Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 14
14 MORiGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SBPT. 1970 /búð í Vesturbœnum Vönduð 4ra herbergja íbúð á góðum stað ! Vesturbænum til sölu. íbúðin er í mjög góðu ásigkomulagi. Fallegt útsýni. Þeir sem hafa áhuga sendi nöfn sín og simanúmer til Morgun- blaðsins fyrir fimmtudagskvöld merkt: „íbúð—Vesturbær — 4740". Frá landsfundi bókavarða; Bækur um flokkunar- og skráningarreglur FYRSTI landsfundur íslenzkra bókavarða var haldinn dagana 17.—20. september. Fundinn sátu um 80 fulltrúar viðs vegar að af landinu. Á fundinum voru flutt 17 fram söguerindi, og voru umrseður á eftir öllum erindunum. Fjallað Dömur — líkamsrækt Líkamsrækt og megrunaræfingar fyrir konur á öllum aldri. var bæði um almenningsbóka- söfn og rannsóknabókasöfn, og nýjar skráningar- og flokkunar- reglur safna, en i upphafi fund- arins komu út tvær nýjar bæk- ur um þau efni, önnur um flokk- unarreglur fyrir íslenzk bóka- söfn, hin um skráningarreglur. Eru þær báðar unnar á vegum Bókavarðafélags Islands. Þá var rætt um söfn skjala og handrita, endurskoðun laga um almenningsbókasöfn, launamál, samskrá og bókaöflun rannsókn- arbókasafna, menntun bóka- varða og félagsmál þeirra, sköla- bókasöfn og söfn fyrir vanheila og sjúka, og kynningu safna. Einnig var sýnd kvikmynd um notkun skólabókasafna. Skoðun- arferðir voru í Landsbóka- og Þjóðskjalasafnið, bæjar- og hér- aðsbókasafnið I Hafnarfirði og bókasafn Norræna hússins. í niðurstöðum fundarins er m. a. lýst yfir nauðsyn á að bæta starfshætti safna, stuðla að auk inni menntun bökavarða og vinna að meiri kynnum og sam- starfi bókavarða um land allt. Brýn þörf er talin á bættri þjón- ustu bókasafna á sjúkrahúsum og heilsuhælum og lögð áherzla á mikið og vaxandi hlutverk skólabókasafna. Talið er æski- legt, að Bókavarðafélagið semji kauptaxta fyrir bókaverði í al- menningsbókasöfnum um land allt til samræmingar í launa- málum. Loks er lagt til, að landsfundir verði haldnir á tveggja ára fresti. Nýr þriggja vikna kúr að hefjast. Dömur sem eiga pantað í októberkúr hafi samband við skólann sem fyrst. Morguntímar-, dagtímar- kvöldtímar. 4 tímar á viku. Upplýsingar og innritun í síma 83730 frá kl. 9—6. Kennsla hefst mánudaginn 28. september. Jazzballettskóli Báru, Stigahlíð 45. 15. storísór skólans hefst mdnudaginn 5. okt. Barnaflokkar — Unglingaflokkar. Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga. Flokkar fyrir hjón. Byrjendur — framhald. Innritun og upplýsingar daglega í eftirtöld- um símum: REYKJAVÍK: 2 03 45 og 2 52 24 kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. Kehnt verður í Brautarholti 4, félagsheimil- inu Árbæjarhverfi og Sólheimum 23. KÓPAVOGUR: 3 81 26 kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. Kennt verður í félagsheimilinu, HAFNARFJÖRÐUR: 3 81 26 kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. Kennt verður í Góðtemplarahúsinu, KEFLAVlK: 20 62 kl. 5—7 e.h. Kennt verður í Ungmennafélagshúsinu. Upprifjunamámskeið fyrir hjón, sem lært hafa 2 ár eða lengur. Athugið! Heimar, Sunda og Vogahverfi Sólheimar 23 (samkomusalur) Kennsla fyrir börn 4— 6 ára 7— 9 ára 10—12 ára. Atvinna óskast Óska eftir starfi hálfan daginn. Hef Samvinnuskólapróf. Upplýsingar í simum 35808 og 25790. Atvinna Stúíka helzt vön kjólasaumi óskast til starfa á lítilli sauma- stofu. Reglusemi og vandvirkni áskilin. Upplýsingar ! sima 18646 milli kl. 1—2 föstudag og kl. 12—1 laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.