Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNSLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 115. APRÍL 1I9T0 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. I tausasölu 10,00 kr. eintakið. APOLLO 13 A llur heimurinn fylgist nú í ** ofvæni með afdrifum bandarísku geimfaranna þriggja um borð í Apollo 13, sem berjast við að ná til jarð- air aftur eftir bilrmina, sem varð í rafkerfi og súrefnis- tækjum geimfarsins. Þegar síðast fréttist var enn tví- sýnt um hvernig færi. Vís- indamennimir í geimferða- stöð Bandaríkjanna í Hou- ston vonuðust til þess, að þeir James Lovell, Fred Haise og John Swigert mundu geta ient tunglfarinu á föstudag á Kyrrahafi. Það er von, sem allir jarðarbúar bera í brjósti. Bandaríkjamenn hafa sýnt og sannað vísindalega yfir- burði sína á sviði geimvís- inda. Þeir hafa öðlazt aðdáun allra fyrir það afrek, að hafa semt menin til tunglsins og heimt þá heim aftur heilu og höldnu. Þegar menn gengu í fyrsta sinn á yfirborði tungls ins var brotið blað í sögu mannkynsinis. Maðurinn var ekki lengur bundinn við jörð ina eina. Það kostaði ekki aðeins mikið fé að brjóta þetta blað, heldur einnig mikið hugvit og hugrekki. Áhugi fólks á tunglferðum Bandaríkjamanna náði há- marki þegar Apollo 11 lenti á Hafi kyrrðarimnar 20. júlí 1969. Þessi fyrsta lending á framandi hnetti var svo ná- kvæm og gekk svo vel, að fólk varð agndofa af undrun og aðdáun. Hið sama má segja um lemdíngu Apollo 12 í nóvembermánuði síðast- liðnum á Hafi stormanna. Þó var fólk ekki eims undrandi og áður og áhuginm ekki eins vakandi. Menn voru farnir að ganga út frá því, að vís- indatæknin og leikni geim- faranna tryggðu smurðulaus- ar tunglferðir. Þegar Apollo 13 var skotið á loft frá Kennedyhöfða síð- astliðinn laugardag var áhugi fólks greimilega minni en við fyrri tunglferðir. Klukkan um 9 að staðartíma í Houston að kvöldi 13. apríl barst svo til- kynningin frá Lovell, stjórn- anda Apollo 13. „Við erum í vandræðum," sagði hann. Fólk varð þrumulostið. Menn skynjuðu á ný þá miklu lífs- hættu, sem tunglfararnir leggja sig í. Bandarískir geimfarar hafa þó aldrei farið í grafgötur um þá hættu, sem er geim- ferðum samfara. Æðruleysi og þrek áhafnar Apollo 13 er fagur vottur þeirrar hug- prýði, sem ávallt hefur ein- kennt brautryðjendur. Banda ríska þjóðin getur verið stolt af þessum þremur sonum sín- um. Hugur íslendinga, sem ann- arra, dvelst nú hjá þeim Lov- ell, Haise og Swigert. Það er allra von, að þeim verið borg- ið, heilum á húfi, til jarðar- innar aftur. En jafmframt minnir hættan, sem blasir við áhöfn Apollo 13, á fómfýsi og æðruleysi þeirra, sem átt hafa mestan þátt í því, að mannkynið næði nýjum mik- ilsverðum áföngum. Ný land- nám sö'gunnar minna á þá fullhuga, sem frá aldaöðli hafa leitt mannkynið á nýj- ar, ókunnar slóðir, hvort sem þær heita Haf kyrrðarinnar eða Fra Mauro, en þangað var för Apollo 13 heitið, þó að nú verði bið á því, að fyrstu mennimir stigi þar fæti. Hvað sem því líður hefur áhöfniti á Apollo 13 skilið eft- ir sig spor í hetjusögu mann- kynsins. Þátttaka í stefnumótun ¥Tm þessar mundir efna Sjálf ^ stæðismenn í Reykjavík til 12 funda um einstaka þætti borgarmála. Fundir þessir em opnir öllum borgarbúum og er markmiðið með þeim að gefa almenningi kost á að koma á framfæri hugmynd- um sínum um málefni borg- arinnar. Fundimir eru liður í endurskoðun á stefnu Sjálf- stæðismanna í borgarmálum og með þeim er hinum al- menna borgara vedtt tæki- færi til að hafa áhrif á og taka þátt í stefnumótun Sjálf- stæðisflakksins í málefnum Reykj avíkurborgar. Með þessum fundarhöldum villja Sjálfstæðiismenn fylgja eftir þeim árangri, sem náð- ist í prófkjöri Sjálfstæðis- manna í Reykjavík er nær 7000 Reykvíkingar tóku þátt í að velja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjómarkosningunum. Borg- arbúar eiga ekki aðeins að taka þátt í að velja fram- bjóðendur, þeir eiga ednnig að móta stefnu Sjálfstæðis- manna í borgarmálum, þá stefnu, sem frambjóðendur þeirra munu svo berjast fyr- ir í kosningunum og að þeim loknum. Fundarhöldin þessa dagana eru því liður í víðtækri við- leitni Sjálfstæðisflokksins til þess að koma á í flokk.sstarf- inu virkara lýðræði en verið hefur og aukinni þátttöku Fangelsisdómarnir í Grikklandi Síðustu rétt&rhóldunum í Grikklandi er nú lokið og dómar hafa verið upp kveðnir. Af ?4 sakborningum voru þrír sýknaðir algerlega, effllefu fengu skil- orðsbundna dóma, en hinir tuttugu voru dsemdir tiil fangelsdsvistar, einn þeirra Dioniyssios Karajorgas fyrir lífstíð, en sumir aðrir í allt að átjón. ár. Áður en dómarniir voru upp kveðnir böfðu ýmsir óttazt að Karajorgas og a.m.k. tveir aðr- ir yrðu dæmdir til lífláts og sumir eru nú þeirrar skoðunar, að sú mikla andúð og reiði sem réttarhöldin vöfctu utan Grikklands hafi átt sinn þátt í að sú varð ekki raunin. Fjölmargir áhrifa- menn utan Grikklands hafa tjáð sig um dómana, þar á meðal í Bretlandi og í Þýzkalandi og eru þeir ekiki að skafa utan af vanþóknun sinni. En réttahöldin vöktu ekki aðeins andúð manna, heldur og undrun. Þar á ég við að óvenjul'egt er í einræðisríki að sakborningar fái að taka til máls fyrir rétti, þar sem allur framburður er venjulega skipulagður til þrautar fyrirfram. Flestir hinna ákærðu lýstu því yfir að þeir hefðu verið pynd- aðir til að gera játningar og verjendur gengu drengilega fram í að styðja skjól- stæðinga sína og voru ekki aðeins mála- myndaverjendur og páfagaukar stjórn- arvaldanna. Svo virðist sem efckert hafi af saksóknara hálfu verið gert til að þagga niður í sakborningum er þeir lýstu þeim pyndingum, sem þeir kváð- ust hafa sætt í fangelsinu og er það eitt út af fyrir sig athyglisvert rannsóknar- efni. Pyndingar á mönnum, sem ekki geta varið hendur sínar hljóta jafnan að verða til að vekja reiði og viðbjóð á því stjórnarfari sem lætur slíkt við- gangast. En það er naumast launungar mál að slíkar aðferðir eru ekki aðeins iðkaðar í Grifcklandi nú, og í kommún- istaríkjum. Þær voru stundaðar þar áð- ur en herforingjastjórnin hrifsaði völd- in. En viðhorfin eru fljót að breytast: þá þótti mönnum það stundum huggun harmi gegn að þá áttu í hlut fjendur „lýðræðisins“. Ég dreg stórlega í efa að pyndingar fyrrverandi „lýðræðisstjórn- valda“ í Grikklandi hafi vakið eins mikla athygli í þá tíð. Hitt þarf eng- um að koma á óvart að misþyrmingar séu jðkaðar í Grikklandi nú og af sýnu meiri hörfcu, þegar hreinrælktuð einræð- isstjórn heldur um taumana. Rétt er og sjáUsagt að móbmæla réttar höldum og hörðum fangelsisdómum og pyndingar eru aliltaf fordæmanlegar. Á hitt ber að líta og því hafa ýmsir gleymt — þótt það afsaki ekki pyndingar á neinn hátt — að sumir þeirra manna, Georges Papadoupolos. sem fyrir réttinum voru nú í Aþenu, hafa gerzt brotlegir og sumir um alvar- leg afbrot. Á því hvort um hreinar póli- tískar ofsóknir er að ræða eða réttar- höld yfir sakamönnum standa yfir, verð ur að gera nokkurn greinarmun, en á því hefur vissulega orðið nokkur mis- brestur. Svo virðist sem það sé komið í tízku að mótmæla réttarihöldum í Grikklandi, og skiptir þá ekki máli hvaða sakir eru bornar á álkærðu. Þetta tel ég varhugaverða þróun til þess eins fallna að draga úr áhrifum réttmætra mótmæla. FÁRÁNLEG YFIRLÝSING PAPADOUPOLOSAR Um ástand mála í Grikklandi aðöðru leyti er helzt að geta mjög forvitniiegr- ar yfirlýsingar forsætisráðherrans Ge- orges Papadoupolosar fyrir síðustu helgi þar sem hann boðaði að stjómin ætl- aði að gera ýmsar ráðstafanir er mið- uðu að auknu lýðræði í landinu. Ge- orges Papadoupolos las síðan tilkynn- inguna og er hún fáránlegasta plagg, sem stjómin hefur iátið frá sér fara mánuðum saman og er þá væntan- lega mikið sagt. Hann sagði að upp frá þessu mætti ekki handtaka borgara nema handtökuskipun hefði verið gef- in út, en hnýtti því þó aftan við að þetta næði vitaskuld ekki til þeirra, sem að mati yfirvalda befðu í frammi áróður gegn stjórninni. í öðru lagi að lögsaga herréttar yrði takmiörkuð þann ig, að hún næði aðeins til hersins — og mála er vörðuðu öryggi ríkisins. Rús- ínan var þó, að Papadoupolos sagði að nú yrði funda- og málfrelsi algert í land inu — þó myndi verða fylgzt með því að það yrði ekki misnotað. Ekki er vafi á því að stjórnin mun nota sér sveigjan leika og teygjanleika þessara ráðstaf- ana í rílkum mæli. h.k. Salt-fundir hefjast að nýju á morgun Vímar/borg, 14. aipriíll NTB. AP. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á SALT fundun- um, um takmörkun á smíði eld- flauga og kjamorkuvopna eru komnir til Vínarborgar, en þar hefjast fundimir á morgun, fimmtud. Af hálfu Bandaríkja- manna verður aðalfulltrúi Gerard C. Smith, sendih., en Vladimir hins almenna borgaira í á- kvörðuoum flokksinis. Þessir fundir hafa því meiri þýð- ingu en í fljótu bragði kann að virðast og eru borgarbúar hvattir til að taka þátt í þeim og þar með í mótun á stefniu Sjálfstæðiisimannia í mátefnum höfuðborgarinnar. Semjonov, aðstoðarutanríkisráð- herra verður frá Sovétríkjunum. Stjórnmálafréttaritarar í Vínar- borg segja að hæfileg bjartsýni ríki fyrir fundina, en álitið er að viðræðurnar muni standa með smáhvíldum næstu tvo þrjá mánuði. Srri'iitlh isalgði vlið koimiuinla ®L1 Víniaubangair, iað fluindiilriniir í Hlell- siinfci Ihdfðiu laiðeiinis varliið >uinídár- búnirag'uir að öðru meira, en hæf- ust inú fyrir alvörtu. Semijonov lét í l'jós ámæiggiu möð alð við- ræiðluinnar gaötiu fairlilð fnaim í Aulst 'Uiriník'i, eiinlkum vaginia þesis iaið Auistiuirir'ílki ’liagði álhiarzfllu á að fyiligja 'hliiu'tllayisisgtieifiniu. í Mosfcvu siaigðii Leonlid Biriezlh- miav, flllofclksl'aiðtogi, ia@ SOvét- mamn vomulðiuist tlill áð mlá ákyin- saimilleigu aaimlkoimiuBaigi uim tafc- mörkuin á smóðli fcjiarinioirlkuiv'oipnia. Hlanin kvaiðlat þeinnaæ ákoðlutniar að SALT-'viðræðiurntar gætu boir- ið dirjúgan ávöxlt, ef Biandarílkja- manin sýintdiu saniman aaimiatiainfls- viljia. Aðalfundur bifreiðasmiða AÐALFUNDUR Félags bifreiða- smiða var haldinn nýlega að Hótel Sögu. Á síðasta ári gekk félagið úr Landssambandr iðn- aðarmanna og gerðist aðili að Málm- og skipasmíðasambandi íslands og er félagið nú aðili að lífeyrissjóði innan M.S.f. Þá er félagið búið að segja upp núgildandi kaup- og kjara- samningi við vinnuveitendur frá og með 15. maí 1970. í stjórn voru kosnir: Magnús Gíslason formaður, Ásvaldur Andrésson varaformaður, Hrafn kell Þórðarson ritari, Eiríkur Ólafsson gjaldkeri, og Jóhannes Eliasson vararitari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.