Morgunblaðið - 18.11.1970, Page 11

Morgunblaðið - 18.11.1970, Page 11
MORGU3Sm.LAI>IÐ, MiÐVIKUDAGUR 18. NÓVBME®R 1970 11 HallÉdór Jónsson, verkfræðingur: Að spá í skýin Löngum hcfur það verið styrkur sjómanna og annarra þeirra sem allt sitt eiga undir veðri og vindum, að geta lesið tákn á himni og breytt sínum aðgjörðum eftir þeim. Dimmur bakki við sjóndeildarhring boð- ar venjulega eitthvað, sem vert er að taka sér vara fyrir þótt siglt sé í sléttum sjó um stund. Eftir síðustu viðurkenningu á staðreyndunum, þá komumst við lslendingar aftur til nokkurrar beilsu efnahagslega. Við lögðum öll að okkur, skildum alvöruna og árangurinn lét ekki á sér standa. En nú er sem við séum komnir á lygnari sjó í blásandi byr og nú sé hœgt að sigla. Spumingin er bara hvort við höfum gleymt að gá að þvi, hvort brestur sé í mastrinu áð- ur en seglum er hlaðið. AÐ VEGA SALT Öll þekkjum við leikirm að vega salt. Sá léttari fer upp og kemst ekki niður aftur nema hann geti þyngt sig eða þá flutt sig lengra út eftir stönginni. Þennan leik erum við búin að leika einnig í efnahagsmálum okkar undanfarna áratugi. Við vegum salt við krónuna, þegar við erum orðin of þung, þá verð ur krónan að flytja sig út eftir ránni til þess að geta lyft okk- ur og það kallast gengislækkun. Okkur hefur nefnilega alltaf skort hugarflug til þess að bjóða krónunni að flytja okkur nœr hvílipunktinum svo að hún geti haldið sínum stað eða jafnvel flutt sig líka nœr hvilipunkti ráarinnar með skemmtilegum af leiðingum, þ.e.a.s. gengishœkk un. En tækifæri til þess gafst einmitt í vor. Hins vegar skorti okkur hugarflug sem fyrr. Fjar lægð krónunnar frá hvílipunkti „vegasaltsins" eins og krakkarn ir kalla það er nefnilega sama og gengi krónunnar, gengið þetta dularfulla orð sem allir nota en ekki allir virðast skilja m.a. Seðlabankinn, sem lokar i nokkra daga meðan hann reikn ar út nýtt gengið uppá marga aukastafi, hafandi ekki hug mynd um þorskgengi eða annað árferði á næstu vertíð. Það fer nú óðum að skýrast fyrir okkur, að gengið er ekki föst tala nema að takmörkuðu leyti. Það er sifellt að breyt- ast sem afleiðing af hegðun okkar, þó við viðurkennum breytingarnar aðeins í tröppu gangi með tilsvarandi brambolti og taugaáfalli fyrir fjöldann þegar Veruleikinn verður ekki lengur umflúinn. Kenningum t»m fljótandi gengi er hins vegar yfirleitt hafnað af okkar hag fræðingum. Samt er kenningum um fljót- andi gengisskráningu eða þvi líkt kerfi að vaxa fylgi viða um heim, t.d. hafa Nóbelsverð launahafinn Paul Samuelsson og Milton Friedmann ritað margt um þetta. Niðurstöður A1 þjöðabankafundarins í Kaup mannahöfn í sumar virðast enn fremur nálgast þetta. Það er lika ótrúlegf annað en að þar til settir sérfræðingar geti, með leiðsögn ríkisstjórnarstefnu í efnahagsmálum, séð um það, að gjaldeyrisvarasjóðir og vöru skiptajöfnuðir fylgi ákveðnum stærðum, einfaldlega með því að viðurkenna fyrsta lögmál mann legra viðskipta, framboð og eft- irspurn. Kaúpi fólk ekki gjald eyririnn, þá ér hann of dýr, ef hann er hamstraðuf þá er hann of ódýr. Þetta er í sjálfu sér einfalt: En fyrir okkur böm ver ðlag ss týr ingartr úar innar er þetta erfitt Hvernig á þá að verzla á verðútreikningareyðu- blöðum verðlagsstjóra? Fer þá ekki allt úr skorðum ? Ég held nú að flest sé farið úr skorðum sem farið getur. VERÐLAGSSTJÓBNIN Við erum nú búnir að bisa við að stjórna verðlaginu siðasta mannsaldurinn og árangurinn liggur á borðinu. Þannig hlýt- ur alltaf að fara þegar menn vilja ekki fara eftir grundvall- arlögmálum í einhverju máh. Að gefa frjáisa álagningu, það höldum við að sé sama og verzl unaraðilar myndi með sér Mafiu samtök og fari að okra. Nei, avert á móti verkar núverandi ástand í verðlagsmálum kaup- endum i óhag. Álagning er skömmtuð á þann hátt, að selj- endur eru hugarflugslausir. Enginn getur haft t.d. útsölu á hveiti með afslætti í von um að vinna tapið upp á hærra verði á eggjum, því að allt er í botni og aliar breytingar bann aðar. Svo manni er alveg sama hvort maður verzlar við Pétur eða Pál, þetta er allt sama logn mollan, sömu vörur og sama verð, tilbreytingarlaust og dautt, og kaupmennimir eins og egypzkar múmíur í framan af leiða og vansæld. Til þess að viðhalda þessu hamast stjórnvöldin við að klekja út nýjum regiugerðum til þess að klastra við kerfið með þeim afleiðingum að það verður sífellt verra viðureignar. Sífelld ný apparöt og paragröf, sem eiga að hindra það að menn svindli. f stað þess að hafa kerf ið þannig að engum sé lífsspurs mál að svindla. Sálfræðingar telja sig hafa fundið það út, að yfir 50% skattlagning verki á einstakling inn sem rán og ofbeldi, sem kalii á örþrifasvörun. Okkar skattlagning hefur gert það að verkum stundum, að menn hafa gengið frá sínum verkefn um í miðjum annatíma, því að það er tilgangslaust að strita þegar launin eru gerð upptæk af ríkinu. Og verðbólgan hefur auk þess gert alla að hátekju- mönnum í augum skattstiganna. Það er aiveg merkilegt að aldrei skyldi minnzt á það i kjaradeilunum í vor, að leið rétta skattstigana sem raunhæfa kjarabót til almennings, i stað þess að eyða dýrmætum tima í að rifast um prósentur á kaup, sem allir vissu þá, að myndu leiða til nýrrar umferðar í verð bólguhringekjunni. Það sem þá var unnið hefur leitt til þess, að krónan er faliin, það er bara tímaspursmál hvenær seðla bankinn lokar næst til þess að reikna nýtt gengi uppá þrjá aukastafi. FRAMTÍÐ eða örlög FRJÁLS FR VMTAKS Allir kjarasamningar, sem gerðir hafa verið á undanförn um árum svo og flestar reglu gerðasetningar þess opinbera hafa eitt sameiginlegt: Það er si fellt verið að kreppa að at vinnufyrirtækjunum. Leggja þeim nýjar kvaðir og skyldur á herðar og torvélda þeim lífs möguleika. Stjórnmálamenn keppast um að yfirbjóða hvern annan í umhyggju fyrir veslings launþeganum. Það heyrist sjaldnar talað um það á hverju launþeginn lifir og ef út í það er farið pólitíkusinn og embætt ismaðurinn líka. Eru það ekki atvinnufýrirtæki landsins til sjávar og sveita sem við lifum á? Andvaraleysi okkar I lífs kjarakapphlaupinu hefur hins vegar leitt fjöldann frá þvi að gefa þessu gætur. Atvinnufyrirtækið er til þess að borga mér og þér sifellt hærra kaup, og okkur er í sjálfu sér fjandans sama hvort það hefur ráð á þvi eða ekki. Hinn krabbameinsliki vöxtur skriffinnskubáknsins og em- bættaaðalsins er auk þess langt kominn með að uppræta skap andi hugsun hjá flestum okkar svo að hinn algeri sósíalismi virðist skemmra undan en gömlu bolsévikkarnir gátu látið sig dreyma um. Innbyrðjs úlfúð og hjaðninga- víg stéttanna hafa skilið þjóð- félagið eftir í þvilíkri upplausn, að það hlýtur að hafa hvarfiað að hverjum okkar einhvern tíma hvort við fáum staðizt sem þjóð meðal þjóða í framtiðinni. Verðbólgueldurinn svo og of- sköttunar og eignarnámsstefna, sem óábyrgir stjómmálamenn okkar hafa fylgt gegn atvinnu- rekstrinum, hafa valdið þvi, að fyrirtæki iandsmanna um lang- an aldur hafa orðið að heyja ör væntingarfulla baráttu fyrir lifi sinu í stað þess að hafa eðlileg- an vöxt. Hugtakið gróði hefur verið svo afflutt af kommúnist- um að það er orðið samstofna við hugtakið ráh. Og þar sem enginn atvinnurekstur fær stað izt til lengdar án gróða, þá get- ur aðeins stefnt á einn veg ef hann er bannfærður. Robert McNamara sagði í at- hyglisverðri grein eitthvað á þá leið, að ætti mannkynið á þess- ari jörð að komast hjá tortím- ingu, þá yrði að brúa bilið milli ríkra þjóða og fátækra. Það ger ist ekki öðruvísi en að atvinnu- líf hinna fátæku sé eflt. Ríku þjóðirnar geta ekki einfaldlega sett hinar fátæku á iaunalist- ann hjá sér. Er þetta ekki í smækkaðri mynd eitt af vandamálum okk- ar sem þjóðar, þó á annan hátt sé. Getum við náð árangri með- an sífellt er alið á hatri milli launþega og atvinnufyrirtækj- anna, svo grimmt að einstakir menn geta og hafa lifað langa starfsævi á þvi að kynda það bál. Verða menn ekki að skilja það að hagsmunirnir fara sam- an. Vilji menn hafa mjólkurbú, þá gefa þeir kúnum nóg af heyi og kraftfóðri og bæði kýrin og mjaltamaðurinn eru ánægð. ís- lenzkir launþegar og þeirra stjórnmálamenn fara öðruvísi að gagnvart atvinnufyrirtækj- unum. Fyrst taka þeir heyið burt, síð an er blóðmjólkað, og loks er kýrin étin á útmánuðum, án þess að gera sé grillu út af þv'í hvað eigi að hafa í næsta mál. Svo verður launþeginn móðgað- ur þegar atvinnuleysi dynur yf- ir, því blönk atvinnufyrirtæki geta ekki brúað bilið miili ver- tíða. Þessa hagsmuni er hægt að sameina á einn hátt. Að sem flestir verði þátttakendur í at- vinnurekstrinum. Islendingar eru í sjálfu sér fylgjandi þessu að ég held, það sýnir hinn almenni Vilji til þess að gera eitthvað á eigin spýtur. Hins vegar leiðir hug- myndaflugsleysi fjármagns- stjórnarinnar og hin eilífa jafn- vægisbyggðarstefna til þess, að kraftarnir dreifast um of og af leiðingin verður aragrúi magn- lítilla smáfyrirtækja. Og er það ekki dæmigerð svörun þess sem aðeins sér vandamálið en skynj ar ekki eðli þess, að hlaupa til og fara að semja frumvörp til þess að bæta skattalega aðstöðu fyrirtækja og sérdeilis að auð- velda samruna þeirra, án þess að taka eftir því, að eigendur fyrirtækjanna hafa engan áhuga fyrir þessu meðan eign- arskattslögin eru með óbreytt- um hætti. Það hefur enginn áhuga á því að fara að skrifa upp hlutabréf í gömlum fyrir- tækjum vegna sameiningar við önnur þegar refsivöndur eign- arskattsins er reiddur á loft. Ég held að semjendur frumvarpsins þurfi engar áhyggjur að hafa af framkvæmdaratriðum viðkom- andi paragraffa. FLEIRI LEIÐIR Vissulega er gott að efla okk ar gömlu og góðu atvinnuvegi ®g leita nýrra. En við erum svo peningalausir Islendingar að flest strandar á þvi. Og það eitt takmarkar allar aðrar framfara- tillögur okkar. En því ekki að reyna að bæta úr þvi? Luxemborgarar þessi 300.000 manna þjóð forvalta að því að sagt er tugþúsundir milljóna doll ara fyrir skattsvikara heimsins. Ef við gerðum Island að skattahöfn fyrir erlenda fjár- magnseigendur, þá færi sjálí- sagt að verða fljótlega minni þörf fyrir ráðherra okkar að þjóta út um öll lönd með betli- staf í hendi. Bankarnir myndu geta myndað stórfé í vaxtamis- mun á út og innlánum við að stórefla atvirmulíf okkar. Þó við Framh. á bls. 21 JOHHIS - MAMVIiE glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrunina með álpappímum, enda eitt bezta einangrunarefnið og jafnframt það langódýrasta. bér greiðið álíka fyrir 4" J-M glerull og 3" frauðplasteinangr- un og fáið auk þess álpappir með. Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. BÍLAKAUR^ Vel með farnir bílar til sölu 1 og sýnis f bílageymslu okkar | að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Ang. Teg. Þús. '66 Bconoo 250 '67 Rat 600 90 '66 Rambter Am. 206 >64 Corsair 120 '63 VatixheM Vetox 85 '65 Skoda 1202 sendib. 65 '70 CorTina 215 '63 Taunu® 12M (1500 vét) 85 '66 Taunus 17M 190 '66 Darf 80 '65 Skode 1202 send*> 80 '64 C ort’tna 90 '57 Benz 180 D 120 '62 Benz 190 186 '62 Votvo P 544 106 '63 Benz 190 150 >66 Taonos 17 M stet. 210 '65 Taumjs 17 M 156 '67 Peugeot Stat. 265 '66 FaJcon Spont 325 '62 Landr. disrl 140 '70 Contúme 230 '64 Daf 60 '67 Taunus 17 M 215 '66 Moskv. 70 '67 Scout Sport. 300 '66 Votksw. 1300 115 [Tökum góða bíla í umboðssölul | Höfum rúmgott sýningarsvæöi innanhúss. ílXgjSÞ UMBOÐIÐ SVEINN EGILSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SIMI 22466 Hainoifjörðnr — Álfnskeið Til s&lu er við Álfaskeið mjög falleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Allar innréttingar mjög vandaðar. HRAFNKELL ASGEIRSSON HRL., Strandgötu 1, Hafnarfirði, sími 50318. Nauðungaruppboð Eftir ákvörðun Skiptaréttar Kópavogs verður haldið opinbert uppboð á lausafé í dag miðvikudaginn 18. nóvember 1970 kl. 15.00 í skrifstofu minni að Álfhólsvegi 7. Selt verður: Eldtraustur peningaskápur „Marvin Safe Co." og Bosch- ísskápur. — Greiðsla fari fram við hamarshögg Bæjarfógetinn i Kópavogi. Tónleikar að Borg Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika að Borg i Grims- nesi fimmtudaginn 19. nóvember kl. 21.30. Stjómandi Proinnsias O'Duinn. Einleikari er Jónas Ingimundarson. Á efnisskránni eru 3. sinfóna Schuberts, píanókonsert no. 28 eftir Mozart og sinfónía no. 88 eftir Haydn. Jónas Ingimundarson kynnir verkin. Féiagsheimilið Borg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.