Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÉL 11970 honum og vonaði, að hann mis- sæi sig á kassanum. Og það varð einmitt. — Það var allt og sumt. Lög- reglan fékk aldrei að vita um þetta. En uppfrá því hafði hann veslings manninn í klónum. — Það sama gerðist hjá fleiri mönnum, eins og til dæmis hon- um Bob frænda þínum og . . . — Gerardine frænku? spurði Gilles. — Heldurðu kannski, að hún eigi verzlunina sína sjálf? Hún átti hana einu sinni, en Mau- voisin féfletti hana gjörsamlega með lánum, veðskuldum og guð má vita hverju. Nú er hún kom ám í toienduimiair á þér og þú gæt- ir sparkað henni út á götuna á morgun ef þú kærðir þig um. Og hvað snertir hann Plantel . . . Gilles setti upp skrítinn svip. — Hvað er að? spurði Colette. Þykir þér verra, að ég ... ? Hún brosti ofurlítið. — Þá vit- um við, hvar við s.töndum ? Læknirinn var staðinn upp. Oftar en einu sinni hatfði hann langað til að grípa fram í, en stillt siig. En nú þoldi toann ekki við lengur. Nokkrar sekúndur gekk hann fram og aftur um gólfið, en staðnæmdist að lok- um frammi fyrir Giílles. — Ég verð að biðja yður að afsaka, hvernig ég tók yður í morigun, hraut upp úx honum. — Ég vissi ekki þá . . . Hvað var það, sem hann vissi ekki? Að Gilles væri ekki óvin- ur hans? —■ Þér skiljið, að við Coil- ette . . . Nei! Nú þoldi Gilles ekki leng ur við. Hann ætlaði ekki að fara að hlusta á nein trúnaðarmál þeirra. Heilinn í honum hring- snerist. Hann þurtfti að vera einn, svo að hann gæti hugsað öU þessi mál í næði. Hann greip um ennið. Hann leit út eins og hann væri að gráti kominn. Eft- ir bendingu frá Colette, rétti iæknirinn fram höndina, — Góða nótt, hr. Mauvoisin. Var það Gilles, sem gekk fyrst ur út? Eða þau tvö? Hann gat ekki munað það. Hann reikaði eft ir ganginuim og hratt upp fyrstu hurðinni, sem hann kom að, og kom þá inn í herbergi frænda síns. Mínútu seinna stóð hann enn á miðju gólfinu og heyrði þá í bíl, sem verið var að ræsa úti fyrir. Hann hljóp út að glugganum. Ljós logaði inni hjá frænku hans. Bílll læknisins rann af stað og augnabliki seinn.a, skinu ökuljósin á kalkaðan vegg, þar siem stóð með stónucm svörtum stöfum: VÍN í HEILDSÖLU. Á veggnum voru tvær mynd- ir í sporöskjurömmum — það voru afi hans og amrna. Neðar á veggnum var svört járnhurðin á skápnum og rósótt veggfóðrið allt í kring um hana. Gilles var máttlaus, rétt eins og hann hefði verið lúbarinn. Hann gekk að dyrunum inn í sitt eigið herbergi, en þar mættu honum tvær myndir: af mannin- um, sem hafði einu sinni dreymt um að verða mikilil tónlistarmað- ur, og konunni, sem toafði fylgt honum um allla Norðurálfuna. Hann studdi olnbogunum á ar inhilluna og hallaði enninu upp að speglingum. Kuldinn frá hon imi breiddist út um ennið á honum, en um leið tók hann að svíða í augun, og hann fór að gráta eins og krakki. XXIII Annar hluti Brúðakupið í Esnandes I. Sannast að segja hafði hann verið að hugsa um það vikum saman, og oftar en ekki á stund um þegar hugsunin er ekki sem skýrust, eins og rétt áður en maðurinn sofnar. Með lofcuð augu og þungt höfuð, finnst hon um allt hugsanlegt vera mögu- legt, en þegar birtir af morgni, roðnar hann, er hann minn- ist þess. En þessi hugdetta hafði nú samt borið ávöxt, og þegar Gill- es gekk eftir bryggjunum þetta kvöld, var honum létt í skapi, en þó fann hann til nokkurs kvíða. Hann sönglaði á göngu sinni, en þó líkast krakika, sem sönglar til þess að hreissa upp á hugrekkið. RENNILÁSAR - MÁLMHNAPPAR — gylltir og silfraðir, allar stærðir og litir. Hamarshúsinu. STURLUNGASAGA Komin er á bókamarkað að nýju hin veglega Sturlungaútgáfa frá 1947, tvö stór bindi, 1200 bls. að stærð, skreytt myndum af 200 sögustöðum. Útgáfuna önnuðust: Dr. Kristján Eldjárn, Jón Jóhannesson, prófessor, Magnús Finnbogason, magister. Nú eru að verða síðustu for- vöð að eignast þessa einstæðu Sturlungaútgáfu. Verð með sölusk. kr. 1332.00. Fögur gjöf. — Varanleg eign. Bókaútgáfa Menningarsjóðs Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Notaðu fremur gáfurnar en kraftana. Reyndu að ræða vandamál- in við þá aðila, sem geta orðið þér að gagni. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú gerðir ráð fyrir breytingum, og nú er tíminn til að breyta. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Félagslif kemur góðum straumum og miklum ábuga á fólk í dag. Leitaðu eftir samböndum og bugmyndum og gleymdu ekki frágangi. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Komdu þér úr sviðsljósinu, og láttu aðra ólátast þar, meðan þú skipuleggur allt, sem gera þarf til að bægt sé að balda áfram. Ljóniff, 23. júlí — 22. ágúst. Formsatriði eru vel heppnuð í dag. Fólk, sem kemur langt að flytur þér kærkomnar fréttir, og opnar þér leiðir. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Það sem þú aðhefst í dag, er auðsætt öllum, sem áhuga hafa á og gerðu þér mat úr því. Vogin, 23. september — 22. október. Flýttu þeim forms- og lagaatriðum, sem þú hefur i hyggju. En gefðu þér tíma tii að hugsa áður en þú framkvæmir. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú skalt endilega festa fé í áhugamáli þinu. Endurskipuleggðu og farðu yfir fjárhaginn. Bogmaffurinn, 22. nóvember — 21. desember. Náið samstarf er auðveldara í dag. Reyndu að koma betra starfs- fyrirkomulagi á. Reyndu að fá fólk i félag við þig til fjárfestingar. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Notaðu alla hæfileikana, sem þú hefur til að fá aðra í lið með þér, og gleymdu ekki að hafa svör um skipulag á reiðum höndum. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Félagsstarf þrífst sæmilega, jafnvel þar sem þú hefur færzt of mikið i fang. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Það sem þú hefur til málanna að leggja, er mörgum ljóst. Segðu annað hvort meiningu þína eða þegiðu. Hann ýtti upp hurðinni hjá Jaja. Hann leit oft þar inn á þessum tíma kvöldis. Hún þerr- aði bólgnar rauðar hendurnar á svuntunni sinni er hún kom á rnóti honum og sagði: — Jæja, drengur minn. Hvern ig gengur, Hún gatf honum alltaf glas atf eplavíni, án þess aö spyrja hann hvort hann langaði í það, og loks var honum farið að þykja það gofct. Þegar engir ge»t ir voru inni, settist hún and- spænis honiim með Olnbogana á borðinu. — Þú hefur horazt síðan sein ast. Ertu viss um, að þú fáir nóg að éta. Eitt kvöld, þegar þau höfðu setið svona, hafði hún afchugað hann vandlega og sagt: — Sjáðu nú til sonur sæll, ef þú hefðir nokkurt vit í kollin- um, veiztu þá, hvað þú ættir að gera? Þú færir úr þessu mygl- aða húisi þínu, keyptir þér mikið af fínum föfcum og fallegan bíl, og færir burt og eyddir tíman- um annars staðar. Hvar sem þér dytti í hug. í París, eða suðui; á Strönd. Mig hefur alltaf dreymt um að hætta öllu og flytja mig til Nice. Hugsa sér bara að pilt- ur á þínum aldri sitji sveittur yfir bóikhaldi, þegar hann gæti verið að skemmta sér! Það er ekki almennilegt! Þetta var að vissu leyti satt. Þegar Gilles kom frá Edgard Plantel, var hann með troðna tösku af skjölum undir hand- leggnum. Sjálft viðtalið hafði verið næstum hlægilegt. í rauð- viðarþiiljuðu skrifstofunni höfðu hangið fjölmargar skipamyndir. Plantel hafði byrjað á því að leika rólegan og vingjarnlegan heimsmann. Gráa hárið var fal- lega burstað, skórnir gljáfægð- ir undir gráu öklahlífunum. Og dýr vindi'U í munninum. — Seztu niður, vinur. Ég hef alltaf ánægju af að sjá þig, svo að hvenær sem þú vilt, skaltu detta inn og spjalla við mig. Þú þarft ekki að vera hræddur um, að ég æfcli að ónáða þig með ein- hverjum talnagraut. Ég veit, að bókhald féllur ekki í smekk unga fólksins. Og yfirleitt mis- skillur fólk alveg alla stórverzl- un. Heldurðu kannski, að Mau- voisin hafi séð um bílana sína sjálfur? Ekki a-ldeilis! Það gera vinnukindurnar. Heldurðiu kannski, að ég fari niður að höfn og líti eftir uppskipun úr togara? Eða komi að fiskilest- unum á stöðinni? í heilbrigðum gömium fyrirtækjum eru hjólin 0 I m camnen með carmen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.