. júlí Tungufoss 12. júlí * Kronprins Frederik 19. jútí Gullfoss 23. júlí KRISTIANSAND: Askja 3. júlí Tungufoss 16. júl! * NORFOLK: Fjall'foss 9. júlí Selfoss 16. júlí Brúarfoss 28. júlí GDYNIA / GDANSK: Laxfoss 3. júlí Tungufoss 9. júlí Lagarfoss 25. júlí TURKU: Lagarfoss um 18. júlí KOTKA: Laxfoss 1. júlí Lagarfoss um 21. júlí LENINGRAD: Bakkafoss 26. jún! VENTSPILS: Laxfoss um 2. júlí Lagarfoss 23. júl'i í * Skipið losar í Reykjavík, Isafirðj, Akureyri og Húsa- vík. Skip, sem ekki iru merkt með stjömu losa aðeins Rvík. ALLT MEÐ EIMSKIF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.