Morgunblaðið - 03.04.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1970, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1970 Hafnarfjörður Til sölu glæsileg 5 herb, íbúð á efri hæð í tví- býlishúsi við Ölduslóð. Bílgeymsla fylgir. Hrafnkell Ásgeirsson, hdl., Strandgötu 1, Hafnarfirði. Sími 50318. Hafnarfjörður Til sölu nýstandsett 3ja herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi við Vitastíg. Verð kr. 1050 þús. Útb. kr. 350 þús. Hrafnkell Ásgeirsson, hdl., Strandgötu 1, Hafnarfirði. Sími 50318. Búnaðarfélogi íslands berast öðru hverju óskir frá erlendum stúlkum einkum frá Sviss og Vestur-Þýzkalandi um að fá að vinna á sveitabýlum lengri eða skemmri tíma að sumrinu. Þessar stúlkur eru yfir- leitt vel menntaðar, og vanar sveitastörfum. Vilji einhverjir bændur fá slíkar stúlkur til starfa aettu þeir að snúa sér til Ráðningarstofu landbúnaðarins. Einnig berast oft fyrirspurnir erlendra pilta, einkum stúdenta um möguleika á ýmiss konar störfum á Islandi einkum viö landbúnað. Yfirleitt reynir ráðningarstofan ekki að útvega þessum stúdent- um störf nema þegar, um stúdenta við landbúnaðarnám er að ræða. Vilji einhverjir bændur ráða slíka stúdenta til starfa, væri gott að þeir sneru sér til ráðningarstofunnar svo að hægt sé að benda viðkomandi stúdentum á möguleika til að fá vinnu hjá þessum bændum. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS. Sætaáklæði og mottur í alla bfla. Gamla bíla Nýja bíla Litla bíla Stóra bíla Nýir litir, ný mynstur. Sendum í póstkröfu um land allt. niTiKRBÚÐin FRAKKASTIG7SIMI22677 Olafur Sigurðsson: Kvikmyndir NÝJA BÍÓ: Rauða eitrið (Pretty Poison) ÞETTA er ein þeirra mynda, sem koma manni skemmtilega á ó- vart. Hún er líka ein þeirra mynda, sem maður notar ógjarn an stór orð yfir, en þau eru öll jákvæð. Myndin segir frá ungum manni sem kemur út af heimili fyrir vandræðaunglinga og fær vinnu í lítilli borg. Hann er drauim- óramaður, sern á erfitt með að gera skil á milli raunveruleika og drauma. Fljótlega kynnist hann einni af þessum ungu og saklausu stúlkum, sem ekkert sjáanlegt er hægt að finna að. Fyrir slysni lendir hún í því að drepa næt- urvörð í verksniiðjunni, þar seim hann vinnur. Kemst hún að því að það er auðvelt að drepa og miklu meira gaman en annað, sem hún hefur lent í. Eins og hann segir: „Þetta hef ur verið meiri vikan. Ég kynnt- ÍSnfiteWB2-'M- .Úm 30280-3262 LITAVER 7 tegundir af nylon- gólfteppum. Óbreytt verð, verð frá kr. 298. pr. ferm. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. Til sölu 2ja herbergja íbúð i 12. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar að íbúð þess- ari, sendi umsóknir sínar til skrifstofu félagsins að Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 9. apríl n.k. FÉLAGSSTJÓRNIN. allar byggingavörur á einum staá Vatnsleiðslupípur, svartar og galvaniseraaar Fittings — múrhúðunarnet £%> BYGGIIMGAVÖRUVERZLUN BYfVO *Zks4? KOPAVOGS sttoj41010 \^ KOPAVOGS TILKYNNING Véiadeild vor verður tramvegis opnuð kl. 8 árdegis timm daga vikunnar (mánudaga-töstudaga) til hœgðarauka fyrir viðskiptavini Símanúmer kl. 8-9 er 84673 (bein lína) Fálkinn og Stál Suðurlandsbraut 8 ist þér á mánudag, varð ástfang- inn á þriðjudag, var þér ótrúr á miðvikudag, drap með þér mann á fimmtudaig." Eina og váanita má endar vikan í steininum, en ekki fyrr en maður hefur séð eina af betri glæpamyndum, sem gerðar hafa verið í seinni tíð. Mynd þessi fjallar um ungt fólk af miklum skilningi og tals verðri kaldhæðni. Eru þau Ant- hony Perkins og Tuesday Weld eins og sköpuð fyrir sín hlutverk og leika þau bæði sérlega vel. Það kemur ekki á óvart með Anthony Perkins, en því meira á óvart með Tuesday Weld. Hún hefur leikið í fjölda mynda, en flestar þeirra hafa verið mjög lélegar og hafa ekki komið hingað til lands. í þessari mynd datisar hún línudans á milli sakleysis og spillingar, sem unun er á að horfa. Myndin er gerð af þremur ungum mönnum. Marahal Backl ar og Noel Black eru framleið- endur myndarinnar, en sá síðar nefndi er einnig leikstjóri. Hand ritið er skrifað af Lorenzo Semple jr. og er óvenjulega vel gert. Það er óhætt að mæla með þesisari mynd, sem er í hæsta máta óvenjuleg og vel heppnuð glæpamynd. AUSTURBÆJARBÍÓ: Láttu konuna mína vcra (Not With My Wife, You Don't) ÞAÐ þarf eikki mi'klar markaðs rannsóknir til þess að sjá, að þessi mynd er einimitt af þeirri dauðadaamdu tegund, sem um þessar mundir hefur næatuim gengið af Holljrwood dauðri. Ef athugað er hverjir fara í kvik- myndahús, bæði hér og annars staðar, kemur í ljós að þáð er svo til eingöngu ungt fólk, innan við 25 ára aldur. Er einhver á- stæða til áð það hafi áhuga fyr ir tepmlegu naerri-því-fraimihjá- haldi miðaldra fólks? Það er ein- mitt þetta, sem þessi mynd fjall ar uon. Segir frá tveimur stríðshetjum í Kóreu, Tom (Tony Curtis) og Tank (George C. Scott), sem eru miklir vinir, en berjast af mik- illi heift uim stúlkur. Feiknafög ur hjúkrunarkona (Virna Lisi) verður hrifin af þeim báðuim og kveður það valda sér notokrum ruglingi, sérstaklega þegar báð- ir eru viðstaddir. Á meðan Tank er í spítala annars staðar, giftist hún Tom. Snýr nú sögunni skyndilega 15 ár fram í tíimann, til okkar tínma í London, þar sem Tom er stað- settur á herflugvelli utan við borgina. Kemur Tank óvænt í heimsókn, ókvæntur sem fyrr, og Tom fer að óttast um konuna. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort hægt væri að leyfa nokkuð að ráði ljótt í „mynd fyrir alla fjölsikylduna". Það þarf ekki mikla reikni- snilli til að álykta að maður, sem er flugfcappi í Kóreu 1952, er að minnsta komiinn um fertugt 15 árum síðar. Ég held að ást hans og afbrýði hljóti að vera lítið at hyglisvert fyrir fólk um tvitugt. Fyrir fólk um og innain við tvítugt, liggur við að ástarævin- týri svo aldurhnigins fólks séu ó- geðfelld. Það bjargar því sem bjargað verður, að Tony Curtis og George C. Scott eru báðir afbragðs leik- arar. Allt frá því Tony Curtis lék í Some Like It Hot með Jack Lermmon og Marilyn Monroe hef ur hann verið viðurkenndur gam anleikari, þó að hann hafi of sjaldan fengið að leika í alimenni legum myndum. George C. Scott er frábaar leikari og stendur sig þarna sem fyrr. Leikstjórn er hröð og vönduð og öll tæknileg gerð myndarinn- ar til hreinnar fyrirmyndar, eina og oft er með myndir af þessu tagi. Þó að rniynd þessi eé ekki merkileg, er hún vel sjáandi fyr ir leik aðalleikaranna tveggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.