Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1970, Blaðsíða 19
MORGUNIB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 115. APRÍL 1070 19 Einar B. Pálsson, verkfræðingur: Nýtt leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur Fljótlega efir að endurskoðun leiðakerfisins hófst, varð ljóst, að ef farið væri að breyta því á annað borð, yrði að breyta svo miklu, að segj a mætti, að um nýtt leiðakerfi yrði að ræða. Hefur verkið síðan verið unnið á þeim grundvelli. Helztu forsendur eru þessar: 1. Strætisvagnar Reykjavíkur þjóna þéttbýli í Reykjavík og Seltjarnarneshreppi. íbúatala þessara sveitarfélaga er samtals um 84 þúsund. 2. Strætisvagnar Reykjavíkur hafa 36 vagna í reglubundinni dagnotkun. Eigi má gera ráð fyr ir fleiri vögnum, er nýtt leiða- kerfi tekur gildi. 3. Undanfarin ár hefur farþeg um strætisvagnanna fækkað, þrátt fyrir fjölgun íbúa og út- þenslu borgarbyggðarinnar. Far þegatala á venjulegum virkum degi er nú um 45.000. 4. Aðalskipulag Reykjavíkur gefur til kynna, hvaða götur koma helzt til greina sem stræt isvagnaleiðir. Eru það einkum þær götur, sem eiga að vera tengibraútir og safnbrautir sam- kvæmt skipulaginu. 5. Breyting hlýtur að verða á þeirri aðsöðu, sem Stræt.isvagn ar Reykjavíkur hafa haft við Kalkofnsveg og á Lækjartorgi. Markmið, sem stefnt er að við gerð hins nýja leiðakerfis, eru einkum: 1. að meiri þjónusta sé veitt borgarbúum. 2. að kerfið sé, að öðru jöfnu, hagkvæmara í rekstri en áður. Hér skulu talin nokkur helztu atriðin, sem skipta máli, að því er þjónustuna varðar (— og er þá ekki rætt um vagnana sjálfa eða aðbúnað á viðkomustöðum); 1. Hvernig möguleikar eru á að komast milli hverfa borgarinn ar, einkum þó milli íbúðar- hverfa annars vegar og vinnu staða, skóla og verzlana hins vegar. 2. Að leiðakerfið sé einfalt og auðskilið. 3. Tíminn, sem hver ferð tekur. 4. Ferðatíðni, þ.e. tala ferða á klukkustund á hverri leið, og jafnframt því, hvort bil milli ferða sé jafnt. 5. Lengd gönguleiða frá húsum að viðkomustöðum vagna. 6. Stundvísi vagna á viðkomu- stöðum. I reynd er það svo, að sum af þessum atriðum stangast á inn byrðis, þannig að ef eitt þeirra er bætt, verður það að einhverju leyti á kostnað annarra atriða. Samnefnari eða sameiginlegur mælikvarði fyrir þessi atriði þjónustunnar er ekiki till, og get- ur sitt sýnzt hverjum, hver á- lhiarz<lla slkiubi llöigið á hvart: Dæimn skal nefnt hér: Vegna veðráttu hér á landi- er þörf á að haga leiðakerfinu þannig, að göngu- leiðir að viðkomustöðum séu með styttra móti. Af því hlýzt, að leið ir þurfa að liggja með þéttara móti um borgina og hefur þá hver leið þeim mun minna hlut- verk. At' því leiðir svo minni ferðatiðni á hverri leið en ella gæti verið. Af stuttum gönguleið um leiðir einnig það, að viðkomu staðir á hverri leið þurfa að að vera með styttra millibili en ella og verða því fleiri, en þá tekiur hver ferð lengri tíma. UM ETNSTAKAR LEIÐIR I htnu nýja leiðakerfi eru 11 leiðir. Skal hér getið nokkurra atriða um þær, og er gott að hafa leiðakort til hliðsjónar. Leið 1 (Lækjartorg-Norður- mýri) liggur um gamla Austur- bæinn um sömu slóðir og gamla leiðin um Njálsgötu og Gunnars braut. Hún liggur þó ekki um Gunnarsbraut, heldur Snorra- braut, m.a. vegna þess, að aðal- skipulagíð gerir ekki ráð fyrir slíkum gegnakstri um Gunnars- braut, sem nú er. Norðurmýri fær aukna þjónustu af nýjum leiðum um Rauðarárstíg. Leiðir 2, 3, 4, og 5 liggja um Vesturbæinn. Þær koma saman á Lækjartorgi, liggja þaðan sam an að Hlemmi, en dreifast síðan um borgarhverfin austan Hlemms og norðan Miklubrautar. Leiðir þessar hafa endastöðvar í úthverfum og staðnæmast vagn ar þeirra aðeins stutta stund á Lækjartorgi og Hlemmi. Tímaá- ætlanir þeirra eru stilltar þann- ig saman, að vagnarnir í heild fari með sem jöfnustum millibil- um inn Hverfisigötiu og frá Hlemmi niður Laugaveg, en ekki í hópum, eins og áður hefur ver- ið. Ætti því oftast að verða fljót legt að komast milli Lækjartorgs og Hlemms. Leið 2 (Grandi-Vogar) hefur endastöð á Grandagarði í Vestur höfninni, og er það nýmæli. Á þeirri leið enu á daginn 5 ferðir á klukkustund, þ.e. á 12 mín. fresti. Austan til liggur leiðin um Sólheima, og er sú tilhögun vegna þess, hve hæðarmunur er mikill á Sólheimum og Álfheim iulm, oig þair býr mairlglt ió'llk. Leið 3 (Nieis—Hláialltelitii) (kieimlmr úit an af Seltjamarnesi og endar á Háaleitisbraut. Á henni aka á daginn vagnar með 15 mín. milli- bili. Við það að leiðin „Hagar- Seltjamames“ fellur niður, fá Seltirningar lakara samband við Haga- og Melahverfið en áður, en nýja leiðakerfið mun að öðru leyti veita þeim betra samband við flest önnur hverfi Reykjavík ur. Leið 4 (Hagar—iSuinld) liglguír m. a. um Túngötu, yfir Landakots- hæðina, en þar hafa strætisvagn ar ekki ekið áður. Strætisvagna leiðir liggja nú upp á allar hæð ir borgari-nnar, þar sem byggð er, til þess að' létta fólki göngu. í aðalskipulaginu hefur borgar- stjórn ákveðið, að Túngata og Hoísvallagata skuli vera tengi- binaiuitliir (þ. e. iaðlalli-iulmiferlðiar- igötiuir) í Veisitiuirlbæiniuimi. í saim- ræmi við það er leiðin lögð um þær götur. Túngaita verður fram vegis ein af þeim fáu götum, sem verða færar strætisvögnum að eða frá Miðbænum. Leið 5 (Skerjafj'örður-Laugar- ás) er lengsta leiðin, 19,7 km fram og til baka. Hún liggur m.a að Flugfélagi íslands og Háskól anum, fram hjá íþróttasvæðinu og sundlaugunum í Laugardal og upp á Laugarás. Leið 6 (Lækjarbotnar-Soga- mýri) liggur um mikinn hluta Hringbrautar og Miklubraufar tengir á þeim slóðum vestur- og austurhluta borgarinnar á miklu lengra svæði en áður hefur ver- ið. Leiðin liggur um Túngötu, eins og leið 4, og kemur því inn í Miðbæinn að vestanverðu. Fyr- ir fólk, sem kemur að austan og ætlar í Miðbæinn, er það krók- ur að fara vestur á Hofsvalla- götur en þó ekki meiri en genig- ur og gerist annars staðar á leið um strætisvagna. í þessu tilviki tekur krókurinn 3—4 mínútur. Við Háaleitisbraut er leiðin sveigð af Miklubraut á Fellsmúla og síðan suður Grensásveg. Á- stæðan fyrir þessu er, að við mót Miklubrautar og Grensásvegar mætast margar leiðir. Þar verður mikilsverð stöð til að skipta um leiðir. Með því að sveigja leið 6, svo sem hér var lýst, má hafa þessa stöð við Grensásveg báð- um megin, en annars þyrfti hún að vera einnig báðum megin við MJkliulbraut, þ.e. fjórskipt. Með þessu er því hægt að komast hjá því, að fólk, sem skiptir um leið ir á þessum stað, þurfi að ganga yfir Miklubraut. Leið 6 liggur af Grensásvegi um Breiðagerði á Sogaveg. í skipulaginu er gert ráð fyrir, að Breiðagerði sé umferðargata (safnbraut) og að Sogavegi verði lokað fyrir bifreiðaumferð við Grensásveg. Leið 7 (Lækjartorg-Bústaðir) fær ekki hlutverk sitt að fullu fyrr en Fossvogshverfi hið nýja hefur byggzt. Er lega hennarþar ekki enn að fullu ráðin. Hún hef ur og gildi fyrir Borgarspítalann og Fossvogskirkjugarð. Leiðir 8 og 9 eru hringleiðir um byggðina austan Snorra- brautar og vestan Elliðaáa. Þær liggja báðar um sömu göturnar, en í gagnstæðar áttir, og mætti segja, að um eina leið væri að ræða í sama skilningi og aðrar leiðir strætisvagnakerfisins. Til að forðast misgáning hjá farþeg um og starfsliði strætisvagnanna hefur þó verið kosið að nefna þær tveim nöfnum, Hægri og Vinstri hringleið. Á fyrri hring leiðinni sveigir strætisvagninn aðiaillega til hægri. Nafnið Austurhverfi, sem hing að til hefur verið notað um sams konar hringleið, þykir ekki leng ur réttnefni, síðan Árbæjar- og Breiðholtshverfi komu til sögu. Hinar nýju hringleiðir gegna meira hlutverki en Austurhverfa leiðin hefur gert. Þær liggja m. a. hjá Borgarspítala og Mennta skólanum við Hamrahlíð, liggja um Hlemm og innanverðan Lauga veg og upp á Laugarás. Gildi hringleiðanna mun auk- ast, þegar starfsemi vex á at- hafnasvæðinu við Kleppsveg og Sundahöfn. Það er eðli slíkra hringleiða, að gera verður ráð fyrir lengri gönguleiðum að þeim en öðrum leiðum, og nýting þeirra er með nokkuð öðrum hætti. Leið 10 (Hlemmur-Selás) er lögð um Miklubraut austan Grensásvegar en ekki Suð- urlandsbraut, m.a. vegna þess, að gera verður ráð fyrir, að Suð urlandsbraut lokist, þegar Elliða vogur og hin nýja Reykjanes- braut tengjast við Miklubraut, skammt vestan við Blliðaiárnar. Leiðin liggur um Grensásstöð, og verður þar tækifæri fyrir far- þega að komast í vagna á öðrum leiðum, svo sem á leið 6 beint vestur í bæ og á leið 9 að Klepps vegi. Leið 10 endar að vestanverðu á Hlemmi. Það er nýmæli og byggist á því, að ferðir á öðrum l'eiðuim séu svo tíðar niður Laiuga vag. ta'ð þaiir, seim æltllla sér þamg- aið, koimist þaið án imilkillllía liaifia á Hllemmi. Er líkilegt, að meðaltöf- in verði svipuð og tíminn, sem það tekur nú að ganga frá Kalk ofnsvegi á Lækjartorg. Reynsla verður að sýna, hvernig til tekst um þetta. Vegna þess, hve Laugavegur er seinfarinn og aðstæður erfiðar í Miðbænum, væri afar óhentugt fyrir Strætisvagnana, ef nær all ar leiðir úr austanverðri borg- inni þyrftu að liggja niður í Mið bæ. Af ýmsum áistæðum gæti Skúlagata lítt gagnað í því efni. Leið 11 (Hlemmur-Breiðholt) er á ýmsan hátt hliðstæð leið 10. Á Bústaðavegi geta farþegar úr Breiðholtshverfi skipt og tekið leið 7, sem er tiltölulega greið leið niður í Miðbæ. Leiðir í hinu nýja leiðakerfi eru yfirleitt lengri en í hinu gamla. Að meðaltali eru þær nú 14,7 km, en voru áður 11,2 km. VIÐKOMUSTAÐIR Viðkomustaðir í hinu nýja leiðakerfi eru valdir með hlið- sjón af því, að summan af göngu leiðum að þeim frá húsum sé sem minnst. Er þá jafnframt tekið til lit til hæðarmunar, sem kann að vena á húsi og viðikomuistað, með því að bæta tíföldum hæðarmun inum við gönguleið frá húsinu. Nú má floikka gönguleiðir þannig umreiknaðar, eftir lengd og gefa þeim einkunnir. Slíkt er að sjálfsögðu matsatriði og verð ur að miðast við staðhætti og veð urfar. Gert hefur verið kort, er tek- ur til allra húsa í borginni og sýnir lengd gönguleiða frá þeim til viðkomustaðanna. Kemur þar í ljós, að mikill meirihluti húsa mun búa við göngulengdir í tveim fyrstu flokkunum, nokkur hluti Síðari hluti hefur gönguleiðir í hinum þriðja en tiltölulega mjög fá í hinum fjórða. Aðeins í einu íbúðarhverfi, hinu nýja Fossvoigsihvenfi, eru margar göngulengdir í fjórða flokki. Hæðarmunur gerir þar sitt til. Verður hér ekki rætt nán ar, hvað til úrbóta kann að vera í því efni. í nýja leiðakerfinu eru 289 viðkamustaðir. Viðkamustaðir eru dreifðir alíkia þétt um borg- arhverfin og áður hsfur verið. Hver viðkomustaður er notað- ur fyrir allar strætisvagnaleiðir, er um götuna liggja, þar sem við komustaðurinn er. Vagnar eiga því ekki að aka framhjá neinum viðkomustöðum, ef óskað er að þeir staðnæmist. LEIÐASKIPTI Farþegar eiga þess nú kost að skipta um leiðir án þess að greiða tvö fargjöld. Þegar far- þegi tekur sér far og veit að hann þarf að nota tvær leiðir, biður hann vagnstjóra um skipti miða, um leið og hann greiðir far gjald sitt. Skiptimiðann afhend ir hann síðan vagnstjóra sem far gjald á síðari leiðinni (hendir miðanum ekki í fargjaldabrús- ann!) Gildir skiptimiði í tiltek- inn tíma frá því að farþegi fær hann, og eru tímatakmörk stimpl uð á hann. Gildistími er 30 til 45 mínútur og miðast við, að unnt sé að ná vagni á síðari leiðinni. Farþegi getur framvísað skipti miða, hvar sem honum hentar, að eins ef tíminn, sem á hann er stimplaður, er ekki útrunninn. Til þess að átta sig á þessum möguleikum, er bezt að nota kort af leiðakerfinu. Sést þar, hvar leiðir skerast eða snertast. Af ellefu leiðum strætisvagn- anna koma átta saman á Hlemmi, sjö á L'ækjartorgi, fimm á Grens ásstöð, en færri á ýmsum öðrum stöðum. Tíðni vagna á hverri leið er yfirleitt aukin frá því, sem áður hefur verið, og ennfremur hefur verið leitazt við að stilla tímaáætlanir mismunandi leiða þannig saman, að farþegar, sem vilja skipta um leiðir, þurfa sem skemmst að bíða. Því marki er þó ekki unnt að ná í ölfum til- vikum. TÍMAAÆTLANIR í hinu nýja leiðakerfi er ferða tíðni að jafnaði um tvöfalt meiri á hverri leið á daginn en í gamla kieirlfiiiniu. Á ikvölMiiin ag á heflglMiög um er ferðatíðni nú um 50% meiri á hverri leið. Á leið 1 eru sex ferðir á klst. á daginn, en fjórar á klst. á kvöldin. Á leið 2 eru fimm ferðir á klst. á dag- inn, en fjórar á kvöldin. Á öllum hinum leiðiunuim eru fjórar ferð iir á Wllat. á daginm, -an þrjiáir á kvöldin. Á helgidögum er sama ferðatíðni og á kvöldin. Á hverri leið eru endastöðvar, ein . eða tvær eftir aðstæðum. Þaðan aka vagnar á tilteknum mínútum og með jöfnum millibil- um. Er greint nákvæmlega frá þessu í nýrri leiðabók, sem bor- in hefur verið í íbúðir á borgar- svæðinu ásamt korti af leiðakerf inu. Ekki er lengur unnt að láta brottfarartima standa á heilum eða hálfum tímum, eða á 5 mín útna bilum, eins og áður hefur verið. Tímaáætlanir mismunandi leiða hafa verið stilltar þannig saman, að þar sem leiðir liggja um sömu götur, aki vagnar ekki í lest, og að sem beztir möguleik ar skapist til áð skipta um leiðir. Ætlazt er til, að hver vagn aki alla leið sína samkvæmt tímaá- ætlun. En tímaáætlanir þær, sem nú hafa verið gerðar, eru frum- smiði, því að engin reynsla er enn af því að aka hinar nýju leiðir með farþega í vagni og ekki er enn vitað, hvert álag verður á hverri leið. Er því lík- legt, að þörf verði að endur- skoða þær innan skamms. Má ekki búast við, að svo margbrot- ið kerfi starfi snurðulaust strax frá byrjun. Ýmis önnur atvik, svo sem veð ur, færð og umferð, valda því oft, að torvelt eða ógerlegt er að framfylgja tímaáætliunum ná- kvæmlega. Má því ekki líta á þær sem bindandi fyrir SVR. Nú, þegar ferðatíðni á hverri leið er aukin, munu ýmsir far- þeigair, sam elilga aið vei.'ia kammiiir til vinnu eða í skóla á tilteknum tíma, vera fyrst í stað í vafa um, hvora af tveim ferðum skv. leiða bókinni þeir eiga að taka. í slík um tilvikum er farþegum ráðlagt að taka fyrri ferðina, einkum meðan reynsla er að fást af leiða kerfinu. NIÐURLAG Hið nýja leiðakerfi er í mörg- um atriðum frábrugðið hinu gamla. Ljóst er, að í gamla kerf- inu voru atriði, sem ekki eru leyst í hinu nýja. En þess er vænzt, að hið nýja leiðakerfi gegni hlutverki sínu betur, þeg- ar á heildina er litið. Eins og áður er getið, er það maitsatriði, hverja áherzlu beri að leggja á hina mismunandi eig inleika slíks kerfis, og er ekki líklegt, að allir verði sammála um það mat. Öllum þörfum verð ur ekki fullnægt. Vagnakostur setur því mörk, og að sjálfsögðu fjárhagslegur grundvölll'ur ein- stakra atriða og fyrirtækisins í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.