Morgunblaðið - 03.04.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.1970, Blaðsíða 7
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖ6TUDAGUR 3. APBÍL 11970 REYNI ALLTAF AÐ LÁTA BÖRNIN LIFA EÐLILEGU LÍFI — segir Guðmundur á Egilsá, sem hef ur 80 börn í sumardvöl ÍÖKffií Við hittum Guðmund Frið- finnsson skáld á Egilsá í Skaga- firði á föraum vegi í fyrradag, en hann er einmitt staddur í bænum um þessar mundir. Við notuðum auðvitað tækifærið til að spyrja tíðinda, en eins og kunnugt er, hefur Guðmundur um alllangt skeið, rekið sumar- dvalarheimili fyrir börn að Eg- ilsá. „Hvað er langt siðan þú fórst fyrst að hafa sumardvöl fyrir börn að Egilsá?" „Það er langt siðan það var, og kannast vist flestir bændur við það, að hafa haft börn og unglinga til snúninga án með- gjaafar, og þannig v*r einnig á Egilsá. En svo varð alltaf meiri og meiri ásókn i þetta, og þá ákváðum við að einbeita okk ur að sumardvöl fyrir börn, og nú er svo komið, að sum sumr- in dveljast hjá okkur ailt að 80 börn, en við höfum leyfi til að hafa 85. Við höfum tekið börn til ilvalwr meir en um blásum- arið, sum koma snemma jafn- vel í aprll, maí, og fara seint, oft ekki fyrr en eftir göngur, það þykir þeim skemmtilegt, en þá eru lika skólarnir farnir að kalla og heimta börninheim. En ég vil taka fram, að vand- ræðabörn tek ég ekki að Egilsá. Við höfum nægielgt húsrými fyr ir allan þennan fjölda, bæði er gamla húsið, og svo hið nýja, og svo hef ég hús í trjágairðin- um." „Og hvernig gengur ykkur með allan þennan barnafjölda?" „Þetta hefur gengið ágætlega og án allra hnökra. Ég hef allt- af haft gaman af börnum, er eig inlega krakki í mér sjálfur, sækist eftiir því að verða félagi barnanna, og þau vUja raunar helzt fylgja mér, hvert sem ég fer. Við höfum þarna á bænuan kýr og kindur, hesta og hunda, en hvorki svín né ketti. Ketti vil ég ekki hafa, því að í trjá- garðinum er mikið um fugla, sem ekki dugir að fælá frá. Börnin á Egilsá eru á aldrinum frá 5—10 ára, við barnagæzluna starfa þetta milli 10—20 manns." „Er ekki oft erfitt að halda uppi aga á svona barnmörgu heimili?" „Nei, nei, síður en svo. Ég reyni alltaf að láta börnin lifa eðlilegu lífi, láta þau ekki lifa undir mjög afmarkaðri dagskrá. Þau eru flest í skóla á veturna, og þá er ströng dagskrá hjá þeiim, svo að á sumrin ættu þau einmitt að njóta hæfilegs frels- is. Það fer ekki vel með börn að sníða þeim al'la ævi þröngan stakk aga og eftirlits. Ég vil fá þau til að leika sér sjálfstætt og eftir sínu höfði. Það hefur mér gefizt bezt. Við veitum verðlaun fyrir beztu um gengni og prúðmannlega fram- komu á hverjum sunnudags- morgni. Hjá okkur hafa þau allt til alls. Fyrir utan fæði og húsa- skjól, hafa þau gæzlu og alla þjónustu. Barnaheimilið á Eg ilsá á fyrst og fremsrt að vera heirnili, en ekki nein stofnun. Ég vil reyna að sýna börnun- um frjálsa náttúruna, ogtilþess eru næg tækifæri í kringum Eg- ilsá. Þar er einnig berjaland gott. Ög nú fer senn að fjölga á Egilsá, því að vorið er á næsta leiti." „Segðu mér, Guðmundur, áður en við fellum tal okkar, hvað er að frétta af skáldskap þín- um?" „Eg er nú ekki vanur ai tala mikið um það, sem ég hef í smíðum, en samt er mér ekki launiung á, að ég er nær fullbú- inn með nýja skáldsögu." „Er það saga, sem gerist i sveit?" „Bæði og, og það gæti svo sem BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang-hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 2-58-91 i VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR — aukavinna. Viðsik.fr, dsikar eftir aukai vininiu í 4—5 mérouðL. UppL í síma 30410 kl. 18.00—20,00 næstu daga. REGLUSÖM STÚLKA með stóderiltispró'f ósikar eftiir aivinnu í sjumar, Margt kem-ur til greina, Uppl, í síma 84876 eftir tel 31 GÓÐ 2JA—3JA HERB, IBÚÐ ósikast tíl teigu, Algíör reght-seimi og góð umgengmi.; Upplýsingar i síma 42638 eftir ikt. 6, APRlLNÁMSKEIÐIN í myndfliosi (atedinsnél og Ikfila ftosnéliin) hefjast í næstu vikiu. InnmStiun í búfti'rmii. Handavinnubúðin, Laugaveg 63. BEZT að auglysa í Morgunblaðinu Nudd- og snyrtistofa Asfu Bcildvinsdóttur Handsnyrting Fótsnyrting Augnabrúnalítanir Kvöldsnyrting Vil sérstaklega vekja athygli á 10 tíma megrunarkúrunum. Opið til kl. 10 á kvöldin. Peysufatadagur V.I. 1970 Verzlunarskólanemendur hafa um mörg undanfarin ár efnt til peysu fataaðags, en þá klæðast stúlkur is- lenzkum búningi, en piltar kjólföt um og pipuhöttum, og siðan er sprangað um götur borgarinnar, en fyrst er alltaf farið til hans Ringelbergs i Rósinni í Aðal- stræti, sem gefur þeim blóm í barm inn. Ól. K. M. tók þessa mynd 24. marz á peysufatadaginn, þegar 4. bekkingar VI voru staddir á tröpp um Þjóðleikhússins til söngs. Ólaf ur H. Jónsson, formaður 4. bekkjar ráðs, landsliðsmaður í handbolta er fremst á myndinni og stjórnar fjöldasöng. FRETTIR Aðventkirkjan Biblíuraninsókn í kvöld kl. 8.30. Allir velkomnir. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómanniaskólanum þriðjudaginn 7. apríl kl. 8.30. Skemmtiatriði. Litskuggamyndir. Blöð og tímarit ÆSKAN, 3. tbl., marz er ný- komin út og hefur borizt blaðinu. Æskan er mjög fjölbreyfct að vanda, og af efni þessa tölubláðs má nefna eftirfarandi: Brunavarnir ungl inga í Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar 25 ára í haust. Sagt frá nýrri verðlaunagetraun Æskunnar og Flugfélags íslands, en verð- launin eru Lundúnaferð. Leyndar mál gamla mannsins. Þeir fundu Búddha. BHndi maðurinn ráðagóði. Dýrin í Hálsaskógi. Sagt frá ís- lenzka brúðuleikhúsiinu. Lærisvein- arnir. — Pétur. Ritgerðarsam- keppni um einn af postulunuim. Sigrún og safírhöllin eftir Þóri S. Guðbergsson. Áhrif áfengis eftir Sigurð Gunnarsson. Lóa litla land- nemi, ísLendingaisögur I. Hlauipa- apríl. Þegar Ijónið fékk tannpín- una. Sióskrímslið í Fjörðum. För Gúllivers til Putalands. Trölla- barnið á Krákueyju. Ævintýri gæsa ungans. Tarzan. Presley til Evrópu. Þau upplifðu ævintýrið. Verðlauna þraut Æskunnar og klúbbanna Ör uggur akstur. Tal og tónar. In.gi- björg Þorbergs skrifar. Framhalds- sagan Happdrætti. Esperanto. Skátaopnan. Flugþáttur Arngríms. íþróttaþáttur Sigurðar. Þríþraut FRl og Æskunnar. Frímeirkjaþátt- ur Sigurðar. Blástunsaðferðin kennd. Haindavimnuþáttur Gauta. Barnastúkan Hekla, Hellu. Frá for tíðinni. Hvað viltu verða? íþrótta- kennari. Popsíða Sigurðar Garðars- sonar. Nýr þáttur: Hafið. Spurn- ingar og svör. Auk þess eru i blað- inu fjölmargar myndasögur og ým islegt annað smáefni auk aragrúa mynda. Má sjá af þessari upptaln ingu, hve geysifjölbreytt blað er um að ræða, og sannast sagna ótrúlega fjölbreybt. Upplag Æsk- unnar er nú 1700 eintök. Ritstjóri er Grímur Engilberts. Krommenie Vinyl gólfdúkur og vinyl flísar með áföstu filti eða asbest undirlagi, Mýkri, áferðarfallegri, léttari í þrifum, endingarbetri. KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA Krommenie Gólfefni KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164 LITAVER S.F., Grensásvegi 24 MÁLARINN H.F., Bankastræti/Grensásvegi 11 VEGGFÓÐRARINN H.F., Hverfisgötu 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.