Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 13
MORGUiNBJLAÐ'IS), FÖ6TUDAGUR 25. SE3PT. 1870 13 skólabyggingar okkar, sem er mikið vandamál fyrir sveitafé- lögin og rikisvaldið, jafnframt sem sú staðreynd blasir við, að alltaf fjarlægjumst við meira að geta haft börnin og unglingana í skólum þann tima, sem heppi- legastur er fyrir þau svo og heimilið. Oft vilja húsmæðurnar gleymast, en störf þeirra fyrir þjóðfélagið eru ómetanleg og mikil nauðsyn að skapa þeim þannig aðstöðu, að þær geti tekið meiri þátt í opinberum mál um, en til þess að svo megi verða verður að breyta kennslu fyrirkomulaginu, en raunhæfast er að mínum dómi til úrlausnar, að byggja mun ódýrari skóla, þar sem notagildið er metið meir, en minna hugsað um íburð inn. Islenzk kirkja hefur markað djúpstæð og góð áhrif á sögu landsins og hana verður að efla og styrkja á hverjum tíma. Velferð þjóðarinnar byggist mjög á þvi, að atvinnulíf sé í blóma og jafnframt að það sé byggt á traustum grunni. 1 því sambandi treysti ég bezt einstaklingsframtakinu. Margs- konar önnur félagsform um rekstur eiga vitaskuld fullan rétt á sér, en þau verða að starfa á sama grundvelli og njóta sömu réttinda og bera einnig samsvarandi skyldur. Það er skoðun mín, að launþegasam- tökin eigi að geta áorkað mestu til hagsbóta fyrir sina félags- menn undir þessu þjóðskipulagi. 1 dag blasir við sú hörmulega staðreynd, sem þarf að vinna bót á, að lægst launuðu stétt- ir landsins bera of lítið úr být- um miðað við framlagt erfiði og er nauðsynlegt að gera úrbætur í þvi sambandi. Það er einnig álit mitt, að samtök atvinnurek- enda og launþega þurfi að taka þessi mál föstum tökum og af meiri hreinskilni og einurð en hingað til og þurfi löggjafar- valdið að hjálpa til þess, en eðli lega í fullu samráði við báða aðila, enda væri hætta á þvi að annars væri betur heima setið en af stað farið. Stórauka þarf áróðurinn fyrir heilbrigðu æskulýðsstarfi og er það sjaldan fullþakkað, hversu margt fól'k leggur af mörkum fórnfúst starf í því sambandi, en betur má ef duga skal í þess- um efnum og held ég að tími sé til kominn að nota tæknina í áróðrinum fyrir heilbrigðu æsku lýðsstarfi og við ættum að taka höndum saman, einstaklingurinn og félögin og lyfta Grettistaki í þessum efnum og með því bægj um við frá þeim óheillaöldum, sem berast á land okkar víðs- vegar frá úr heiminum. Svör mín get ég ekki haft ítarlegri að sinni. Sigurgeir Sigurðsson sveitarstjórl, 35 ára, Seltjarnarnesl. Maki: Sigríður Gyða Sigurðardóttir. Spurningin er þannig að freist andi væri að hefja hér upptaln- ingu ýmissa baráttumála. Mjög mikið hefur áunnizt og mörg mikilvæg mál náð fram að ganga. Annað hefur ekki tekizt eins vel og æskilegt hefði verið og vil ég þar nefna stöðvun verðbólgunnar. Það sem veldur mér í dag mest um áhyggjum í þjóðmálum er það almenna sinnuleysi sem mér virðist rikjandi hjá hinum al- menna borgara. Fólk vill ekki taka afstöðu til manna eða mál- efna en lætur nægja að gagn- rýna það sem þvi finnst miður fara án þess þó að benda á leið- ir til úrbóta. Hvað er það annað en áhuga- og sinnuleysi þegar fjölmenn verkalýðsfélög láta etja sér út i verkföll af smáum hóp öfga- sinna, þegar 80—90% félags- manna tekur ekki afstöðu, mæt ir ekki á fundi? Hvað er það annað en áhuga- og sinnuleysi þegar kjósendum er í prófkjöri boðið að velja fulltrúa á lista þeirra flokka sem þeir styðja, en þeir sinna þvi með lélegri kjörsókn og sitja þvi vfirleitt uppi með sömu frambjóðendur aftur og aftur og kvarta svo undan flokksræði? Hvað er það annað en sinnu- leysi að hei! kynslóð, fólk á aldr inum 35—50 ára, slítur sér út við uppbyggingu landsins, haf- andi mjög lítil, sem engin áhrif á stjórn þess? Borgararnir verða að mynda sér skoðun og taka afstöðu til þjóðmála og nota síðan atkvæði sin skoðunum sínum til fram- dráttar. Alþingi og starfsaðferð ir þess eru mér ekki nægilega kunnar til langrar ritgerðar, en vil, til þess að vekja athygli á því virðingarleysi, sem mér virð ist því, nú orðið, vera sýnt, nefna lítið dæmi. Þegar ég var 10—11 ára gamall norður á Sauð árkróki kom það eitt sinn fyrir að ölvaður maður kallaði fram í á framboðsfundi og beindi spjótum sínum að ráðherra, sem þar var að halda ræðu. Þetta at- vik olli mikill hneykslun og varð mér, sem öðrum, mjög minn isstætt. Nú þykir það sjálfsagt að „alþingi götunnar" leggi und ir sig ráðherraskrifstofur, setj- ist þar upp á borð og krefji ráð herra svara. Alþingi og þingmenn verða að halda virðingu sinni fyrir al- þjóð, annars er illa farið. Snæbjörn * Asgeirsson iðnrekandi, 39 ára, Seltjarnarnesi. Maki: Gnðrún Jónsdóttir. Þegar hugsað er um þjóðmál, er eðlilegt, að samanburður sé gerður á líðandi stund og liðn- um árum, svo og hverjar breyt ingar ætla má að eigi sér stað I framtíðinni. Ég tel að í heild séu hinir ýmsu þættir þjóðmálanna fast- mótaðri nú en áður og meira sé unnið að uppbyggingu atvinnu vega á vísindalegan og raunhæf an hátt. Þótt stóriðja sé nauðsynleg í nútímaþjóðfélagi, megum við ekki hafa hana i huga sem lausn alls vanda, heldur hlúa að hinum ýmsu greinum iðnaðar, sem sjálfsagður er. Hver einstaklingur þarf að fá að njóta sin, hvað menntun og lífskjör snertir, svo hæfileikar hans nýtist að fullu. Þjóðfélagsþegnar þurfa að meta skoðanir hvers annars og með þeim hugsunarhætti, að bætt raunhæf lifskjör náist, og hver og einn beri það úr býtum, sem hann á rétt til í frjálsu og lýðræðisíegu þjóðfélagi. Ábyrgðin hefur að miklu leyti verið sett á löggjafarvaldið, sem má þó ekki draga úr áræði og dugnaði einstaklingsins. Afstaða mín til þjóðmálanna í dag er jákvæð, en við getum gert betur. Störf Alþingis hafa að sjálf- sögðu aukizt við auknar kröf- ur þjóðfélagsins og vinna ber að því, að aðstaða Alþingis sam ræmist þessum auknu störfum, og að það fái haldið þeirri reisn, sem því ber að eiga í hugum okkar íslendinga. Stefán Jónsson forstjóri, 61 árs, Hafnarfirði. Maki: Kagnheiður H. Þórðardóttir. 1 lýðræðisþjóðfélögum myndast stjórnmálaflokkar og skipar fólk sér vonandi undir merki þeirra einkum eftir aðstöðu til þjóðfé- lagsmála. Málefnaafstaða flokka þarf því að vera skýrt mörkuð, svo sem var um flokka þá, er hér hafa skipt máli og lengst hafa starfað. Afstöðu mína til þjóðmála tók ég þegar á unga aldri, hefi verið flokksbundinn sjálfstæðismaður frá stofnun flokksins og gegnt trúnaðar- störfum fyrir flokkinn í heima- byggð minni í um 35 ára skeið. Afstaða mín til þjóðmálanna hef- ir í engu breytzt, en ég hef sann- færzt æ betur, með árum og lífs reynslu, um það að stefna sú, er lá til stofnunar Sjálfstæðis- flokksins, var og er hin farsæl- asta fyrir einstaklinga þjóðar- innar og þjóðarheildina. Með þessu svari vona ég að fullnægt sé fyrri spurningunni. Gagnlegt getur hinsvegar ver- ið flokkum og einstaklingum að endurskoða og endurmeta stöðu sína við og við og þá hvort nægjanlega trúlega hafi verið framfylgt og útbreidd stefna flokkanna, eða hvort þá hafi hrakið nokkuð af leið vegna ímyndaðra stundarhagsmuna. Virðist slíkt ekki tilefnislaust, þegar framámenn einstakra flokka láta hafa það eftir sér (meira segja á prenti) að svo lítill munur sé að verða á upphaflega gerólíkum flokkum, að kjósendum veitist erfitt að gera upp á milli við kjörborðið. Sé svo komið, gæti slíkt legið í því að einhver flokkanna hafi skipt um afstöðu til mála og væri þá eðlilegt að slíkt leiddi til sam- runa tveggja eða fleiri flokka. Hitt væri verra ef orsakanna væri að leita í þvi að foringjar stjórnmálaflokkanna hirtu nú minna en áður um skýra og ótví- ræða málefnaafstöðu flokkanna, sem væru þá, að sama skapi og í vaxandi mæli, að verða að tækifærissinnuðum atvinnutækj- um stjórnmálamannanna. Um störf Aíþingis vil ég segja þetta: Þar þurfa að koma til veruleg- ar breytingar, reisn þess þarf að auka og- virðing fyrir störf- um þess að vaxa með þjóðinni. Timi er til þess kominn að Lýð- veldinu sé sett stjórnarskrá. Al- þingi ætti að starfa í einni mál- stofu. Skipting þingsins i 2 þing- deildir, með þeim hætti, sem nú er, virðist ekki þjóna neinum til- gangi öðrum en þeim að koma fleiri þingmönnum í nefndir, tefja afgreiðslu mála og auka kostnað og skriffinnsku. Við- bragðsflýti Alþingis þyrfti að auka. Óhæfa er að Alþingi heyk- ist á því jafnvel áratugum sam- an að gera þýðingarmiklar um- bætur á gildandi lögum, er varða hagsmuni almennings og flestum er fullljóst að framkvæma þarf. Að lokum þetta. Fámenn þjóð, sem býr í strjálbýlu, harðbýlu en jafnframt kostariku landi, get ur þvi aðeins verið sterk, frjáls, sjálfstæð og framsækin þjóð, að hún samanstandi af vel menntuð- um, þróttmiklum og framtaks- sömum einstaklingum. Séu slík- um einstaklingum búin skilyrði til þess að njóta hæfileika sinna og framtaks við þýðingarmestu atvinnugreinar þjóðarinnar sjálfum sér og þjóðfélaginu til hagsældar, en slikt er fyrst og fremst hlutverk stjórnmálamann anna, þarf engu að kvíða um framtíð þjóðarinnar. Sæmundur Á. Þórðarson skipstjóri, 42 ára, Stóru-Vatnsleysu, Vatnsieysuströnd. Maki: Anna María Þórðarson. Sjávarútvegurinn er mér efst- ur í huga þegar um þjóðmál er að ræða, enda hef ég starfað lengst af við hann. Þótt iðnað beri að auka og efla og stóriðja komi til með að rísa hér í aukn- um mæli í framtiðinni, þá er það nokkuð sem ekki rís upp á fáum árum þótt unnið sé markvisst að þeim málum. Mörg ár hljóta að líða þar til útflutningsverðmæti stóriðju hér á landi gefa þjóðar- búinu gjaldeyristekjur á borð við sjávarútveginn. Miklar rann sóknir og undirbúningsvinna út- heimtir langan tíma áður en ákvarðanir eru teknar. Sjávarútvegurinn hlýtur að vera það, sem okkur ber, ekki aðeins að halda í horfinu, held- ur að efla og auka á komandi árum. Flestir eru sammála um nauðsyn endurnýjunar togara- flotans. Og f>ó rekstur svo dýrra skipa sem þeir hljóta að vera sé hæpinn fyrir útgerðina, þá er þjóðhagslegur hagnaður af slík- um skipum mikill. En það þarf ekki síður að fjölga smærri bát- um. Ef hægt verður að tryggja eðlilegan rekstur fiskiflotans þarf ekki að kvíða því að ekki sé áhugi fyrir þeirri atvinnu- grein. Það gera sér ekki allir grein fyrir hvað einn fiskibátur veitir mikla atvinnu bæði beint og óbeint. Fyrst og fremst við nýtingu aflans í landi svo og við ýmsa þjónustu sem rekstur og viðhald báta útheimtir. Þetta kemur gleggst fram i litlum byggðalögum, þar sem fáir bát- ar, sem hafa aðstöðu til þess að leggja aflann upp á staðnum og vinna hann þar, geta gjörbreytt afkomu slikra staða til hins betra. En það er ekki nóg að hafa marga og góða báta, og stóra togara, ef ekki fæst gott fólk um borð. Sjómannsstarfið þarf að gefa meiri tekjur en vinna í landi, þar eð menn eru fjarri heimilum sínum og vinna lengri vinnudag. Beri sjómenn meir úr býtum á fiskibátunum og togur- unum en hægt er að fá í landi, verður valinn maður í hverju rúmi. Væri t.d. ekki hægt að veita * sjómönnum veruleg skattfriðindi fram yfir það sem nú er? Sjómannafrádráttur í núver- andi mynd er ófullnægjandi, enda komið undir bæjar- og sveitarfélögum hvort sjómenn fá að njóta þess eða ekki. Logsuðutæki JAFNAN FYRIRLIGGJANDI C. Þorsteinsson & Johnsson hf. Ánmúla 1 - Sími 24250 Vélapakkitingar Bedford 4-6 cyl., dísil, '57/64 Buick V 6 cyl. Chevrolet 6—8 cyl., 'S4—'68 Dodge '46—'58, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68 Fiat, flestar gerðir Ford Cortina '63—'68 Ford D-800 '65—'67. Ford 6-—8 cyl. '52—'68 G.M.C Gaz '69 Hiknati Imp. '64—408 Opel '55—'66 Rambler '56—'68 Renauft, ftestar gerðir Rover, bensín, dísil Skoda 1000MB og 1200 Simca '57—'64 Singer Commer '64—'68 Taunus 12 M, 17 M, '63—'68 Trader 4—6 cyl, '57—'65 Volga VauxhaH 4—6 cyl., '63—'65 WiMys '46—'68. Þ. Jnnsson & Co. Skeifan 17. Símar 84515 og 84516.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.