Morgunblaðið - 16.04.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 116. APR.ÍL 1970 17 HVAÐ SEGJA ÞEIR í FRÉTTUM? Hver vika færir okkur nær markinu Rætt við prófessor Einar Ól. Sveinsson um Handritastofnun íslands Fyrir skömmu hafði fréttamað- ur Mbl. tal af prófessor Einari ÓL Sveinssyni, forstöðumanni Handritasitofnunar ísiands og spurði hann frétta úr Handrita- stofmuninni. Prófessorinn sagði m.a: — Undanfarið hefur margt ver ið að gerast hér og enn er marg.t að gerast, en ef litið er lengra aftur í tímann, þá var það árið 1962 að lög voru samþykkt á Allþinigi að komið skyldi á fót stofnun í islenzkuim fræðum stpfnun til söfnunar gagna, til rannsóknar og útgáfu verka úr ísienzkum bókmenntum, sögu og máli, en nafnið Handritastofnun íslands kemiur til af því að þesisi stofnun var frá upphafi ætiuð til að taka við þeim íslenzkum handritum, sem vonir standa til að Danir skili íslendingum úr sofnum í Kaupmannahöfn. Hvar var stofnunin til húsa, áður en hún fliutti inn í Árna- garð? — Henni var í öndverðu ætl- aður staður í Landsbókasafns- húsinu við Hverfisgötu og þar hefur vinnan farið fram, nema hvað skrifstofa mín varð að slkrifstofu stofnunarinnar. En það varð óðara ljóst, að þetta húsrými var alveg ónógt. Nú var þjónustan af hálfu starfsliðs Landisbókasafns hin ágætasta og bætti það úr skák, en stofn- uninni var allt um það ógerning- ur að vera bar til lengdar. Var því lagt út I að reisa stofnun- inni hús. Háskóli íslands gaf lóð ina til þess, en notaði um leið tækifærið að reisa sér hús — á því var mikil þörf — og slógu þessar tvær stofnanir sér sam- an og reistu hús í sameiningu. Rikissjóður kostar hluta Hand- rltastof nunarinn ar. Húsið stendur í halia, móti auistri eru fjórar gluiggaraðir, en þrjár að vestan, lengd hússins er rúmlega 51 metri breidd nærri 16 metrar, rúmmáil 11.300 teninigsmetrar. Af þessu ræður Handritastofnunm yfir 30 hundr aðsihlutum, Hásfcólinn yfir 70. Húsnæði Handritastofnunarinn- ar er áreiðanlega tötuvert til frambúðar. Sumir hafa hugsað sér að bókasöfnin (Landsþóka- safn og Hásfcólabókasafn) yrðu sameinuð og byggt yfir þjóð- Skjalasafn með þeim, en no!kkur tími hlýtur að líða þangað tii því stórhýsi er lokið og eif til vEl verð ég þá kominn ti'l sællar MiárLu minnar. Hve margir starfa við stofnun- ina? — í upphafi var sitarfslið: for- stöðuimaður, tveir sérfræðingar, þrír styrkþegar, og einn vélrit- ari. Nú eru sérfræðingarnir orðnir fjórir og auk þess hefur baatzt við aðstoðarmaður í þjóð- fræðum og annast hann fyrst og fremst söfnunarstarf. Hvenær er von á handritunum heim? Ef diómur hæsitaréttar Dan- merkur verður á sömu lund og dómur Eystra landsréttar, sem við höfum ástæðu til að vona, mundi ég gizka á næsta ár, varla fyrr. Og þegar handritin koma hing- að, fylgja því krötfur og eru meginatriðin þrjú: geymsla hand rita í fyrsta lagi og í öðru lagi góður lestrarsalur til rannsókna á handritunum ásamit með að- gangi að þeim tækjum sem geta greitt fyrir lestri handritanna og vinnu við þau, og í þriðja iagi er svo að veita almenningi kost á að sjá handritin. Sam- kvaamt þessu er einn salur tiil sýningar, og er honum ekki lok- ið, fjögur herbergi fyrir sérfræð inga til að veita þeim sem bezt næði til vinnu sinnar og stór lestrarsalur fyrir aðra innlenda og érlenda vísindamenn. í stofn- uninni eru klefar til lestrar á filmum og klefar með útfjólu- bláu ljósi, en auk þess er á jarð- hæð aðstaða fyrir ljósmyndara og til viðgerðar handrita. Það er herbergi fyrir þjóðsagnamann og klefi fyrir spólur hans (allt er tekið á segulband). Þá er skrif- stofa og herbergi forstöðumanns og lítil stofa handa mönnum sem búa fjarri húsinu og snæða há- degisverð í því eða vilja fá sér kaffi. Loks er allit gert til þesis að handritakílefinn sé sem tryggastúr og með loftræstikerfi svo að unnt sé að ráða hitastigi og rakastigi í honum. Eru flest herbergin nokfcurn veginn fuU- Próf. Einar Ólafur Sveinsson. en þó h»fur rætzt nokkuð svo úr þessu. Við höfum fengið ágætan kjarna í slíkt handbó-kasafn. Er þar fyrst að nefna safn Jóna heitins Ásbjörnssonar af fornrit- um íslenzkum, svo og ritum um þau. Þetta er stórmannleg gjöf, og standa að henni 5 aðilar: Hið íslenzika Fornritafélag, Eimskipa félag íslands, Flugfélag íslands, Loftleiðir og Áburðarverksmiðj- an. í annan stað hefur Steinn Dofri ættfræðingur arfleitt stofnunina að sínum bófcum og það furðu mikið safn. Mangt af því tilheyrir seinni timum og fyll ir það því æði milkið af því sem vantar í hina bókagjöfina. Auk bók, sem gildi hafa, sýnishorn al.lra íslenzkra handrita frá upp hafi til hér um bil 1280, eigin- handarrit af kvæðurn Jónasar Haliigrímssonar o.s.frv. Einnigvís indalegar útgáfur tveggja ridd. arasagna, útgáfa á Landnámu sem okkur vantaði til að hafa loks fuilla yfirsýn yfir öll hand- rit af henni og auk þess höfum við ljósprentað fleiri sögur í vís indalegum útgáfum. Slífc verk geta svo þeir notað sér sem vilja gefa út þessi rit fyrir aknenn- ing, þeir fá þar trausta og ör- Ugga undirstöðu. Efcki vantar ráðagerðir um framhald á þessu verki og raun- ar er margt komið áieiðis. Ég skal nefna Færeyingasögu, Árna sögu bisfcups, Hjálmþérssögu, heimildir um höfunda og rit á 17. og 18. öld, bréf Gunnars prófasts Pálssonar, ættartölu Þórðar Jónssonar í Hítardal. Auk þess leikur mér hugur á að gefa út Ijósprentanir af ís- lenzkum ártíðaskrám, nóitnahand ritum og fleira og fleira. Á þessu ári á að koma eitt bindi af safni eldri rímna, sem tekur við af Rímnasafni Finns Jóns- sonar og á að ná til 1550 eða þar um. Allar þessár útgáfur styðjast við rannsóknir, en einnig verða gefin út sérstök rit um rann- sóknir á bókmenntum, máli eða sögu þjóðarinnar. Á þessu ári er /on á nýjum flokki rita, sem á Árnagarður, þar sem Handritast ofnun íslands er til húsa. gerð og mest af húsgögnum kom- in í þau. En tæki ýmiss konar vantar enn. En þetta er allt í hreyfingu, hver vifca færir okk- ur nær takmarkinu, að húsa- kostur stofnunarinnar komist í fullt lag. — Er fleira á döfinni? — O, já, já Langa lengi hef ég haft hug á að koma upp dá- lifilu bókasafni fyrir stofnunina. Ég hef hugsað mér fyrst og fremsit nokkuð stórt en þó eink- um vel valið handbóka®afn, sem jafnan á að vera á sínum stað innan stofnunarinnar. Fyrir ýmsum vonbrigðum hef ég orðið, þesis hefur stofnunin hlotið smærri gjafir úr ýmsum áttum. Þetta er nú állt komið hingað, og er byrjað að skrá það ograða því. Það sem ekki á heima í handbókasafninu verður geymt í sérstöiku herbergi og getur vel komið að gagni. Við höfum reynt að brjóta ís- inn í margar áttir. Fyrst er ljós- prentun handrita og úitgáfa sam- kvæmt vísindalegum saman- burði, og dómi um gildi allra handritaL Það sem við höfum hingað til gert af ljósprentun- um eru efitirmyndir af þeim tveimur handritum af íslendinga að heita rannsóknir. Fyrsta bindið verður um Fóstbræðra- sögu og er eftir JónaiS Krist- jánsson sérfræðing við síofnun- ina. Hvernig gengur söfnun þjóð- fræða? — Sú söfnun hófist árið 1964, en nú er Hallfreður Örn Eiriks- son fastur aðstoðarmaður við stofnunina og annast þetta, en þó koma þar fileiri menn við sögu. Slík fræði varðveitt í manna minni eru nú óðum að hverfia meðal vestrænna þjóða, vdltur því mikið á því, að vera fljótur til. Eftit 10—15 ár verð- ur það um seinan. f vörziu Hall freðar eru nú eitthvað yfir 800 spólur. Þar sem við erum að ræða um Handritastofnunina almennt má ekki gleyma því, að stofnunin hefur notið nokkurs styrks frá UNESCO undan.farin ár til skráningar íslenzkra handrita erlendis, þeirra sem ekki er von til að komi nokkurn tíma alfarið til íslands og ekki eru skráð áður eða þá ekki samkvæmt kröf um vorra tíma. Suimarið 1966 var Jónas Kristjánsson sendur tiil skráningar handrita í Skandin- avíu, en á árunum 1967—68 var Ólafur Haildórsson sendur til að Skrá handrit á Bretlandi og fr- landi og Jón M. Samsonarson til Skráningar handrita í Sviþjð. Allir þessir menn eru sérfræð- ingar við stofnunina. Undanfar- ið höfum við verið að skrifa ölt- um stærri bókasöfnum og fjölda einstaklinga utan áðurnefndra landa og er helzt að vænta ár- angurs á meginlandi Evrópu og í Norður Ameríku og höfum við leitað eftir vitneskju um islenzk handrit. Um árangurinn er of fljótt að segja ennþá. Síðan er ætlunin að fá fi'lmur eða ljós- myndir af ölium þeim handritum erlendiis, sem við höfum vitn- eskju um, og er þannig markmið ið að háfa hér heima aðgang að öllum íslenzkum handritum eða þá eftirmyndum þeirra. — Svo við ví'kjum aftur tal- inu að íslenzku handritunum í Kaupmannahöfn, þá er talið lík- legt að hæstiréttur Dana dæmi í miálinu milii Árnanefndar og stjórnarinnar seint á þessu ári. En þá er eftir að skipta hand- ritunum, þ.e. ákveða hver eigi að fara til íslands og hver verða eftir, samkvæmt lögum þeim, sem þjóðþing Dana hefur tvisvar samþykkt. Þetta verður erfitt verk. Að svo komnu máli er efcki unnt að gera sér nákvæma hugmynd um tölu þeirra sem hingað koma. Af Dana hálfu hef ur verið mófispyrna móti því að till íslands færu sögur konunga Danmerkur og Noregs, sumar fornaldarsögui, svo að nokkuð sé nefnt. En hver sem niður- staðan verður í einstökum atrið- um, gjörbreytist öll aðstaða í rannsókn íslenzkra fræða við komu handricanna hingað. Núverandi forsböðumaður mun láta af störfum eftir fáar vikur fyrir aldurs sakir. Hann kvíðir þó ekki aðgerðarleysi, og liætur í ljós ánæigju sína yfir því hvað áunnizt hefur. — Ég sé í huganuim þá stund, þegar fyrstu handritin koma heim, það verður einsf akt augna blik. Ég held að þá verði stór sýning á þeim í Handritasibofn- uninni, svo að almenningur eigi sem beztan kost á að sjá og skoða sem flest þeirra. Síðar munu jafnan nokkur handrit verða í sýningar.salnum, þannig að menn eigi áframhaldandi fcost á að sjá þennan sameiginlega fjársjóð IsLenzku þjúðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.