Morgunblaðið - 08.07.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ I9&9 Hann er norskur, heitir Odd Didriksen, og er að skrifa rit- gerð um stjórnmálasögu íslands á síðasta áratug 19. aldar og fram að árinu 1904. — A þeim átta árum, sem ég hefi verið sendikennari hér við Háskól- ann, hefi ég verið að safna heim ildum um stjórnmálasögu ís- lands á síðara helmingi 19. ald- ar, hin síðari ár einkum um timahilið eftir 1895, þ.e. Valtýskuna, segir hann er frétta maður Mbl. fer að hnýsast í störf hans. — í upphafi retlaði ég að taka ákveðinn þátt í stjórnarskrár- baráttu íslendinga. Stjómar- skrárbreytingin, sem veitti ís- lendingum heimastjórn 1904, færði þeim einnig sigur þing- ræðisins, sem kunnugt er. Og þar sem enginn, sem ritað hafði um stjórnmálasögu íslands á 19. öld, hafði reynt að rekja for- sögu þess að þingræði sigraði á fslandi um leið og þjóðin öðl- aðist fyrstu innlendu land- stjóraina, þá hugðist ég fjalla um þingræði allt fram til 1904 En rannsóknin varð svo víð- tækari hjá mér með Valtýsk- unni og viðfangsefnið á endan- um svo að segja allt er snerti stjómmálabaráttuna á þessu tímabili. Rannsóknir beindust sem sé að þeirri hlið stjóraar- skrárbaráttunnar, sem snýr inn á við, að kjamanum í kröfum íslendinga um sjálfstjórn, hvers konar stjórnarháttum þeir stefndu raunverulega að með henni. Hin hliðin, sambandið milli íslands og Danmerkur, lá því að mestu ieyti fyrir utan viðfangsefnið. — Nú hiafa ýmisir skrifað irm einstaka menn, sem hátt bar á þessu tímabili. Hefur þú ein- hvern ákveðinn mann í huga? — Nei, það er hæpið fyrir sagnfræðing að skrifa persónu sögu. Hann verður ósjálfrátt málafærslumaður þeirrar per- sónu og hún hetja hans. Þetta hafa margiir gert, bæði hér og annars staðar, en það er hæpið að skrifa sögu landsins í æfi- sögum, a.m.k. ef maður trúir því að hægt sé að vera nokkurn vegin hlutlaus í söguskrifum. Odd Didriksen hefur þegar birt ritgerð um efni það, sem hann fjallar um, í tímaritið Sögu. Fyrsta ritgerðin var í heftinu 1961 og nefndist „Upp- haf kröfunnar um þingræði á íslandi“. Árið 1968 birtist löng ritgerð, er nefndist „Krafan um þingræði í Miðlun og Bene- dizku 1887—94“. Og í Sögu 1969 verður þriðja ritgerðin, er nefnist „Launungarbréf Valtýs Guðmundssonar 8. apríl 1896 og svarbréf þingmanna". Kveðst Odd hafa í fyrstu ritgerðinni byggt mest á prentuðum heim- ildum, í þingtíðindum, blöðum o. fl., en hún spannar tímabilið frá upplhafi stjórnarskráirbarátt unnar, eða frá 5. tug 19. aldar, og fram til 1887. í næstu rit- gerð hefur hann fært út kvíarn ar, dregið inn í óprentaðar heim ildir og víkkað viðfangsefnið. Og í þriðju ritgerðioni, seim Viðtol við Odd Didiiksen, sem er að kanna stjðrnmólasögu íslands seinni hluta 19. aldar og til 1904 aðeins fjallar um launungar- bréfið, er Valtýr skrifaði öllum þingmönnum utan Benedikt Sveinssyni og þrátt fyrix beiðni Valtýs var birt á sínum tíma, þar koma nú í fyrsta sinn fram svarbréf 14 þingmanna, við málaleitan hans. En Odd tekur það fram, að hann sé staddur í miðju verkinu og nið urstöður séu bara braðabirgða niðurstöður, sem hánn er að setja niður, á grundvelli þeirra hugmynda, er hann hefur þegar fengið. — Þegar ég byrjaði á þessu verki, rakst ég á það, að marg- ir skildu ekki hugtakið þing- ræði, ParlamentarismL Sumir nota það í allvíðtækri merk- ingu. Krafa um' þingræði e r í stuttu máli krafa um meirihluta stjórn og að ráðherrar séu skyld ir að segja af sér, ef þeir tapa trausti meiri hluta þingfull- trúa. Þetta er grundvallarregla um þingræði. Sagnfræðingur verður líka að hafa í huga þró un þingræðis á 19. öld, en í raun og veru var stjórnskipan hins klassíska þingræðis ekki fullmótuð í heimalandi s ínu, Englandi, fyrr °n á síðasta fjórð ungi 19. aldar, eftir að flokka- skipunin var komin í fast form. Á Norðurlöndum komst þing- ræði fyrst á í Noregi 1884, þá 1 Danmörku 1901 og í Svíþjóð 1917. • Dáist að Jóni Sigurðssyni — Hvað kemur fram í þínum skriifiuon uim fyrstu knölfur ísi- lendinga varðandi þingræði? — Ég komst að þeirri niður- stöðu, að krafan um þingræði hafi verið alveg skýr hja Jóni Sigurðssyni forseta. Og ég held að rétt sé, að það hafi ekki kom ið fram áður, þess er t.d. ekki getið í æfisögu Jóns eftir Pál Eggert Ólafsson. Og ég hefi fyllzt ennþá .neiri a ðdáun á Jóni Sigurðssyni af þessum sök um. Svona snemma, um 1850, hefur hann þessa kröfu alveg klára. Það er svo löngu áður en krafan um þingræði kemur al- mennt upp á Norðurlöndum. Að vísu voru til einstaklingar á Norðurlömdfuim, einlkum 1 Danmörku, sem höfðu þessar hugmyndir, en hann stendur í fremstu röð þeirra sem frjáls- lyndastar skoðanir höfðu í stjórnskipunarmálum á Norður löndum um miðja 19. öld. Og hann virðist vera eini fslend- imguir inm. Mér er að viísíU' kMmru- ugt um, að Jón Sigurðsson á Gautlöndum hafi fljótlega verið á svipaðri sfkoðum og nafmi hianis um samband þinigs og stjórnar. Hann ber hins vegar ekki fram neina kröfu um þing ræði í eiginlegum skilningi. Þetta er að ví'su fraim- tíðarihugsjón Jóns Sig- urðssonar og hann segir lítið um það síðustu ár sín. Ég held að hann skrifi síðast um það i Nýjum félagsritum árið 1863, en svo hættir hann að bolla- leggja um það. Hann hafði um svo margt annað að hugsa. Þó ekki væri annað en að halda mönnum saman um einföldustu kröfur varðandi sjálfstjórn og fullveldi. Áhuginn var ekki svo mikill á íslandi þá. — Þú nefnir áðan hættuna á hetjudýrkun njá þeim sem skrifa um ákveðna persónu. Nú h^efur þú orðið enn hrifnari af Jóni Sigurðssyni við að skrifa um hann. — Já, ég varð ósjálfrátt að dást að honum fyrir þennan þátt hans. Lúðvík Kristjánsson hefur dregið fram ýmislegt um Jón Sigurðsson, sem sumun finnst sverta hetjuna, en fyrir mig gerir það hann meira lif- andi og ég tel að Lúðvík hafi gert mikið gagn þar . • Fyrstu kröfur um þingræffi — Þetta var nú kannski ó- þarfa innskot hjá mér. Við skulum halda áfram með fyrstu kröfur um þingræði? — Fyrir íslendinga verður mikilvægasta málið að fá stjórn eða ráðherra sem er ábyrgur fyrir alþingi, on danska stjórn in hélt ósveigjanleg þeirri skip an til streitu að íslandsráðherra væri sami og einhver hinna dönsku ráðherra og þar af leið andi aðeins ábyrgur fyrir darnska rikisþiniginiu. Jón Sig- urðsson og samstarfsmenn hans sáu það greinilega, að spurning in um ráðherraábyrgð var spurning um raunverulega sjálfstjórn eða ekki, og aðeins með því að landstjórnin yrði ábyrg gagnvart alþingi, gátu íslendingar fengið heimastjórn og forðazt Hafnarstjórn. Þeir sáu sem sé að ráðherraábyrgð hafði úrslitaáhrif á samband Is- lands og Danmerkur. — Ábyrgðarspursmálið varð því mikið til umræðu á alþingi Menn fóru að deila um raun- (hæft gildi ráðlherraátoyrgðlar, en greinilegt er að þeir höfðu yfirleitt mjög óskýran skilning á gildi ábyrgðarinnar í sam- skiptum stjórnar og þings. Á okkar dögum þýðir ráðherra- ábyrgð yfirleitt þingræðisleg á- byrgð, en fráleitt er að ganga út £rá því, eins og stiundium er gert, þegar fjallað er um þenn- an tímia í söguritum, að krafa um ábyrgð ráðherra sé sama og krafa um þingræði. Ráðherr ar voru t.d. ábyrgir gagnvart þingi í Noregi frá 1814 og Dan- mörku 1849, en þingræði komst sem sagt ekki á í þessuim lömd- uim fynr en 1884 og 1901, eftir hörð átök í þessium þjóðfélöigum. —í alþingisumræðunum fyr- ir 1874 eru það aðeins Jón Sig- urðsson frá Gautlöndum og Benedikt Sveinsson sem eru með hugleiðingar um eitthvað meira en hreint lagalega ábyrgð ráðherra. Þeir tala báðir um „siðferðilega" ábyrgð, en hjá þeim báðum er þetta fremur ó- skýrt hugtak. Samt munu þeir báðir hafa gert ráð fyrir að ráðherra, sem gæti ekki náð traustri samvinnu við alþingi, yrði fyrr effa síðar að segja af sér, eins og oft hafði átt sér stað í mágranniairikjunum Nor- egi og Danimörku á þessium Vísindi og rannsóknir tíma. En þeir gerðu ekki ráð fyrir þeirri víðtæku pólitísku eindrægni sem felst í meiri- hlutastjórn eða þingræðisstjórn og bera sem sé ekki fram neina kwöfu um þingræði í eiginlegum skilningi. Raunveruleg krafa um þing- ræði er ekki borin fram á ís- landi fyrr en 1384. Þá er kom- inn á sjónarsviðið annar mað- ur, Jón Ólafsson ritstjóri og skáld, og stendur fyrir henni. Jón Ólafsson er undir miklum áhrifum af því sem er að ger- ast í Noregi, en þar fengu Norð m'enn sem ðaigt þinigræði einimiirtit þetta ár. Allt frá 1884 var uppi krafa um það, ?.ð tryggja þyrfti að endurskoðun stjórnarinnar leiddi til þingræðisstjórnar. Bæði Jón ólafsson og Jón Sig- urðsson frá Gautlöndum álitu frá upphafi, að slík trygging gæti m.a. verið fólgin í synjun- arvaldi konungs eftir norskri fyrirmynd. Knafan um frestandi synijumiairvald ralkst hins vegar á beina andstöðu Benedikts Sveinssonar, sem áleit hana ó- samrýmanlega hugmyndinni um takmarkað konungsvald. Það sýnir, hve sterka stöðu Bene- dikt Sveinsson hafði í stjórn- skipunarmálinu á alþingi, að krafan um takmörkun synjunar réttarins var ekki tekin upp í frumvarpið 1885 þrátt fyrir hið mikla fylgi, sem hún átti á Þing vallafundinum það ár. — Menn hafa ýmsar skoðan- ir á Benedikt Sveinssyni og hans þætti í málum þessum. Hvað segir þú? — Það hefiuir farið svo fyrir mér, að álit mitt á Benedikt Sveinssyni sem stjórnmála- manni hefur minnkað. Þáttur annarra manna en hans, hefur hingað til verið van metinn í sögunni, fyrst og fremst þáttuir Jóms Ólafesonar og Jóns á Gautlöndum. Eftir fyrri endurskoðunina á stjórn- skránni 1885—86 bættist Slkiúlli Thiortodidisen í hóp þeörra manna, sem bera skýrt fram kröfur um þingræði. Þá er Páll Briem líka kominn á þing og þeir Jón Ólufsson vinna mik ið saman. Þeir lenda í andstöðu við Benedikt Sveinsson. Hann vill hamra á því sama við Dani, segja bara þetta viljuim við og ekkert annað. Þeir Páll og Jón vilja meiri tryggingu fyriir því að stjórnarhættir landsins verði þingræðislegir og það krystallast í því að fé í stjórn- arskrána fortakslaust bann við að stjómin geti gefið út bráða- birgðafjárlög. Forsenda þess er slæm reynisla í Dainmörku á dög um Estrupstjórnarinnar. Á al- þingi 1887 tekst þeim Páli og Jónd að komia þessu banini imm í stjórnarskrárfrumvarpið gegn vifllja Beniediikts Svednissoruair. Oig árið 1887 er pingræðiskrafan komin á traustan grundvöll á íslandi. • Benedikt var mér erfiffur — Benedikt Sveinsson var mér svolítið erfiður, segir Odd Didrikssen sem svar við fyrri spurningu. Meðan ég vann að fyrstu ritgerðinni var ég nokk uð óviss um persónuna. Það var ekki fyrr en fram í sótti, að ég fór að fá ,.f honum skýra mynd. Það er svo erfitt að skil greina hvað liggur að baki allri þeisari orðlgnótt og jiúr'ídliskia formialismia. Frábærir ræSu- manns'hæfileikar hans eru skæð hús sitt í Kópavogi. aista pólitískt vopn h.amls og í rauninni eina tækið, sem hann var fær um að beita, til að tryggja samstöðu þingmanna í málefnum þjóðarinmiar. Hanm var enginn flokksleiðtogi. Hann var ósamvinnuþýður og valds- mannslegur. Það var einkenn- andi fyrir Benedikt, að hann lét ekki að sér kveða í hinum smærri málum og vann lítið eða ekkert milli þiniga. Hann var beztur, þegar hann gat lyft sér i ræðu og hrifið menn með sér. Ég er nú svo harður í ritgerð- inni um kröfuna um þingræði í Miðlun og Benedikzíku 1887— 94, að segja að Benedikt Sveins son hafi yfirleitt verið lítt til þess fallinn að vera foringi fyr ir hreyfingu, sem ekki var ein ungis þjóðernisleg, heldur einn ig lýðræðisleg. í þeinri ritgerð reyni ég að greina bæði Bene- dikzkuna og miðlunina og kemst að raun um, að krafan um þing ræði er upphaflega alls ekki með hjá Benedikt. Bn hamm te(k ur hiama upp að lokium vegna þrýstings frá Jóni Ólafssyni og fleirum og þá meira af stjórn- kænsku en sannfæringu. Bene- dikt getur elcki hugsað sér flokksstjórn. Það stendur í sam bandi við skoðun hans á stjórn málum og þeim öflum sem á- kvarða söguþróunina: Pólitík in er leit að sannleika og þró- uinin ákvörðuð af innri nauð- syn. — Miðlunin, sem fram kom á þingi 1889, hafði í rauninni mjög mikið fylgi, bæði í blöð- um og meðal þingmanna, þar til Skúli Thoroddsen kveður hana máður. Þelgar Beneddkzikiain miær sér svo aftur upp 1893—94, við Framhald á bls. 19 Hæpið að skrifa sögu lands í persönusögum Odd Didriksen fyrir utan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.