Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 3
MOHGUNBJ-AÐIÐ, FÖSTUDAGUK 17. APRÍL 11970 3 KRISTJÁN Davíðsson, list- málari, opnar málverkasýn- ingru í Bogasal Þjóðminja- safnsins á morgun, laugar- dag. Sýnir hann þar um 20 olíumyndir, senl allar eru málaðar á þessu og síðasta ári. Kristján gizkar á, að þetta sé 14.—15. einkasýning sín, enn auk þess hefur hann ótal sinnum tekið þátt í samsýningum heima og er- lendis. Síðasta einkasýning hans var fyrir u.þ.b. 2 árum, en nú fyrir skömmu sýndi hann ásamt Sigurjóni Ólafs- syni í Háskólanum. „Þar sýndi ég aðallega gamlar „Myndir úr flæðarmálinu áframhald af síðustu sýningu segir Kristján Davíðsson, sem opnar málverkasýningu í Bogasalnum á morgun myndir frá 1948-’50, einnig m'yndir frá siðustu sýningu minni og loks eina nýja mynd, sem verður hér í Bogasaln- um,“ sagði Krístján í stuttu spjalli við Morgunblaðið í gær. Á síðustu einkasýningu sinni tók Kristján fyrir ákveð ið efni, ef svo má segja, og gaf henni samiheitið „Fjar- an“. Hann fer eins að núna. „Þessi sýning er í rauninni beint áframhald af síðustu sýningu, og mér hefur dottið í hug að kalla hana: „Myndir úr flaeðarmáliniu“. Þetta er efni, sem ég hef fengizt við í fjölda ára. Ég saeki mótífin í náttúruna. Þau eru eittihvað, sem hefur setið 1 manni í fjölda mörg ár, allt frá ungl- ingsárunum fram á þennan dag og sikilar sér núna á lér- eftið.“ Kristján finnur ekki telj- andi breytingu í þessum nýju myndum frá myndunum, sem voru á síðustu sýningu. „Ef þær eru einhverjar, þá kann að vera meiri „natúralismi" í nýju myndunum." Hann bæt- ir þvi þó við, að breytingar séu alltaf að eíga sér stað frá sýningu til sýningar, án þess að listamaðurinn sjálfur geri sér það ljóst og því eigi hann erfitt með að leggja dóm á slí'kt. Við spyrjum hann, hvort hann hafi sýnt mikið erlendis upp á síðkastið. „Það hefur verið með minnsta móti,“ svarar hann. „Þó tók ég þátt í síðustu Norðurlandasýningu ásamt þeim Kjartani Guð- jónssyni og Einari Hákonar- syni — brá mér þá út og að- stoðaði við að setja sýn- inguna upp. Eins tók ég þátt í lítilli íslenzkri sýningu, sem haldin var í Harward-háskól- anum ekki alls fyrir löngu. Já, og ég var s'kolli heppinn þar. Seldi smámynd fyrir 500 dollara, sem komu sér afar STAKSTEIMAR Kristján framan við næststærstu mynd sína á sýningunni núna. (Ljósm. Mbl. Sv. Þcrm.). vel einmitt núna, þegar mað- ur stendur í húsbyggingu.“ Nýja húsið er inn í Vogum og í því er m.a. vinnusaliur, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja — milkil við- brigði frá því sem nú er, að sögn Kristjáns. Ekki vill hann samt meina, að byggingar- framkvæmdirnar hafi truflað hann frá vinnu eða þær komi niður á þessari sýningu. „Ég var frá upphafi staðráðinn í því, að láta bygginguna ekki hafa áhrif á mig, hvað snerti þessa sýningu.“ Allar myndirnar á sýning- unni í Bogasalnum eru til sölu. Þær eru af öllum stærð- um — hin minnsta er 35x40 sm en sú stærsta um 2 metrar á kant. Sýningin verður opn- uð kl. 4 á laugardag og verð- ur opin daglega frá kl. 2-10 til 26. þ.m. «§> KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. OG Herradeild: EINS 0G VENJULEGA NÝJAR VÖRUR!! „ÉG HEF HEYRT ÞVl FLEIKT AÐ DANSKI UMBOÐSMAÐ- URINN SEM VAR A SKEMMTUN KARNABÆJAR OG VIKUNNAR HAFI ORDIÐ OFSA HRIFINN AF ISLENZKRI POP-TÓNLIST. PAÐ ER SKO EKKI AMA- LEGT. ★ HViTAR HERRAPEYSUR M/RENNILAS ★ BELTI I ÚRVALI ★ SAFARI JAKKAR MEN — FESTAR — ÚRÓLAR ★ STAKAR BUXUR NÝIR LITIR O. M. FL. Dömudeild: A SlÐAR PEYSUR HNEPPTAR OG HEILAR A KJÓLAR — MAXI — MIDI — MINI NÝ SENDING ★ SlÐ PILS — MAXI — MIDI ★ SOKKABUXUR — MUNSTRAÐAR i< MIDI REGNKAPUR Opið til klukkan 4 hvern laugardag „Óviturleg“ samstaða Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga, lætur í Ijós álit sitt á örlögum verðgæzlufrumvarps ríkisstjérn- arinnar í nýútkomnu tölublaði af Frjálsri verzlun ásamt nokkrum forvígismönnum verzlunar- innar. Þar segir for- stjóri SÍS m.a.: „Ég átti sæti í nefnd þeirri, sem vann að samn- ingu frumvarpsins, sem fulltrúi Sambands ísl. samvinnufélaga. Stjórn Sambandsins, að einum stjómarmanni undanskildum, var samþykk áritun minni undir nefndarálitið. Stjóm Sambands- ins var þannig samþykk fram- varpinu. Þessi afstaða var ábyrg og byggð á reynslu núgildandi verðlagslaga og framkvæmd þeirra." Síðar í umsögn sinni seg ir Erlendur Einarsson, að það hafi komið sér á óvart, að allir þingmenn Framsóknarflokksins í efri deild skyldu greiða atkvæði á móti frumvarpinu og segir svo orðrétt: „Samstaða flokksins (þ.e. Fram sóknarflokksins) um að vera á móti frumvarpinu var að mínu viti óviturleg og stangaðist á við stefnu flokksins í þessum mál- um.“ Þessi ummæli Erlendar Ein arssonar undirstrika það, sem Morgunblaðið hefur hvað eftir annað bent á, að andstaða Fram- sóknarmanna á þingi við þetta frv. byggðist fyrst og fremst á tækifærissjónarmiðum. Jafnframt er líklegt, að einhvers konar til- litssemi við ólaf Jóhannesson hafi ráðið nokkru um afstöðu Framsóknarþingmannanna. Við fyrstu umræðu um málið snerist Ólafur gegn því, án þess að hafa samráð við flokksmenn sína. Þar sem forysta hans hefur legið und ir þungri gagnrýni munu þing- menn Framsóknarflokksins hafa talið nauðsynlegt að fylgja hon- um í þessu máli, þótt þeim væri það þvert um geð. Litlar undirtektir Spaugilegt atvik kom fyrir á útifundi, sem efnt var til í Reykjavík í fyrradag. Fundar- stjóri tilkynnti, að um kvöldið ætti að stofna „Víetnam -samtök'* og tveir kostir væru fyrir hendi um fundarstað, Tjarnargata 20, eða Sigtún. Hið síðarnefnda væri stærra, en kostaði peninga og nauðsynlegt væri að vita hversu margir hygðust mæta til þess að hægt væri að ákveða fundarstað. Bað fundarstjóri viðstadda síðan að rétta upp hönd, af þeir hygð- ust mæta á stofnfundinum. Á úti fundinum voru aðeins nokkur hundruð manns, en 20—30 hend- ur sáust réttar upp og tilkynnti fundarstjóri þá, að bersýnilega mundi Tjarnargata 20 nægja! Samstaða í landhelgis- málinu Fyrir nokkrum dögum skýrði Morgunblaðið frá umræðum, sem urðu á Alþingi um landhelgis- málið. 1 þeim umræðum lýstu for sætisráðherra, utanríkisráðherra og Lúðvík Jósepsson yfir nauð- syn þess að samstaða tækist milli stjóramálaflokkanna í þessu mik ilsverða máli. Nú hefur Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins tekið í sama streng. í forystu- grein blaðsins sl. þriðjudag er ofangreindum yfirlýsingum fagn að og lýkur forystugreininni með þessum orðum: „Flokkunum ber að leitast við að hafa samstöðu um landhelgismálið, hvað sem öðrum ágreiningi líður.“ Ástæða er til að fagna þessari yfirlýs- ingu Tímans, hún sýnir að einnig innan Framsóknarflokksins er skilningur á nauðsyn samstöðu í Iandhelgismálinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.