Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 20
20 MORiGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 25. SEPT. 1970 Pingouin-garn Nýkomið mikið úrval af CLASSIQUE CRYLOR. MULTI-PINGOUIN. Verzlunin DYNGJA, Akureyri. Atvinna Maður eða kona, vön verkstjórn og gerð sniða, óskast til starfa hjá lítilli fataverksmiðju. Meðeign kæmi til greina. Eiginhandarumsókn er greini frá aldri og starfsreynslu sendist í pósthólf 1331, Reykjavík. Aðstoðorlæknir óskost nú þegar i Blönduóslæknishérað. Upplýsingar í skrifstofu land- læknis, hjá héraðslækninum Blönduósi eða i heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 23. september 1970. GÖTUN Viljum ráða stúlku með reynslu í IBM götun hálfan daginn. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 30. þ.m. merkt: „4087". Tilboð óskast í uppsteypu gagnfræðaskólahúss að Varmá t Mosfellssveit, Grunnplötu skal vera lokið 31. marz 1971 og uppsteypu hússins 30. desember 1971. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 3.000,— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 13. október n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 JÓIASKÓR in TELPIIR TELPNASKÓR. Stærðir 26—35. Litir: hvítt—rautt. — Verð kr. 302—327.— TELPNASKÓR. Stærðir 26—35. Litir: hvítt—rautt. — Verð kr. 307—332.— Póstsendum. Skóbúð Austurbœjar Laugavegi 100. Guðni A. Jónsson, úr- smiður, 80 ára „Sá heilsar heiminum hressi- lega,“ sagði ljósmóðirin, þegar hún setti háhljóðandi snáðann I laugarkerið. „Sá verður við- bragðs harður, þegar hann stálp ast og þroskast. Og mig grunar, að hann nái góðum vexti, þó að hann sé ósköp smár og vesaldar legur núna, aumingja litli dreng urinn. Mín spá er það, að líf hans, sem ég vona verði langt og gæfurikt, mun einkennast af tápi og fjöri." „Táp og fjör, og friskir menn." raulaði ljósan íyr ir munni sér, meðan hún laug- aði og reifaði litla drenginn. Þó „ljósan" væri ekki völva, þá eru orð hennar sögð frá mikilli skarpskyggni og þau reyndust spásögn. Enda geta vel skyggn- ir, markað af fyrstu viðbrögð- um bamsins hvað í þvi býr. Hins vegar var spásögnin vel fallin, til að gleðja hjarta veik- burða móður og auka henni styrk. En vissulega var móðirin sæl mitt í þjáningunum, svo er það jafnan. Þessi móðir átti nú þrjá drengi, og fannst öllum auði betra. Ekki get ég lagt fram skjal- festar heimildir um orðrétta spá sögn „Ljósunnar", eða önnur orð hennar, en staðreyndirnar vitna um gildi þeirra. Drengurinn óx og dafnaði vel við móðurbrjóstin og leiðandi hönd föðurins. Er sá litli varð tveggja ára, hófust búskapar- annirnar. Hugsýnasköpunin var orðin það þroskuð, að völuhóp- urinn var vel alinn og lagðprúð sauðahjörð, fótaleggir úr kind- um stríðaldir gæðingar. Brekán in á rúmunum voru ágætis beit- arlönd, þar voru grænar grund- ir, holt og hálsar. Borð og brík- ur voru hamraborgir og tindar, ailt eins og á hálsinum vestur frá bænum. Þá var baðstofupall urinn ákjósanlegur skeiðvöllur. Svo eggslétt var engin grund. Þar fengu fákarnir að spretta úr spori, á öllum gangi. Þá var gaman að lifa. Þegar aldurs- skeiðið lengist um eitt ár, tvö ár, færðist athafnalífið út í vor- glaða náttúruna, upp í brekk- umar ofan við bæinn, og alla leið upp á Berg. Þá voru hom- in komin i staðinn fyrir völum ar, og stórgripaleggir voru hestar. Jæja, annars var hrífu- skaftið. — Þar var afburða hlaupari, ferðin ofsaleg, þegar hann var hvattur. Knapinn kunni vel að sitja gæðinga, og réði sjálfur ferð og kostum. Brátt hófst nýr reynslu- og þroskatími í lifi uppvaxandi sóguhetjunnar okkar. Þeir bræð ur: Jón Pálmi og Guðni á Gunn- fríðarstöðum, leituðu nýrra æv- intýra. Þeir yfirgáfu hom og leggi, gerðu smalaprikin að veiði stöngum, auðvitað með tilheyr- andi snærisspottum og önglum. Silungur var I einni kvísl Blöndu, rétt við túnfótinn. Þar var stundum vænn silungur á land dreginn, með þessum frum- stæðu veiðarfærum. En fögnuð- ur drengjanna var engu minni, þegar vænum silung var á land kippt, enn albrynjaða laxveiði- mannsins, er setur i þann „stóra" og getur loks yfirbugað hann, eftir áflog lengi dags. Bræðurnir vom samrýndir í leik og starfi, en báðir voru metnaðargjamir og skapríkir, og sem titt er, vildi eldri bróðir- inn ráða ferðinni, og taka sjálf dæmi í einu og öllu, meira en Guðna þótti hóf að. Sló þá stundum í hvassa brýnu, neytt aflsmuna og snarheita, er báð- um vom eiginleg. Svo vill oft verða, í slíkri viðureign, að sá er yngri er að árum, og veit sig minni máttar, fyllist hugmóði og ofurmætti slíkum, að hann kem ur þeim að óvömm, er taldi sér sigurinn vísan. Þannig varð tið um, að Guðni bar betri hiut frá borði, en vöxtur og aldur gátu bent til. Vísbending til þess er seinna kom fram. Guðni hefur alla ævi kosið sér heilan hlut, og til hans unnið. Átökin stæltu vilja og vöðva, og vora visir að meiri aflraunum og iþróttum eins og seinna kom fram. Á vetrum var farið á skiðum og skautum. Guðni var sjö vetra, er hann eignaðist fyrstu skautana, er fað ir hans smíðaði. Seinna bættist Helga, systir þeirra bræðra í hópinn, er lék skautalistina á Blöndu. Bemskan leið og meiri alvara færðist í leik og starf. Glíma var iðkuð I stað áfloga, svo og hlaup, stökk og fleiri íþróttir, t.d. kunnáttusund i stað hunda- sunds. Lífið var ekki aðeins leikur. Þó þeir bræður, Jón Pálmi og Guðni tækju stund- um glímutökin milli flekkja á túninu, þegar verið var að þurrka töðuna, og hinir eldri töldu það vítavert, voru það að eins barnabrek, er sýndu þó lofsverðan áhuga á íþróttinni. Þetta forspjall hér að framan, þykir sennilega eiga fremur heima i ævisögu, en afmælis- greinar era venjulegast æviþætt ir. Bernskan er forspjall ævinn ar. Bernskuárin, ef björt eru, varpa geislum fram á ófama ævileið. Erfðaeiginleikar og mót un barnssálarinnar, valda mestu um hvernig ævibrautin sækist, sérstaklega þegar hún er brött, og nokkuð torfarin, og fátt um þau fararefni, er í ask- ana verða látin. En einbeittur vilji, andlegur styrkur og trúar traust hjálpar öllum að settu marki. Guðni A. Jónsson úrsmiður er fæddur á Gunnfríðarstöðum á Ásum þann 25. september 1890. Bæjaröðin meðfram Blöndu að vestan, ætti landslagsins vegna, að tilheyra Langadal, en um langan aldur hefur blanda ráðið skiptingu sveitanna. Gunnfríðar staðir standa allhátt í hallinu, uppfrá Blöndu. Þar er fagurt út sýni yfir allan Langadal, Blöndu, er streymir í mörgum kvislum um breiðar eyrar, með- fram blómlegri byggð, neðan við rætur rismikilla fjalla. Slíkt landslag vekur og þroskar ómengað fegurðarskyn þeirra, er þar mótast á bernskuárum. Vest ur frá bænum á Gunnfríðarstöð- um rís landið enn hærra, með hamraborgum, viðs vegar um græna teiga. Á Tindinum, hann ber hæst, gefst sýn um nær allt Húnaþing, Húnaflóa, og allt til Stranda vestur. Bernskuhagarn- ir og íjallahringurinn fagri geymast í góðu minni. „Háfjöll- in benda á ókomnar leiðir." Tindarnir kenna ungmenninu að horfa hátt, og klífa brattann. Fjöll sýna oss torsóttum gæðum að ná.“ Foreldrar Guðna eru JónHró bjartsson og Anna Einarsdóttir. Hróbjartur faðir Jóns, og Sig- ríður móðir hans bjuggu í Reykjakoti í Biskupstungum. Hróbjartur er Jónsson, Þorkels- sonar i Gufunesi. Stóðu sterkar ættir í báða liði að þeim hjón- um. Meðal forfeðra þeirra var Ormur Vigfússon, sýslumaður i Eyjum í Kjós. Af þeim stofni er og Hannes Þorsteinsson ættfræð ingur, fyrrum ritstjóri Þjóðólfs. Systkini Jóns Hróbjartssonar voru mörg, og því fór hann ung ur að heiman. Stundaði hann nokkrar vertíðir sjóróðra á Suð urnesjum. Við árina hefur mörg um unglíngi aukizt djörfung og dugur. Seinna var Jón nokkurn tíma við smíðanám. Lék allt I höndum hans er að smíðum laut, og varð þvi brátt eftirsóttur til þeirrar iðju. Gerðist Jón fljót- lega jafnvígur á tré og málm. Laust eftir 1880 fluttist Jón norður í Húnavatnssýslu, kvænt ist Önnu Einarsdóttur, er fyrr getur. Reistu þau hjón bú, fyrst á Smyrlabergi, en seinna á Gunnfriðarstöðum, þar sem þau bjuggu lengst. Á níunda tug sið ustu aldar voru óslitin harðindi, og því ekki fýsilegt fyrir fátæk hjón að hefja búskap, en kjark- ur og bjartsýni var báðum í blóð borin. Handiðn Jóns, sparsemi og nýtni eiginkonunnar bjarg aði miklu. Þó hart væri í ári, lögðust byggingar ekki með öllu niður á þessu timabili. Faðir Önnu var Einar Andrés son, Skúlasonar, Einarssonar klensmiðs. Foreldrar Einars, Andrés og kona hans, Þórunn bjuggu lengst á Bakka í Viðvík- ursveit, þar mun Einar vera fæddur, einn af sextán börnum þeirra hjóna. Einar Andrésson bjó í fjórtán ár með Halldóru, fyrri konu sinni á Bólu i Blönduhlíð, og löngum við þann bæ kenndur. Einar Andrésson var miklum gáfum gæddur og þjóðkunnur, eitt snjallasta alþýðuskáld sinn ar samtíðar. Fróður var Einar og ófreskur og því kenndur við forneskju nokkra. Einar Andrésson var ekki hár maður, en vel vaxinn, og talinn var hann á unga aldri afburða glímumaður. Halldóra, kona Ein ars var myndarleg húsfreyja og vel gefin. Anna Einarsdóttir var frið kona, og fluggreind. Hjónin á Gunnfríðarstöðum ræktu vel fornar dyggðir. Þau gáfu börn um sínum það veganesti, sem hollast reynist, hvernig sem veður gefast, á æviskeiðinu. Slíkir voru ættar hlynir Guðna Jónssonar úrsmiðs. Frá góðum stofnum vaxa aðrir, lík- ir að grósku og atgervi. Foreldrar Guðna eignuðust fimm börn. Fyrsta barn þeirra, Guðrún dó kornung. Hin börn- in voru: Karl elztur, hann kvænt ist og bjó á ýmsum stöðum i Húnaþingi. Næstur að aldri var Jón Pálmi. Hann varð gagnfræð ingur að mennt. Jón Pálmi var skáldmæltur með ágætum og íþróttamaður, hlaut hann verð- laun fyrir glimu. Hann stundaði ljósmyndasmíði, fluttist til Bandaríkjanna, og komst þar til metorða. Þá var Guðni næstur að aldri, verður hans hér meira getið. Yngst þeirra systkina er Helga, kona þess, er þetta ritar, — fædd árið 1895. Karl og Jón Pálmi eru fluttir yfir á land eilifðarinnar, til litlu systur sinnar, foreldra og forfeðra. Auk alsystkinanna eignaðist Jón Hróbjartsson eina dóttur, Marselíu, sem er gift Einari Jónssyni prentara. Á áratugunum næstu við síð- ustu aldamót var ekki auðvelt að afla nægilegra tekna á lítilli og kostasnauðri jörð, handa all- stórri fjölskyldu. Jón á Gunn- fríðarstöðum varð því að stunda smíðar, víðsvegar um Húnaþing, og einnig heima, þeg ar til hans var kallað, t.d. smíð- aði hann hinzta hvílurúm margra sveitunga sinna. Þegar svona háttaði, er augljóst, að heimilisannirnar, úti sem inni, hvildu með miklum þunga á hús móðurinni, meðan börnin voru ung. Anna Einarsdóttir skilaði ströngu dagsverki með ágætum, svo sem bóndi hennar á öðrum vettvangi. Guðni Jónsson vandist ungur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.