Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 4
4
MOHGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1'7. APRÍL 1*970
MIAGrMÚSAR
íkiph3oj21 símar2Í19Ö
eftlr lokun »tm» 40381
-=-35555
1^14444
WUBBIH
BILALEIGÁ
HVERFI8GÖTU 103
VW Sendiíerðabifrað-VW 5 maima-VWsvefnvagn
VW 9manna-lapdrover Zmanna
bilaleigan
AKBBAUT
Lækkuð leigugjöld.
r’ 8-23-47
sendttm
Hopferðir
Ttl letgu í lengri og skemmri
ferðk 10—20 farþega bítar
Kjartan Ingimarsson,
sími 32716.
Ökukennslo
GUÐJÓN HANSSON
Simi 34716.
Armúla 3 -Simar 38900
38904 38907
BÍUBÚBIH
Notoðir
bílor
Opel Kadet, árgerð '64
Opel Record '62—'68
Vauxha’H '63—'70
Chevrolet '63—'67
Plymouíh '65—'69
Scorrt '65—'67
Bronco '66
Bedford yfirbyggðuir, ber
11J tomn á grind, ár-
gerð '68.
Atihugið, oft góð kjör
í boði.
9 ,,Heimsóknir“
fyrrverandi eigin-
inanna
Her er bréf frá konu, sem skrif
ar undir stöfunum G.Ó.
„Heill og sæll, Velvakandi góð-
ur!
Sá sem vel vakir hlýtur að
verða margs vís, eins og sá, er
árla rís. Ekki er það ofsagt að
Velvakandi hafi dafnað vel undir
nafnL Víst er, að mörg eru þau
vandamál sem skotið hafa upp
kollinum í dálki þínum og vona
ég að þú látir þig ekki muna um
eitt í viðbót.
í fréttum dagblaðanna undan-
farið hefur verið „tíðrætt" um sí-
vaxandi innbrot fráskildra
manna inn á heimili fyrrverandi
eiginkvenna sinna. Um árabil hef
ur þessi sama saga endurtekið
sig hvað eftir anmað hjá þessum
ógæfusömu mönnuim sem þanmig
gera sig seka um lögbrot. Ogþað
sem verra er, — þeir ráðast á
fyrrverandi eigimkonur sínar, að
börnum þeirra ásjáandL svo að
stórsér á þeim og svívirða þær
svo, í orði, og lítillækka sjálfa
sig með því að reyna að fábörn
in upp á móti mæðrum sínumn.
Þeir leyfa sér að rjúfa frið-
helgi heimilisins, sem eimu sinmi
var þeirra eigið, en er það ekki
lengur. En engu að síður er það
heimfli barna þeirra.
Er það virkilega svo, að lögin
nái ekki til þessara manna á
sama hátt og annarra, sem brjót
ast inn (t.d. tfl þess að stela)?
KAUPMAN NASAMTÖK
ÍSLANDS
Stofnlánasjóður raftækjasala
Lán verða veitt úr Stofnlánasjóði raftækjasala í næsta mánuði.
Sjólðsfélagar einir eru hlutgengir til lántöku.
Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Kaupmannasam-
takanna Marargötu 2, og þurfa umsóknir ásamt nauðsynlegum
upplýsingum og gögnunv að hafa borizt til skrifstofu sam-
takanna fyrir 1. maí n.k.
Stjóm Stofnlánasjóðs raftækjasala.
Krommenie
Vinyl gólfdúkur og vinyl flísar með áföstu
filti eða asbest undirlagi.
Mýkri, áferðarfallegri, léttari í þrifum,
endingarbetri.
KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA
®________________
Krommenie
Gólfefni
KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164
LITAVER S.F., Grensásvegi 24
MÁLARINN H.F., Bankastræti/Grensásvegi 11
VEGGFÓÐRARINN H.F., Hverfisgótu 34
Það hlýtur að teljast alvarlegt
lögbrot að vaða þannig uppi svo
að konurnar verða að flýja heim
ili sitt með lögregluvernd um há
nótt, til aðstandenda eða vina,
sem taka á móti þeim ásamt
börnum þeirra, meðan mestu
ósköpin gaoga yfir. En hvað ger-
ist svo? — Sama sagan, — mánuð
eftir mániuð, jafiwel ár efíir ár.
0 Nokkrar spurningar
Mig langar tfl að bera nokkr-
ar spurnimgar upp við þessa
menn.
Eruð þið, fráskfldu eiginmenn
(eða unnustar) ábyrgir gerða
ykkar, þegar þið fremjið slik-
an verknað? — Eruð þið að særa
börn ykkar viljandi? Hafið þið
hugsað út í það að þau verða oft
fyrir aðkasti jafnaldra sinna,
ykkar vegna? Eruð þið færix um
að bæta þá meinsemd, sem bams
sálin verður fyrir, þegar þið sval
ið hefndarþorsta ykkar á móður
þeirra með hinni grimmilegustu
svívirðingu? Vitið þið ekki að
börn, sem verða fyrir slíkum
áhrifum missa alla virðingu fyr-
ir föður sínum? Hvers eiga þau
að gjalda? Svo er verið að tala
um ungdóminn! Hvar er fyrir-
myndina að finna? Auðvitað er
þetta ekki einá vandamálið, sem
kann að særa unga bamssál, —
þau em óteljandi, og öll ógnvekj
andi. Ég er viss um að böm og
unglinigar m-undu ekki gera svona
margt rangt og ljótt, ef þau
hefðu ekki séð fullorðna fólkið
hafa það fyrir þeim.
0 Friðhelgi heimilisins
Ef við létum það góða sitja I
fyrirrúmi, og ef við reyndum að
gera aðeins það, sem okkurfinnst
rétt, mundu börnin verða fyrst
til að sjá það og þar með mundi
skapast gott og traust þjóðfél'ag.
Við hljótum að geta stjórnað
okkar eigin hugarfari, ef við er-
um með réttu ráði. Það hefur ver
ið talsvert gert af því að stofna
ýmis félög til verndunar náttúru
og dýrum. Hundavinafélag var
stofnað ekki aills fyrir lönigu, og
er það vel. Þeir eiga heiður skil-
ið, sem vilja leggja eittihvað af
mörkum fyrir óspiilt ríki náttúr-
unnar og dýranna.
Ég vil því skora eindregið á
Félag eimstæðra foreldra, að taka
afstöðu til þess í reglugerð sinni,
að friðhelgi heimflisms og vernd
uu barna þeirra verði tryggð
gegn andlegum áföllum, sem þau
gætu orðið fyrir við það að sjá
þann, sem þeim þykir vænst um,
verða að umskiptingi og koll-
varpa göfugum hugsjónum, sem
búa í saklausri sál bamsins.
G.Ó.“
NOKKRIR DUCLECIR
verkamenn óskast
Menn vanir uppslætti fyrir hitaveitustokk-
um. Menn vanir loftborum og maður vanur
viðgei’ðum og vélum.
Upplýsingar í símum 84090, 41735 og 37757.
AUGLÝSING
irá Félagsheimili Gnúpverjahrepps
Sumardaginn fyrsta. hinn 23. apríl, verður Félagsheimili Gnúp-
verjahrepps tekið í notkun.
Heimamönnum öllum, brottfluttum Gnúpverjum og mökum
þeirra er boðið til vígslufagnaðar, sem hefst með borðhaldi
kl. 12.00 á hádegi, og dagskrá kl. 1-J.
BYGGINGARNEFNDIN.
BIFREIÐA STJÓRAR
Við kaupum slitna sólningarhæfa
á verði, sem hér segir:
NYLONHJÓLBARÐA,
Fólksbiladekk:
flestar stærðir kr. 200.00
Jeppadekk:
600—650 — 250,00
700—750 — 300,00
Vörubíladekk:
825X20 — 800,00
900 X 20 — 1000,00
1000X20 — 1200,00
1100X20 1400,00
BARÐINN H.F.
Ármúla 7, Reykjavík, sími 30501