Morgunblaðið - 03.04.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.04.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL H9TO 17 Svavar Sigmundsson skrifar frá Helsingfors; Úrslitin í finnsku kosningunum valda erfiðleikum á stjórnarmyndun Helsingfors, 26. marz. f gær voru birt lokaúrslit finnsku kosninganna, og eru þau á þessa leið: Sósíaldemókratar Sameiningarflokkur (íhaldsmenn) Fólkdemókratar (kommúnistar) Miðflokkiur Landsbyggðaflokkur Sænski þjóðarflotokurinn Frjálslyndi ílukkurinn Kristilegir Símonístar Úrslitin urðu að því leyti óvænt, að tap sósíalísku flokk- anna og Miðflokksins varð miklu meira en búizt hafði verið við, en sigur íhaldsmanna varð mun meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Borgaraflokkarnir fengu 112 þingisæti, meðan sósíalísku flokkarnir fengu 88 (í stað 103:97 á síðasta þingi, sósíalistum í hag). Hin geysilega fylgisaukning Landsbyggðar- flokksins er líka einsdæmi í finnskri stjórnmálasögu, en flokkurinn fékk 18 menn kosna og bætti við sig 17 frá síðustu kosningum. Búizt hafði verið við álitlegum sigri fyrir flokkinn, en engan veginn þeim yfirburða sigri, sem hann hlaut. Kosning- arnar til bæja- og sveitastjórna 1968 gáfu vissulega til kynna, hvert stefndi, en menn höfðu ekki gert ráð fyrir, að straum- urinn lægi svo sterkt til þessara tveggja flokka eins og kosning- arnar hafa nú sýnt. Það sem einnig kom talsvert á óvart í úrslitunum, er hversu mjög Miðflokkurinn tapaði, eða 13 þingsætum, en í þeim kjör- dæmum, sem tap hans er mest, hefur Vennamo haft mestan sig- ur. Þá er það einnig talsvert óvænt, að heill flokkur, símonít- ar, sem varð klofningsflokkur úr flokki sósíaldemókrata og til vinstri við þá, hefur þurrkazt út af þingi, en hann hafði þar 7 menn. Tap fólkdemókrata (kommúnista) varð nokkru meira en búizt hafði verið við, en þeir misstu 5 menn og hafa nú 36. Meðal þeirra sem féllu úr þeirra liði, var formaður Komm- únistaflokksins, Arne Saarinen, en flokkur hans er aðili að banda lagi fólkdemókratanna. Af sósíalísku flokkunum (og atjórnarflokkunum) hafa sósíal- demókratar sterkasta stöðu eft- ir kosningarnar. Þeir hafa að- eins tapað 3 þingsætum og hafa nú 52 þingmenn, og eru þrátt fyrir tapið enn langstærsti flokkurinn á þingi. Næstur er fhaldsflokkurinn með 37 þing- menn, en Miðflokkurinn og fólk demókratar eru jafnir með 36 hvor. Eini flokkurinn, sem stend ur í stað í kosningunum, er Sænski þjóðarflokkurinn, sem hélt sínum 12 mönnum. Frjáls- lyndi flokkurinn tapaði 1 sæti og fékk nú 8. Þrátt fyrir hvarf símoníta af þingi, verða flokkar áfram 8, því að Kristilegir fengu 1 mann kjörinn. MIKLAR BREYTINGAR Þessar kosningar eru um margt óvenjulegar, miðað við fyrri kosningar, og hafa orðið við þær meiri breytingar í finnskri pólitík en lengi hefur orðið. Ekki aðeins er sá vilji kjósenda mjög skýr, að þeir mót mæla þeirri stjórn, sem setið hefur, án þess þó að sá flokk- ur, sem mesta ábyrgð ber á henni. sósíaldemókratar, hafi far ið illa út úr kosningunum. End- urnýjun í þingmannaliðinu er geysimikil, þannig að af 200 þingmönnum eru 87 nýir, og ýms Fjöldi þingsæta 52 (-=-3 ) 37 (+11) 36 (-^5 ) 36 ( + 13) 18 (+17) 12 (^6 ) 8 (-4-1 ) 1 (+1 ) 0 (^7 ) ir þekktir þingmenn, m.a. 3 ráð- herrar, féllu. Við kosningar þess ar fjölgaði konum á þingi úr 33 í 44. Það sem líka vekur athygli, er að mikil ynging hefur átt sér stað í flokkunum og að margt ungt fólk hefur hlotið mikið fylgi innan þeirra. (Kosn- ingu er þannig hagað í Finn- landi, að kosinn er einn ákveð- inn maður á lista, ekki listinn í heild, svo að auðvelt er að sjá fylgi einstakra frambjóðenda.) fhaldsflokkurinn, sem átti nú svo miklu fylgi að fagna, á ekki sizt að þakka það ungum formanni, Juha Rihtniemi, sem hefur mót- að stefnu flokksins síðasta ára- tuginn og gert hana mun nútíma legri en gerist um stefnu íhalds- flokka. mótmæla þeirri þjóðfélagsgagn- rýni, sem einkennt hefur dag- skrár fjölmiðlunartækjanna að undanförnu. Fyrir kosningarnar áttu miðflokksmenn í erfiðleik- um með hið nýja frumvarp að háskólalögunum, sem Johannes Virolainen, menntamálaráðherra og formaður flokksins, bar fram fyrir stjórnarinnar hönd. Flokks mönnum mörgum þótti frumvarp- ið of róttækt og fannst þeim að verið væri að ýta undir stefnu ASTÆÐUR FYRIR TAPI STJÓRNARFLOKKANNA Það sem helzt verður séð, að valdið hafi tapi fólkdemókrata, er óeining sú, sem ríkt hefur í röðum þeirra undanfarin misseri, og hefur samþykktin á flokks- þingi þeirra fyrr í vetur um ein- ingu flokksins ekki megnað að halda fylginu saman. Atburðirn- ir í Tékkóslóvakíu hafa haft mikil áhrif á flokkinn, og einn- ig hefur verið óeining varðandi samstarfið við sósíaldemókrata. Talið er, að margir af eldrikyn- slóð kommúnista hafi nú setið heima, og megi ekki sízt rekja tapið til þess. Róttæka æskan hefur ekki komið til liðs við fólkdemókrata, heldur hefur hún snúið sér fremur að sósíal- demókrötum, eftir að þeir tóku upp vinstra samstarfið, og má það vera skýring á því, hversu lítið tapið er hjá þeim, miðað við hina sósíalísku flokkana. Hvarf slmonita af þingi er sikilj- anlegt. Þeir hafa orðið á milli hinna vinstri flokkanna, og hef- ur trúlega meirihluti þeirra far- ið aftur yfir á sósíaldemókrata. Tap Miðflokksins verður tæp ast rakið til sundrungar í f lokkn um, þó að innan hans ríki skipt ar skoðanir um fráhvarfið frá hinni hreinu bændapólitík, sem hann áður rak. Hin nýja mið- flokksstefna ásamt nafnbreyt- ingu (úr Bændaflokki) hefur orðið örlagarík fyrir flokkinn. Bændur og skógarhöggsmenn á vanþróuðu svæðunum í Norð- austur-Finnlandi hafa snúið við honum baki, um leið og hann flutti á mölina, ef svo má segja. Pólitík Vennamos hefur sópað atkvæðum frá flokknum á þess- um slóðum. Hins vegar hefur inn rás Miðflokksins í þéttbýlið ekki tekizt. Talsmenn flokksins telja eina af ástæðunum fyrir tapinu vera hina róttæku stefnu sjón- varps og útvarps síðustu miss- erin, og þá einkum stefnu út- varpsstjóra, Eino Repo, sem upp haflega var skipaður til þess emb ættis sem miðflokksmaður, en hefur gerzt mun róttækari síðan. Telja þeir, að fólk hafi viljað Uhro Kekkonen. stjórnleysingja í hópi stúdentá með því. Flokkurinn reyndi á síð ustu stundu að bjarga andlitinu með málamiðlunartillögu, sem verkaði ekki sannfærandi á kjós- endur. íhaldsmenn, frjálslyndir og þingmenn sænska flokksins unnu mjög á þeim maraþonræðu höldum, sem þeir settu af stað í þinginu dagana fyrir kosningar og tókst að hindra framgang málsins með. VENNAMO — FASISTI EÐA RÓTTÆKUR? Þetta los, sem komizt hefur á fylgi Miðflokksins, hefur Vennamo notað sér, og þá eink- um þá kjósendur í Norðaustur- hluta landsins, sem nú eru óánægðir með landbúnaðar- stefnu stjórnarinnar. Áður fyrr beitti Miðflokkurinn sér fyrir nýbýlastefnu í finnskum land- búnaði, lögð var áherzla á aukna ræktun og styrkir veitt- ir til ýmissa framkvæmda. Nú hefur framleiðslan verið svo mikil að undanförnu, að smjör- g kornfjöll hafa myndazt og vald ið stjórninni áhyggjum. Þess vegna hefur nú verið gripið til þess að greiða bændum fyrir þá akra, sem þeir leggja í tröð, og jafnframt eru greidd há slátur- laun fyrir hverja þá kú, sem af- lífuð er. Bændum okkar hefur gramizt þetta, og þykir þeim Miðflokk- urinn ekki hafa beitt sér sem skyldi í þessu efni. En það er ekki bara fólk úr Miðflokknum, sem leitað hefur til Vennamos. Hann hefur dregið til sín þá kjós endur, sem óánægðir eru með flokka sína og flokkavaldið í landinu. Hann beitir mjög aðferð- um lýðskrumsins í málflutningi sínum, lofar gulli og grænum skógum, lækkuðum sköttum og aukinni lánastarfsemi til þeirra héraða, sem snauðust eru að fé til framkvæmda. Hann segist geta ráðið bót á atvinnuleysinu á 3 mánuðum. Þeir kjósendur, sem þannig hafa flykkzit um Vennamo, eru fyrst og fremst úr stéttum, sem hafa orðið illa úti við þá gagngeru breytingu, sern orðið hefur síðasta áratuginn í landinu, þegar þjóðfélagið hef- ur snögglega breytzt úr bænda- þjóðfélagi í iðnaðar- og þjón- ustuþjóðfélag. Það eru smá- bændur í norðausturhluta landsins og þeir sem lifa á ým- iss konar smáiðnaði í Mið- og Suður-Finnlandi. Fólk sem er að missa atvinnuna eða hefur þegar misst hana og býr við kröpp kjör og ótrygga framtíð. Vennamo hefur bæði beitt mjög hægrisinn- uðum áróðri og róttækum slag- orðum í stjórnmálabaráttunni, og hefur hvort tveggja haft veruleg áhrif á kjósendur, sem hafa lifað í þessu pólitísku rót- leysi. Vennamo á mjög auðvelt með að tala til fólks, og hefur framkoma hans í sjónvarpi haft mikið að segja fyrir framgang hans í kosningunum. HORFUR Á ST J ÓRN ARM YND UN Þegar Koivisto-stjórnin legg- ur inn lausnarbeiðni sína til Kekkonens í byrjun næsta mán- aðar, munu fljótlega hefjast til- raunir til stjórnarmyndun- ar, sem kunna að dragast veru- lega á langinn vegna hinna miklu breytinga á stjórnmála- stöðunni. Forystumenn flokk- anna hafa verið varkárir í yfir- lýsingum sínum um möguleika á stjórnarstarfi. En nú síðustu dagana hafa verið haldnir fund ir í flokksstjórnum og yfirlýs- ingar birtar um sjónarmið þeirra varðandi grundvöll nýju stjórnarinnar. Fyrstur varð Mið- flokkurinn til að gefa yfirlýs- ingu, þess efnis, að flokkurinn myndi ekki bera ábyrgð á nýrri stjórnarmyndun, og hann hefur einnig látið í það skína, að hann teldi álitlegast að verða í stjórn arandstöðu. Það sé hins vegar ljóst, að sigurvegarar kosning- anna, íhaldsmenn og Lands- byggðarflokkur, verði að axla þá ábyrgð að mynda nýja stjórn. Sósíaldemókratar hafa einnig lýst yfir, að það sé hlutverk hins borgaralega meirihluta að eiga frumkvæði að stjórnar- myndun, en flokkurinn telur það einnig vel hugsanlegt, að nú verandi stjórnarsamstarf geti haldið áfram, ef hægri flokkarn ir geti ekki myndað starfhæfa stjórn. Fólkdemókratar vonast til að vinstra samstarfið haldi áfram, því að nauðsynlegt sé að hindra myndun hægri stjórnar. Vennamo hefur lýst sig reiðubú- inn að fara í stjórn, ef málefna- samningur sá, sem boðið yrði upp á, yrði aðgengilegur, og að í því sambandi yrði enginn flokkur útilokaður. Frjálslyndir telja, að sigurvegarar kosning- anna geti ekki einir myndað stjórn, og verði því einhver af núverandi stjórnarflokkum að bera hluta af ábyrgðinni. Sænski þjóðarflokkurmn telur borgaralega stjórn eðlilega, en þó með þátttöku sósíaldemó- krata, og íhaldsmenn telja, að mynda beri stjórn á breiðum grundvelli í samræmi við úrslit kosninganna, þ.e. borgaralega stjórn. Það sem virðist liggja nokk- uð ljóst fyrir, er að sósíaldemó- kratar vilja heldur halda áfram samstarfi til vinstri heldur en taka upp samvinnu við íhalds- menn, sem þeir hafa bitra reynslu af frá fyrri tíð. Fjár- málapólitík sósíaldemókrata hafa kjósendur heldur ekki hafnað, og því er margt sem mæl ir með, að flokkurinn verði kjarni þeirrar samsteypu, sem mynduð verður. Sú skoðun hef- ur komið fram í blaði sósíal- demókrata, að hyggilegt væri að fá Landsbyggðarflokk með í vinstra samstarf, fylgi hans sé vinstra fylgi, sem eigi samleið með sósíalísku flokkunum frem- ur en nokkrum öðrum. En þeir flokkar þrír hefðu of nauman meirihluta, aðeins 106 þingsæti, svo að fjórða flokkinn þyrfti til. Er þá tæpast um aðra að ræða en Miðflokkinn og Sænska þjóð arflokkinn. Óvíst er, að Mið- flokkurinn vilji fara aftur í stjórn með vinstri flokkunum; hann vill fá að sleikja sár sín í friði í stjórnarandstöðu, og auk þess er alls óvíst, að sam- komulag tækist milli Landsbyggð - arflokksins og hans um sameig- inlegan málefnasamning, þó að báðir fiski á sömu miðum. En hugmyndin um hreina hægri stjórn er næsta fjarlæg, þrátt fyrir sigur íhaldsmanna. Til þesa er verkalýðshreyfingin of sterk, sérstaklega eftir sameiningu hennar, sem varð í vetur og er fyrst og fremst að þakka sam- vinnu sósíalísku flokkanna. Það eru því trúlega langar og flókn- ar málaleitanir, sem Kekkonen mun hefja í næsta mánuði, en það byggist ekki sízt á klókind- um hans, hvernig stjórnarmynd- un tekst. Athugasemd ÖNUNDUR Ásgeirsison, cand. jur. & oecon, hefur þ. 1. og 2. þ.m. skrifað í Morgunblaðið tvær langar greinar um stað- greiðslukerfi skatta. Vegna notok urra, að okkar dómi, mjög vill- andi umsagna um störf og starfs- hætti nefndar þeirrar, er kjörin var á Alþingi fyrir tæpuim þrem- ur áruim til þess að fjalla uim staðgreiðslulkerfið, viljum við undirritaðir, sem gegndum for- manns- og ritarastörfum í um- ræddri nefnd, biðja Mbl. fyrir eftirfaraindi leiðlréttingu. Það hefur óneitanlega vakið milkla furðu okkar, að Önundur skýrir frá því, að nefndin hafi jafnhliða því að skila tillÖgum sínuim flutt á Alþingi þingsálykt unartillögu, þar sem hún lýsi ánægju yfir verkum sínum og geri jafnfraimt tillögur uim með ferð málsins í næstu framtíð. Nú var nefndin að meirihluta Skipuð mönnum, sem ekki eiga sæti á Alþingi og gat þegar af þeirri ástæðu enga slíka tillögu flutt. Umrædd þingsályiktunartiLl/aga var flutt af ríkisstjórninni og auð vitað algerlega á hennar ábyrgð. Hins vegar er nefndin vitanlega þakklát fyrir þau viðurkenning arorð í hennar garð, sem fram koimu í greinargerð fyrir tillög- unni. Þá furðar oklkur á því, að Ön- undi sikuli finnast að hann þurfi að þvo hendur sinar af allri ábyrgð á nefndarálitinu vegna þess að hans er getið eins og allra annarra, sem þátt tóku í viðræðum við nefndina, setn fulltrúar eða varafulltrúar hinna ýmisu hagsimunasamtaka, sem nefndin átti að hafa samráð við. Auðvitað hefir nefndinni aldrei dottið í hug að gera nokkurn þessara manna á neinn hátt á- byrgan fyrir áliti og tillögum nefndarinnar. Taldi hún slíkt svo sjálfsagðan hlut, að óþarft væri að tafea það fram sérstak- lega. Þá byggist hneykslun Önund- ar á fyrirvara einstalkra nefndar manna um tæknileg framkvæmd aratriði varðandi staðgreiðsluna að okkar áMti á cikunnugleika á hlutverki nefndarinnar. En í þingsályktun þeirri, er ákvarðaði hlutverk nefndarinnar, var bein línis tekið fram, að henni væri ekki ætlað að gera endanlegar til lögur um framlkvæmd stað- greið=lulkerfisins. Slíkt skyldi vera hlutverk ríkisstjórnarinnar í samráði við Alþingi, að fengnu áliti nefndarinnar, ef það leiddi til niðurstöðu. sem nánar var kveðið á um í þingsályktuninni. Skoðanir þær. sem að öðru leyti koma fram í greinum Ön- undar, sjáum við hins vegar etoki ástæðu til að ræða að svo stöddu. Með þökk fyrir birtinguna. Ólafur Björnsson. Guttormur Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.