Morgunblaðið - 23.09.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SBPT. 1970
19
Ijæjanstj órnai' unidir forsæti
Guðmundiar Hannessonar. Odd-
yitastörlwn. í bæj arstjórn Siglu-
fjarðar gegndi hann nákvæmlega
í 19 ár eða til 15. júní 1938
er sénstakt bæjarstjóriaeanbætti
var stofnað í Siiglufirði.
Eins og áður er getið hafði
Guðmundur Hannesson á bendi
yfiristjóm bæjarmála í 19 ár í
Siglufirði og var jafnframt lög-
reglustjóri og dómari al'lt til
1948.
Hann var því æðsti embættis-
miaður staðarins þau tæp 30 ár,
er hann bjó í Siglufirði og mik-
ill áhrifa- og framkvæmdamað-
ur var hann alla tíð.
Hinnar nýju bæjaratjórmar er
kjörin var 1919 biðu mörig verk-
efni. Fyrir samstillt átök bæjar-
fulltrúa undir forustu oddvita
var hverju stórmáli á fætuæ öðru
hrint í framkvæmd. Þau verða
ekki talin hér, það yrð'i of langt
mál ,en minna má á að á þessum
árum breyttist Siglufjörður úr
litlu þorpi í menningar- og at-
hafnabæ, sem löngum var í sviðs
ljósinu á fyrra helmingi þesisarar
aldar og jafnvel lengur.
Ég kynntist ungur Guðmundi
Hannessyni og fjölskyldu hans.
í húsum þeirna var ég heima-
gangur um ánatugi.
Guðmundur Hannesson var að
mínum dómi mikill eljumaður.
Hann var oftast kominm að vinnu
borði sínu í Siglufirði um kl. 8
og vinnudagurinn var a.m.k.
þriðjung ánsins ætíð 12 klst. á
dag og oft lengur.
Tímafrek réttarhöld — langir
bæjarstjórnarfundir, nefnda-
fumdir og önnur embætti'sstörf
kröfðust mikillar vinnu, mikilla
átaka og ónæðis og nú kom sér
vel að hafa tamið sér í æsku
skyldurækni og árvekni.
Guðmundur Hannesson var
einstakur heimilisfaðir. Hann
unni konu sinni til hinztu stund-
ar og reyndist henni umhyggju-
samur og frábær eiginmaður
alla tíð. Þau eignuðuist fjögur
börn: Hamnes, lögfræðing, kvænt
an Guðrúnu Kriistjánsdóttur, Jór-
unni Ástu, fulltrúa hjá Öryggia-
eftirlitinu, Garðar, skrifstofu-
mann, kvæntan Kristínu Bjama-
dóttur (eru þau öll búsett í
Reykjavík) og Hallgrím, lækni,
er andaðist í febrúar 1950. Féll
þar frá fyrir aldur fram mikill
efnismaður og góður drengur.
Guðmundur Hannesson lét
reisa glæsilegt tveggja hæðia
steinhús á lóð sinni við Hvann-
eyrarbnaut í Siglufirði ártið 1927.
Var það þá reisulegaista hús í
Siglufirði og er það enn. Ber
það vott um þann stórhug er ein-
kenndi bæjarfógeta Siglufjarðar
á þessum árum.
Fyrirmannlegri embættisbú-
stað á íslandi hefi ég ekki séð.
Á þessu heimili ríkti jafman gest-
risni og glaðværð. Þar skemmtu
sér og nutu gestrisni húsráðenda
fólk á öllum aldri, unigir og
gamlir, ekki sízt ungir vinir
barnanna á heimilinu.
Guðmundur Hannesson er lát-
inn og kvaddur í dag. Hann var
höfðimgi og bar höfuðið jafnan
hátt og hafði ráð á því. Siglfirð-
ingar kveðja nú mikilhæfan for-
ustumann, er starfaði þeirra á
meðal nær þrjá áratugi og þeir
þakka giftudrjúg störf hans í
þágu Siglufjarðarkaupstaðar.
Guðmundur Hannesson og
fjölskylda fluttust til Reykjavík-
ur árið 1948 og bjó alla tíð að
Blönduhlíð 6 hér í bæ. Þar bjó
kona hans og Jórunn dóttir
þeirra fjölskyldunni fagurt heim
ili. Þangað svo og til amnarra
vandamanna eru nú sendar sam-
úðarkveðjur og þess beðið, að
ævikyöld frú Friðgerðar megi
verða milt og fagurt eins og
maður man fegurstu vorkvöldin
í Siglufirði.
Frá hei'mili mínu eru Guð-
mundi Hannessyni sendar vina-
og þakkarkveðjur, það er fyrir
svo margt að þakka nú er leiðir
skilj<ast.
Minningin um mikilhæfan
mann mun liía meðal ástvima
hans og þeirra annarra, er
þekktu hann bezt.
Jón Kjartansson.
Sendisveinn
óskast nú þegar, eða sem fyrst, þarf að hafa
vélhjól eða reiðhjól.
Upplýsingar í síma 17104.
Viljum ráða
vanan bifvélavirkja nú þegar.
Chrysler-umboðið VÖKULL H.F.
Samkvæmt nýjum lögum
Heimasaumur
Stúlkur vanar buxnasaumi óskast í heimasaum.
Tilboð með upplýsingum um fyrri störf sendist afgr Morgunbl.
merkt: „Heimasaumur — 4685".
Vegheflar
Til sölu eru tveir Caterpillar vegheflar.
Upplýsingar gefur yfirverkstjóri í síma 1552.
Áhaldahús Keflavíkurbæjar.
um Húsnæðismálastofnun ríkisins (lög nr. 30 12. maí 1970),
ber að skipa stofnuninni framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra,
Umsóknarfrestur um stöður þessar er til 15. október 1970.
Umsóknir sendast félagsmáiaráðuneytinu fyrir þann tíma.
Félagsmálaráðuneytið, 21. sept. 1970.
Aigreiðsluskúr (3x7 m)
sem stendur á homi Skúlagötu og Snorrabrautar (gamla
Þróttarplani) er til sölu.
Tilboð sendist á skrifstofu Vörubílstjórafélagsins Þróttar
Borgartúni 33 fyrir 1. október n.k.
Enska — Vélritun
Tryggingafélag óskar eftir stúlku til starfa við vélritun enskra
verzlunarbréfa.
Starfið krefst góðrar ensku- og vélritunarkunnáttu.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu
Morgunblaðsins fyrir 26. þ.m. merkt: „5196".
Tilkynning
til bifreiðaeigenda
Frestur til að sækja um endurgreiðslu gjalda af bifreiðum,
sem teknar hafa verið af skrá hluta úr árinu 1969, rennur út
30. þ.m. Fyrir þann tíma þarf að sanna rétt til endurgreiðslu
gjaldanna fyrir innheimtmanni rikissjóðs með greiðslukvittun
og vottorði bifreiðaeftirlits, el!a fellur hann niður skv. 1. gr.
laga nr. 12/1964.
Fjármálaráðuneytið, 21. september 1970.
Skrifstofustúlka
Tryggingafélag óskar eftir stúlku (ekki yngri en 20 ára) til
skrifstofustarfa strax eða sem fyrst. Stúlkan verður að vera
samviskusöm, kunna vélritun og þekkja undirstöðuatriði bók-
halds.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl.
fyrir 28. þ.m. merkt: „4686".
Sendisveinn
Röskur og ábyggilegur sendisveinn óskast til starfa nú þegar.
Hálfs dags vinna kemur til greina — Mötuneyti á staðnum.
H.F. HAMPIÐJAN Stakkholti 4 — Sími 11600
BLAÐBURÐARFOLK
í eftirtulin hverli
Andargötu — Laufásveg I
Skólavörðustíg — Hverfisgötu 1-64
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100
Jazzballettskóli Báru
Jazz — Modern
Skólinn tekur til starfa í byrjun október.
Æskilegt er að nemendur sem sækja um inn-
göngu í skólann hafi einhverja ballettundir-
stöðu.
Lágmarksaldur 11 ára.
Sértímar fyrir nemendur 16 ára og eldri með
góða ballettundirstöðu.
Upplýsingar og innritun í síma 83730 frá
k.l 9—6.
Jazzballettskóli Báru, Stigahlíð 45.