Morgunblaðið - 20.06.1970, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUtR 20. JÚNÍ 1070
11
stendur í. Þetta var stórbrotið,
en um leið ógnvekjandi. Þeir
sem reyna, sjá það alltaf betur
og betur að enginn kraftur í
seilingu mannsins, er eins sterk
ur og hafið, nema það sem berst
í brjóstinu á okkur.
Um kvöldið sátu þeir inni,
spiluðu og röbbuðu saman eða
lásu það sem til var af bóka-
kosti í kofanum. Heldur var
það nú reyfarakennt, en af-
þreying þó. Það var farið að
þrengjast um kostinn en koma
dagar koma ráð og nóg var til
af svartfuglseggjum. Reyndar
átti eftir að framreiða langvíu
egg á margan hátt næstu daga.
Þau voru linsoðin, harðsoðin,
hrærð hrá, sett í jukk, notuð í
eggjapönnukökur og allt
mögulegt. Það var sko ekki til
að vasast yfir og Ernist sneri
eggjapönnukökum við á pönn-
unni með einni pönnusveiflu.
Sumar fóru að vísu út í vegg,
en tilraunirnar voru góðar.
Úti fyrir 8 fermetra stórum
kofanum buldi regn og rok og
húmið færðist yfir aðra nótt-
ina þar sem brimið barði hanir
ana ótt og títt í ógnarham. Það
var skammt öfganna á milli.
Við dyrnar kúrði steindepill og
hreyfði sig ekki þegar Torfi
tók hann upp og færði inn í
kofann utan úr hinum stóra
heimi þar sem allar bjargir
voru bannaðar um sinn. Það
var betra að eiga lítinn heim
og öruggan í slíkum veðraham
og steindepillinn fékk sinn
kassa til að kúra í. Hjarta fugls
ins barðist ótt eins og brimið.
Það var hlýtt og notalegt í
kofánum, orðaleikir manna á
milli og á móti beljandi veðr-
inu á kofanum suðaði prímus-
inn með glóandi haus.
Liðið var á nótt og allir
voru komnir í pokanu. Það
hafði verið kyrrt um stund, þeg
ar einn félaginn hóf allt í einu
upp raust sína og söng „Að
sofa hjá Siggu“. Menn fá ýmsa
drauma af svartfuglseggjaáti.
Kyrrðin var úti og enn á ný
fuku brandarar. Sá síðasti áður
en lúr datt á augu allra var
um Tóta í Berjanesi þegar
hann lá á spítalanum og tek-
inn hafði verið úr honum botn-
langinn. Honum líkaði vel
spítaladvölin og þó sérstaklega
að hafa í kring um sig fallegar
og elskulegar hjúkrunarkonur.
Þegar kom að því að Tóti átti
að útskrifast leizt honum ekk-
ert á það og eftir að hafa hugs-
að málið fór hann inn á skrif-
stofuna þar sem yfirhjúkrunar
konan var ásamt nokkrum öðr
hjúkrunarkonum og sagði:
„Fröken Bergrós, ek er nú at
huksa um at láta taka hinn
langann líka.“
Ekkert skildi hann í hláturs
kastinu sem dundi og ekkert
varð úr að ,,hinn“ langinn væri
tekinn líka. O, já, það er ekki
allt tekið til greina í þessu lífi,
sem betur fer.
Ekkert lát var á veðrinu
fjórða daginn og nú var hann
kominn á sunnan með úrhellis
rigningu. 12 vindstig voru
þann daginn á Stórhöfða. Lítið
flug var á bj argfuglinum, en
þó mátti annað veifið sjá á
flugi, lunda, ritu, langvíu, fýl
og súlan lét sig litlu varða þótt
blési fast.
Brimskaflamir gengu hátt
upp og yfir hluta eyjarinnar
sem fyrr og Ernst lagði í
glæfraför með kvikmyndavéi-
ina. Hann kom sér fyrir frannmi
í bj argbrún í 60 metra hæð á
standi sem löðraði annað veif-
ið yfir og sjór gusaðist fram
hjá beggja vegna við þegar
hæst braut. En með miklu skal
til mikils vinna og það er ekki
oft sem hægt er að kvikmynda
slíkt brim úr nálægð. Þeim var
þó um og ó í kofanum þegar
þeir fylgdust með honum, því
stundum sá ekki í hann fyrir
brimlöðri.
„Er ekki bezt að hafa steik í
kvöld,“ sagði Bragi og glotti.
„Jú, góði,“ var svarið,
„skrepptu út í kjörbúð."
Bragi tók lundaveiðiháfinn
og skreið frekar en gekk upp
í Sám til þess að veiða lunda.
Það var svo sem hægara að ná
í lunda með því að fara í holur,
en slíkt gera lundaveiðimenn
ekki. Þeir myndu í fyrsta lagi
gera það þegar þeir væru orðn
ir svo aðfram komnir af hungri
að þeir þyrftu að skríða að
holunum. Það eru ákveðnar
reglur í úteyjum þó að barátt-
an sé yfirleitt upp á líf og
dauða. Bragi er kattliðugur og
það kom sér vel þama, því
lundunum náði hann miklu
fremur með því að hlaupa þá
uppi, en slá upp háfnum og
veiða þá í netið. Steikina
skyldu þeir fá og ekkert múð-
ur.
Þegar 15 lundar héngu í belt
inu sló hann af og berserks-
gangurinn hjaðnaði. Hann sett
ist niður, blautur, en heitur,
sleit grasstrá og stakk upp í
sig.
Það rétt grillti í næstu eyj-
ar í gegn um veðurhaminn.
Hann hafði oft séð hann svart
an á höfninni í Hellisey, en eyj
an er skeifumyndaður gamall
gígur. Já, oft hafði hann brim-
að, en þetta var það versta sem
hann hafði séð. Hvað um það,
þetta gengi niður, en það var
ekki skrítið að skilja þegar
maður stóð augliti til auglitis
við slíkar aðstæður að sjórinn
hafði hrifsað til sín yfir 500 sjó
menn frá Vestmannaeyjum síð-
an fyrir aldamót.
Það kostar oft mikið að tefla
djarft. En hvað um það lífið
gerir það að skyldu og skyld-
unni bregzt maður ekki.
Hann stóð upp og hélt niður
bjarghlíðina. Sumir þreifa fyr-
ir sér í myrkri með höndunum.
Bjargmenn þreifa ekki síð-
ur fyrir sér með fótunum. Það
gerir reynslan, hún skapar ör-
yggið.
Hann kom til bóls og innan
stundar var steikin úr hamnum
og ekki leið á löngu þar til
ilmandi lundasteik var að fæð-
ast.
Sigurgeir dundaði við ljós-
myndavélar sínar og raðaði
áteknu filmunum. Það var allt
í röð og reglu hjá honum. Enda
vissara hjá þeim sem mikið
vinna. Það fór vel um hann.
Svo gott sem alinn upp í út-
eyjum, sonur Jónasar í Skuld,
eins snjallasta bjargmanns eyj-
anna. Þeir feðgar dvelja sumar
dvölum í nálægri ey við Hellis-
ey:
„í vestrinu hátt móti hæðum
heillar mig draumfögur sýn.
Álsey í sefgrænum slæðum
við sindrandi kvöldroðans lín.“
sagði Árni heitinn símritari í
upphafi Álseyjarljóðsins. Sig-
urgeir er ljósmyndari Morgun-
blaiðsins í Vestmannaeyjum og
kunnur af myndum sínum.
Torfi hafði farið með Palla
út í berg til að kanna súlu-
bæli. Hann hafði tekið ljós-
myndavélina með sér, því
áhuginn var mikill. Hafði
kynnzt úteyjalífinu síðustu ár
og eftir viðkynninguna er mað
ur heltekinn. Ef maður væri
eklki heltekinn af neinu verra
væri ekki amalegt að lifa.
Hann hafði líka gaman af að
hlusta á brimið.
Páll hafði fylgzt með þessu
bæli um tíma. Alltaf að gera at-
huganir og bera saman fyrir-
brigðin í náttúrunni. Ekki bein
línis vísindalega, heldur ósjáH-
rátt vegna þess að hann á skylt
með þessu öllu. Hans tilfinning
er tilfinning þess sem er
óþvingað í kring um hann.
Þeir sátu lengi undir berg-
sillu og fylgdust með súlunni.
Sigurgeir kom til þeirra og fyr
ir súlunum voru þeir aðeins
hluti af náttúrunni. Hún
hreyfði sig ekki á bælinu og
þeir voru nokkars konar hirð-
ljósmyndarar að mynda drottn
ingu.
Á heimleiðinni komu þeir við
hjá Ernst. Það hafði stytt upp,
en stormurinn hélzt. Ernst var
búinn með filmumar og tygjaði
sig til bóls. Hann er austur-
rískur að uppruna, en býr í Eyj
um. Það er fagurt í Austur-
riki, en það er ekki brim þar.
Tignarleg sjón. Súla að setjast, bremsar með fótum og stéli, sem eru eins og flabsar á flugvél
Þetta var stórbrotið, hann var
ánægður. Þegar maður kynnist
hlutunum lærir maður að vera
ekki hræddur.
Þegar þeir komu til bóls var
orðið áliðið. Það kraumaði í
pottinum. Vosklæðin voru
hengd upp og hlýjan rann inn
í kroppinn. Á meðan Palli bjó
til sósuna var lagið tekið og
enn hvarf óveðrið út í busk-
ann.
Um daginn höfðu þeir safn-
að drykkjarvatni úr pollum, í
gjótum hlíðarinnar. Það var eig
inlega nóg til af öllu þó að ekk
ert væri til. Þeir skiptust á um
að matbúa og. alltaf fann ein-
hver upp nýjan rétt sem hann
reyndi til hlítar, þarasúpu,
hvannarætur, lunda, eggja-
pönnukökur, jukk úr afgöng-
um og aldrei þraut matseðilinn.
Svo var líka einhver kunningi
þeirra, sem sendi þeim daglega
matseðil í gegnum talstöðina
sem er staðsett í húsinu. Einn
matseðillinn hljómaði til dæm-
is svona: Loft í forrétt, súlu-
hreiður með steiktum þara í að-
alrétt og teiknuð steikt ýsa og í
eftirrétt var boðið upp á sund-
sprett og söl á flám. f landi
höfðu þó margir áhyggjur af
þeim félögum, en sjálfir voru
þeir fjarri því að halda upp á
nokkuð í þá áttina.
Þannig gekk lífið fyrir sig í
hömrunum. Steindepillinn var
floginn. Það var alltaf eitthvað
um að vera hjá þeim félögum.
Hví að vera að æðrast. Þetta
var lífið og syngjandi gaman-
semi réð ríkjum: „Af sofa hjá
Siggu.“
Þarna áttu menn líka sína
drauma. Enginn sími, engin
klukka. Aðeins skyldan við um
hverfið. Og matseðillinn kom
daglega. „Helvítis kvikindið, sá
skyldi fá að kenna á því þeg-
ar þeir hittu hann,“ en þetta
var ágætt hjá honum, napurt
háð í góðu, því hann vissi að
þeir yrðu að lifa á því sem þeir
gætu fangað.
A sjötta degi hafði sljákkað
alimikið í veðrinu og með lagni
gætu þeir komizt í bát. Bátur-
inn kom síðdegis og þeir höfðu
allt klárt, en myndavélarnar
yrðu þeir að ná í seinna, því
það var of mikil áhætta að
taka þær með í þessari ylgju.
Það var ekki nógu gott í sjó-
inn til þess að trillan Rán
kæmist að berginu, en línu
var skotið upp í bergið til
þeirra og þannig gátu þeir dreg
ið gúmmíbjörgunarbát að berg-
inu og stokkið út í hann þegar
færi gafst. Það var æðisgeng-
inn dans báts og manna
við bergið þá, en klakklaust
komust þeir í trilluna og ekki
var til setunnar boðið. Hann
var að ylgja upp aftur og stefn
an var snarlega tekin á Heima-
ey.
Úti var ævintýri, en dótið
yrðu þeir að ná í síðar. Það
var líka gott, því enginn út-
eyjamaður fer úr úteyju án
þess að hugsa til þess að koma
þangað aftur. Það er nú svo,
„Að sofa hjá Siggu.“
Páll í vaðnum, betra að vera ekki lofthræddur. Brimlöðrið undir
Bragi kann fleira til verka en
síga eftir eggjum, veiða lunda
eða sparka bolta. Betra að kon-
an sjái ekki þetta! 1 úteyjum
ganga allir jafnt til flestra
verka, elda, þrífa til og síðan
þvo upp.
Já, passið ykkur, hún getur
hoggið all svakalega, og í meira
lagi grimm, gerist maður of
nærgönguli súlunni við egg sitt
Það er varla hægt að segja a ð menn séu þesslegir að þeim
leiðist í teppunni í H«llisey. Myndina tók Bragi, en hinir fjórir
spila sig all breiða, meira að segja bláfa vindla, en annars
reykja engir þeirra fimmmenn inga. Frá vinstri: Torfi, Páil, Sig
urgeir og Emst.