Morgunblaðið - 08.10.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐI£>, MIÐVIKUDAOU-R 8. OKTÓBER 1I9©9
11
Coldwater Seafood í Bandaríkjunum heimsótt
ar, sem seldar eru á þessum
markaði. Stimpil þennan hljóta
einungis gæðavörur.
Víkjum þá nánar að sjálfri
framleiðslu verksmiðjunnar, og
byrjum á hráefninu, sem hún
notar til framleiðslunnar. í>að
er aðallega þrenns konar, en
aðalhráefnið er að sjálfsögðu
flakablokkirnar. Þeim er pakk-
að fyrir verksmiðjumar í þrem
ur stærðum — 13.5 pund, 16.5
pund og 18.5 pund.
13.5 og 18.5 punda blokkir
með flökunum pakkað þversum
eru notaðar til framleiðslu á
fisksstömgum. Endaskurður
blokkanna er gerður með sjálf
virkum hnífum, og verða þeir
að skera langsum með fisk-
vöðvanum svo að stangirnar
brotni ekki.
16.5 og 18.5 punda blokkir
með flökunum pakkað langsum
eru notaðar til framleiðslu á
skömmtum. Þær eru í flestum
tilfellum skornar niður í sög-
um eingöngu.
16.5 punda blokkir með flök-
unum pakkað þversum eru
einnig notaðar í skamimita.
Annað hráefni, sem er veiga-
mikill þáttur í framleiðslunni,
er ídýfa ag brauðmylsna. I
verksmiðjunni eru notaðar 24
mismunandi tegundir af brauð
mylsmi og ídýfu, sem fram-
leiddar eru eftir sérstökum
uppskriftuim af tveimur fyrir-
tækjum í Bandaríkjunum og
einu í Kanada. ídýfan kemur
tilbúin til notkunar í flestum
tilfellum.
Þriðja hiráefnið er Steilkingar-
olía. Við steikinguna er notuð
jurtaolía, sem framleidd er fyr
ir fyrirtækið sérstaklega af
tveimur bandarískum fyrir-
tækjum. Meðal annarra hráeflna
sem notuð eru við framleiðslu
verksmiðjunnar, eru þurrkaðar
kairtöflur, saltfiskur og krydd.
450
vörutegundir
Framleiðsluvörur verksmiðj-
unnar eru í höfuðdráttum þess
ar:
1) Ósteiktar fiskstengur
(fish sticks) með brauiðmylsnu,
í heildsölupakkningum.
2) Steiktar fiskstengur, í
smásölu- og heildsölupakkning
um.
3) Ósteiktir skammtar (porti
ons) án brauðimylsniu, í heild
sölupakkningum.
4) Ósteiktir skammitar mieð
brauðmylsnu, í smásölu- og
heildsölupakkningum.
5) Steiktir skammtar, í smá-
sölu- og heildsölupakkningum.
6) ósteiktir sporðar án
brauðmylsnu, í heildsölupakkn
inigum.
7) Ósteiktir sporðar með
brauðmylsnu, í heildsölupakkn
ingum.
8) Ósteikt flök án brauð-
mylsnu, í heildsöliupiakknmgum.
9) Ósteitot flök með birauð-
mylsnu, í heildsölupakkningum.
10) Ósteiktir rækjuskammtar
með brauðmylsnu, í smásölu, og
heildsölupakkningum.
11) Steiktar fiskkökur, í smá
sölu- og heildsölupakkningum.
12) Ósteiktir hörpudiska-
skammtar (cubes) með brauð-
mylsnu, í heildsölupakkning
um.
13) Stedktir skammtar (fish
krispies) sem er sérstakur
vöruflokkur, í smásölu- og
heildsölupakkningum.
14) Innbakaðir skammtar
(fish-in-batter), einnig sérstak
ur vöruflokkur, í smásölu- og
heildsölupakkningum. Þessi
vörutegund er eftirlíking af
Fish & Clhips. Hún er notuð í
veitingahúsum sem vilja hafa
Fiah & Chips á boðsbóluim án
þess að þurfa sérstakan útbún
að við það.
Samkvæmt upplýsingum
Guðna er heildarfjöldi vöru-
tegundanna nú um 450, því að
innan framleiðsluvaranna, sem
hér að ofan eru taMar, er
fjöldi afbrigða, bæði hvað varð
ar lögun, stærð og gerð. Þeim
er pakkað undir eigin vöru-
merkjum, þeirra á meðal Ice-
landic og Fresher Brand, auk
annarra vörumerkja.
Islenzku gestunum gafst kost
ur á að bragða á framleiðslu
verksmiðjunnar, og var það mál
manna að matvara þessi væri
hið mesta lostæti. Hrifing ís-
lendinganna á verksimiðjun-
um var almsnn. Margir frysti-
húsamannanna höfðu aldrei áð
ur til Cambridge komið, og
þótti þeim fiestuim verksmiðjain
miklu stórkostlegri en þeir
höfðu átt von á. T.d. minnist ég
orða aldins frystihúsamanns,
sem sá nú verksmiðjuna í fyrsta
sinn. Hann hristi höfuðið undr-
andi á svip og sagði stundar-
hátt: „Þetta er ævintýri lík-
ast“.
Stækkunar þörf
en lánsfé skortir
Farráðamenn Sölumiðstöðv-
arinnar ag Coldwater eru þeg-
ar farnir að hyggja á stækk-
un verksmiðjunnar. Þegar Þor
steinn Gíslason, framkvæmda-
stjóri Coldwater var spurður
um þetta atriði, svaraði hann:
„Verksmiðjan virðist vera orð-
in of lítil miðað við, að hún er
starfrækt að staðaldri svo að
segja dag og nótt, a.m.k. á
ákveðnum framleiðslulínum.
Stækkun hennar hefuir verið í
athugun en frekari aðgerðum
verið frestað um sinn vegna
óheppilegs ástands í lánsfjár-
málum, þannig að ókleift er að
fá hagkvæm lán í bili. En að-
staða til stækkunar er þegar
fyrir hendi þarna í Cam-
bridge.“
Aðalskrifstofur Coldwater
Seafood Corp. eru ekki í Cam
bridge, eins og margur kann
að halda, heldur í smábænum
Scarsdale, skammt utan við
New York-borg. Þar í grennd
inni er Mka „Fislh & Chips“-
veitingarstaður sá, sem fyrir-
tækið opnaði fyrir skömnmu. Að
alskrifstofan er til húsa í nýrri
og veglegri skrifstofubygg-
ingu, og þarna fer fram dag-
leg stjómun og sölumennska.
„í upphafi var aðalskrifstofan
í sjálfri New York,“ tjáir Þor-
steinn okkur, „en reynslan hef
ur sýnt, að það er ekkert höf-
uðatriði að ha'lda sig í sjálfu
þéttbýlinu fyrir fyrirtæki á
þessu sviði. Aðalatriðið er, að
staðurinn liggi vel við flug-
samgöngum, og við erum ekk-
ert lengur héðan til flugvallar-
ins en þeir í New York.“
Góð afkoma
Coldwater
Á skrifstofunni í Scarsdale
áttum við blaðamenmirnir þess
kost að ræða við þá Gunnar
Guðjónsson, stjómarformann
SH, Eyjólf ísfeld Eyjólfsson,
farstjóra SH, Þorstein Gísla-
son, framkvæmdastjóra Cold-
water, og Guðmund H. Garð-
arsson, blaðafulltrúa, um starf
semi Coldwater í heild, mark-
aðsmál og horfur í sölumálum.
Stærstu útflytjendur á fryst
um fiskflökum og blokkum eru
Kanada, íslendingar, Norð-
menn, Danir, V-Þjóðverjar,
Grænlendingar og Suður-
Afríka. Kanada og fsland eru
stærstir þessara þjóða, en frá
þessum tveimur seljendum hef-
ur um 71—82 prs. fiskmagns-
ins komið á tímabilinu frá 1961
—68. Kanadamenn eru lang-
stærstir á markaðinum, en hlut
deild þeirra hefur verið um
50—60 prs. en íslands 14—23
prs. Norðmenn hafa verið í
þriðja sæti með 4—11 prs, en
að því er Þorsteinn Gíslason
tjáði okkur, eiga menn vestra
von á því, að þeir skjóti sér
nú fram úr íslandi, vegraa stór
aukins útflutnings þeirra á
þessu ári. Þá hafa hin síðari
ár einnig komið fram á
markaðnum nýjar þjóðir, sem
stöðugt hafa farið vaxandi, og
eru Pólvarjar þeirra helztir.
Þorsteinn Gíslason var að
því spurður, hvað hann áliti
um framtíðarhorfur í starfsemi
Caldwater. „Ég sé ekki ástæðu
til annars en að vera bjart-
sýnn“, svaraði hann. „Afkoma
fyrirtækisins er betri núna en
hún hefur nokkru sinni verið.
Stöðug aukning er í fram-
leiðslu verksmiðjunnar, aubn-
ingin varð 29 prs. í fyrra frá
árinu á undan, en hefur núna
fyrstu 5—8 mánuðina orðið 32
— 35 prs“.
íslenzkur fiskur
1 brezku formi
Þá er og ein ástæða þessar-
ar bjartsýni, að nú á síðustu
3—4 áruim hafa opnazt nýir
möguleikar í fisksölumálum í
Bandaríkjunum. Sem kunnugt
er þykja Bandaríkjamenn ekki
miklir fiskneytendur, a.m.k. á
evrópskan mælikvarða. Árleg
neyzla þeirra á einstakling er
um 10 pund eða u.þ.b. 10 sinn-
um minni en hjá t.d. Englend-
ingum. Nú virðist svo, sem
meyzla þeirra á fiski geti auk-
izt til muna á næstu árum.
Ástæðuna fyrir þessu er að
rekja til „Fish and Chips“-
veitingastaða, sem náð hafa
nánast ævintýralegum upp-
gangi vestra á mjög skömmum
tímia. Upphafsmaðurinn að þess
um veitingastöðum í Bandaríkj
unum er Englendingur nokkur
að nafni Haddon Sal’t Esq., en
hann var einmitt hér heima fyr
ir nokkrum vihum, ag var ítar-
lega greint frá honum þá.
Haddon Salt opnaði fyrsta veit
ingastaðinn árið 1965, en fyrir-
tæká hans rekur nú rúml. 200
slíka staði. Alls er nú að finna
í Bandaríkjunum 13 fyrirtæki
af þessu tagi, og ráku þau sam
tals 141 veitingastað um síð-
ustu áramót. Á hinn bóginn er
áætlað að „Fish and Chips“-
veitingastaðirnir verði orðnir
1041 í á.rslok, og ætti mömn-
um þá að vera ljóst hvílíkrar
aukningar er þama að vænta.
Veitingastaðir þeir, sem nú þeg
ar hafa verið opnaðir, kaupa
um 90 prs. fiiskmiagtnsins frá
Coldwater.
Þeir fjórmenningar, Gunnar,
Eyjólfur, Þorsteinn og Guð-
mundur, voru að því spurðir,
hvernig á því stæði, að Cold-
water hefði orðið svo vel
ágengt að koma vöru sinni. á
framfæri á þessu sviði. „Ástæð
an fyrir því,“ sagði Eyjólfur,
„er einfaldlega sú, að við kom-
umst í þá aðstöðu fyrir þrem-
ur árum að selja fyrsta aðilan-
um á þessu sviði hér vestra,
Haddon Salt, fisk okkar. Hann
þekkti vel til okkar frá Eng-
landi, og leitaði því til okkar.
Flestir hinna hafa svo siglt í
kjölfarið.“
Þeir voru sammála um, að
möguleikarnir, sem opnuðust
við tilkomu „Fish and Chips“-
veitingastaðanna væru gífur-
legir. „Ég trúi því,“ sagði Þor-
steinn, „að markaðurinn fyrir
fisk eigi eftir að aukast hér
stórlega, og þá alls ekki á
kostnað fiskblokkarinnar, held
ur hygg ég að þetta verki örv-
andi einmitt á fiskblokkaverð- -
ið.“ Og Gunnar Guðjónsson
kvaðst álíta að þessi nýi mark-
aður hefði í för með sér, að
hráefnisverðmætið yxi veru-
lega — um 50 prs. a.m.k., gizk-
aði hann á.
Einnig var það saimróma álit
Frs-.mhald á bls. 20