Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNB'LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1970 Genf 21. ág-úst. — Það var fróðlegt að fylgjast með um- ræðunum á fundi hafsbotns- nefndar Sameimiðu þjóðanna í gær, þegar fjallað var um álykt unina, þar sem Bandaríkin voru gagnrýnd fyrir að hafí sökkt taugagasi i Atlantshal'lð Umræðurnar voru ekki einung is fróðiegar vegna þess efnis, sem um var fjallað heldur einn ig vegna þess, hvernig þær fóru fram. Þarna sátu fulltrú- ar 42 þjóða og veltu vöngum yfir orðalagi stuttrar ályktun- ar í tvo klukkutima, áður en sameiginlegri niðurstöðu var náð. Þeir, sem kunnugir eru nefndarstörfum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, siigðu mér á eftir, að þeir undruðust hvað afgreiðsla ályktunarinn- ar hefði gengið fljótt f.vrir sig, enda þótt hún hefði verið rædd óformlega áður. Ég ætti að kynnast störfum laganefnd- Frá Genf Hvernig á að skipta haf sbotninum ? — fulltrúar íslands leggja áherzlu á íhlutunarrétt strandríkja Björn Bjarnason skrifar um hafsbotnsnefndarfundinn í Genf ar hafsbotnsnefndarinnar, þá fyrst yrði ég var við deilur út af orðalagi. Einungis með óend anlegri þolinmæði er unnt að þoka málum áfram til endan- legrar afgreiðslu á þessum vett vangi. Við slika vinnu hugsa menn f árum en ekki döguin og mánuðum. Hafsbotnsnefnd Samelnuðu þjóðanna var stofnuð í desem- ber 1967. Hlutverk hennar er að fjalla um friðsamlega nýt- ingu hafsbotnsins og reglur um það, hvemig yfirráðarétti yfir honum verði bezt skipað með alþjóðlegum samning- um. Nefndin fjallar ekki um vígbúnað á hafsbotninum, því verkefni var vísað til afvopn- unarnefndarinnar, sem situr nær því á stöðugum fundum hér i Genf. Vígbúnaður á hafsbotn inum er mjög viðkvæmt mál fyr ir risaveldin tvö, ekki sízt eftir að floti Sovétríkjanna siglir um öll heimshöfin. Sagt er, að risaveldin heyi mikið tauga- strið neðansjávar og beiti hvort annað margvíslegum brellum í viðskiptum sínum þar. Segja má, að Arvid Padro, sendiherra Möltu hjá Samein- uðu þjóðunum, hafi átt frum- kvæðið að stofnun hafsbotns- nefndarinnar með ræðu, sem hann flutti á allsherjarþinginu haustið 1967. Hann hvatti þá til þess, að þjóðir heimsins sýndu hafinu meiri áhuga og beindu kröftum sínum að því að friða úthöfin. Raunar er næsta furðulegt til þess að hugsa, að svo skammt sé síðan athygii manna beindist að verndun hafsins. Einkum með tilliti til þess að þá voru mennimir komnir langt á veg með að kanna himingeiminn. En áhug- inn á hafinu hefur farið sívax andi, og hann hefur síður en svo minnkað við það, að i hafs- botninum og á honum hafa fundizt bæði olía, gas og verð- mæt efni. Ör tækniþróun hefur gert mönnum kleift að nýta þessi auðæfi á mun meira dýpi en áður. Nú er svo komið að 17% af allri oliu í heiminum eru fengin af hafsbotni. Stöð- ugt er borað á meira dýpi og ætíð finnast fleiri verðmæt efni. Hagsmunirnir eru því mjög miklir, en einmitt af þeim sökum verður eignarréttarskipt ing hafsbotnsins milli ríkja við kvæmari. NÚGILDANÐI REGLUR Á sjóréttarráðstefnu þeirri sem haldin var hér í Genf 1958 var samþykkt, að strandriki skyldu hafa eignarrétt yfir landgrunninu allt að áOO metra dýpi. Þau skyldu ráða því, hverjir ynnu efni úr hafsbotn- inum á þessu svæði og hvern- ig tekjunum af þeirri vinnslu yrði ráðstafað. Þá eru i Genfar samþykktinni frá 1958 ákvæði um eignaryfirráð strandríkja yfir hafsbotninum utan 200 m dýpisins, eða svo langt út, sem unnt er að vinna einhver auð- æfi úr eða af botninum. Eins og sjá má er þetta mjög óljóst orðað. En á þessum tíma var talið tæknilega ókleift að vinna auðæfi af hafsbotninum utan 200 metra dýpis. Nú er hins vegar svo komið að boranir eru hafnar á 300 metra dýpi, og þær færast stöðugt á meira dýpi. Það er ekki öllum fært að vinna auðæfi úr hafsbotninum á þessu dýpi. Þróunin virðist stefna i þá átt.að risaolíufélög unum er slík vinnsla einum kleif. Þau ein ráða yfir nægi- legu fjármagni og tæknilegri getu til að vinna á svo miklu dýpi. Einhvem tíma í framtíð- inni kynni að koma að því, að þau hefðu öðlazt algjöra einok- un á olíuvinnslu á úthöfunum. Við þessari þróun er nú reynt að spoma. Núgildandi alþjóða- reglur nægja ekki til þess. Fyr ir fundi hafsbotnsnefndar liggja tillögur að nýjum regl- um um eignaryfirráð hafsbotns ins. TILLÖGUR R'ÍKISSTJÓRNAR BANDARfKJANNA Þegar fundur hafsbotns- nefndarinnar hófst hér í Genf 3. ágúst s.l. lagði sendinefnd Bandarikjanna fram tillögur að alþjóðasamningi um það, hvern ig auðæfum hafsbotnsins yrði skipt milli þjóða heimsins. Þess ar tillögur eru mjög yfirgrips- miklar. í stórum dráttum má skipta þeim í tvo kafla. Ann- ars vegar er fjallað um eignar- ráð og yfirráðarétt yfir hafs- botninum, hins vegar um það, hvernig tekjunum af auðæfun- um, sem þar finnast skuli varið. Hvað eignarráðin og yfirráða réttinn varðar þá eru í fyrsta lagi staðfest ákvæði Genfarsam þykktarinnar frá 1958 um land grunnið að 200 metra dýpi. Þar heldur strandrikið áfram eign- ar- og yfirráðarrétti sínum. Síð an er í öðru lagi gert ráð fyrir svæði frá 200 metra dýptarlín unni út að enda landgrunnsins. Þessi skýring á svæðismörkun uim er mjög óljós en hér munu yztu mörkin verða miðuð við ákveðinn jarðfræðilegan halla á landgrunnsbrúninni. Þetta svæði verður því ekki markað nema með ítarlegum mælingum. Þetta svæði yrði samkvæmt til- lögum alþjóðaeign, en næsta strandríki falið að fara þar með umráðarétt í umboði alþjóða- stofnunar, sem komið yrði á fót á vegum Sameinuðu þjóðanna. 1 þriðja og síðasta lagi er svo svæðið utan landgrunnsins, en í tillögunum er gert ráð fyrir þvi, að alþjóðleg stofnun væri eigandi þess, eða réttara sagt allar þjóðir heims, sem ættu að- ild að henni. 1 tillögunum er mælt fyrir um það, að þeir aðilar, sem æskja þess að vinna auðæfi úr hafs- botninum eða rannsaka hann i því skyni, verði að fá leyfi til þess frá þeim, sem fara með eignar- og yfirráðin. En með slíku kerfi yrði unnt að koma í veg fyrir einokun. Með leyfun um yrði einnig unnt að afla tekna. Tekjur af vinnslu innan 200 metra dýpisins rynnu til strandríkisins. Tekjur af svæðinu þar fyrir utan rynnu að hluta til strandríkisins og að hluta til alþjóðastofnunarinn- ar. Af tillögunum má ráða að hlutur strandríkis yrði allt frá 33% upp í 50%. Tekjurnar af svæðinu þar fyrir utan rynnu til alþjóðastofnunarinnar. Um það hefur verið rætt, að þeim yrði varið til að bæta hag van- þróaðra ríkja. Það er ógerningur að ætla sér að skýra þessar reglur nán- ar í blaðagrein. En það, sem einkum kæmi til með að valda vanda við framkvæmd þeirra, yrði ákvörðunin á svæðinu frá 200 metra dýpinu út að land- grunnsbrúninni. Við slíka ákvörðun gætu risið svo mörg deilumál, að reglurnar yrðu haldlitlar í framkvæmd. Þess vegna eru margir þeirrar skoð unar, að fremur ætti að setja mörkin eftir mílufjölda frá fjöruborði. Um það verður vafa lítið mikið rætt í hafsbotns- nefndinni. SJÓNARMIÐ ÍSLENZKU SENDINEFND ARINN AR Islenzka sendinefndin hefur á hafsbotnsnefndarfundinum lagt megináherzlu á það, að strandríkjum verði tryggður íhlutunarréttur utan lögsögu þeirra. Þeim verði heimilað að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir eyðingu lífsins í sjónum vegna nýtingar hafs- botnsins, og þau hafi rétt til afskipta, sem miða að því að koma í veg fyrir mengun hafs- ins. Dr. Gunnar G. Schram hélt þessum sjónarmiðum á loft í ræðu, sem hann flutti á fundi nefndarinnar þann 12. ágúst. Þar gat hann þess meðal ann- ars, að i samþykkt, sem gerð var i Briissel í nóvember 1969 um varnir gegn olíumengun vegna óhappatilvika á úthöfun um, væri gert ráð fyrir ihlut- unarrétti strandrikja utan lög- sögu þeirra. Hann sagöi, að eðlilegt væri, að svipaðar regl- ur yrðu settar um nýtingu hafsbotnsins. Reglur sem heimil uðu strandríkjum að grípa til þeirra ráðstafana utan lögsögu þeirra, sem þau teldu nauðsyn- legar til að gæta hagsmuna sinna og forða þeim frá tjóni af völdum nýtingar hafsbotns- ins. 1 ræðu þeirri, sem Hannes Kjartansson, sendiherra, flutti á nefndarfundinum í gær ræddi hann einkum um hættuna af menguninni, eins og þegar hef- ur verið skýrt frá hér í blað- imt. Það sem einkum vakti at- hygli í þeirri ræðu var hug- myndin um gerð alþjóðasamn- ings um varnir gegn mengun og ráðstefnuhald í því skyni. Hefur þessarar hugmyndar ver ið víða getið í blöðum. En hér er rétt að rifja það upp, að full- trúar Islands hjá Sameinuðu þjóðunum hófu fyrstir á þeim vettvangi umræður um hættuna af mengun hafsins. Vakti þetta litla athygli I fyrstu, en nú keppast fulltrúar allra þjóða um að láta í ljós álit sitt á þessu máli. Þeir eru allir sam- mála um, að á þessu sviði þurfi að gripa til skjótra ráða. Á fundinum í gær tóku ræðu menn nokkurra ríkja hugmynd inni um alþjóðasamþykkt um þetta efni mjög vel. 1 fyrrgreindri ræðu dr. Gunnars G. Schram kom það einnig fram, að kanadíska þing ið hefur sett löggjöf um vernd gegn mengun íshafsins við strendur Kanada. í þessum lög um er lögsaga Kanada talin ná yfir 100 mílur frá strönd landsins. Þess er krafizt að skip, sem á þessu svæði sigla, fullnægi kanadískum öryggis- reglum. Sagði dr. Gunnar, að það væri alkunna, að ekki félli öllum þessi atbeini kanadísku ríkisstjórnarinnar vel í geð, vegna þess að hann byggðist á einhliða ákvörðun hennar. Þetta ætti því að hvet.ja þjóð- irnar til að komast að sameig- inlegri niðurstöðu um lausn þessa vanda. Afstaða íslenzku sendinefnd- arinnar til tillagna Bandaríkj- anna hefur ekki verið endan- lega mótuð, frekar en afstaða annarra ríkja, enda er málið á þvi stigi nú, að það er ekki tímabært að taka ákvörðun í málinu. AFSTAÐA ANNARRA Auk Bandaríkjamanna hafa Bretar og Frakkar lagt fram tillögur á fundinum um nýt ingu hafsbotnsins. Þær eru á engan hátt jafn ítarlegar og til lögur Bandaríkjamanna. Tillög ur Breta og Frakka eru á marg an hátt svipaðar. Þær ganga raunar út frá því sjónarmiði, að núverandi reglur, þ.e. Gen- farsamþykktin frá 1958 verði látin gilda áfram með nokkr- um breytingum og lagfæring- um. Það hefur vakið nokkra at- hygli, hvað fulltrúar Sovétríkj anna í hafsbotnsnefndinni hafa látið lítið að sér kveða á fund- inum. Þetta áhugaleysi þeirra stafar vafalítið ekki af öðru en því, að þeir vilja helzt eng- ar reglur láta gilda á þessu sviði. Hagsmunir þeirra yrðu bezt tryggðir með því, að þeir gætu flakkað um heimshöfin, eins og þeim sjálfum sýndist. Þó er ekki talið, að sovézku full- trúarnir muni spilla fyrir þeirri niðurstöðu, sem meiri- hluti nefndarinnar kemst að. En hvenær verður þeirri nið- urstöðu náð? Þetta er spurn- ing, sem ógerningur er að svara á þessari stundu. Það markaði tímamót, þegar umræður um verndun hafsins og nýt- ingu auðæfa hafsbotnsins hóf- ust á vettvangi Samein- uðu þjóðanna fyrir aðeins þrem ur árum. Það var að frum- kvæði smáríkjanna Möltu og Islands, sem þessi mál voru tek in fyrir á dagskrá Sameinuðu þjóðanna. Þá vöktu þau ekki mikla athygli, en nú er fjallað um þau mánuðum saman af sérfræðingum og stjórnarerind rekum. Niðurstöðu þeirra at- hugana verður langt að bíða, en það nægir, að málin eru til umræðu. Fyrr eða síðar hlýt- ur að takast að sætta hina ólíku hagsmuni, svo að viðun- andi sé fyrir alla. Það tók nær því áratug að semja alþjóða- samþykkt um nýtingu himin- geimsins. Þar á þó enginn beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Því þarf engan að undra, þótt það taki lengri tíma að skipta hafsbotninum þannig milli þjóða heimsins að öllum líki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.