Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 84. tbl. 57. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1970 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjögurra daga barátta við dauðann úti í geimnum — geimfararnir í Apollo 13 berj- ast æðrulausir við hætturnar Houston, Texas — AP Þannig lítur farkostur geimfaranna þriggja út. Tunglferjan, sem er efst á myndinni, er nú nokk- nrs konar „björgunarbátur“ fyrir þá, þaðan fá þeir súrefni á leiðaini til jarðar. Skömmu áður en þeir koma inn í gufuhvolfið verða þeir að iosa hana frá, og notast við neyðarbirgðir í stjórnfarinu, í lendingu. Þeir hafa nægilegt súrefni, ef þeir verða ekki fyrir fleiri óhöppum. £ Með orðunum: „Hey, Houston, við eigum í vandræðum,“ hófst fjögurra daga barátta geimfaranna í Apollo 13 fyr- ir lífi sínu og fjögurra daga taugaslítandi bið þeirra, sem fylgjast með ferðinni á jörðu niðri. 0 Þótt stjórnendur geimferðamiðstöðvarinnar í Houston segðust vera nokkuð bjartsýnir um að geimfaramir kæmust heilu og höldnu til jarðar, gætti vaxandi uggs hjá þeim eftir því sem á daginn leið og ástandið virtist sífellt verða alvarlegra. 0 Skömmu eftir bilunina tilkynnti Houston, að aflgjafi stjórnfarsins dygði aðeins í stundarfjórðung í viðbót og geimfararnir urðu að forða sér inn í tunglferjuna. Þeim tókst þó að veita súrefni þaðan inn í stjórnfarið, þannig að nú geía tveir þeirra hafst þar við. 0 Um klukkan 2.30 í nótt rennur upp eitt mesta hættu- augnablik ferðarinnar. Þá er geimskipið bak við tunglið, og þá þarf að ræsa goshreyfil ferjunnar og notast við hann til að koma því á farbraut til jarðar, þar sem aðalvélarnar eru allar óvirkar. 0 Ef allt gengur að óskum á svo farið að lenda á Kyrra- hafi um kl. 5 næstkomandi föstudag, en margt er það sem getur farið úrskeiðis, og eins og málin standa nú, mega geimfararnir ekki við hinu minnsta áfalli. Mannbjörg á kafbátnum? Licmidan, 14. apríl. AP. MANNBJÖRG hefur að öllum likindum orðið, er sovézkur kjamorkukafbátur sökk á Mið- jarðarhafi um helgina. Sam- kvæmt heimildum AP-fréttastof- unnar voru tvö sovézk skip á sömu slóðum og kafbáturinn og svo virðist, sem kafbáturinn hafi laskazt meðan hann var ofan- sjávar og tekizt hafi að bjarga áhöfninni, sem að líkindum hef- ur verið 88 menn, yfiv í sovézku skipin tvö. Ekki hefur þessi frétt fengizt staðfest. í Moskvu hefur ekkert verið tilkynnl um hvarf kafbútsins. I sömiu heiimilduim AP-fxétta- stof'unmiar og áðuir greinir er haft fyirir satt að kafbáturinm hafi elklki veriið sá sami og vairð fyrir slkemimiduim á At'lamitslhafi í febrú ainmóiniu'ði s.i., em sá katfbátur haifði eklki ikjarmorlk'U'búnað. Katf- bátuirimn vair urndam Spánar- Strömduim er hamin söklk, og í fréttum frá Waishinigton síðdeigis í dag seigir að bandarí^kar könn- umarfluigvéllar halfi fyl'gzt mieð ferðuim bátsims uim heilgima og séð að hann átti í mio'kknumi erfið- leikuim. Var þá reymit að koma taug úr hiomtum til sovéztou skip- anina, sem voru mærstödd, en all- ar líkuir benda til að þau hatfi orðið að heetta bjöng'umarað'geirð- Kopechnemálið: Vitnisburði haldið leyndum uim á bátnium eftir að áhöfninná h'afðd verið bjargiað. í gær voiru sovéziku slkipin á sömu slóðum og viir't'ust vera að leita a>ð bátn- um. Katfbátuirinin var 3.500 tonn að stærð og með útbúmað til að lieita uippi bamdairísk skip. Tæp tvö ár eru síðan bamidairíiski kjatm orkjukEifbáturinn Soorpion týnd- ist með 99 mainina áhötfn á Atlants hafi, er hamm var á heimll'eið frá ætfimgum á Miðj airðárhatfi. Síðar hatfa tiveir frainislkir fcaflbátar eokfc ið á Miðjarðarhafi með alQri áhötfn. Boston, 14. apríl AP. ALRÍKISDÓMARI í Boston gaf í dag ut skipun þess efnis að bannað yrði til bráðabirgða að dreifa til fréttamiðla gögnum og dómaraskýrslum um rann- sóknina á dauða Mary Jo Kop- eehne. Skipunin um bannið sem sagt er að eigi að gilda nm ó- ákveðinn tíma var gefin út rétt í þann mund, er dreifing gagn- anna átti að hefjast. Hraðritari að nafni Lippman hafði fengið samþykki Edmound Dinis, héraðseaksóknara, til þess Framhald á bls. 31 Geimfararnir þrír, James Lov eflQ, Fmed Hadse og Jahn Swig- ert, höfðu nýlokið við sjónvarps sendingu til jarðar í fyrrinótt, þegar sprenging hristi geimfarið og aðvörunarljós gáfu til kynna að bilun hefði orðið á rafkerf- inu. „Hey, Houston“, kallaði Lov- ell, „við eigum í vandræðum". Niðri á jörðinni var eins og raf- straumur hefði farið um þá sem til heyrðu. Þreytusvipurinn hvarf af andlitum fjarskipta- mannanna, fætur hurfu ofan af borðum og stífir í baki, með hvöss augu byrjuðu þeir ósjálf- rátt að yfirfara öll mælitæki sem fyrir framan þá voru. Fimm mínútum síðar tilkynnti Lovell að tveir af þrem efnara- fölum stjórnfarsins virtust í ó- lagi, og að þeir sæju eitthvað leka út úr geimfarinu. „Það er líklega eitthvað gas, ég sé það út um gluggann". (Síðar kom í ljós að þetta var súrefni). Skömmu síðar tilkynnti Lov- ell að geimskipið væri farið að velta til og frá. f Houston biðu menn með öndina í hálsinum, meðan Swigert barðist við að stöðva það af, og tókst það eftir nokkra stund. Um 25 mfíraútuim eftir að til- kynnimgin barst frá LoveOQ, saigði Hou'ston þeim að taka úr saamba'nidi þau tæki, eem þeir gætu verið án, til að ?para raí- orkiuina. Fimm mínútum síðar til kynnti stjónmenduir í Houistoin a@ geimfarið væri að missa súretfni af efmairaföliuim núnner 1 og 3, og Framhald á hls. 18 Blóm og samúðarskeyti streyma til eiginkvenna geimfaranna. A myndinni tekur frú Lovell við blómakörfu, sem einhver óþekkt- ur vinur hefur sent henni. Grikkland: 332 fangar úr haldi Aþenu, 14. apríl. AP. HBR'FORINGJASTJÓRNIN í Grilkklandi tilkynnti í kvöld, að ákveðið hefði verið að láta lausa 332 pólitíska fanga seim hafa sefl- ið í fangelsi á ýmisuim eyjum Grikklands og í öðrum fangabúð uim, síðan herforingjastjórnin komst til valda fyrir nálægt þremur árum. Papodoupolos sagði á blaða- mannafundi sl. föstudag og skýrt var frá í Mbl. að þann 21. apríl, þegar herforingjastjórnin hefur setið í þrjú ár, verði aðeins 1.270 pólitískir fanga í landinu. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.