Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 117. APRÉL 1070 ( Málarameistarar Verktilboð óskast í að mála húsið Meistaravelli 5 og 1,_ Nánari upplýsingar um verktilhögun gefnar í síma 15880 og 10639 eftir kl. 17.00. SlÐASTI innritunardagur Sími 10004 kl. 1—7 e.h. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna— enska, danska, þýzka, franska, sænska, íslenzka fyrir útlendinga — Enskunámskeið fyrir unglinga sem ætla til Englands í sumar — Spánska fyrir Spánarfara — Stutt upprifjunarnámskeið fyrir nem- endur í gagnfræðaskólum. Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4. Þarf ég að velta því lengur fyrir mér að kaupa HJARTAÐ MÆLIR MED VOLKSWACEN HÖFUDID MÆLIR MEÐ VOLKSWACEN VOLKSWAGEN kemur mér ekki á vonarvöl Volkswagen er ódýr í innkaupi, hagkvœmur í rekstri, og auðveldur í öllu viðhaldi l~VOLKSWACEN ER FIMM MANNA BÍLL— Verð frá kr. 189.500,- LANDSKUNN VARAHLUTA- OG VIÐGERDAÞJÓNUSTA HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 =n MADDAMA Margir eru famir að spá því að kon- ur muni setja mikinn svip á næsta ára- tug (1970—80). í Bandaríkjunum og Kanada fer „frelsishreyfing kvenna“ eins og hún er nefnd, eins og eldur í sinu og hrífur til sín æ fleiri konur og er sömu sögu að segja frá Bretlandi og konur í öðrum Evrópulöndum eru að fara af stað. Frelsishreyfingin, sem vestanhafs er kölluð „women’s libera- tion movement" og stytt í „women’s lih“ er ennþá langt frá því að vera heilsteypt hreyfing. f borgum og þorp- um mynda konur, aðallega ungar kon- ur, hópa, sem þær kenna við frelsis- hreyfinguna, og þótt takmarkið hjá þeim öllum sé aukið frelsi kvenna, þá er misjafnt, hve langt þær vilja ganga í þessari baráttu. Sumar, og að því er marka má af blaðaskrifum, flestar, vilja fyrst og fremst að komið verði á í verki, því launaj afnrétti, sem til er á pappírum; að konum verði ekki neitað um störf á þeim forsendum að þær séu konur og að karlmenn taki aukinn þátt í upp- eldi bama svo þau séu ekki í pils- faldi móðurinnar daginn út og daginn inn — hvorki barni né móður til góðs. En þær, sem lengst vilja ganga, vilja helzt þurrka út allan mun kynjanna og eru tilbúnar að hafna „forréttindunum“ og öllum líkamlegum samskiptum við karlmenn. Frelsishreyfingin er enn mjög lítt skipulögð og hafa margir notað sér það, til að gera hana hlægilega. Má í er- lendum blöðum lesa greinar um þessi mál, bráðskemmtilegar, en skemmtileg- heitin eru auðvitað á kostnað baráttu- kvennanna. En sá hlær bezt sem síðast hlær. í mannkynssögunni má lesa hví- líkt aðhlátursefni „súffragetturnar“ (suffrage = atkvæði) voru um síðustiu aldamót, en við eigum þeim þó líklega meira en öðrum að þakka að 30. maí getum við gengið að kjörborðinu og kosið okkur bæjarfulltrúa með atkvæð- um, sem eru jafngild atkvæðum karla. ★ En svo ég taki upp léttara hjal þá áskotnaðist mér í vetur bráðskemmtileg bók, „Konur og ástir“ en í henni eru ummæli frægra manna (og nokkurra kvenna) um konur. Fara hér á eftir nokkur gullkorn. Napoleon: „Konan óskar jafnréttis við karlmanninn. Það er hrein og bein firra. Konan er eign mannsins en mað- urinn ekki konunnar. Hún elur manni sínum börn, en maðurinn ekki henni.“ í framhaldi af þessu sagði Napoleon: „Sú kona hefir verið afbragð allra, sem eignazt hefir flest börn.“ Oscar Wilde sagði þetta: „Slæmar konur kvelja okkur, góðar konur þreyta okkur. Það er nú eini munur- inn á þeim.“ Og hann sagði líka: „Eftir tuttugu ára ástarævintýri líkist konan hrund- um rústum. Tuttugu ára hjónaband mót ar ytra útlit hennar á þann veg, að hún minnir mest á svipmikið stórhýsi.“ Þetta er haft eftir Bismarck: „Væri ég alinn upp við mannakjötsát, held ég, að ég kysi fremur kjöt af konum en karl- mönnum, — það mundi vera mýkra og gómsætara.“ Bismarck sagði einnig: „Konan á tvö vopn, og hún kann vel að beita þeim. Þessi vopn hennar eru tungan og negl- urnar.“ í Bretlandi barðist frú Pankhurst hvað mest fyrir því, að konur fengju kosn- ingarétt — en baráttan var oft erfið eins og sjá má á myndinni. En markinu var náð 1918 — þremur árum eftir að íslenzkar konur fengu kosningarétt. „Fyrirmyndareiginkona gerir allt það, sem fyrirmyndareiginmaður ósk- ar að hún geri — en heldur ekkert annað.“ Þetta sagði Bernhard Shaw. Roulsseaai: „Konan er feigiurri hlut- inn af því, sem skapað hefur verið.“ Joubert: „Þá stúlku eina á maður að velja sér til eiginkonu, sem maður mundi kjósa sér að vini, ef hún væri karlmaður.“ Balzac sagði: „Kona, sem hlær að eig- inmanni sínum, hefir glatað allri ást á honum. Hún verður að geta álitið þann mann, sem hún elskar, einhvers konar æðri veru, þrungna krafti og mikil- leiik.“ — Eru ekki allar sammála þessu?? ★ En gefum konum nú orðið svona rétt í lokin. George Sand segir: „Við konur vit- um það vel, að sá maður, sem hefir ást og gáfur í sama orðinu, er venjulega ekki ástfanginn svo að nokkru nemi.“ Þetta er haft eftir einhverri ágætri franskri frú: „Afbrýðisamir menn eru eins og flöskutappar, sem benda manni á flöskumar með beztu vínunum.“ Og eftir sömu frú er haft: „Karlmað- urinn nefnir alla þá eiginleika galla, sem hann finnur ekki hjá sjálfum sér.“ Látum það nægja í dag. Þórdís Árnadóttir. fl M Félagsheimili Gnúpverja vígt á sumardaginn fyrsta FÉLAGSHEIMILI Gnúpverja- hrepps verður vígt á sumardag- inn fyrsta. Þetta er mjög glæsi- legt félagsheimili, um 5000 ten- ingsmetrar að stærð, á einni hæð með kjallara undir hluta af hús- inu. Heimilið verður vígt við hátíðlega athöfn, sem hefst kl. 12 á hádegi, en vígsluathöfnin sjálf er kl. 1.30. Er öllum Gnúp- verjum, heimamönnum og burt- fluttum og mökum þeirra boð- ið að taka þátt í athöfninni. Félagsheimili Gnúpverja hefur verið í smíðum síðan 1967 og er nú verið að leggja síðustu hönd á það. Eigendur eru Gnúp- verjahreppur, Ungmennafélag Gnúpverja og Kvenfélag Gnúp- verja. f félagsheimilinu eru tveir veit ingasalir, stórt leiksvið og and- dyri. Húsið er teiknað af Bárði Daníelssyni, arkitekt og bygg- ingarmeistari er Stefán Kristjóns son á Selfossi. Felur 1 sér kynjamisrétti FRÁ ísleinzlkuim nláimtslmiömin/uim í Luin/di hefiur Mbll. borizt etfitiirtfiair- lanidd állyíkbuin vairðarudi fruimivairp uim hieiimiiJM tiil hamidia Kvenmia- isfkóllianiuim í Reykjavíik tiil lalð bnaiuitslkná isltiúdienlta: Fuinidiuir, halLdimmi í Æsliemzlka námsmiairanlanáðiniu í Lumdd í miairz Ii970, skomair á Allþiinigi, að samþykkja ekki ofanmiafinlt finuim- vairp, þair setm það fieiliur í sér kynljianmisrétti, sem ber aíð fior- daamia af mianiniréttiinyiaástaeðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.