Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 31
MORiGUN.BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1070 31 Áhorfendurn- ir nær 2 millj. — á 20 ára starfsferli Þjóðleik- hússins. Sýningar á 5. þúsund Á ÞKIM 20 árnm, sem liðin eru frá því Þjóðleikhúsið tók til starfa hafa nær tvær milljónir áhorfenda sótt leiksýning-ar Þjóð leikhússins, en þær eru orðnar á fimmta þúsund. Þjóðleikhúsið hefur sýnt 200 leiksviðsverk: 145 leikrit, 13 hamaleikrit, 33 söng- leiki, óperur og óperettur og 9 balletta. Auk þess hafa 21 er- lendir listsýningahópar komið fram I Þjóðleikhúsinu og sýnt leikrit, óperur og balletta. Koma þessar tölur fram í stuttu yfir- liti, sem þjóðleikhússtjóri hefur gert yfir störf leikhússins frá því hað tók til starfa. Af þeim leikritum, sem Þjóð- leikhúsið hefur sýnt, hafa 43 verið íslenzk, þar af 28 ný. Leik sýningarnar í Reykjavík eru orðnar rúmlega fjögur þúsund, leiksýningar úti á landi nokkur hundruð og erlendis hefur Þjóð- leikhúsið haft 6 sýningar. Þjóðleikhúsið tók til starfa haustið 1949 og 1. nóvember höfðu flestir leikararnir verið ráðnir. Sumardagurinn fyrsti 1950 var ákveðinn sem vígslu- dagur og þá var sýnt leikritið „Nýársnóttin" eftir Indriða Ein- arsson, en hann var frumkvöð- ull að byggingu Þjóðleikhússins. Naesta kvöld var „Fjalla-Eyvind ur“ eftir Jóhann Sigurjónsson sýndur og þriðja kvöldið „ís- landsklukkan“ eftir Halldór Lax ness og var það eina nýja ís- lepzka leikritið. Þessi þrjú leik- rit voru svo sýnd til skiptis til júníloka og jafnan fyrir fullu húsi. Um 25 leikarar hafa lengst af verið við Þjóðleikhúsið á svo- kölluðum A og B samningum. Fastráðnir starfsmenn eru um 60 en tiuk þeirra eru um 300, sem að einhverju leyti hafa laun uð störf hjá leikhúsinu á hverju ári. Aðsókn að Þjóðleikhúsinu hef ur yfirleitt verið nijög jöfn og hafa leikhúsgestir verið 90-100 þúsund á ári. Fyrsta árið voru tekjur og gjöld Þjóðleikhússins um 3.5 millj. kr. og var þá nokkur tekju afgangur, en nú eru mótsvarandi tölur 40 milljónir. Fyrsta árið var aðgöngumiðaverðið víðast í SJÚKRAHÚSIÐ á Húsavík, sem nú er í byggingu, verður væntanlega tekið til fullra af- nota um næstu mánaðamót, húsinu 35 krónur en nú er það 240 krónur. — Þjóðleikhúsið hef ur alltaf fengið nokkurn hluta skemmtanaskattsins, eða 35-50% auk nokkurs styrks til viðbótar frá ríkissjóði. Afmælisins verður minnzt með hátíðarsýningu á „Merði Valgarðssyni" á sumardaginn fyrsta og er skýrt frá því ann- ars staðar í blaðinu. Togara- sala TOGARINN Egilil Skallagríms- son se’di í gær í Þýzkalamdi 194 lestir fyrir 145.200 mörk eða kr. 3.463.000. Meða'liverð er kr. 17,85 á kg. en í þessari viku mun lækna- miðstöðin, sem er í húsinu, taka til starfa. Til hægri á myndinni er gamia sjúkrahús ræðir pyndingar Strassbourg, 14. apríl NTB. RÁÐHERRANEFND Evrópu- ráðsins kemur á morgun, mið- vikudag, saman til fundar til að ræða, hvort Grikkland hafi brotið mannréttindaskrá Evrópu með því að pynda fanga. Utan- ríkisráðherrar landanna munu kynna sér frumkvæði Norður- landanna þriggja, Noregs, Dan- merkur og Svíþjóðar, og Hol- lands í málinu. Hugsanlegt er að ráðherranefndin muni sam- þykkja skýrslu frá 87 vitnum, en hún var lögð fram þann 18. nóvember í fyrra. >á kann einn ig svo að fara að nefndin muni ákveða að birta skýrsluna. ið, sem tók til starfa 1936. Við þessa nýju læknamið- stöð starfa þrir læknar, Öm Arnar, Gísli G. Auðunsson og Oddur Bjamason. Gísli er héraðsiæknir Húsavíkurhér- aðs og Oddur héraðslæknir í Breiðumýrarlæknishéraði með aðsetri á Húsavík. Læknamiðstöð Norski bústjórinn í fóðurframleiðslueldhúsi Loðdýrs h.f. í gærmorgun. * Arnesinga kórinn ÁRNESINGAKÓRINN í Reykja vík heldur söngskemmtun í Gamla bíói laugardaginn 18. apríl kl. 3 e.h. fyrir Árneainga í Reykjavík og aðra þá er hlýða vilja. Kórinn var stofnaður árið 1966 að tilhlutan Ámesingafélagsins í Reykjavík og hefur sungið á mörgum skemmtunum þess síð- an og einnig alloft á skemmt- unum fyrir aðra aðila, bæði hér í Reykjavík og austan fjalls. Stjórnandi kórsins er Þuríð- ur Pálsdóttir söngkona og und- irleikari Jónína Gísladóttir. Á tónleikunum 18. þ.m. mun kórinn flytja fjölda innlendra og erlendra laga m.a. lög eftir mörg helztu tónskáld Árnesinga fyrr og síðar. Einsöngvarar með kórnum verða Guðrún Tómasdóttir og Margrét Eggertsdóttir. (Frá Árnesingafélaginu). — 145 tonn Framhald af bls. 32 er ísrek enn hér úti fyrir. Hafa bátar oft átt í miklum erfið- leikum með að komast að net- um sínum. Hafa þeir orðið fyrir töluvérðu netatjóni vegna íss- ins. Hér er í dag SA stinnings- kaldi með bleytuhríð. — Ólafur. — Kopechne Framhald af bls. 1 að skrifa niður vitnaframburð og heldur því fram að hann hafi einkarétt á að birta og selja ein- tök af skýrslunum. Hins vegar hafði hæstairéttairritairi, . Edward V. Keating gert samning við fyr irtæki um birtingu á skjölun- um og hugðist hann dreifa þeim til fréttamiðla, sem höfðu pant- að þau fyrir 75 dollara eintakið. Ákvörðun alríkisdómarans í dag er til þess ætluð að koma í veg fyrir petta. Lippman hafði samþykkt að selja afrit að skjölunum dagblöð um og tímaritum í ágúst í fyrra. Dinis héraðssaksóknari segir að í öllum öðrum málum, sem hann þekki til hafi það verið venja að það sé hlutverk hraðritara hvers réttar að útvega þeim setn áhuga hafa á, eintök af dóms- skjölum. Þannig er vélasamstæðan í eldhúsinu. Evrópuráðið: Ráðherra- nefndin Fyrsta minkamál tíðin framleidd Dýrin eru nú í f GÆRMORGUN var löguð fyrsta máltíðin hérlendis úr ís- lenzku fóðri fyrir 900 minkalæð ur, sem Loðdýr h.f. hefur kom- ið fyrir að Lykkju á Kjalar- nesi. Fóðrið samanstendur fyrst og fremst af ferskum fiskaf- skurði, fiskbeinum, svo og inn- mat úr sláturdýrum. Norski bústjórinn Arne Bond en, sem stýrir minkabúi Loð- sóttkví dýrs að Lykkju var mjög hrif- inn af hinum ferska fiskúrgangi, sem hann fær upp í hendumar dag hvem. Taldi hann, að hið góða minkafóður, sem Loðdýr h.f. hefur aðgang að, mundi verða þess valdandi, að minkar hér á landi yrðu stærri en á hin- um Norðurlöndunum, og skinn því bæði betri og verðmeiri en almennt gerðist. Hinar 900 læður Loðdýrs h.f. munu gjóta á tímabilinu 25. apríl til 15. maí n.k., og á hver læða allt að sex hvolpa. Bæði vegna þess að dýrin eru í sóttkvi, og mjög viðkvæmt tímabil er fram undan hjá læðun um, er allur aðgangur bannaður að minkabúgarðinum, en gæzlu vakt er við búgarðinn allan sól arhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.