Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, (M3ÐVIKUDAOUÍR 115. ÆPRÍL ltOTO
3
Hátíðarsýning verður
á Merði Valgarðssyni
- á sumard. fyrsta, er 20 ár verða
liðin frá vígslu Þjóðleikhússins
Á SUMARDAGINN fyrsta verða
20 ár frá því Þjóðleikhúsið var
vígt og verður þess minnzt með
hátíðarsýningu á „iílerði Val-
garðssyni'* eftir Jóhann Sigur-
jónsson. Verður það fyrsta sýn-
ingin á leikritinu hérlendis, en
fyrir rúmum 50 árum var ein
sýning á því í Konumglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn. Á
undan sýningunni mun Tómas
Guðmundsson flytja hátíðarljóð,
sem hann hefur samið í tilefni
afmælisins, en hann samdi einn-
ig og flutti ljóð við vígslu Þjóð-
leikhússins.^
„Mörðlur Valgarðsson” er síð-
asta leikritið, seim Jólhann Sig-
urjónsson lauik við og nefndi
hann það „Lögneren". Er það
byggt á þeim kafla Njálu, sem
fjallar um aðdraganda brennunn
Góður
í GÆRMORGUN vax hræla á
miðum bátanna fyrir Suðvest
urlandi, en lagaðist og var
góður afli. í gærkvöldi voru
Reykjavíkurbátarnir komnir
eða á leið inn. Ásgeir var
með 44 tonn, Helga H með
42 tonn, Þórður Jónasson með
38 tonn, Ásbjörn með 36
tonn, Gísli lóðs með 30 tonn,
Steinunn með 33 tonn, Þor-
steinn með 28 tonn og aðlrir
með niður í 10 tonn. Höfðu
þeir verið að veiðum út af
Skaganum.
ar á Bergþórshvoli og lýkur
pieð sjálfri brennunni — ein höf-
ittndur bindur sig þó ekki ná-
kvæmlega við söguþráð og per-
sónulýsingar Njálfr
Sigurður Guðimundseon arki-
tekt, vinur Jóhanns Sigurjóns-
sonar, þýddi leikritið á ís-
lenzku. IHefur það kiomið út á
ísllonzlkiu í beiMiairiúltlgiátfiu á verlk-
um Jóhanns Sigurjónssonar.
Leíkritið hefur stundum verið
nefnt „Lyga-Mörðlur“, en höf-
undurinn mun sjálfur hafa valið
því íslenzka heitið „Mörðiur Val-
garðsson".
Á fundi með blaðamönnum i
gær sagði Guðlaugur Rósinkranz
þjóðleikhússtjóri að ýmisar ástæð
ur lægju til þe®s að leikritið
hefði eklki verið flutt hér á landi
fyrr, m.a. tæknilegar ástæður.
Einnig er það fjölimennt og feoma
þar fram um 50 manns. Tekur
sýningin rúmar þrjár sfiundir
með hléi.
Benedikt ÁrnasQn hefur leik-
stjórnina með höndum, en þess
má geta að Jóhann Sigurjónsson
var afabróðir hans. Lagði Bene-
dikt áiherzlu á það á bQiaðamanna
fundinum að í leikritinu yrðu
túlkaðar persónur Jólhanns Sig-
urjónsisonar, en ekki sögupersón-
ur Njálu, eins og leikararnir
sjálfir og áhorfendur kynnu að
hugsa sér þær.
Gunnar Bjarnason gerir leik-
tjöfld og fieitonair búiniiinigia og eru
búningar, vopn og önnur áhöld
gerð eftir nákvæmustu fyrir-
myndum sem þðktotar eru frá
þessum tima. Leiktjöldin eru
aftur á móti ekki „raunsæ" —
hvorki fjöll, dalir né burstabæir
— en lýsingu beitt á nýstárlegan
hátt.
Aðalhlutverkið, Mörð Val-
garðsson lfeikur Baldvin Halldórs
son en í öðrum stórum hlut-
verkum eru: Róbert Arnfinns-
son, sem leikur Njál, Guðbjörg
borbjarnardóttir, sem lei’kiur
Bergþóru (konu hans, og synir
þeirra, Slkarphéðinn, Grimur og
Helgi eru leiknir af Rúrik Har-
aldteyni, Gdsla Alfreðssyni óg
Sigurði SkuLasyni. Gunnar Eyj-
ólfsison leifkur Kára, Kristbjörg
Kjeld leikur Hildigunni og Hákon
Waage Hödkuld. Þorgerði móð-
ur HötskuWs leiktur Anna Guð-
mundisdóttir. Valur Gíslason. ledk
ur Valigarð gráa, Ævar Kvaran
leikur Flosa og Þórkötlu, konu
Marðar leikur Herdíis Þorvalds-
dóttir.
Tónlist við leiikritið hefur
Leifur . Þórarinsson samið og
stjórnað og verður hún flutt af
segulbandi.
Rúrik Haraldsson í hlutverki Skarphéðins og Baldvin Halldórs-
son í hlutverki Marðar Valgarðssonar.
STÓRKOSTLEGASTIVIÐBURÐUR
ÁRSINS! KARNARÆR - VIKAN
FULLTRÚI UNGU KYNSLÓÐARINNAR 1970 -
HLJÓMLEIKAR - SAMKEPPNI
I AUSTURBÆJARBÍÓI
NÆSTKOMANDI FIMMTU-
DAGSKVÖLD KL. 11.30
E. H.
ALLUR AGÓÐI AF
SKEMMTUN ÞESSARI
RENNUR TIL BARÁTTU
UNGS FÓLKS GEGN
FlKNILYFJANEYZLU
A ISLANDI.
★ GEYSIFJÖLBREYTT
SKEMMTISKRÁ.
if ÞEKKTASTI UMBOÐS-
MAÐUR NORÐUR-
LANDA I HEIMSÓKN.
TRYGGIÐ YÐUR
MIÐA í TÍMA
Miðasala: Karnabœr og Austurbœjarbíó
Aldurstakmark 15 ára, þeir sem hafa keypt miða og eru undir 15 ára aldri fá miðana endurgreidda
STAKSTEIMAR
Uppgjöfin
Minnihlutaflokkamir í borgar-
stjóm Reykjavíkur hafa bafið
kosningabaráttuna vegna kosn-
inganna í vor með athyglisverð-
um hættL Fulltrúar þeirra Ihófu
kosningahríðina með þvi að
heykjast á því að mæta borgar-
stjóra í sjónvarpsþætti. Þrír þaul
vanir blaðamenn úr þeirra hópi,
sem hafa sérþekkingu á borgar-
málum, höfðu áður samþykkt að
verða við tilmælum sjónvarpsins
um að koma fram í sjónvarps-
þætti og beina fyrirspumum til
borgarstjóra. Þeir höfðu komið
saman til fundar til þess að hafa
samráð um þær spumingar, sem
beint yrði til borgarstjóra, Þeir
lögðust undir feld yfir eina
helgi til þess að grafa upp
óþægilegar og erfiðar spuming-
ar. En eftir þá helgi gáfust þeir
upp við að finna slíkar spuming-
ar og tilkynntu alþjóð uppgjöf
sína með því að heykjast á því
að koma fram í sjónvarpsþætt-
inum. Þetta bendir ekki til þess,
að fulltrúar mmnihlutaflokk-
anna telji málstað sinn góðan
eða þeir eigi auðvelt með að
finna smögga bletti á störfum
borgarstjóra. En þetta var sem
sagt upphaf kosmingabaráttunn-
ar af hálfu minnihlutaflokkanna
í Reykjavík. Þeir treystu sér
ekki til að mæta borgarstjóra í
f y ri rspurnaþætti.
„Undanrás“
Næsti þátturinn í kosningabar-
áttu minnihlutaflokkanna reynd
ist einníg mjög eftirtektarverð-
ur. Einn forvigismanma þessara
flokka lýsti þvi yfir í ræðu, að
borgarstjómarkosningamar í
Reykjavík væru aðeins „undan-
rás“ fyrir alþingiskosningnmar á
næsta ári. Þessi ummæli sýna
glögglega, að minnihlutaflokkara
ir líta ekki á kosningar til borg-
arstjómar Reykjavíkur, siem
sjálfstæðan viðburð, sem eigi að
tryggja Reykjavík hæfa stjóm
til næstu fjögurra ára. Þvert á
móti er greinilegt, að þeir telja
borgarstjómarkosningarnar í
sjálfu sér aukaatriði, eins komar
prófraun áður en aðalkeppnin
fari fram á næsta ári. Fyrir
Reykvíkinga er óneitanlega fróð
legt að kynnast slíkum viðhorf-
um. Vafalaust telja borgarbúar,
að það skipti þá nokkra máli,
ihverjir veljast sem fulltrúar
þeirra í æðstu stjóm borgarinm-
ar vegna þess, að borgarstjóm-
inni er ætlað að sinna hagsmuna
málum þeirra. En bersýnilegt er,
að minnihlutaflokkamir líta ekki
þannig á málið. Þeir virðast láta
sig hagsmunamál Reykjavíkur
litlu skipta. 1 þeirra augum em
borgarstjómarkosningamar „und
anrás.“
„Lykill“ að
st j órnarr áðinu
Sami forvígismaður minni-
hlutaflokkanna gerði í sömu
ræðu enn skýrari grein fyrir því,
hverjum augum þessir herrar
líta á kosningar til borgarstjóm-
ar Reykjavíkur. Hann sagði, að
þessar kosningar gætu veitt
flokki sínum „lykil“ að stjómar-
ráðinu. Þá vita menn það. Kosn-
ingabarátta minnihlutaflokkanna
miðar ekki að því að ná áhrif-
um í borgarstjóm Reykjavíkur
til þess að vinna að hagsmuna-
málum borgarhóa, heldur til
þess að tryggja þessum flokkum
„lykil“ að stjómarráðinu, eins og
þessi forvígismaður komst *ð
orði. Reykvíkingar ættu að taka
vandlega eftir þessu.