Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 17. APRÍL, 1070 15 Verðlaunin mín eru íslandsferðin — segir Laure Weymouth flotafrú ársins6< 99 GÓDUR gestur var hér á ferðinni, frú Laure Wey- mouth, en hún bjó á íslandi um tíma með manni sánum, Ralph Waymoutih aðmíráli, sem var yfirmaður banda- ríska varnarliðsins hér. Hún var þá hér með sex af átta börnum sínum og þau ferðuð- ust öll mikið uim landið og kynntust f jötmörgurm íslend- inguim. Nú vonu þau allt í einu komin til íslands, til að stanza í þrjá daga. — Ég sagði þegar ég fór að ég mundi 'korna aftur, og þetta er í annað skiptið, sagði frúin, þegar við hittum hana. Ég átti vissulega ekki von á íslandsferð núna. En geturðu hugsað þér, ég var kosin „Navy wife“ eða flotafrú árs ins, og þeir vildu fá kvik- mynd af mér á íslandi fyrir Art Linkletter 9how, og sendu kvikmyndatöfkumenn með mér hingað. Væri þér sama þó við færum með þig til íslands í þrjá daga? sögðu þeir. Hvort mér var sama! íslandsförin er verðlaun mín. Þó ég hafi eklki tíma til að sjá þá, sem við vildum hitta, af því Ralph er að vinna og ég er stöðugt á ferð- inni með kvikmyndatöku- manninum, þá þykir mér svo gaman að hafa fengið þetta tækifæri til að koma. Við spyrjum frú Waymouth um þennan titil, „Flotafrú ársins“. Hún segir. að árlega sé kosin ein eiginkona úr flotanum og sé hún valin full- trúi 315 þúsund eiginkvenna manna í Bandaríkjaflota. Valdar eru fiimm konur, ein úr hverri grein hersins. 26. maí verður svo sam/koma í Wasfhington, þar sem „eigin- konur“ flota, hers, flughers, landhelgisgæzlu og landgöngu liðs koma og verður valín ein sem „eigin/kona hersins“. — Það verður ekki ég, það eitt er víst. sagði frú Waymouth. Sú sem fær þann titil fær alla vinnuna, verður að ferð- ast um allt og hitta marga — ég fæ íslandsferðina og það er eintóm ánægja. Kvikmyndagerðarmaðurinn, Oharlie Fager, sem er með frúnni hér, hefur verið að talka af henni myndir í ís- lenzkri sundlaug, á hestbaki og með konunum í góðgerðar klúbbnum sem safnar og gef- ur til Skálatúnsheimilisins. — Við höfum talað svo mikið um Island, sagði frú Weymouth. Og einhver íslend ingur sagði að ég hefði ferð- azt mikið um landið. ætti marga vini hér og þætti vænt um Island. Þess vegna vildu þeir ta'ka kvikmyndina af mér hér. Sú mynd verður svo sýnd í sjónvarpi og notuð í Washington 26. maí. — Við kunnum öll svo vel við dkkur hér, heldur frúin áfram. Börnin segja öll „á íslanöi“ þegar þau eru spurð hvar þau vilji helzt búa, og þau hafa víða verið. Þau vilja öll koma aftur hingað. Sá litli segist hafa verið svilk- inn, því hann hafði of stutta fæt/ur til að fá að fara á hestbak á íslandi. Svo segir hann, að hvergi annars staðar í veröldinni sé almennilegt pláss til að fara í útilegu. Og nú var ég einmitt að kaupa eftir pöntun 6 gærur og 6 nýjar lopapeysur, því bömin eru öll vaxin upp úr peysun- unm, sem þau fengu hér. Við eigum lifandi minjagrip um ísland. Það er Seppi, íslenzki hundurinn. Hann unir sér vel í Ameríku, syndir í sjónum og hleypur á fjöll með okkur. Fleira höfum við frá íslandi. Fólk rekur upp stór augu, Sveinn Kristinsson Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ Peter Gunn FYRIR rúmum síðan hófst nýr tíu árum sjónvarps- þáttur í Bandaríkjunum, sem hét Peter Gunn. Hófst hann á því að bófar, dulbúnir sem lögregluþjónar, eltu uppi lúx usbíl mikinn og skutu alla, sem í honuim vom. Þessi mynd er byggð á sama framihaldsþætti, sem gekk ámm saman, og hefst á þvi að bófar, dulbúnir sem strandgæzlumenn, elta uppi lúx ussnekkju og skjóta alla sem á henni em. Þannig em framfar irnar. Þessi sjónvarpsþáttur varð þekktur hér á landi, þó að hann hefði aldrei sézt hér, vegna tón- listar Henry Mancini, sem var frábærlega góð. Varð hún vin- Óvissa í Salt-viðræðum — hófust í Vínarborg í gær VIÐRÆÐUR, sem miklu varða um framtið alls mann- kynsins, hófust í gær í Vín- arborg. Það eru hinar svo- kölluðu Salt-viðræður, þ. e. viðræður um takmörkun kjamorkuvigbúnaðarins. Mikl ar vonir eru bundnar við þessar viðræður þrátt fyrir takmarkaðan árangur af fyrri viðræðum um takmörk- un vígbúnaðarkapphlaupsins. Hernaðarmáttur Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna hefur aldrei verið meiri. Þessi tvö risaveldi heimsins hafa aldrei átt við eins flókna erfiðleika að glima í utanríkismálum. Rússar og Bandaríkjamenn hafa aldrei haft eins gildar ástæður til þess að komast að samkomulagi um takmörkun vígbúnaðarkapphlaupsins. Á fyrsfca fundinuim í Vín í geer lsus Gerard Smith, aðal- sairmiingaimia ð'ur Bamdaríkj- aaima, sik’ilaboð frá Nixpn for- set/a, þar siean hann kvaðsit vomia að konnast mætti aS sam- kpmiulagi, fynst um stöövun á fna/mJeiðslu fnekari kjarn- prkuivoipna og síöar um fækk- run á eldflaiugum í vopnabúr- um landanmia tveggja. Hann sagði og í o/rðsendiniglunini, að Smitih hiefði umboð sitt til að tákia til nákvæmrar rannsókn- ar allar þær tillögur. sem gæt/u stiuðlað að farsœlli lausn. Vladimir Semiienov,: aðistoðar- utanrikisiráðlherra Sovétríkj- anna, sagði. áð larnd sitt myndi takia vel öllum tillö/gum, og gena sitt bezta til að saimkomiu lag næðiist. Funduirinn í gaer var aðeinis umddrbúnLn/gisfundur, en hinar raunvenulegu viðræður hefj- aist í diaig fföstudiaig). Þótt orða Skriptin væru vinsiamleg i gær, tóku menn eftir því, að full- trúamir voru rrwm varkárari í orðum en þeir höfðu verið á uinidirbúninigsráðstefniuninii í Helsiniki. oa kenna um óbein- um deilutm laindanna um eld- flauigastyrk beúra. sem staðið hafa yfir siiðain. Helsinki fi/nd- inawn laiuk. Röksemdir Bandaríkja- manna fyrir takmörkun víg- búnaðar eru alkunnar en minna er vitað um afstöðu Rússa. En ó undanfömum mánuðum hefur verið að koma i ljós að áhugi Rússa á samikomulagi við Bandaukja menn hefur aukizt. Ástæðan er hinir auknu erfiðl°ikar í sovézkum efnahagsmálum. Vegna efnahagserfiðleikanna hafa ráðamennirnir í Kreml áhuga á því að draga úr víg- búnaði. Erfiðleikarnir eru svo alvarlegir. að vera rhá að Salt-viðræðurnar séu eina leiðin út úr ógöngunum. Aðalleiðtogi sovézka komm únistaflókksins hefur vakið athygli á því að framleiðni í Sovétríkjunum sé of lítil og að skortur sé á neyzluvörum. Aldrei áður hafa verið uppi eins háværar kröfur uim um- bætur í sovézku efnalhagslifi og nú. Sovézkir neytendur hafa aldrei haft eins mikil áhrif og aldrei verið eins kröfuharðir og nú. Þannig hafa sovézkir forystumenn gildar ástæður til þess að draga úr þeim miiklu fjár- framlögum, sem varið er til vígbúnaðar. Ræða Brezihnevs og aðrar opinberar yfirlýsing ar bera með sér. að brýn þörf er á stóraiulknum fjárfesting- um í neyzluvöruframleiðsl- unni, en það þýðir að draga verður úr framlögum til vig- búnaðarframleiðslunnar. Þörf in hlýtur að vera brýn, því að áhrif hersins eru mikil. Greinilegt er, að Rússar hafa áhuga á samvinnu við Bandarikiamenn á sviði verzl unar, efnahagsmála, vísinda og tækni til þess að stuðla að lausn efnahagsvandamálanna. í grein i sovézku tímariti fyr ir sikömimu kom fram, að sjálf sagt væri að ath/uga þessa möguleika. Þetta kann að koma í Ijós í Vínar-viðræðun- um. Viðræðurnar virðast lofa góðu ef öll rök eru athuguð, en rö/k hafa sjaldan dkipt aðal máli í viðræðum milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þótt risaveldin séu sam- mála um hættur vígbúnaðar- kapphlaupsihs og s/kynsemi' Frú Laure Weymouth þegar það kemur inn í and- dyrið oikkar. Þar blasir við „Drottinn blessi heimilið“, og svo stendur þar borð með steinum og fuglum frá ís- landi. . — Við höldum lSka sam- bandi við fólk, sem hefur ver ið á íslandi. Penfield sendi- herra og kona hans vilja 'koma aftur til fslands. Við fórum öll með þeim í útilegu til Hatteras Forum nýlega. Og fólk, sem hefur verið. ein- hvern tíma hér á Keflavíkur- flugvelli, efnir stundum til samkomu. Til er einn bridge- klúbbur í Washington, sem heitir fslenzki bridgeklúbb- urinn. Þetta fól'k á það sam- eiginlegt að hafa verið á fs- landi og hittist þess vegna. Eins fórum við með vinum okkar á þorrablót, sem fs- lenzk-ameriska félagið hélt nýlega í Wadhington. Þar var islenzkur matur á borðum og miös margt fólk. Frú Weymouth er ákaflega Íífles. eins og margir Fraikk- ar. en hún er frá Bretagne. þaðan sem fiskimennirnir frönsku komu á íslandsmið hér áðnr og afi hennar skrif- aði uim þá sögu. Hún kvaðst ekki hafa komið þangað síð- an hún var á íslandi. En nú ætli hún að reyna að fara til Bretagne með börnin í sum- ar. Þar á hún enn sumarhús. Þau hjónin fóru frá íslandi í janúar 1967 og voru fvrst á Long Beach i Kaliforníu, en fliuttu svo til Norfolk. — Maðurinn minn var svo mik- ið í burtu, og ég fór því og hittí hann hingað og þangað í A.síu til að stytta aðskiln- aðinn. sagði hún. Svo hefur fjölskvldan ferðazt yfir þvera Ameriku með tiöld. Við höf- uim verið búsett i Norfolk í tvö ár og ég býst við að við verðuim þar í tvö ár í við- bót Þeir af kunningjum okk- ar frá íslandi. sem eiga leið um. ættu að heimsækja okk- ur. Ekki er til setunnar boðið. Frúin þarf að hlaiupa í næstu kvilkmyndatöku, og hún bið- ur fyrir kveðjur til kunningja sem henni tókst ekki að hitta. sæl hér sem annars staðar og hafði varanleg áhrif á tónlist í sjónvarpi og kvikmyndum. Er það þakklætisvert, að hún varð til þess að minnka væmni. Kvikmynd þessi hefur sama mann í hlutverki Peter Gunn og var fyrir meira en tíu árum, Craig Stevens, seim er eins konar junior útgáfa af Cary Grant, þó að hann sé ekkert unglamfo sjálf ur. Er hann góður leikari í hlut verki sem þessu, laglegur og ber vel föt, skýrmæltur og lífcamlega þess að stöðva það, ríkir gagn kvæm tortryggni við upphaf viðræðnanna. Brezfhnev hefur nýlega haldið því fram, að bandaris/kir vopnaframleið- endur standi í vegi fyrir sam- kamulagi. Rússar hamra sd- fellt á því að Bandaríkjamenn geti ekki saimið úr sterkri að- stöðu, jafnræði verði að ríkja eigi sa/mikomulag að takast, og hvorugur aðilinn megi reyna að ráða yfir fleiri vopn um en hinn. En erfitt er að dæma urn jafnræði á þessu sviði, því að hvor aðili um sig ræður yfir svo öflugum vopnum að hann getur útrýmt hinum, ekki aðeins einu sinni heldur mörgium sinnum. Það hefur enn aukið á tortryggn- ina, að sovézkir ráðaménn og blöð í Moskvu halda því fram að saimsæri „heimsvalda sinna“ gegn kommúnista- stjórnum Austur-Evrópu spilli fyrir viðræðúnum. Bandarikjamenn tortryggja ekki síður marbmið Rúasa. Rússar og Bandaríkjamenn hafa um svipaða kosti að velja. Takist ekki að ná sam- komulagi verður það til þess að magna vígbúnaðarkapp- hlaupið, framlög til vígbúnað ar munu sífellt aukast, fram- lög til aðkallandi vandamála innanlands munu minnka og alltaf verður fyrir hendi sá möguleiki að kjamorkustyrj- öld brjótist út, ef til vill vegna slysni. Báðir aðilar virðast hafa eins gildar ástæð ur til þess að komast að sam komulagi, hversu takmarkad sem það yrði. fimur. Eklki reynir á m.argt ann- að. Myndin segir frá einkaleyni- lögreglurmanni, miklu hörkutóli, sem gæddur er þeim ágæta eig- inlei'ka, að menn virðast missa skotfimina, þegar þeir miða á hann. Þá virðist hann hafa að dráttarafl fvrir lík enda alltaf að rekast á þau, eða að drepa einhvern i siálfsvörn að sjálf- sögðu. Mynd þe'si minnir svo mikið á Tonv Romue. seim nýlega var sýnd í Nýja bíói. að fyrir þá sem sáu hana þarf ekki frekari lýsingar. Ég læt nægia að bæta því við að hún er bæði ,,cool“ og „tough". Því leyfi ég mér að nota þessi orð, óþýdd, að mynd þesisi er tll lítillar skemimtunar fólki, sem ekki skilur þessi tvö orð. Ályktun Iðju MBL. hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Iðju, félagi verk- smiðjufólks: Á fjölmennum fundi í Iðju- fél. verksmiðjufólks í Reykja- vík var eftirfarandi tillaga sam- þykkt í einu hljóði: Fundurinn haldinn 9.4. 1970 1 Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, mótmælir harðlega frumvarpi ríkisstjómarinnar uim Húsnæðtsmálastofniun rikisins, þar sem gert er ráð fyrir að V4 af árlegu ráðtetöfunarfé líf- eyrissjóða verði varið til kaupa á skuldabréfum Húsnæðismála- stofnunarinnar. Telur fundurinn að með þessu frumvarpi sé verið að seilast í sjóði, sem stofnaðir eru með frjálsum samningum milli verka lýðshreyfingarinnar og artvinnu- rekenda og skerða þar meðsamn ingsréttimn. Jafnframt vill fúndurinn mót mæla þeirri auknu kvöð, sem lögð er á Atvinnuleysistrygging- arsjóð með frumvarpi þessu. Fundurinn vill benda á að megnið af ráðstöfunarfé lifeyr- issjóðanna er í lánurn til sjóðs- meðlima, og að hundruð millj- óna af fé Atvinnuleysistrygging- arsjóðs er í lánum til atvinnu- aukningar um land allt. Skora-r því fundurinn á hæst- virt Alþingi að fella frumvarpið í þeirri mynd, sem það nú er. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.