Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 117. APRÍL 11970 Kjartan Ólafsson Minning F. 14. desember 1908. D. 10. apríl 1970. Það var emhvern tíma sagt, að prenturum farnaðist betur en öðrum stéttum, meðal anpars vegna þess, að þeir veldu jafn- an hæfustu mennina til trúnað- arstarfa. Ekki skal hér dómur lagður á sannleiksgildi þessara orða, en hitt skal ekki í efa dregið, að prenturum hefir jafn an vel tekizt, er þeir hafa valið menn til gjaldkerastarfa. Kjartan ólafsson gegndi gjld- kerastörfum í Hinu íslenzka prentarafélagi lengur en nokk- ur annar maður hefir gert til þessa, eða frá árinu 1948 til 1964, er hann baðst undan end- urkjöri, og starfsmaður félags- ins var hann frá 1956 til 1964. Hann var og gjaldkeri og starfs- maður Lífeyrissjóðs prentara frá stofnun sjóðsins 1959 til dán ardags, 10. apríl síðastliðins. Meðan Kjartan gaf kost á sér til gjaldkerastarfa fyrir Hið ís- lenzka prentarafélag var hann ávallt kjörinn með hæstri at- kvæðatölu allra stjórnarmanna. Má af því vel marka hve mikið traust prentarar báru til hans. Og svo var einnig um þá fjöl- mörgu utan stéttarinnar sem hann átti samskipti við. Kjartan Ólafsson var maður samvizkusamur og vandvirkur. Hann vildi því alla hluti vel og rétt gera. Var hann svo nákvæm ur í öllu starfi að sumum þótti jaðra við smámunasemi. En hann lét sig það engu varða, heldur svaraði því jafnan til, að aðeins þannig væri allt í sam- ræmi við lög og reglur, sem þar um giltu hverju sinni. Vegna lánastarfsemi Lífeyris- sjóðs prentara átti Kjartan sem starfsmaður og gjaldkeri sjóðs- ins mikil samskipti við opinber- ar stofnanir. Fulltrúi í einni slíkri stofnun sagði eitt sinn við mig: „Ef allir kæmu með jafn rétt og nákvæmlega útfyllt skjöl eins og Kjartan Ólafsson, gengi afgreiðslan hér miklu betur og lántakendur væru um leið laus- ir við margs konar óþægindi, sem í mörgum tilvikum stafa ein- göngu af því, að ekki er hirt um að geta þess, sem geta ber á skjölum sem þessum.“ Það gladdi mig mjög að heyra orð þe9sa manns, ekki aðeins af því, að þau voru sögð um góðan vin minn og samstarfsmann, heldur og líka vegna þess, að sá er þau mælti nýtur mikillar virðingar sem traustur og samvizkusamur embættismaður. Við fráfall Kjartans Ólafsson ar er horfinn af sjónarsviðinu einn ágætasti vinur minn og sam starfsmaður í nærfellt aldarfjórð ung. Samstarf okkar hófst er hann var kjörinn gjaldkeri H.f.P. 1948. Það var ekki mjög náið fyrstu árin, en árið 1956 tökum við báðir sæti í or- lofsheimilisnefnd Hins íslenzka prentarafélags og var samstarf okkar upp frá því óslitið þar til hann andaðist. Starf Kjartans að orlofsheim- ilismálum prentara, fyrst undir- búningur að byggingu orlofs heimilisins í Miðdal í Laugardal og frá árinu 1960 umsjón með rekstri þess, skipar honum á bekk með fórnfúsustu mönnum prentarastéttarinnar. í starfinu við orlofsheimilið sem og öðrum störfum var hann hinn ágætasti félagi og samstarfs maður. Og þótt hann frá árinu 1958 aldred gengi heilll til skióg- ar, hlífði hann sér hvergi, held- ur gerði ailt hvað hann mátti ti!l þess að gera orlofsheimilið sem bezt úr garði, svo það mætti verða prenturum eftirsóknar- verður dvalarstaður og Hinu ís- lenzfca prentaraféla.gi til sem mestrar sæmdar. Prentarar bveðja því í daig hinztiu kveðju einn sinn nýtaista og stéttvísasta fiéáaiga og minnast með þakklát- um huga þeirra miklu starfa, er hann vann þeim og félaginu til heilla. Þegar ég nú kveð vin minn Kjartan hinztu kveðju koma í hug mér margar og góðar minn- ingar. Bkki aðeins frá samstarfi okkar heldur og einnig frá þeim samverus.tundum, er við áttum í frístundum okkar. Eg minnist ferðalaga er við fórum saman, veiðiferða sumar eftir sutnar, ferðainna sem farnar voru svo til um hverja einusitu helgi austur í Laugardal, frá því snemma á vori þar til húma tók að hausti. Nú er allt breytt, allar vonir brostnar um áframhaldandi sam- verustundir. Grúfir því myrkur yfir „Miðjum dal“, þrátt fyrir heiðan himin og hækkandi sól. Þeim sem næst Kjartani stóðu og mesít hafa misst sendi ég sam- úðarkveðjur. Megi minningin um mætan mann milda sorg þeirra. J. Ág. Kjartan Ólafsson prentari var ávallt aufúsugestur, þegar hann kom til okkar hér í prentsmiðj- una. Hann var sannkallaður prentsmiðjuvinur. Vegna starfa sinna í þágu prentararfélagsins og síðar Lífeyrissjóðs prentara átti hann oft erindi í prentsmiðj- ur og kom ætíð fram af með- fæddri kurteisi og hógværð. Kjartan var um langt árabil gjaldkeri Hinis íslenzka prentara félags og síðar starfsmaður Líf- eyri9sjóðsins, sem hann átti mi'k- inn þátt í að koma á fót til ómef- anlegs gagns fyrir prentara. Þótti hann í störfum sínum mjög nákvæmur og samvizkusamur, svo orð fór af. Hann var af gamla skólanum, eins og stund- um er sagt, heiðarlegur og orð- heldinn, hvað sem á gekk, en það eru mannikostir, sem því mið ur verða æ sjaldgæfari hjá vorri kæru þjóð. Kjartan var nokkuð dulur í skapi og fámálll og blandaði ekki geði við marga, en þeir sem urðu vinir hans, áttu tryggð hans visa þar til yfir lauk. Kjartani var mjög annt um sóma og framgang stéttar sinnar og taldi ekkert starf eftir sér í þágu prentarastéttarinnar. Mið- dalur við Laugarvatn, paradís prentara, átti hug hans allan hin síðari ár, og þar dvaldist hann löngum, þegar hann komst úr skarkala borgarinnar. Starf hans þar mun lengi halda minningu hans á loft. Við minnumst með hlýhug og þakklæti margra ferða hans hing að í prenitamiðjuna og söiknum þess að hafa hann ekki lengur á meðal okkar. En eniginn má Sköp- um renna og Kjartan Ólafsson gengur nú ótrauður þá braut, sem aQilir að lokum feta. Vertu sællll, kæri vinur. Gangi þér vðl á nýjum slóðum. GuðjónÓ og starfsfólk. í dag kveðjum við vin okkar Kjartan Ólafsson, en hann lézt þann 10. þ.m. eftir stutta sjúk- dómglegu. Það mun hafa verið í kringum 1950 að við kynntumsit Kjartani og tengdust þá órjúfandi vináttu bönd sem dauðinn hefur nú rof- ið. Þann möguleika höfum við forðazt að hugsa um þar til nú, að tengslin eru slitin svo skyndi lega. Kjartan er ekki lengur með al Okkar, nú tökum við ekki leng ur tal saman, nú kemur hann ekki oftar til að aka ökkur aust ur í Laugardal í þá paradís, þar sem við áttum svo margar sam- eiginlegar ánægjustundir. Það var Kjartan sem kenndi oikkur að meta þessa paradís, er hann vorið 1959 féfck okkur til að koma með sér austur til að mala í Miðdal, en þar urðu þá ábúendaskipti, og svo aftur sum arið eftir til að mála og ganga frá Orlofsheimilinu er félagið var þá að reisa og hann hafði umsjón með. Síðan eru ferðir okkar félaganna í Miðdal orðn- ar óteljandi. Allt frá því að Orlofsheimilið var reist og fram á síðasta dag hafði Kjartan brennandi áhuga á öllu er þar mætti betur fara og kom snyrtimennska og srnekk vísi hans þar gleggst í ljós. Það var hvorki sparaður tími né fyr- irhöfn ef Orlofsheimilið átti í hlut. Og þakklátur va-r Kjartan þeim hundruðum prentarafjöl- skyldna sem í Orlofsheimilinu hafa dvalizt og sýnt hafa þá snyrti mennsku sem raun ber vitni. En Kjartan átti líka sinn eig- in bústað sem nefndur er „14“ og er einn vandaðasti og smekkleg- asti bústaður í hverfinu. Þaðan eigum við einnig margar minning ar, sem við munum geyma en ekki gleyma. Minningarnar hafa reikað um Laugardalinn og enn mætti skrifa langt mál um Kjart- an Ólafsson, einn mesta og bezta mann sem við höfum kynnzt. Við þökkum þessum ágæta vini okkar samfýlgdina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Og hafðu þökk fyrir allt og allt. Friðrik og Páimi. Hinn óboðni gestur hefur enn einu sinni kvatt dyra hjá kær- um vini og kallað hann með sér í hina löngu ferð umskiptanna. Við eigum alltaf von á þessum gesti, en erum samt alltaf óvið- búin þessu hinzta kalli. Þannig fór okkur félögum Kjartans Ól- afssonar prentara, er hann með stuttum fyrirvara var burtkall- aður 10. þessa mánaðar á 62. aldursári. Kjartan Ólafsson var fæddur á Akureyri 14. desember 1908. Foreldrar hans voru Ólafur bak ari á Akureyri, síðar á Siglu- firði, Sigurgeirsson bónda á Öngulsstöðum í Eyjafirði, Sig- urðssonar, og Friðbjörg Jónat- ansdóttir bónda að Þúfum í Skagafirði, síðar skipstjóra í Ól- afsfirði Magnússonar. Kjartan var þannig ósvikinn Norðlend- ingur að ætt og uppruna, og fannst það á honum, að hann var stoltur af sínu norðlenzka kyni. Bernskustöðvarnar bæði á Akureyri og í Siglufirði virtist hann ætíð sjá í ljóma æskuár- anna. Föður sinn missti Kjartan um fermingaraldur, árið 1922, og má nærri geta að sá missir hef- ur snortið drenginn djúpt, þótt hann talaði fátt um það. Móðir hans dó hér í Reykjavík 1966. Kjartan hóf prentnám á Akur eyri 6. ágúst 1924 og lauk þar námi sem setjari og vann síðan við prentverk á Akureyri fram í maímánuð 1931, en flyzt þá til Siglufjarðar. Þar munu ekki hafa verið atvinnumöguleikar fyrir prentara og stundaði hann því sjómennsku um skeið. Hann leggur svo land undir fót og heldur til Reykjavíkur, og árið 1934 hefur hann starf sem prent ari í Herbertsprenti og starfaði þar óslitið, unz fyrirtækið hætti 1959. Þessi langi og óslitni starfs ferill Kjartans í Herbertsprenti talar sínu máli um það, hvernig húsbændum hans líkuðu vinnu- 23 1 .) brögðin. Það er einnig víst og satt, að vandaðri mann hefði verið erfitt að finna, og sem prentari var Kjartan vandvirk- ur og mjög samvizkusamur, enda mun sómi að þeim verkum, sem hann vann. Árið 1929 gengur Kjartan Ólafsson í Hið íslenzka prentara félag og hafði því verið þar fé- lagsmaður rúmlega fjóra ára- tugi, er hann lézt. Hann lét sig félagsmálin miklu skipta alla tíð og hafði um þau fastmótað- ar skoðanir, sem ekki breyttúst nema við gild rök. Árið 1948 er hann kosinn gjaldkeri Hins ís- lenzka prentarafélags, en það starf hefur lengst af þótt hið vandasamasta og oftast jafn- framt verið eins konar fram- kvæmdastjórastarf. Þarf ekki að orðlengja það, að þessa stöðu skipaði hann óslitið í 16 ár, var endurkjörinn átta sinnum við sívaxandi fylgi félagsmanna, enda þýddi engan mann að bjóða fram gegn honum. Hann hlaut jafnan lof endurskoðenda fyrir snyrtilegan og réttan frágang reikningshaldsins, og allir, jafnt samherjar sem andstæðingar, viðurkenndu traustleika hans í meðferð fjár og vinsemd og lip- urð í samskiptum við félags- menn. Þegar Hið íslenzka prentarafélag ákvað að ráða starfsmann, árið 1956, var Kjartan valinn til þess starfs og hafði það á hendi fram á ár- ið 1964, en fjögur síðustu árin var hann jafnframt starfsmaður Lífeyrissjóðs prentara. Frá apríl mánuði 1964 var hann einungis starfsmaður. Lífeyrissjóðsins. Auk þessa hefur hann gegnt öðr um störfum fyrir prentarafélagið, svo sem verið fulltrúi þess á þingum Alþýðusambands fslands, átt sæti í nefndum, þar á meðal í stjóm Orlofsheimilisins í Mið- dal frá því það var byggt. Öll þessi störf vann Kjartan af mik- illi alúð og samvizkusemi, enda vakti framkoma hans aðdáun samstarfsmanna og traust allra þeirra, er hann átti skipti við. Kjartan Ólafsson var meðal- maður á hæð, en þreklega og karlmannlega vaxinn og að öllu vel á sig kominn. Hann var prúð ur maður og stilltur vel í dag- legri umgengni, en að eðlisfari geðríkur og skapstór og vildi gjarnan vera í fylkingarbrjósti, enda ágætlega til forustu fall- inn. Hann hafði ákveðna skoð- un á stjómmálum og félagsmál um, sem hann varði af einurð og festu. Hann var trúr hugsjónum sínum til hinzta dags á hverju sem gekk, enda enginn tækifær- issinni. Kjartan valdi sér vini ekki mjög marga, en hann var þeim trygglyndur vinur og hjálpsam- ur granni. Við sína nánustu var hann svo umhy ggj usamur og nærgætinn, að einstakt má telja, enda má um það segja svipað og áður er á minnzt, að sam- vizkusemin og alúðin var runn- in honum í merg og bein. Kjartan hafði yndi af að dvelja úti í náttúrunni, í sum- arhúsi sínu í Miðdal í Laugar- dal eða í fögm umhverfi við veiðiár og veiðivötn. En eins og margir aðrir hafði hann ekki ver ið fullhraustur nokkur undanfar in ár vegna hjartasjúkdóms, og átti því að hlífa sér við öllu erfiði. En Kjartani hentaði eng- in hálfvelgja, annar eins kapps maður og hann var. Heilsu hans hafði hrakað frá því um ára- mót, en hann gekk þó til starfa eins og ekkert væri. Þegar hann viku fyrir andlát sitt veiktist hastarlega, var hann að venju kominn til starfa snemma morg- uns, og síðustu orðin sem hann fékk mælt, snertu ekki sjálfan hann, þótt sjúkur væri, heldur starfið. Þannig var trúmennsk- an einstök fram á síðustu stundu. Það er mikil þakkarskuld, sem' íslenzk prentarastétt stendur í við Kjartan ólafsson við frá- fall hans. Sú skuld verður ekki greidd úr þessu, en minning hans mun lengi lifa meðal okk- ar í verkum hans og trú- mennsku. Kæri vinur. Við munum nú ekki framar spegla okkur saman í vatnsfletinum með veiðisteng- urnar í höndunum eða hittast í yndisfagra dalnum, „þar sem ilm ar björkin bjarta og breiðist móti sól,“ en minningin um þig mun ávallt verða geymd hjá okkur, eins og skáldið segir: „Við geymum yl af eldi, sem okkur lýsa skal, frá kyrru sumarkveldi í kærum Laugardal." Miðdælingar og prentarar senda öllum aðstandendum Kj artans Ólaf ssonar hugheilar samúðarkveðjur, en Kjartani biðjum við blessunar Guðs á hin um nýju vegum. 'EIlert Ág. Magnússon. 5 gerðir af skattholum — Spegilkommóður — skrifborð — Svefnbekkir, nýjar gerðir. Sent heim meðan á fermingu stendur. .1 n i'i o 1 w r> % B u s L o Ð HÚSGAGNAVERZLUN Vlf> NÓATÚN — SÍMI 18520

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.