Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 16
r 16 MORGUTfBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. APRCL 1« Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveirvsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Rltstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. f iausasölu 10,00 kr. eintakíð. FIMM SUNDURLEITIR HÓPAR ¥ borgarst j órnarkosningunum 1966 buðu andstæðingar Sjálfstæðismanna fram þrjá framboðslista, en að þessu sinni munu þeir bjóða fram fimm lista. Ljóst er nú orðið, að Sósíalistafélag Reykjavík- ur hyggst bjóða fram og má búast við, að framboðslisti þess félags verði birtur næstu daga. Oft hafa andstöðuflokkar Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur gengið sundraðir til kosninga, en óhætt er að fullyrða, að aldrei hefur glundroðinn ver- ið jafn algjör og nú. Sá hóp- ur, sem gekk sameinaður til kosninganna 1966 undir merki hins svonefnda „Al- þýðubandalags“, hefur nú splundrazt í þrjú flokksbrot, sem öll bjóða fram í kosning- unum í vor. Jafnvel innan þessara þriggja flokksbrota er mikil óeining og sundur- þykkja og vel má vera að fjórða brotabrotið kvamist úr þessum litlu einingum fyrr en varir. Alla vega er ljóst, að fjórði hópurinn, ungkomm únistar, stendur utan þessara þriggja sundruðu hópa og hefur ekki tekið afstöðu með einum umfram annan. Má raunar telja líklegt, að þessi fjórði hópur hyggi á sjálf- stæða stjómmálastarfsemi, þegar fram líða stundir. Þessar fimm sundurlyndu fylkingar andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins munu fyrst og fremst berjast innbyrðis. Allar em þær með einhverj- um hætti að berjast fyrir lífi sínu. Sósíalistafélagið mun fyrst og fremst ednbeita sér að því verkefni að reyta fylgi af kommúnistum. Hannibal- istar munu leita atkvæða frá kommúnistum, krötum og Framsókn. Kommúnistar eru í vörn og reyna að berjast gegn ásælni Sósíalistaf-élags- ins og hannibalista. Sæta- brauðsdrengir kratanna em hræddir við að missa fylgi til hannibalista og Framsóknar- menn óttast, að baráttan á vinstri vængnum verði til þess, að þeir missi það vinstra fylgi, sem þeir hafa sótt svo stíft eftir á undanförnum ár- um. Hver og einn getur gert sér í hugarlund, hvemig ástand- ið yrði, ef þessir fimm sund- urleitu hópar ættu að reyna að bræða sig saman um mynd un meirihlutastjórnar í borg- arstjórn Reykjavíkur. Sann- leikurinn er sá, að sú stjóm- málalega upplausn í röðum vinstri manna, sem hefur verið í uppsiglingu allan sl. áratug hefur nú náð hámarki sínu. Það mun taka þessa flokka a.m.k. allan þennan áratug að greiða fram úr þeim flækjum, sem myndazt hafa á undanfömum ámm, og á meðan þeir eru með allan hugann við það verkefni em þeir einfaldlega ekki hæfir til að taka að sér ábyrgð á stjóm mála, hvorki í borgar- stjóm Reykjavíkur né ann- ars staðar. Þetta er staðreynd, sem kjósendur verða að gera sér ljósa. Hér er ekki aðeins um það að ræða, að andstæðing- ar Sjálfstæðismanna séu klofnir í 5 fylkingar. Meðal forystumanna þessara hópa innbyrðis ríkir ýmist djúp- stæð óvild eða fullkomið hatur. Þeir eru ófærir um að ganga til samstarfs um eitt eða annað. Þetta er hin póli- tíska staðreynd, sem Reyk- víkingar standa frammi fyr- ir, nú þegar borgarstjórnar- kosningar fara í hönd. Ábyrg og samhent stjóm í höfuð- borginni verður því aðeins tryggð með því að Sjálf- stæðismenn haldi meirihluta sínum í borgarstjóm. Að öðr- um kosti verður hagsmunum Reykjavíkur fómað á altari fimm sundurleitra klofnings- hópa. Að mótmæla EFTIR ÓLA TYNES Mótmæli gegn stríðinu í Vietnam eru mjög í tízku hjá kommúnistum víða um heim, ekki sízt hér á íslandi, þar sem þeir eru jafnan fljótir til að taka upp þráðinn ef fyrirmyndirnar í Kreml láta til sín heyra. Eins og venjulega þegar kioimimúniBtar fjalia uim eitthv'ert mál, en staðreyndunum gersamlega snúið við, eftir því sem þeim hentar bezt. Innrás Norður-Víetnama í Suður-Vietnam er því ekki mótmælt, né heldur þeirri stefnu að myrða saklausa borgara í stórum stíl, til að hræða þá sem eftir eru og neyða þá til fylgis við kommún- ista. Því er ekki mótmælt að Norður-Viet- nam heldur 600 þúsund manna vei þjálfaðan fastaher í Suður-Vietnam, sem er búinn fullkomnum nýtízku vopn um. Það eina sem mótmælt er, er að Bandaríkin hafi herlið í landinu til að hindra að kommúnistar leggi það undir sig með vopnavaldi. Jafnvel eftir að hernámsstefna kommúnista í Asíu hefur komið enn betur í ljós, við innrásir í Laos og Kambódíu, halda íslenzkir kommúnistar áfram að mótmæla því sem þeir kalla „árásarstefnu Banda- ríkjanna í Vietnam." Þjóðviljinn hefur gert mikið úr mót- mælum í Bandaríkjunum sjálfum, og kommúnistar yfirleitt vitna gjarnan í fréttir af mótmælum í ýmsum öðrum löndum, máli sinu til stuðnings. GRIGORENKO Hins vegar er ekki haft hátt um mót- mæli í fyrirheitna landinu sjálfu, Sovét ríkjunum. Það kemur þó öðru hvoru fyr- ir, að einstaklingar eða hópar manna þar, mótmæla einhverju sem þar er að gerast. Pyotr Grigorenko, heitir maður sem býr í Sovétríkjunum. Hann var eitt sinn hershöfðingi að tign, mjög virtur maður og vinsæll. Fyrir frábæra frammi stöðu í síðari heimsstyrjöldinni var hann sæmdur fjölmörgum heiðursmerkj um, m.a. Lenin-orðunni, Rauðu stjörn- unni, og Orðu rauða fánans. Árið 1964, skrifaði Grigorenko nokkr ar greinar, þar sem hann gagnrýndi Krushdhev. Hann var þegar lýstur geð- veikur óg lokaður inni á hæli í heilt ár, en þó gáfu valdhafarnir sér tíma til að svipta hann hershöfðingjatigninni og gera hann að óbreyttum hermanni. Að ári liðnu var honum sleppt af hælinu, enda var þá talið að honum væri „batnað“. En hvað gerðist? Geð- læknum stjórnarinnar hafði ekki tekizt að brjóta niður vilja þessa manns, eða breyta sannfæringu hans. Honura hafði ekki einu sinni „batnað“ það mikið að hann hefði vit á að hætta vonlausri baráttu sinni. Hann hóf þegar að mót- mæla m/eðferð sitjórnvalda á Krím-töt- uruinium, oig hainin mótmælti medra að segja „hjálparsveitunum" sem Rúss- land sendi til Tékkóslóvakíu. Eins og nærri má geta var þolinmæði hinna góðu valdhafa þar með á þrotum, og hinn óbreytti hermaður Pyotr Grigor enko, var aftur sendur á geðveikra- hælið, þá 63 ára að aldri. Og þar er hann enn. Fyrir skömmu barst til Vesturlanda dagbók, sem hershöfðinginn fyrrver- andi hefur haldið, á geðveikrahæli stjórnarinnar. Lýsingar á pyndingum og niðurlægingu þeirri sem hann hefur orðið að sæta, eru ófagrar. Internation- al Herald Tribune, segir frá þessu í grein 2. apríl, og birtir orðrétt stutta kafla úr bókinni. Lýsingarnar eru eins og úr hryllingssögu eftir Kafka, það eru lýsingar á spennitreyjum, pynding- um, bæði andlegum og líkamlegum, og einangrun. í vikuritinu Time, frá 6. apríl eru birtar eftirfarandi færslur úr dagbók Grigorenkos: 15. júní. (þá var Grigor- enko í hungurverkfalli) — Þeir byrjuðu að neyða ofan í mig mat í dag. Þeir settu mig í spennitreyju, börðu mig og hertu að hálsinum á mér þar til mér lá við köfnun. Þá settu þeir upp í mig stykki svo ég gat ekki lokað munninum, og byrjuðu að troða matnum ofan í mig. 16.—19. júní. Ég er mataður með valdi á hverjum degi. Ég streitist á móti eins og ég get. Þeir snúa upp á handleggina á mér, og berja í bæklaða fótinin (særðiisit í stríðiniu). 10. júní fjölgaði óþokkunum úr fimm í tólf. Eft- ir hverja meðferð, er ég með verk fyrir hjartanu. Ég hélt áfram að streitast á móti, en ég hélt að hjarta mitt myndi stöðvast. Ég óskaði eftir dauðanum, því ég held að dauði minn myndi kannski opinbera misbeitingu þeirra á því valdi sem þeir hafa. 24. júní. Ég fékk bréf í dag, þar sem mér var tilkynnt að fjölskylda mín fengi ekki lengur lífeyri. Ég skildi að þetta voru andlegar pyndingar. Konan mín, sem er gömul og lasburða, og son- ur minn sem hefur verið bæklaður frá fæðingu, hafa nú ekkert til að lifa af. 16. október. Á þessum afmælisdegi okkar (hjónin eiga afmæli sama dag), tókst konunni minni að komast 1900 mílna vegalengd til að sjá mig. En við fengum ekki einu sinni að hittast ífimm mínútur. Nú fyrst skil ég hræðilega líð- an þeirra sem voru fangelsaðir á tím- um Stalíns. Það voru ekki líkamlegu pyndingarnar. Þær getur maður stað- izt. En að vera sviptur allri von — það er ekki hægt að umbera. Glæpur þessa óhamingjusama manns var að hafa sjálfstæðar skoðanir. Þeir sem hlusta á þvæluna í forkólfum aft- urhalds og öfga, á þeim fundum sem verið er að boða til um Vietnam, ættu að hafa í huga að mönnunum líðst þetta eingöngu vegna þess að þeir búa ekki við þá hugmyndafræði sem þeir prísa svo fjálglega, heldur við þá sem þeir svo ákaft formæla. Batnandi afkoma togara Ityfikill fiskur hefur borizt á ■*■*■*■ land undanfama daga og eiga bæði bátar og togarar þar hlut að máli. Sérstaka athygli hefur vakið, hve tog- ararnir hafa aflað vel í vet- ur, og gamalreyndur maður sagði á dögunum, að togar- amir hefðu ekki aflað svo vel síðan á árinu 1958, þegar kiarfaveiðarnar voru sem xnestar. Þesisi mikla veiði togaranna og batnandi rekstrarafkoma þeirra eykur mjög áhuga manna á þeim togarakaupum, sem fyrirhuguð eru. Síðar í þessum mánuði verða vænt- anlega opnuð tilboð í útboði togaranefndar ríkisins og er þess þá að vænta, að endan- legar ákvarðanir verði tekn- ar um það, hvemig togara- kaupum verði háttað og hverjir fái þá í hendur. í Reykjavík er nú mikill áhugi á endurnýjun togaranna og má því búast við, að hlutur höfuðborgarinnar í togara- kaupum verði verulegur. I litlum fjallabílum á fáförnum slóðum Hundruð útlendinga með Guð mundi Jónassyni um öræfin í SUMAR munu nokkrir hópar erlendra ferðamanna koma hing- að til íslands í „mini-truck“- ferWir svonefndar. Eru það óbyggðaferðir, farnar á litlum fjallabílum og gjama farið vegi, sem aðrir ferðamenn leggja ekki leið sina um. Það er Guðmund- ur Jónasson, sem annast þessar ferðir með útlendimgana, sem flestir koma frá Englandi. Verða um 15—18 manns í hverri ferð, en alls munu hátt í 309 manns hafa pantað í þessar ferðir. — Þessiir ferðaimenm teggja sig eftór fáfönruuim sHÓðuim, aagðd Gulðmiumidu/r. Ferðiinniair enu eiims ódýnar ag kositur er og ferða- fóiikiið miatnettlð/ir ajáíllflt. Það Híltur á feróaiiagið sem eins kiamar Lamid köminiuin,. í bæMlnigi, sem geflimn er úit uim þessar fenðir í Enig- landii, er akjkiar getið, en vilð geruim lllfltið iaið því áð auglýisia sjállfir, það kemiuir nóg af far- þeiguim án þess. — Bnuð þiið imieð flieini fieröiir í uinldlirtbúninigi? — Já, við flöruim eiinia ferlð á Vajtniajökull uim m/iöjan rnalí á tveimuir snjóbíiliuim. Muinu «m 12—15 imianinis taka þátlt í þainri flöir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.