Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPT. 1970 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Ef pér hefur leiðzt lognmollan, er tími til komlnn að þú hristir af þér slenið og eigir géða daga. Leiðina Telur þú auðvitað sjálfur. Nautið. 20. apríl — 20. maj. Einhverjir reyna að telja þig af áformi, sem þér finnst arðvæn- legt fyrir einhverjar sakir. Hlustaðu aðeins á sjálfan þig. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Ef þér leiðist að vera fátækur, skaltu reyna að finna nýja leið til I að græða. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Margir eru það nú, sem finna að við þig, og það cr kannski von að þér mislikl. Er ekki til í dæminu, að þeir hafi að cinhverju leyti rétt fyrir sér? Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú ert sennilega að reyna að taka þig á, og er vel um það eins og reyndar fleiri úrbætur. Haltu vel áfram. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þér leiðist að vera alltaf að hlusta á, hvað aðrir græða mikið. Kannskí röðin fari að koma að þér. Vogin, 23. september — 22. október. Það eru ýmsir fieiri en þú, sem hafa átt erfiða daga, og margir þcirra hafa fundið merkar leiðir til úrbóta. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ef þú gætir nú haldið strikinu um hríð og gleymt að slá slöku við, er ekki ólíklegt að byrlegar blési fyrir þér. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Er ekki leiðinlegt að vera alltaf síðastur I alla feitu bitana. Hertu hlaupin. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Innan tíðar er greinilegt að þín gæfa snýst þér í hag á alla lund. Bíddu rólegur. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ef þú hefur lítinn eða mjög nauman tíma til skemmtistarfa, skaltu helzt allra tómstundaiðkana velja þér bóklestur. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Gætirðu ekki hugsað þér að vera svolitið rýmilegri við fólkið í kringum þig? LENGL.As^ ingarvatnið". Þar hafði hann get ið sér til um skoðanir Raeburns, og svo komið sjálfur með þær viljandi. Þetta var ósköp einfalt — Dale Carnegie-aðferðin — en árangurinn var góður. Raeburn kunni vel við manninn, og það engu síður þó að Rick ihefð stuðlað að því viljandi. Kannski fór hann svona að við alla, það var aðeins einn þáttur í viðleitni hans sem heppins kaupsýslu- manns. Það var meðal annars skýringin á því, að Barker var á fjórum mánuðum orðinn eins og gamall fjölskylduþjónn. — Það er nú sagt, að veiðivörður- inn minn hafi áður verið veiði- þjófur sjálfur, hélt Rick áfram, — og þér vitið, hvað sagt er um veiðiþjófa, sem gerast veiðiverð- ir. Hann mældi Raeburn með aug unum. — Ég býst við, að veiðivörð- urinn yðar og ég eigum margt sameiginlegt. — Það eigið þið sjálfsagt. En þér ætluðuð að tala við mig um hana Edith Desmond? —- Já. — Hvernig stendur á þvi? Mér skilst þér séuð einkaspæj- ari? Raeburn kinkaði kolli. — Og þá skil ég ekki, hvers vegna þér eruð að þessu — ég hélt það vera lögreglunnar að gripa kyn æðinga. Röddin í Rick var hóg- leg, en það var greinilegt, að hann ætlaði að finna nákvæm- lega út, hvað á seiði væri, áður en hann færi að svara neinum spurningum, og ætlaði ekki að láta neina uppgerðarviðkvæmni standa þar í vegi. Og hann var 24. heldur ekki maður, sem hægt væri að bíta af með einhverri lygasögu. Raeburn sagði, varkárnislega: — Það leikur nokkur vafi á því, að morðið á frú Desmond það, sem það lítur út fyrir að vera. Rick leit á hann og hleypti ofurlítið brúnum, en hitt var vandséð, hvort hann varð neitt hissa. — Hver efast um það? — Lögreglan virtist á sínum tíma gera það. Og Desmond er með ýmsar grunsemdir. — Hvaða grunsemdir og efi er það? Aftur var röddin hógleg en þó ákveðin. Rick var vanur að spyrja þess, sem honum sýndist og jafnvanur að fá svör við spurningum sinum. — Um nokkurt skeið virtist lögreglan halda, að þetta gæti verið morð, sem væri ætlað að líta út eins og kynóramorð. Ekki veit ég, hvaða ástæðu hún hafði til þeirrar skoðunar, og víst er hún nú horfin frá henni aftur. — Hvernig vitið þér það? — Þeir hafa handtekið Kýpur búa, sem hefur fengið dóm fyrir árásir á kvenfólk. — Já . . . Segið mér: Eruð þér að vinna fyrir Alec Desmond. — Já. — Svo að lögreglan hefur þá haft hann grunaðan? — Já. Honum hafði sem allra snöggvast dottið í hug að neita þessu, eða neita að svara, en Rick hefði samt sem áður vitað sannleikann. Rick kinnkaði kolli. — Þér getið séð, hvers vegna, sagði hann. — Alec Desmond hafði margfalda ástæðu til að vilja fá konuna sína út úr heim- inum. Hann er mjög framgjarn og hún var alveg að eyðileggja embættisframa hans. Hann er virðingarverður á borð við erki- biskup en hún ómerkileg dræsa. Hann vinnur mikið í skrifstof- unni sinni og þarf auk þess að hafa gott næði heima fyrir, eins og hver annar háttsettur embætt ismaður. Edith gat hvorki hald- ið í starfsfólk né búið til mat. Hún hélt honum uppí á kvöldin með þessu fylliríi sinu og vakti hann um miðjar nætur, til þess að hann gæti haldið henni i fang inu og hindrað hana I að fremja sjálfsmorð. Það var komið þann- ig, að hann fékk aldrei heitan mat eða almennilegan nætur- svefn. Og það getur tekið á hvern sem er. Rick þagnaði og leit á Raeburn. Sterklega, greindar- lega andlitið á honum var alvar- legt. — Sannast að segja er til aðeins ein gild ástæða til þess, að hann hafi ekki myrt hana. Hann beið eftir að Raebum spyrði skýringar á því atriði, en þegar Raeburn gerði það ekki, hélt hann áfram, eins og ekkert væri um að vera. — En honum þótti vænt um hana, manngarminum. Hann til- bað hana um það leyti sem þau giftust og hélt þvi áfram. Drykkjuskapurinn var hennar veikleiki og hún var hans veik- leiki. Hún þarfnaðist hans og hann hennar. Sama þó að það eyðileggði frama hans heilsu og líf, þá gat hann ekki sleppt henni frá sér. Rick þagnaði og svo varð nokkurt hié. — En hvernig haldið þér, að ég geti orðið að liði ? — Þér gætuð sagt mér af Huntercombemálinu. — Svo að Alec hefur þá sagt yður af því? Jæja, Huntercombe var vafagemlingur. Hann hefði aldrei getað fengið stöðu hjá stjóminni. En hann komst nú samt að kaupum, sem tvö lítil flugvélafyrirtæki voru að gera við stjómina um að smíða þyrl- ur. Hlutabréfin þeirra voru vis til að snarhækka í verði, þegar samningurinn yrði gerður heyr- inkunnur. Vitanlega er það gagnstætt öllum reglum hins opinbera að nota embættislegar upplýsingar sér tii persónulegs ábata, en Huntercombe tók að kaupa hlutabréf áður en samn- ingurinn var gerður heyrinkunn ur. Svo var Huntercombe rek- inn. En áður hafði hann gefið Edith þessar upplýsingar og hún keypti lika hlutabréf. Hún var hálfvitlaus, eins og þér vit- ið. Hún ásældist ekki peninga, peninganna vegna, — jafnvel ekki til þess að kaupa skart- gripi og loðkápur, en hún var alveg vitlaus í samkvæanislif fína fólksins. Þér skiljið, að komast svo hátt upp eftir metorðastig- anum, að geta kallað hertog- ann af Ditchwater Joe. Guði sé lof, að ég skuli aldrei hafa tekið þá sóttkveikju. Rick hló, en dá- lítið gremjulega. — Hvers vegna gaf Hunter- combe Edith þessar upplýsing- ar? — Af þvi að hann vildi kom- ast yfir hana. Þetta var vist kaupmang þeirra í milli. — Ég skil. —- Já, þetta er ekki falleg saga. — Nei. Glæparannsókn rótar sjaldnast upp neinum fallegum sögum. Ég býst við, að Edith Desmond hafi oft verið í illi- legri fjárþröng? — Já, það var hún. — Lánuðuð þér henni nokk- urn tíma peninga ? — Einu sinni eða tvisvar, áð- ur en hún giftist. — En ekki eftir það? — Jú, einu sinni. Raeburn datt í hug hundrað punda skuldakvittunin, sem hafði ver- ið notuð sem jólagjöf. — Bað hún yður nokkurn tíma um lán eftir það? — Já, en ég hefði ekki orðið við þeirri bón. Edith Desmond var alvee á heljarþröminni. Hún drakk og spilaði — eins og bjáni — tapaði alltaf — og var orðin þunglynd. Hefði hún ekki verið myrt, hefði hún sennilega framið sjálfsmorð. Eða þá farið á geðveikrahæli. Það hefði ekk- ert þýtt að vera að lána henni peninga. En í staðinn bjó ég til eins konar gervistarf handa henni. Hún var uppalin i Suður Afríku og kunni hollenzku og Dairy Queen Lofargóðu og stendur við það! Loftbremsukerfi Pressur og varahlutir í þær, Membrur, Membruhús, öryggisrofar, Tengi fyrir aftanívagna, Ventlar fyrir aftanívagna, Viðgerðarsett í ventla, Frttings. öryggis- og handbremsusett sem koma má fyrir i öllum bifreiðum með loftbremsukerfi. BERGUR LARUSSON H/F. Ármúla 32 — Sími 81050. VERKFRÆÐINGAR - TÆKNIFRÆÐINGAR Vegna stöðugt aukinna verkefna óskum við eftir að ráða til starfa tæknimenntaða menn Við óskum eftir mönnum, sem eru: Hugmyndarikir, Samvinnuþýðir, Þægilegir í umgengni. Reynsla á sviði hagræðingarstarfsemi ekkert skilyrði, en áhugi nauðsynlegur. Við bjóðum: Góð laun. Skemmtileg og fjölbreytt verkefni. Góð vinnuskilyrði I þægilegu andrúmslofti. Skriflegar umsóknir sendist til undirritaðs. BENEDIKT GUNNARSSON, tæknifræðingur Ármúla 3, Reykjavík. — Sími 3 81 30. RÁÐGEFANDI: Hagsýsla. Skipulagning framleiðslu og framkvæmda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.