Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 25. SEPT. 1970 21 við algeng sveitastörf, fara með orf og hrífu, binda hey og bera á tún, smala heimalönd og heið- ar, svo nokkuð sé nefnt. Þegar Guðni nálgaðist tvitugs aldurinn stóð hann þegar flest- um sveitungum sínum á sporði í glímu. Þeir bræður Jón Pálmi og Guðni stofnuðu Málfundafél. Svinvetninga 1907. Þó mælsku listin væri þar efst á blaði, var íþróttunum aldrei gleymt, sízt glímunni. Guðni hlaut sín fyrstu verðlaun fyrir glímu, á íþróttamóti, er háldið var á Blönduósi þann 17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Næst fékk Guðni verðlaun fyrir glímu, og fleiri íþróttir á Sauð- árkróki, árið 1912. Og næstu ár- in var þátttaka Guðna í íþrótta- mótum nær óslitin sigurför. Verðlaunagripirnir bera um þetta ljósast vitni. Iþróttirnar juku þor og þrótt. Hvorttveggja dýrmætir fjársjóðir í harðri lífs baráttu. Sigrarnir svöluðu metn aði, sem hver dugandi æsku- maður ber í brjósti. En fram- inn sá fyllti ekki pyngjuna og því varð að leita annarra við- íangsefna. 1 þá keppni var Guðni reiðubúinn. Og ekki var lengi hikað við áformið. í fyrstu lotu lærði Guðni bók band hjá Sigfúsi í Forsæludal, ér var meístari í þeirri iðn. Næstu árin var Guðni í Stóra- dal, við heyskap á sumrin, en bókband á veturna. En þegar stofan var of þröng, rúmaði ekki æskufjörið, þá hljóp ungi mað- urinn á fjöll og skaut rjúpur, þrammaði svo með stórar kipp- ur á bakinu, út á Blönduós.(25 km.) og seldi rjúpurnar fyrir 25 aura stk. Þolraunin var ungum manni meira virði en peningarn ir. Við bókbandið var ekki stað- ar numið. Árið 1914 fór Guðni til Sauðárkróks og dvaldi þar nær tvö ár við nám og úrsmíð- ar hjá Michelsen úrsmiði. Það nám fannst Guðna aðeins lítill forsmekkur þeirrar iðnar. Áfram skildi haldið á þeirri braut, er þá var mörkuð. Mal- pokinn var Xéttur en viljinn þrunginn orku, það skipti sköp- um. Snarlega var búizt til ferð- ar, og skildi næsti áfangastaður verða Kaupmannahöfn. Iðnin skyldi þar lærð meira og betur en kostur var á hérlendis. Guðni dvaldi við nám í Höfn árin 1917—‘18, og vann jafn- framt fyrir dvalarkostnaði Vann sér traust og álit 'meistara sinna. Slikt var og um viðskipta vinina, er hann stofnsetti sitt eig ið verkstæði og verzlun í Höfn árið 1919, er hann svo rak til ársins 1922, þá hann fluttist hingað heim. Til marks um hve Guðni naut. mikils trausts, þar úti, er skyndiför hans heim til ís lands, árið 1920. Sú ferð var gerð með söluvarning, fyrir þekkt vöruhús í Kaupmanna- höfn. Guðni fór umhverfis land ið, kom á flestar hafnir, og kynntist mörgum. Er hann kom aftur til Hafnar færði hann um- bjóðendum sínum digran sjóð, röskar 40 þúsund danskar krón ur, er þá voru miklir peningar. „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til.“ Eftir vel heppnað nám, og nokkra stað- góða þekkingu á viðskiptamál- um, leysti Guðni landfestar við „Sundin bláu“, og sigldi hrað- byr heim að Fróni. Og þetta var árið 1922, þegar meiri fjármála kreppa þrengdi að öllum við- skiptum á landi hér, en dæmi eru til á vorri öld. Þótti ýms- um glöggskyggnum mönnum lít il fyrirhyggja, að stofna til nýrra viðskipta á slíkum tímum. En Guðna hefur aldrei skort orku, eða áræði. Hann hafði og tryggt sér mjög hagstæð við- skiptasambönd, hjá þekktum verzlunarfyrirtækjum í Kaup- mannahöfn, og víðar, sem höfðu eingöngu vandaðan varning úr Og skartgripi, á boðstólum. Það gerði gæfumuninn, þvi þrátt fyr ir „kreppuna", voru margir, er girntust góða gripi, og gátu borgað þá. Næstu árin eftir heimkomuna, verzlaði Guðni í Aðalstræti 6, hér i borg. Brátt þótti honum þröngt um sig þar, og flutti verkstæði og verzlun í Austur- stræti eitt. Þá var Austurstræti mesta umferðargata bæjarins. Þar voru bankarnir, hótel og mörg vegleg verzlunarhús, þar var „Rúnturinn". Þar reikuðu um, þeir fáu viðskiptajöfrar, er þá voru til í bænum, glæsilegar frúr þeirra og dætur. Allt þetta fólk kunni að meta dýra skartgripi, og neitaði sér ekki um þá. Og Guðni A. Jónsson úr- smiður dró að sér viðskipti þessa fólks eins og segull járn. Enda var kaupmaðurinn sjálfur aðlaðandi, glæsilegt viðmót og gneistandi fjör, heillar hvern mann. Verzlunin blómgaðist, einnig vinátta margra mætra manna hér í bæ, og reyndar víð- ar. Menn fundu fljótt, að Guðni var ekki aðeins traustur í við- skiptalífinu, heldur og það sem mest er um vert: drengur góður og trölltryggur vinum sínum. Þessa er gott að njóta þegar kvölda tekur. Guðni Jónsson hefur oft lagt land undir fót, svo sem sagt er á táknrænu máli. Hann hefur farið um flest fegurstu lönd Ev- rópu, og hresst hugann við töfr- andi fegurð landslags og gróð- urs. Heim hefur hann komið, þá jafnan með góðvöru í verzlun- ina. Starfinu var aldrei gleymt. Landinu okkar ann hann, og elskar bernskuhagana sem barn móður. Guðni hefur lengi tekið þátt í félagsmálum hér í bænum. 1 Oddfellowreglunni hefur hann starfað, á fimmta áratug, og er heiðursfélagi reglunnar. Kvæntur er Guðni A. Jónsson úrsmiður Ólafíu Jóhannesdótt- ur frá Svínavatni í Húnaþingi. Ólafía er kennari að menntun, greind og glæsileg kona. Þau hjónin eiga þrjár dætur. Allar eru þær systur vel gefnar sem þær eiga ætt til. Elzt er Anna, gift Páli Stefánssyni, fulltrúa Sjálfstæðisfl. Næst að aldri er Sunna, gift Jóni Björnssyni, byggingafræðingi. Þau eru bú- sett í Gautaborg. Yngst er Jó- hanna gift Birni Ólafssyni pípulagningam. hér í borg. „Hver er sinnar gæfu smið ur“. Gamalt spakmæli, er birtir djúpstæða þekkingu á lögmál- um lífsins. Mörgum tekst, með Guðs hjálp, að sækja á djúpmið, verja lífsfley sitt áföllum, gegn- um brimrót og boða, og færa fleyið heilt til hafnar í fögru aftanskini. Slíkur gæfumaður er Guðni Jónsson. Þótt hann fylli nú áttunda áratuginn, er hann, að bjartsýni og viljastyrk sem fimmtugur væri. Vonum við: ætt ingjar hans, vinir og venzla- menn, að hann þurfi ekki að nausta skip sitt næsta áratug- inn, eða tugina. Snekkjan er enn fullbúin, rá og reiða, með segl við hún, æfðar hendur fara með stjórnvölinn, svo hún renn ur ljúft í aftanblænum. Húsið Öldugata 11, er þriggja hæða, auk kjallara, með þremur stórum ibúðum. Þetta hús byggði Guðni árið 1929, á mesta krepputímabili þessarar aldar. Þrekvirki á slikum tímum, þvi enginn skal ætla, að byggingar kostnaðurinn hafi verið sóttur í handraðann hjá Guðna. En áræði og dugnaður var hans f ramkvæmdas j óður. Það er hressandi að koma til þeirra hjóna, Guðna og Ólafíu á Öldugötunni. Þar er opið hús, öllum er að garði ber tekið opn um örmum. Hlaðið borð, með vistir og hvers konar veitingar, bera vitni um rausn og risnu húsbændanna, er gestirnir róma að verðleikum. Mörgum finnst þó „ábætirinn" hvað beztur, — fræðaspjall, fyndni og græsku- laus gamanmál- Guðni er glaður maður á góðri stund og lætur þá stundum kviðlinga fljúga. Hagmælskan er ættararfur þeirra systkina. Ekki er Guðni Jónsson skóla- genginn maður, aðeins naut hann skamman tíma nokkurrar leiðsögu menntaðra manna. Lærði hann að rita tungu feðr- anna rétt og skýrri hönd. Jafn- framt nam hann nytsömustu at- riði stærðfræðinnar. Guðni er vel heima í fornbókmenntum vor um, og metur það bezta í fagur- fræði og fræðimálum síðari tíma. Dönsk tunga leikur honum létt á vörum, og þýzka og enska eru einnig tiltæk tungumál í við- skiptalífinu. Þannig er sjálfs- menntunin mörgum manni nota drjúg og þroskandi. Litli dóttursonurinn á Öldu- götu 11, vitnar ljúft um hjarta- hlýju afa síns og ömmu. Mér kemur oft í hug, þegar ég mæti mági mínum á götu, hlaup- andi við fót, og það nú síðustu daga, að hollt mundi ungum mönnum, að taka hann sér til fyrirmyndar um það, sem og fleiri lífshætti. Við hjónin þökkum bróður og mági fyrir hugljúfar sam- verustundir og fölskvalausa tryggð. Við biðjum þess, að hann megi enn lengi lifa og starfa við gullinn bjarma ævi- kvölds. Fjölskyldu áttræðs öld- ungs árnum við allra heilla. Stgr. Davíðsson. Sendisveinn Piltur eða stúlka óskast til léttra sendi- ferða hálfan eða allan daginn. ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H.F., Ingólfsstræti 1 A — Sími 18370. Taunus 17 M Stafion Fallegur Taunus 17 M station árgerð 1967 til sýnis og sölu í dag og á morgun. SÝNINGARSALUR SVEINN EGILSSON H/F., Laugavegi 105. í Háskólabíói miðvikudaginn 30. sept. kl. 21.00. Náttúra, Ævintýri, Óðmenn, Gaddavír ’70, Fi-fi og Fó-fó, Ásgerður Flosadóttir, Janis Carol, Einar Vilberg og fleiri. Ríó tríó kynnir og skemmtir. Hverjum miða fylgir happdrættisnúmer og verður dregið um verðlaunin um kvöldið, ferð til Mallorca með Ferðaklúbb unga fólksins á vegum Sunnu. Forsala aðgöngumiða er hafin í Háskólabíói klukkan 4—9. Verð miða 350,00 krónur. Ekkert sérstakt aldurstakmark. Táningablaðið Jónína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.