Morgunblaðið - 25.09.1970, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPT. 1970
Jóhannes Kristjánsson, hrepp-
stjóri á Reykjum — Minning
F. 7. okt. 1892
D. 13. ágúst 1970
„Lofstír hjá lýðum
ljúfan og heiðan
gat hann sér æ
með góðu verki.“
Fr. Fr.
Jóhannes Blöndal Krist-
jánsson, en svo hét hann fullu
nafni, var fæddur 7. okt. 1892 á
Hafgrímsstöðum í Tungusveit,
Skagafirði. Foreldrar hans voru
Kristján bóndi á Hafgrímsstöð-
um Kristjánsson, bónda á Kimba
stöðum, Jónssonar, og ráðskona
Kristjáns, Elin Arnljótsdóttir.
Barnungur var Jóhannes tek-
inn í fóstur af þeim Brúnastaða-
hjónum, Jóhanni P. Péturssyni,
hreppstjóra og dannebrogs-
manni, og konu hans Elínu Guð
mundsdóttur frá Guðlaugsstöð-
um í Blöndudal, en hún var afa-
systir Jóhannesar í móðurætt, og
hjá þeim ólst hann upp á kunnu
myndarheimili.
Hinn 14. júní 1914 kvæntist
Jóhannes Ingigerði Magnúsdótt-
ur frá Gilhaga. Þau hófu bú-
skap á Brúnastöðum árið 1921
og bjuggu þar til 1945, er þau
fluttust á eignarjörð sina Reyki
í Tungusveit og bjuggu þar síð-
an. Börn þeirra, öll búsett hér í
sveit, eru þessi: Jóhann, jám-
smiður á Reykjum, Indriði og
Kristján, bændur á Reykjum, og
Heiðbjört, húsfreyja í Hamra-
hlíð.
Jóhannes var af góðu bergi
brotinn. Má i ættum hans finna
dugnaðarbændur, hagleiksmenn
og félagsmálafrömuði. Um Ara-
ljót Hlugason á Guðlaugsstöðum,
forföður Jóhannesar var sagt:
„ — var smiður góður, verkmað-
ur mikill og stilltur vel.“ Guð-
t
Faðir oikkar,
Karl Einarsson,
fyrrv. bæjarfógeti,
andaiðist 24. sept. í Landa-
kotsBpítala.
Jónas Karlsson,
Stefán Karlsson,
Pálína K. Norðdahl.
t
Eiginmaður mimin, faðir ofckar,
temgdafaðir og afi,
Haraldur D. Haraldsson,
Víkurbraut 42, Grindavík,
verður jarðsuniginn frá
Grindavíkurkirkju laugardag-
inn 26. þ.m. kl. 2 e.h.
Bílferð verður frá Umferðar-
miðstöiðinim kl 12.45.
Amfríður Daníelsdóttir,
Guðmann Haraldsson,
Einar Haraldsson,
Hrönn Jóhannesdóttir,
Daníel Haraldsson,
Ragnheiður Ragnarsdóttir
og bamabörn.
mundur sonur hans var sagður
„gáfumannlegur, stillilegur og
góðmannlegur," og Elín kona
Guðmundar „þótti kvenskörung-
ur, aðsópsmikil og nokkuð stór-
lát . . .sjálf var hún mikilvirk
og skyldurækin og krafðist
þess sama af öðrum.“ Mannkosti
og skapeinkenni ættmenna
sinna tók Jóhannes Kristjáns-
son i arf.
Ungur að árum mun Jóhannes
hafa veitt fóstra sínum, Jóhanni
hreppstjóra, aðstoð í hans um-
svifamiklu störfum, en hann
stjórnaði Lýtingsstaðahreppi með
skörungsskap og prýði í hálfa
öld. Hygg ég, að hann hafi átt
þess kost, þegar Jóhann fóstri
hans lét af hreppstjórastörfum
1921, að taka við af honum, en
ekki sótzt eftir því. Árið 1939
var Jóhannes aftur á móti skip-
aður hreppstjóri, þegar Sigurð-
ur Þórðarson frá Nautabúi flutt
ist burt úr sveitinni, og gegndi
hann þvf embætti til ársinsl958.
Hann átti og sæti í hreppsneínd
og skattanefnd lengi, var sýslu-
nefndarmaður 1942—50, um
langt árabil formaður Búnaðar-
félags Lýtingsstaðahrepps og
mörgum öðrum trúnaðarstörfum
gegndi hann fyrir sveit sína,
þótt hér verði ekki talin. Um ára
tuga skeið mátti segja, að engin
mál í Lýtingsstaðahreppi, sem
snertu byggðarlagið i heild,
væru til lykta leidd án þess að
álits hans væri leitað, eins þótt
hann ætti ekki að þeim beina að-
ild. Jafnvel löngu eftir að Jó-
hannes hætti opinberum störfum
voru mál lögð fyrir hann til um-
sagnar, svo mikil var trú manna
á dómgreind hans og gerhygli.
Jóhannes Kristjánsson var
ágætlega til þess fallinn
að gegna opinberum störfum,
þótt undirbúningsmenntun hans
væri ekki íengin á skólabekk.
Hann var mæta vel að sér um
margt af sjálfsnámi, greindur
maður, sem tók ekki hvatvísleg-
ar ákvarðanir, kom vel fyrir sig
orði á fundum og lét þar skoð-
anir sínar skýrt í ljós án þess
að hafa sig mjög í frammi, var
t
Útför
Þórunnar
Símonardóttur
frá Nesjum
fer fram frá Hvalsnesikirkju
laugardaginn 26. þ.m. kl. 2.00.
Bílferð verður frá Umferð-
armiðstöðinni kl. 12.45.
Vandamenn.
t
Útför eigiinikDiniu minnar,
Oddnýjar Guðnadóttur,
Skálavík, Stokkseyri,
fer fraim frá Stoikkseyrar-
kirkju laiuigiardagimm 26. sept.
kl. 14.
Bjami Brynjólfsson,
Guðfinnur G. Ottósson.
fjarri þvi að tala í ótíma. Ég
þykist vita, að í eðli sinu hafi
hann verið talsvert ráðrikur, en
það er samhljóða álit þeirra, sem
ég hef átt tal við og unnu Iengi
með honum að opinberum málum
hér i hreppnum, að sú stifni, sem
ýmsir bjuggust við í fari
hans, hafi ekki komið f ram í sam
starfi, hann hafi verið sam-
vinnuþýður, þegar á reyndi.
Jóhannes fylgdi Sjálfstæðis
flokknum að máhim, og auðvitað
átti hann sér andstæðinga eins
og gengur og gerist, t.d. i stjóra
málum, og hann gat verið erfið-
ur andstæðingum sinum og lang
minnugur á það, sem honum var
gert á móti skapi, ef honum þótti,
að annað hefði átt við. Hins veg
ar fékkst hann ekki um póli-
tískt þrakk í sjálfu sér. Og
hann var þannig gerður, að eng-
inn flokkur gat hneppt hann i
fjötra, hann lét ekki öðrum eft-
ir að hugsa fyrir sig, það vildi
hann gera sjálfur. Pólitiskar
þokur og gemingaveður lét
hann sig þvi litlu skipta og stóð
þar hreinn og beinn sem endra-
nær.
Jóhannes Kristjánsson var
aldamótamaður, eins og það hef
ur verið nefnt. Hann var tilbú-
inn, þegar þjóðin hlaut frelsi, að
taka til starfa i þágu sveitar
sinnar og samborgara. Hann var
framfaramaður, ekki haldinn
gamalli og aldagróinni íhalds-
semi, en raunsær, vildi fara með
gát og fyrirhyggju og hafði litl-
ar mætur á prjáli og tildri, sem
þykir fyigja nútímanum. Hann
studdi hvert það mál, sem hann
taldi til hagsbóta, og get ég ekki
stillt mig um að nefna sem dæmi
þess baráttu hans fyrir vegin-
um fram Tungusveit austan
Svartár. Sveitin framan til hafði
löngum verið akvegarlaus, að-
eins malargötur á eyrum með
ánni. Þegar vetraði var þar eng
in ökufær leið, og man ég þá
t
Þökkuim auðsýnda saimúð við
amdlát og jarðaríör bróður
okk'ar,
Jakobs Erlendssonar,
Hátúni 8.
Systkinin.
tíð, að við frammi í sveitinni urð
um að flytja á klökkum út i
Starrastaði þá mjólk, sem seld
var, og svo nauðsynjar þaðan.
Mjög kostnaðarsamt var að
leggja veg fram Tungusveit,
austan megin ár. Jóhannes, sem
þá var sýslunefndarmaður, kom
því fram i nefndinni, að sýslan
ábyrgðist lán til framkvæmd-
anna, og með þeirri forgöngu
sinni kom hann málinu að vissu
leyti í höfn, til mikilla heilla fyr
ir sveitina. Síðar tók svo Vega-
gerð rikisins verkið upp á arma
sína og leiddi það til lykta.
Jóhannes varð hreppstjóri ár-
ið 1939, eins og fyrr segir.
Aldrei sá ég hann í tignarklæð-
um valdsmannsins, hann naut
nægrar virðingar án þess. Emb-
ættinu fylgdu ýmiss konar inn-
heimtur, og á erfiðum timum eru
þær ekki ávallt létt verk, en
aldrei tók Jóhannes lögtak í
sinni hreppstjóratíð, hann mun
hafa greitt í bili úr eigin vasa,
ef fátækir menn áttu í hlut.
Jðhannes lét af öllum opin-
berum störfum áður en mörgum
vinum hans fannst ástæða til, en
hann skildi það vel eins og
margt annað, að kynslóðir koma,
kynslóðir fara, og það var sam-
kvæmt skapgerð hans að hætta
trúnaðarstörfum áður en honum
förlaðist og geta skilað þeim af
sér í góðu horfi.
Víðar en í trúnaðarstöðum
reyndist Jóhannes Kristjánsson
sveitungum sínum hollur maður.
Hann hafði erft mikið fé eftir
fósturforeldra sína, og geri ég
ráð fyrir, að hann hafi um tíma
verið einn af efnuðustu mönn-
um héraðsins. Þegar kreppan
mikla skall yfir um 1930, varð
hagur margra bágur og ekki síð
ur hér í hreppi en annars stað-
ar. Þá var mikið leitað til Jó-
hannesar um ábyrgðir. Margir
höfðu »ótt um kreppulán og
voru ekki hlutgengir ábyrgðar-
menn í bráð. En þá munaði um
Jóhannes Kristjánsson. Og það
er mér kunnugt um, að forráða
menn Sparisjóðs Sauðárkróks
viku því að honum góðlátlega,
að eignir hans væru ekki ótak-
markaðar, það væri því ekki
takmarkalaust, sem hann mætti
ábyrgjast. Sýnir þetta nokkuð,
hvílíkur stuðningsmaður Jó-
hannes var þá sveitungum sín-
um. Og á fleiri vegu var hann
sá maður, sem greiddi fyrir öðr-
um, t.d. var varla gerður hér í
hreppnum áratugum saman sá
kaupsamningur, sem nokkru
þótti varða, að Jóhannes skrif-
aði hann ekki eigin hendi, en
hann hafði listarithönd, og verð
ur mér þar hugsað til þess, sem
sagt er um kunnan frænda hans
Iöngu liðinn: „rithönd hans er
sérstaklega hreinleg og vand-
virknisleg."
Svo sem fyrr getur kvæntist
Jóhannes Ingigerði Magnúsdótt-
ur árið 1914, ágætri konu að
greind og mannkostum. Þau
hjón reistu skála um þjóðbraut
þvera. Var löngum gestanauð á
heimili þeirra og kom þar fleira
en eitt til: margir áttu erindi við
húsbóndann og þurftu á ýmiss
konar fyrirgreiðslu hans að
halda, og svo var hitt, að áður
en samgöngur komust í það horf
sem nú er og menn voru lengur
að bera sig yfir, var frekast
staldrað við þar, sem góðar við-
tökur og rausnarlegar veitingar
brugðust aldrei. Fyrir kom, að
þau hjón tækju á heimili sitt
sjúklinga, sem áttu fárra kosta
völ og veittu hjúkrun og aðra
aðhljmningu þar til yfir lauk.
Þá var ekki jafn greiður aðgang
ur að sjúkrahúsum og nú er.
Gagnvart þeim, sem bágt áttu,
var hjartahlýja og hjálpfýsi
þeirra hjóna slík, að langt er til
að jafna.
Jóhannes var löngum meðal
stærstu bænda í hreppnum, góð-
ur skepnuhirðir, sérstaklega
var hann þó hestamaður, átti
jafnan góða reiðhesta og hafði
yndi af að koma á hestbak, jafn
vel eftir að heilsa og þrek var á
förum. Hann var ágætur
tamningamaður, og hef ég varla
stigið á bak betur tömdum hesti
en Þyt Jóhannesar, er hann
hafði tamið sjálfur. Hann var og
verkmaður góður og lagtækur
við smíðar, einkum á járn, en
stundaði þær ekki að ráði nema
þá snemma ævinnar. Og hefði
Jóhannes verið fyrr uppi, gæti
ég hugsað að alþýða hefði nefnt
hann lækni, því oft var til hans
leitað, ef slys eða óhöpp bar að
höndum i nágrenninu. Auðvitað
gat hann ékki alltaf hjálpað, en
hann var nærfærinn og fólki
þótti ætið styrkur að rökréttri
og rólegri íhugun hans.
Jóhannes Kristjánsson var
röskur meðalmaður á hæð og
svaraði sér vel, hraustmenni til
burða, knár og harðtækur, ef
þvi var að skipta, en hægur í
viðmóti og gat virzt fálátur i
augum ókunnugra, enda dulur
maður að eðlisfari. Hann var
gráeygður, tillitið rólegt og íhug
ult, en harðnaði, ef honum
þykknaði í skapi. Hann sómdi
sér vel á hvaða mannþingi sem
var, en bezt fannst mér hann
njóta sín í frekar fámennum
hópi. Hann hafði ánægju af söng
og hljóðfæraleik og hefði, býst
ég við, orðið söngmaður nokk-
ur, ef hann hefði þjálfað það.
Honum þótti skemmtun að því að
lyfta glasi með kunningjum og
taka upp pela á ferðalögum.
Lengi hafði Jóhannes átt við
erfiðan sjúkdóm að stríða og
var farinn að heilsu, þegarhann
lézt. Það er í raun og veru ekki
harmsefni, þótt slíkir menn, sem
lokið hafa giftudrjúgu ævistarfi,
fái hvíld frá þjáningum, sem
ekki verða læknaðar, en sökn-
uður situr eftir eigi að síður. Og
nú, er leiðir hafa skilizt, vil ég
þakka honum og þá um leið
ekkju hans, frú Ingigerði, dýr-
mæta vináttu í fjörutíu ár. Hjá
Framhald á bls. 24
Inniliegiuisitíu þakfkir til þeirra
fjötemöngiu, semn gierðiu gtull-
brúðkaiuip oikíkar óigleymanliegt
með hlýjiu hamiditiafci, sikieytium,
blómiuim oig gjöÆum.
Magnea G. Ólafsdóttir
og Ferdinand R. Eiríksson.
Ininilaglar þafckir til allra
þeirra, er glöddu mitg me'ð
hedimisókniuim, gjöfum og kveðj
um á sjötuigLsafmæli mínu
þarnn 21. þ.m.
Ólöf Isaksdóttir.
t
Útför móður mínnar og tengdamóður
AÐALHEIÐAR ÞORKELSDÓTTUR
verður gerð frá Dómkirkjunni i dag, föstudagnn 25. septem-
ber, kl. 13,30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þem sem vilja
mnnast hinnar látnu er vinsamlega bent á líknarstofnanir.
Auðbjörg Guðmundsdóttr,
Pétur Sveinbjarnarscn.
t Hjartains þakfcir til allra þeirria mörgu, er miinmtiuisit mín á 75 ára afmæliinu 19.
Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför HANNESAR ERLENDSSONAR septamlber sl. á eimm eða ann- an hátit.
klæðskerameistara. Prestslhjó'níumium í Holti umidir Eyjaf jöllium þaklkia ég ógleym-
Fanney Halldórsdóttir, anlegiam dag.
Erla Hannesdóttir, Jóhannes Lárusson, Pétur Jónsson, Þjórsárgötu 3.
Sigrún Hannesdóttir, Bjami Beinteinsson, Jón Gunnar Hannesson.