Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, Í>RIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1970 4 > * 22-0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 . - --------- VW Sendiferðabifreið-VV/ 5 manna-VW svefnvagn VW 9 manna -Landrover 7 manna bilaleigan AKBBAUT car rental service /* 8-23-4? sendum Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM Hópferðir TH leigu i tengri og skemmri ferðir 10—20 farþega bíiar. Kjartan Ingimarason, sími 32716. Fjaðrir, fjaðrablöð, htjóðkútar, púströr og fleiri varahlutir i margar gerðár bifreiða BítavörUbúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Simi 24180 ALLTAf FJOLCAK VOLKSWACCN Volkswagen varahlutir tryggja Volkswagen gæði: ® Örugg og sérhæfð viðgerðaþjónusta Q Rákust tvær sovézkar flugvélar á nálægt íslandi? „Kunnugur“ skrifar: Velvakandi! Vegna bollalegginga manna á meðal um hvarf eða ekki hvarf hinnar sovézku flugvélar, hef- ur mér komið eftirfarandi skýr ing í hug: Það er almennt á vitorði, að sovézkar herþotur fljúga oft mjög nálægt Islandi. Oftastbirt ast þær skyndilega, tvær sam- an, án þess að gera nokkurt boð á undan sér, sem þeim ber þó skylda til samkvæmt al- þjóðasamningum, og eigin ör- yggis vegna er undarlegt, að þær gera það ekki. Þessar flug vélar eiga það til að koma allt í einu á miklum hraða inn á al- þjóðlegar flugleiðir, fara eftir þeim, eða yfir þær, og ræður þá alger hending því, hvort flugumferðarstöðvar hafa rétt áður gefið öðrum flugvélum leyfi til þess að fljúga þar eða ekki. Það hefur því stundum hurð skollið nærri hælum, þeg ar farþegaflugvélar eru á leið til eða frá Islandi á fyrirfram ákveðinni og leyfðri flugleið og sovézkar herflugvélar geysast fyrirvaralaust inn á flugleiðina. Minna hefur verið rætt um þessa stórkostlegu hættu en ástseða er til, og ætti nú að nota tækifærið, þegar háttsett ir menn frá Sovétríkjunum eru hér á ferð, að nefna þetta við þá og biðja þá að sjá svo til, að sovézkar flugvélar fari að alþjóðalögum og hegði sér eins og flugvélar annarra þjóða. Það er öllum fyrir beztu, því að mér hefur dottið sú skýring í hug, að hin týnda, sovézka flugvél hafi rekizt á aðra sovézka flugvél, sem hafi skyndilega birzt á flugleið hennar. Q Siglingareglur brotnar í lofti og á legi Það er nefnilega ekki bara á hafinu, sem Sovétmenn leyfa sér að þverbrjóta alþjóðlegar og viðurkenndar siglingareglur PINGOUIN-GARN Nýkomið mikið af nýjum uppskriftum af buxnadrögtum, síðum vestum og sjölum. Verzlunin HOF, Þingholtsstræti 1, Reykjavík. Skólo- og skjalatöskui nýkomnar í miklu úrvali. Heildsölubirgðir. Davíð S. Jónsson & Co. hf., sími 24-333. H afnarfjörður Lítið einbýlishús, 2 herb. og eldhús, með geymslum í risi og kjallara, til sölu og af- hendingar strax. Verð 500 þús. kr., útb. 150 þús. kr. Guðjón Steingrímsson, hrl., Linnetsstíg 3. Sími 52760. 4ra-5 herb. íbúð óskast Höfum kaupanda að 4ra- —5 herb. íbúð. Útborgun 1 millj. kr. ÍBÚÐA- INGÓLFSSTRÆTI GEGNT SALAN GAMLA BÍÓI SÍMI 12180. IIEIMASÍMAR GÍSLI ÓLAFSS. 83974. ARNAR SIGURÐSS. 36349. (jafnvel viðurkenndar af þeim sjálfum). íslenzkir sjómenn hafa oft orðið illyrmislega fyr- ir barðinu á sovézkum skip- um, sem sigla yfir veiðitæki þeirra og stofna lífi þeirra í hættu með þvi að virða einskis almennar reglur. Væri nú ekki ráð að færa þetta í tal við hina háttsettu gesti? Kunnugur." Q Samband við aðra hnetti Inga Árnason í Árborg í Manitóba i Kanada skrifar: „Ég þakka þér fyrir að taka bréfið mitt í Velvakanda fyrir nokkru. Ég býst ekki við, að fólk yfirleitt hafi veitt þvi mikla eftirtekt, en samt er ég að skrifa annað og vona, að það verði prentað líka. Kenningar dr. Helga Pjeturss eru þess eðlis, að þeim sem trúa því algerlega, að þær séu rétt- ar, hlýtur að finnast það skylda sín að reyna að skapa þau skilyrði sem með þarf til að sanna, að þær séu réttar, svo að enginn geti lengur efazt, og á sama tíma mundi friður og farsæld færast yfir jörðina fyr- ir það samband, sem fengist við aðra hnetti. Q Kenningar dr. Helga Pjeturss Meginkenning Helga Pjeturss er sú, að þessi frumlífsjörð sé nokkurs konar nýlenda fyrir það líf, sem byrjaði hér fyrir aðkomandi kraft eða lífshleðslu frá æðri lífstöðvum, og að þær lifstöðvar séu á öðrum hnött- um. Saga mannkyns skiptist svo í tvo aðalkafla, tímabilið áður en sambandið við stjörn- urnar er uppgötvað og það, sem á eftir fer. Það mann- kyn, sem áttar sig ekki á því sambandi, kemst aldrei á sanna framfara leið og líður undir lok eftir miklar hörmungar. Q Búa framliðnir í loftinu? Ég hef ekkert á móti því í sjálfu sér, að framliðnir búi hér einhvers staðar í loftinu, ósýnilegir. Ég er bara viss um, að svo er ekki, og að þessi mis- skilningur gerir ómögulegt allt verulegt samband við framliðna og ómögulegan allán skilning á tilverunni. Q Sýnir í steinum Sjónvarpstæki ættu að gera skiljanlegri sýnir, sem sjást i steinum og klettum, og eins önnur fyrirbrigði. Það væri gaman að vita, hvort skyggna manneskjan væri ekki sjálf or- sökin í, að þær gætu komið fram, eins og komið á sam- bandi milli hnatta. Veruleg trú á mátt kærleik ans finnst mér hafa komið fyrir sambönd við framliðna, þó að þau sambönd væru ófullkomin. Kristin trú, eins og hún var kennd, var ekki trú kærleikans eða skynsemdar, þar sem ætluð var miskunnarlaus grimmd þeirri veru, sem kölluð var þó algóð. Q Til umhugsunar fyrir ungt fólk á íslandi Það þarf sjálfsagt ekki að bíða lengi eftir þriðju heims- styrjöldinni, ef áfram heldur eins og nú stefnir. Kannski það hræðilegasta við þá styrj- öld verði það, að allir deyi ekki strax, en sumir skreiðist um með ólæknandi sjúkdóma, af- leiðingu af kjarnorkuspreng- ingum eða gerlahernaði og öðru því líku, en aðrir verði grafn- ir lifandi í rústum stórborg- anna. Það væri vonandi, að unga fólkið á Islandi færi að lesa bækur Helga Pjeturss og hugsa um efnið í þeim sem mögulegan vísindalegan sannleika, sem endilega þyrfti að taka til um- hugsunar. Inga Árnason, Árborg, Man. Canada". Q Orti Sigluness-Bjarni vísuna? Guðm. Guðlaugsson skrifar: „Reykjavík, 16. ágúst 1970. Kæri Velvakandi! 1 dálkum yðar hef ég tvisvar lesið greinar um vísuna „Brekkufríð er Barmahlið". 1 bók Matthíasar Jochumsson ar, „Ferð um fornar stöðvar 1913“ segir hann: „Því ótal skáld hafa keppzt um að kveða um Barmahlíð. „Hlíðin mín friða, hjalla meður græna“ o. s.frv. orti Jón Thoroddsen, og Sigluness-Bjarni var mér kennt að kveðið hefði stökuna: „Brekkufríða Barmahlíð, blómum viða sprottin, fræðir lýðir fyr og síð, að fallega smíði Drottinn". Aðrir segja, að Jón Th. hafi hana ort“. Með beztu kveðju. Guðm. Guðlaugsson, Laugateigi 12, Reykjavík“. Sumarbústaður Til sölu nýr sumarbústaður (að mestu fullbúinn) í Grafningi við Þingvallavatn, á rólegum stað. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Þingvallavatn — 4022" fyrir 28. þessa mánaðar. Laxó i Kjós og Bugða Nokkur veiðileyfi laus vegna forfalla. Símar 21085 og 21388.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.